Tíminn - 05.07.1994, Side 5

Tíminn - 05.07.1994, Side 5
Þriöjudagur 5. júlí 1994 5 Er fasism- inn aö eflast í Evrópu? Ekkert land í Vestur-Evrópu hefur lent í slíkum pólitísk- um hremmingum aö und- anförnu sem Ítalía. Hvert fjár- málahneyksliö hefur tekiö viö af ööru og margir af þekktustu og valdamestu mönnum í peninga- málum landsins sitja bak viö lás og slá, um stundarsakir flestir, en búist er viö aö aörir veröi aö sitja þar um nokkra hriö. Þessi ósköp hafa rústab flokkakerfiö sem ver- ið hefur nokkuð stöðugt frá stríöslokum. Hinn nýi forsætis- ráöherra, fjölmiðlakóngurinn Berlusconi, varö aö taka ráöherra inn í ríkisstjórnina úr hópi þeirra sem fylla flokkinn MSI, eöa hina félagslegu hreyfingu Ítalíu. Þeir, sem eru í forsvari í ríkjum í Vest- ur-Evrópu, þykja hafa ýmislegt viö þá hreyfingu aö athuga. Komiö hefur fram mikil andúö á þessum flokki sem styöur ríkis- stjórn Berlusconis og er MSI sagöur vera arftaki fasistaflokks Mússólínis. Þegar ítalir kusu til þings í vor var ekki viö öðru aö búast en spillingin i gömlu flokkunum kallaði á andsvar kjósenda. Þaö var eðlilegt aö kjósendur leituðu nýrra leiöa og sneru baki við gömlu flokkunum sem allir voru meira eða minna flæktir í fjár- málahneyksli. Hins vegar var ekki unnt aö mynda ríkisstjórn nema meö fulltingi MSI, og því fékk flokkurinn þrjú ráðherra- embætti í sinn hlut. En hvaö segja leiðtogar flokks- AÐ UTAN FYRSTI HLUTI ins um að flokkurinn sé arftaki fasistaflokksins? Hvaö gerir þennan flokk svo skuggalegan í augum margra stjórnmálamanna í Evrópu? Einn af forustumönn- um hans, Claudio Pescatore, hef- ur sagt að gera veröi greinarmun á hugmyndafræði fasismans og þeirri stjórn sem starfar eftir kenningum hans. Þab sem ein- kenni fasismann sé „korpora- tionismi" sem birtist sem sam- vinna innan vinnustaöa, héraöa og svæða. Fasisminn fari bil beggja, kapítaiisma og kommún- isma. Þetta sé hreyfing frá miöj- unni. Einræöi sé ekki á stefnu- skrá fasista og Mússólíni hafi ekki orðiö einræðisherra fyrr en 1938. Fram aö þeim tíma hafi hann notið mjög víötæks stuön- ings almennings. Pescatore segist eiginlega frem- ur vera ný-gaullisti en ný-fasisti. Hann aðhyllist markaðsbúskap, stéttasamvinnu, og vilji stuðla að því aö gætt verbi hagsmuna ítal- íu í Evrópusamvinnu þjóöríkja. Annar fulltrúi MSI er Sforza Ruspoli, af ítölskum háaðli. Hann segir aö hvorki hann, faðir sinn né afi hafi verið fasistar. Á- stæðan fyrir því ab hann hefur gengið til liðs við MSI er aö ein- okunarhringar auövaldsins hafi frá stríöslokum arðrænt Ítalíu. Hann kveöst dást að hinum mex- í-kanska uppreisnarforingja Za- pata, sem vildi gefa bændunum landiö sem þeir erjuðu og kveðst vera eindreginn lýðræðissinni. En hann segist ekki styöja hvaba form lýðræðis sem er. Það sé til lýöræði sem byggist á hræsni og þjófnaöi frá þjóðinni. Að hans mati er MSI vinstri armur hægri hreyfingarinnar á Ítalíu. Varla fer milli mála aö margir fylgismenn MSI horfa til þeirra tíma er Mússólíni stýröi Italíu. Þjóöernistilfinning er rík og hug- rnyndin um landið sem stórveldi heillar ýmsa. En það er vafasamt aö allir í forustu hreyfingarinnar séu jafnhrifnir af því hvernig komiö var fyrir landinu eftir bandalag og ósigra einræöisherr- anna Hitlers og Mússólínis. Miklar sviptingar em nú í stjórnmálum í mörgum Evrópu- löndum. íhaldsmenn á Bret- landseyjum viröast vera aö glata trausti landsmanna og Verka- mannaflokkurinn stefnir hraö- byri í næstu ríkisstjórn. Sósí- alistaflokkur Frakklands, sem um hríö var langöflugasta stjórn- málahreyfingin í Frakklandi, er í sámm. Kristilegir demókratar í Þýskalandi eiga í vök að verjast. Sósíalistar á Spáni hafa oröiö fyr- ir hverju áfallinu eftir annab, og á Ítalíu hafa voldugir flokkar nánast liöast í sundur. Þaö er ekki auðvelt aö sjá neitt sérstakt munstur í þessu. Hægri flokkar vinna sums staðar á, tapa annars staöaf fyrir vinstri flokk- um. Eina munstrið er e.t.v. það, að alls staöar tapa þeir flokkar sem meö völdin fara. Þaö er engu líkara en um sé aö ræöa djúp- stætt vantraust á þeim sem sitja í ríkisstjórnum. Er almenningur þreyttur á stjórnmálum? Hafa stjórnmálamenn glataö virðingu og trausti? Er fólk tilbúið að kjósa eitthvaö nýtt, breyta til bara til þess að breyta til? í slíku andrúmslofti er næsta auövelt aö boöa „eitthvað nýtt", gefa fólki kost á „nýjum mönn- um". Kosningarnar á Ítalíu sýndu að fólk er tilbúið ab kjósa nýja flokka ef leiötogar þeirra aö- eins gagnrýna sitjandi stjórnvöld nógu harkalega. Þetta vekur þá spurningu hvort slíkt ástand sé ekki hagstætt fyrir hreyfingar sem bjóöa upp á ein- faldar heildarlausnir, hvort sem er til hægri eöa vinstri, og hvort sem þeir flokkast undir fasista eða kommúnista. Engu er líkara en viö tilteknar aðstæöur komi fram krafan ann- ab hvort um „hinn sterka mann" eöa þá snögga breytingu á stuðn- ingi viö þá flokka sem meö völd hafa farið. Á Ítalíu var hið gamla flokkakerfi dæmt ónýtt og kjós- endur sneru sér til nýrra flokka og stjórnmálasamtaka sem lýst höföu yfir að þeir mundu hreinsa til og hefja ný gildi til vegs og virðingar. Enda þótt hinir nýju hægri menn afneiti hinum neikvæöu hliöum þess fasisma sem ríkti á Ítalíu fram í heimsstyrjöldina síðari er ekki um aö villast aö ýmsir í þeirra hópi telja svo margt jákvætt viö fasistastjórn- ina aö þess vegna sé óhætt aö viðurkenna aö hugmyndafræði þeirra sé að hluta arfur frá henni. Fasisminn nærist að hluta til á sterkri þjóðernistilfinningu, sem birtist í dýrkun á sögu og einstak- lingum sem staðið hafa framar- lega í frelsisbaráttu af ýmsu tæi. En fasisminn er ekki bara þjóö- ernisstefna, heldur undinn mörgum þáttuni og styðst við hugmyndafræði sem nauðsyn- Iegt er aö þekkja. Bandaríski sagnfræðingurinn Robert O. Paxton hefur kannað Evrópu- sögu aldarinnar og meðal annars fasistahreyfingarnar. Nýlega flutti hann erindi um fasismann á málþingi til minningar um franska sagnfræðinginn Marc Bloch. Sagt verður frá niðurstöð- um erindis hans í næstu grein. Um nýjar dýrategundir Tegundin fannst sunnarlega í Subur-Ameríku fyrir rúmum 20 árum. Myndin S Tímanum, þriðjudaginn 28. júní, er grein um nýja dýra- tegund, Pseudoryx nghetin- hensis, antílópu að mér sýnist, sem fannst nýverið á landamær- um Laos og Víetnams. Gott eitt er um þaö aö segja aö slíkar frétt- ir birtist í íslenskum blöðum, en í greininni er haft eftir forstöðu- manni Skógræktar (víet- namska?) ríkisins, aö þetta sé „í fyrsta skipti í 60 ár sem óþekkt dýrategund finnst einhverstaðar í heiminum". Hér er mjög hallað réttu máli. Árlega er lýst fjölda áöur óþekktra tegunda af skordýrum og öörum smáhryggleysingjum. Og í sjónum rekast menn sífellt á nýjar dýrategundir, sumar all- stórar. Indopacetus, nýrri ættkvísl tannhvala af ætt nefjuhvala, var lýst áriö 1968. Til ættkvíslarinn- ar telst ein tegund, i. pacificus, sem raunar er aðeins þekkt af tveimur hauskúpum, og fannst önnur rekin á strönd Ástralíu, hin á austurströnd Afríku. Mæl- ingar á höfuöbeinunum benda LESENDUR til þess aö skepnan sé milli 7 og 8 metra löng. Ekki hafbi ég flett langt aftur eftir íslenskum fiskum eftir Gunn- ar Jónsson (1992) þegar ég rakst á bláskötu, Breviraja caendea, 37 cm, sem þýskur fiskifræðingur lýsti áriö 1976, og bleikskötu, Raja (eöa Malacoraja) kreffti, 70 cm, sem sami fræöimaður lýsti 1977. Báðar hafa þessar tegundir fundist viö ísland. Trúlegt veröur að telja aö skóg- ræktarstjórinn hafi átt við spen- dýr, þegar hann segir aö ekki hafi fyrr fundist ný tegund í 60 ár. En þab stenst ekki heldur. Nægir þar að benda á tannhvalinn sem aö framan er getiö. Og þó svo aö sviðið sé enn þrengt og aðeins látiö taka til landspendýra, er hiö sama uppi á teningnum. Sjaldan líba mörg ár milli þess aö nýjum tegundum nagdýra sé lýst. Og „síðasta stóra spendýr- iö", þegar frá er taiin antílópan Chacosvín, i metra iangt naflasvín. var tekin ídýragarbi í Vestur-Berlín. sem varö tilefni þessara skrifa, er chacosvín, Catagonus wagneri, um eins metra langt klaufdýr af ætt naflasvína, sem fannst snemma á áttunda tug þessarar aldar í Chaco — þar sem saman koma Bólivía, Paraguay og Arg- entína. Ömólfur Thorlacius

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.