Tíminn - 02.07.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. júlí 1994
mim
15
Sigurjón Sigurbsson
Skógum, Austur-Eyjafjöllum
Fæddur 27. maí 1924
Dáinn 24. júní 1994
Á björtum haustdegi fyrir tæp-
um 45 árum, kom ég ungur að
árum til dvalar sem kennari viö
Skógaskóla er þá um haustiö
hóf starfsemi sína. Síst grunaði
mig þá, að þar yrði starfsvett-
vangur minn næstu áratugina
og þeir ágætu menn, sem ég
kynntist þar, starfsfélagar mínir.
Einn af þeim var Sigurjón Sig-
urðsson frá Eyvindarhólum,
sem nú hefur kvatt þennan
heim, sjötugur að aldri. Strax í
byrjun fór vel á með okkur Sig-
urjóni, enda var maðurinn ein-
stakt ljúfmenni í viðkynningu.
Hann var ekki hávær eða fyrir
aö láta á sér bera, en vann öll
sín verk af hæversku og trú-
mennsku hins lítilláta og hóg-
væra manns.
Sigurjón gekk ekki í framhalds-
skóla umfram skóla lífsins, en
t MINNING
hlaut þó starfsréttindi rafvirkja.
Þó get ég fullyrt að fáir stóðu
honum framar á sviði tré- eða
járnsmíði. Vélvirkjun og störf á
sviði rafvirkjunar vann hann
með prýði. Allt lék í höndum
hans. Slíka menn er ómetanlegt
fyrir hverja stofnun að hafa í
þjónustu sinni og það er vissu-
lega skarð fyrir skildi þegar þeir
falla frá.
Sigurjón kvæntist Magneu
Gunnarsdóttur frá Fossi í Mýr-
dal. Þau hjón voru einstaklega
samhent í einu og öllu og heim-
ili þeirra rómað fyrir myndar-
skap. Þeim varð fimm barna
auðið og eru þau öll á lífi, hiö
gjörvilegasta fólk og vel af guði
gerð til munns og handa, eins
og þau eiga kyn til. Þau eru:
Sigríður, búsett á Selfossi; Sig-
rún, skógfræðingur; Dýrfinna,
kennaranemi; Auöur, fóstra; Ág-
úst, verðandi trésmiður.
Sigurjón heitinn sóttist ekki
eftir vegtyllum á lífsleiðinni, en
þau störf, sem hann tók ab sér,
vann hann af einstakri háttvísi.
Um langt árabil var hann meb-
hjálpari við sóknarkirkjuna í Ey-
vindarhólum og leysti það starf
af hendi meb einstakri prýbi og
háttvísi, sem hans var von og
vísa. Það fór ekki mikið fyrir
honum, en nú þegar hann er
allur, sjáum við best að við höf-
um misst mikiö og skarb þab,
sem myndast við fráfall hans,
verður vandfyllt.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar vil ég þakka honum
samstarf og hjálp Iiðinna ára og
áratuga.
Hans er gott að minnast.
Albert Jóhannsson
DAGBÓK
ILauqardaqur
2
júlí
183. dagur ársins ■ 182 dagar eftir.
25. vika
Sólris kl. 3.06
sólarlag kl. 23.55
Dagurinn styttist
um 3 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Lögfræðingurinn er til vibtals
á fimmtudag 7. júlí. Panta þarf
tíma í s. 28812.
Dansað í Goðheimum kl. 20
á sunnudag.
Vegna forfalla eru nokkur
sæti laus í Dalaferðina 6. og 7.
júlí n.k. Upplýsingar á skrif-
stofu félagsins fyrir hádegi á
mánudag.
Ferðafélag íslands:
Miðnætursólarsigling
meb Fagranesinu
Djúpbáturinn Fagranes fer í
kvöldsiglingu sunnudags-
kvöldið 3. júlí frá ísafirði í
samvinnu við Ferðafélag ís-
lands þar sem ætlunin er ab
skoöa sólarlagið við ísafjarðar-
djúp.
Brottför er kl. 21 frá Isafirði
og er áætlað að ferðin taki um
4 klst.
Siglt verður út ísafjarðardjúp
að Hesteyri í Jökulfjörðum þar
sem stansað verður um stund,
en síðan haldið til baka til ísa-
fjarbar, vonandi í blankandi
kvöldsólinni. Djúpbáturinn
heldur uppi föstum áætlunar-
ferðum á Hornstrandir og
munu þær verða kynntar.
Ferðafélag íslands kynnir
nýja árbók sína, „Ystu strandir
norðan Djúps", er fjallar um
svæðið og er hægt ab eignast
hana meb því að ganga í félag-
ib.
Hægt verður að fá léttar veit-
ingar um borð. Félagar úr
Harmónikufélagi ísafjarðar
munu leika fjörug lög fyrir far-
þega.
Leiðsögumaður verður Gísli
Hjartarson. Fargjaldi verður
stillt í hóf.
Fyrirlestur í KHÍ
Dr. Dan I. Slobin, prófessor
við sálfræðideild háskólans í
Berkeley í Kaliforníu, heldur
opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla ís-
lands, Rannsóknarstofnunar
Kennaraháskóla íslands og ís-
lenska málfræðifélagsins
mánudaginn 4. júlí kl. 17.15 í
stofu M-201 í Kennaraháskóla
íslands.
Fyrirlesturinn nefnist
„Language acquisition in cross
linguistic perspective" og
verður fluttur á ensku.
Dr. Dan I. Slobin stundabi
nám við Michiganháskóla og
síðar framhaldsnám við Har-
vard þar sem hann lauk dokt-
orsprófi árið 1964 í félagslegri
sálfræði. Auk kennslustarfa
við Berkeleyháskóla er hann
forstööumaður þeirrar stofn-
unar skólans sem vinnur að
samanburðarrannsóknum á
máltöku barna, auk þess sem
hann vinnur við rannsóknar-
stofnun skólans í hugfræði,
svo og við stofnun í þroska-
rannsóknum.
Dr. Slobin er heimsfrægur
fyrir rannsóknir sínar á mál-
töku barna og tengslum henn-
ar við eðli hugsunar, menn-
ingu og tjáskipti manna. í
rannsóknum sínum hefur
hann nýtt sér og borið saman
gögn um ensku, þýsku,
spænsku, ítölsku, rússnesku,
serbó- króatísku, hebresku og
tyrknesku. Hann hefur skrifað
nokkrar bækur og fjölmargar
ritgerðir um efnið og haldið
fyrirlestra víða um heim. Þess
má geta að í bókinni „Mál og
máltaka", sem kom út hér á
landi 1979, er meirihluti efnis
eftir hann.
Fyrirlesturinn er öllum op-
inn.
Nýtt Þingvallakort
í tilefni af lýðveldisafmælinu
hafa Landmælingar íslands
gefið út nýtt sérkort af Þing-
völlum. Kortið, sem prentaö er
beggja vegna á örkina, sýnir
annars vegar meginhluta
þjóðgarbsins í mælikvarðan-
um 1:25.000. Þar hafa sérstak-
lega verið merktar inn göngu-
leiðir og reiðvegir, auk annarra
gagnlegra upplýsinga fyrir þá
sem njóta vilja sem best fag-
urrar náttúru Þingvalla. Hins
vegar er loftmynd af Þinginu
ásamt helstu örnefnum og
texta um Þingvelli eftir Björn
Th. Björnsson. Kortið er prent-
að í átta litum með hæðar-
skyggingu.
TIL HAMINGJU
Gefin voru saman þann 17.
júní 1994 í Grafarvogskirkju
þau Kristín Jóhannesdóttir og
Magnús Rúnar Magnússon af
séra Vigfúsi Þór Árnasyni. Þau
eru til heimilis að Hesthömrum
11, Rvík.
Ljósm.st. MYND, Hafnarfiröi
Gefin voru saman þann 18.
júní 1994 í Víðistaðakirkju þau
Hulda Kristjánsdóttir og Rún-
ar Gublaugsson af séra Ólafi
Jóhannssyni. Þau eru til heimil-
is að Hjallabraut 2, Hafnarf.
Ljósm.st. MYND, Hafnarfiröi
Fréttir í vikulok
Fréttir libinnar viku einkenndust einkum af:
1) Bollaleggingum um framtíb ríkisstjórnarinnar og
mögulegar haustkosningar.
2) Umfjöllun um refsiabgerbir Norbmanna vegna Sval-
barbadeilunnar.
3) Væringum um framtíb þjóbarsáttar.
Rábherraskipti í ríkisstjórninni
Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokks-
ins, hefur tekið við starfi félagsmálaráðherra en Sighvatur
Björgvinsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, tekur við starfi
heilbrigðisráðherra. Þetta var ákveðið í síðustu viku eftir að
Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér ráðherradómi.
Vibskiptaþvinganir Norbmanna
gegn Islendingum
Norðmenn hafa beint þeim tilmælum til Rússa að þeir hætti
ab selja íslendingum fisk vegna Svalbarðadeilunnar. Þetta
hefur þegar haft áhrif á atvinnulífið innannlands og gæti orð-
iö stórfellt atvinnuleysi af þessum völdum síðar í sumar.
Mibhúsasilfrib falsab?
Ólafur Ásgeirsson, formaður þjóbminjaráðs, vill að opinber
rannsókn fari fram á Miöhúsasilfrinu svokallaða sem fannst
árið 1980 vib Mibhús við Egilsstaði. Talið er ab hluti silfur-
sjóðsins sé falsaður, eða miklu yngri en menn töldu. Fram ab
þessu hefur verið talið að silfrið væri frá víkingaöld en nú hef-
ur breskur sérfræðingur dregið það í efa með rannsóknum og
álítur hann að hluti silfursjóbsins sé frá þessari öld.
Forsendur þjóbarsáttar
brostnar
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir að forsendur þjóðar-
sáttar séu brostnar vegna launaskriðs ríkisstarfsmanna. Talað
hefur verið um aö félagsfólk aðildarfélaga ASÍ, fengi 5-6%
launahækkun til samræmis við launaskrið ríkisstarfsmanna á
síðustu misserum. Benedikt segir að sértækar aðgerðir myndu
fremur nýtast láglaunafólki sem hefur oröið verst úti í sam-
drætti sl. ára.
Minnkandi aflaverbmæti
ískisktogara
Samkvæmt togaraskýrslu Ljý fyrjr fyrstu fjóra mánuði ársins
minnkaði aflaverðmæti ísfisktogara um 2% miðað við sama
tíma í fyrra. Aflaverðmæti ísfisktogara jókst aftur á móti um
3%. Guöbjörg íS er sem fyrr meö hæsta aflaverömæti ísfisk-
togara en Ásbjörn Re með hæsta aflamagn ísfisktogara.
Úthafskarfaveibarnar
aldrei gengib betur
Heildarveiði skipanna á úthafskarfaveibunum á Reykjanes-
hryggnum hefur aldrei verið meiri. Frá því um miöjan mars
hafa borist á land um 30.000 tonn.
Lobnuvertíb hafin
í gær hófst loðnuvertíð og eru talsverðar vonir bundnar við
góðan afla. Bráðabirgðakvóti er 636.500 tonn og er þegar vit-
að af 12 loönuskipum sem eru komin á miðin, norður af Mel-
rakkasléttu.
Fjölmennt landsmót hestamanna
Landsmót hestamanna var sett á Gaddstaðaflötum við Hellu
sl. þriðjudag og hefur það farið vel fram. Mikib fjölmenni er á
mótinu og stór hluti gesta er útlendingar. Landsmótið er
haldið á 4ra ára fresti og því lýkur á norgun.