Tíminn - 02.07.1994, Blaðsíða 1
SIMI
631600
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
78. árgangur Laugardagur 2. júlí 1994 122. tölublab 1994
Þjóðverjar
í hrossa-
rækt á
íslandi
Þýski hrossaræktandinn And-
eras Trappe hefur fest kaup á
stóðhestinum Galsa frá Sauöár-
króki. Hesturinn fer ekki úr
landi, heldur mun Trappe nota
hann til kynbóta á íslandi, að
minnsta kosti næstu ári.
Galsi er 4 vetra, .fádæma-
glæsilegur stóðhestur úr rækt
Sveins Guömundssonar, móð-
irin er Gnótt 600 en faröirinn
er Ófeigur 822 frá Flugumýri.
Galsi er tvímælalaust einn af
stjörnunum á landsmótinu á
Gaddstaðaflötum. Þaö er hin
þekkti knapi Baldvin Ari
Guðlaugsson, sem mun sjá um
hestinn fyrir Trappe hér á
landi. "Það eru mjög margir
íslendingar að vinna í hrossa-
ræktinni í Þýskalandi og ekki
nema sanngjarnt að við
vinnum aðeins á íslandi líka,"
sagði Andreas Trappe, sem nú
er staddur á landsmótinu á
Gaddstaðaflötum. ■
Verkfall meinatœkna reynist dýrkeypt. Jóhannes Gunnarsson:
Alvarlega veikir sjúkl-
ingar látnir bíða
Islenskir og norskir emb-
œttismenn funda vegna
Svalbaröadeilunnar:
Ekki
samninga-
fundur
Embættismenn forsætis-, utan-
ríkis- og sjávarútvegsráöuneytis
funduöu í Kaupmannahöfn á
fimmtudaginn með norskum
embættismönnum. Ekki var um
samningafund að ræða, en fjall-
að var um þau málefni sem
varða samskipti þjóðanna
á sviði sjávarútvegar. Ákveöið
var að halda áfram skoðana-
skiptum og umfjöllun um þessi
mál. ■
Okáyfir
100 í
íbúöargötu
Lögreglan á Akureyri stöðvaði
ökumann bifhjóls í gær þar sem
hann ók eftir Þórunnarstræti
á Akureyri á 110 kílómetra
hraöa. Ökumaöurinn missti að
sjálfsögðu ökuréttindin á staön-
um enda er Þórunnarstræti
íbúðargata þar sem hámarks-
hraðinn er 50 kílómetrar á
klukkustund. ■
,}Það er allt í kaldakoli hérna.
Ástandið er algerlega óviöun-
andi, þar sem veriö er að ýta á
undan sér aðgerðum og ööru
sem er ekki lengur afsakan-
legt," segir Jóhannes Gunnars-
son, lækningaforstjóri Borgar-
spítalans. Hann segir að margir
sjúklingar séu sárir yfir því að
vera ekki sinnt þrátt fyrir alvar-
leg veikindi.
Þegar verkfall meinatækna, sem
hófst þann 4. apríl í vor, dróst á
langinn höfðu margir læknar
áhyggjur af því að erfitt gæti
reynst að vinna það upp sem látið
var bíða í verkfallinu. Sérstaklega
höfðu menn áhyggjur af því, þar
sem sumarlokanir á spítölunum
voru á næstu grösum þegar leyst-
ist úr verkfallinu í lok maí, Jó-
hannes Gunnarsson segir að
ástandið sé nákvæmlega eins og
menn áttu von á að það yröi.
Einkum sé ástandiö slæmt hjá
þeim sjúklingum sem bíði eftir
skuröaögerðum. Á Borgarspítal-
anum eru aðeins fjórar skurðstof-
ur af sjö starfræktar í sumar og
segir Jóhannes að ekki sé alltaf
hægt að manna þær allar. „Fólk
með mjög alvarlega. sjúkdóma
þarf að bíöa of lengi eftir að kom-
ast í aðgerð að mínu mati. Það
hefur ekki veriö venja hér að
fólki, sem hefur greinst með al-
varlega sjúkdóma eins og krabba-
mein, sé ekki sinnt í sömu eða
næstu viku. Það hangir í því að
við gerum það og í rauninni er
ekki hægt að sinna neinu öðru.
Fólk sem er illa haldið af ýmsum
öðrum sjúkdómum, sem eru ekki
eins alvarlegir, verður bara að
bíða. Þetta er nákvæmlega eins og
við sáum fyrir."
Jóhannes segir að á sumrin hafi
ástandiö hingaö til verið þannig
aö naumlega hafi veriö hægt að
sinna því nauðsynlegasta. „Það er
auðvitaö alveg eins núna en aö
auki erum við með þennan stafla
sem safnaðist upp í verkfallinu.
Ástandið er mjög erfitt. Margir
sjúklingar eru sem von er bæði
sárir og leiðir og margir alvarlega
veikir sem veröa að bíða." Jó-
hannes segir að dapurlega horfi
með starfsemina næstu mánuöi.
„Rekstrarstaða spítalans leyfir
ekki að neitt sé gert aukalega. Það
verður þess vegna ekki fyrr en á
haustmánuðum í fyrsta lagi sem
eitthvað fer að rofa til." ■
Oruggur sigur hja
íslandi í bridge
íslendingar vöröu Norður-
landameistaratitil sinn í opn-
um flokki í bridge á NM í Vasa,
Finnlandi, en mótinu lauk í
gær. ísland hlaut alls 186,5 stig
en Norömenn urðu í öðru sæti
meö 167 stig og Svíar þriðju
með 162,5.
Sigur íslands var sérlega sann-
færandi og vann liðið alla leiki
nema þann síðasta sem tapaðist
gegn Norðmönnum með
minnsta mun. Sigurlið íslands
var skipað Jóni Baldurssyni, Sæv-
ari Þorbjörnssyni, Jakobi Kristins-
syni, Matthíasi Þorvaldssyni og
Karli Sigurhjartarsyni, sem var
fyrirliði en spilaöi ekki í mótinu.
íslenska kvennaliðinu gekk aftur
á móti illa og varð að sætta sig við
tap í öllum leikjum nema einum.
Danir unnu í kvennaflokki, Finn-
ar urðu aðrir en Svíþjóö varð í
þriðja sæti. ■