Tíminn - 05.07.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 05.07.1994, Qupperneq 10
10 Þri&judagur 5. júlí 1994 Hlynur Þór Hinriksson Hlynur Þór Hinriksson fæddist í Reykjavík 1. júní 1958 og lést ab heimili sínu, Kríuhólum 2, Reykjavík, aö morgni 23. júní 1994. Eftirlifandi eiginkona hans er Valgeröur Anna Siguröardóttir frá Hróarsdal í Skagafiröi, fædd 18. janúar 1962. Þau eiga einn son, Sigurö Þór, sem nú er þriggja ára, fæddur 6. nóvember 1990. Eftirlifandi foreldrar Hlyns eru Lilja Þorleifsdóttir, fulltrúi hjá Verkfræöi- og raunvísinda- deildum Háskóla Islands, og Hin- rik Þórarinn Jónsson, starfsmað- ur hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Seinni kona hans er Guðlaug Böðvarsdóttir. Stjúpfaö- ir Hlyns er Pálmi Guðmundsson, járnsmíðameistari í Reykjavík. Bróöir Hlyns er Hörður Hinriks- son íþróttakennari, fæddur 30. maí 1960. Hlynur systursonur minn er lát- inn eftir harða og drengilega bar- áttu viö banvænan sjúkdóm. Hann dó á besta aldri. Þaö var ekki sanngjarnt. Hann var maö- ur, sem lét ekki mikið á sér bera, en færöi sínum nánustu gleði og öryggi og var þjóðfélaginu nýtur þegn. Sem lítill drengur var hann hæglátur og prúöur, en jafnframt duglegur og fróðleiksfús. Dönsku læröi hann aö lesa nánast jafn- snemma og íslensku og kennslu- bækurnar voru Andrésar andar- blöö. Heimili hans var ekki efnað og þeir bræður voru ekki gamlir þegar þeir fóru aö vinna fyrir sér, fyrst meö því aö bera út blöö. Þann starfa tóku þeir upp svo aö segja um leið og þeir fóru að geta haldið á blöðunum. Á milli menntaskólavetra keyrðu þeir út vörur fyrir ísgerö MS og síðan áfram á sumrin, meöan Hlynur var í Háskólanum og Höröur í íþróttakennaraskólanum. 1983- 1985 vann Hlynur lagerstörf og viö útkeyrslu hjá bókaútgáfunni iöunni og 1987-1988 starfaði hann hjá ferðaskrifstofu á Kefla- víkurflugvelli. Þaö var aldrei erf- itt fyrir Hlyn aö fá vinnu. Hann var vel liðinn af öllum sem þekktu hann, duglegur og sam- viskusamur. Hann bar þaö meö sér aö hann var maður, sem óhætt var aö treysta. Hið sama er um Hörð aö segja. Hlynur útskrifaöist úr Mennta- skólanum í Hamrahlíð, þar sem hann valdi náttúrufræöisviö, 1978, stundaði síöan nám í landafræöi í Háskóla íslands og t MINNING lauk þaöan BS- prófi 1984. Árið eftir gengu þau Anna í hjóna- band og var heimili þeirra síöan að Kríuhólum 2, Reykjavík. Hlynur hóf nám í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla íslands 1988 og lauk því árið eftir. Þaöan af stundaði hann kennslu viö grunnskóla, lengst af við Gagn- fræðaskólann í Mosfellsbæ. Jafnframt störfum sinnti Hlynur öðrum áhugamálum sínum, en þau voru einkum bækur og ferða- lög. Hann las mikið og margs- konar lesefni, en á síðari árum voru það einkum fræöibækur ýmiskonar, sérstaklega um sagn- fræöi og landafræði. Hann ferð- aðist oft til Evrópu, oftast til landa í miðhluta álfunnar, og eft- ir að háskólanámi hans lauk leið sjaldan svo ár að hann færi ekki til útlanda. Honum þótti miöur ef af því gat ekki oröiö. Framan af ferðaðist hann gjarnan einn og með tjaid, en eftir að þau Anna urðu hjón ferðuðust þau alltaf saman. Hlynur hafði yfir- leitt bækur með sér í ferðalögin og las þær á kvöldin fyrir utan tjaldiö, viö kertaljós. Hann hafði næman smekk fyrir arkitektúr og á ferðunum erlendis var ekkert sem honum þótti meira gaman að skoða en falleg hús. Og nú er hann farinn í eitt feröalagið enn. Hversdagsleg skaphöfn hans var fremur glaðvært jafnaðargeð, og því skapi skipti hann sjaldan. Hann var abgætinn og forsjáll, sparsamur og reglusamur, án þess að því væri samfara nokkur einstrengingsskapur. Fjármálin hjá honum voru alltaf til fyrir- myndar. Hann var gæddur sterkri ábyrgðartilfinningu og þar að auki geri ég ráð fyrir að hon- um hafi einfaldlega ekki þótt neitt spennandi eða sniðugt að láta vaöa á súðum í daglega líf- inu. Hann og móbir hans voru nánir vinir og félagar frá því að hann kom í heiminn. Þeir bræður voru miklir bræður, líkir og ólíkir í senn, Hlynur rólegri og yfirveg- aðri, Hörður örari og drífandi. Al- gengt er að börn kunni því mið- ur er stjúpfaðir eða stjúpmóðir bætast í fjölskylduna, en fjarri fór því að svo yrði með þá Hlyn og Pálma. Þeir urðu sannir vinir og félagar. Viö söknuðinn eftir Hlyn er þab einhver huggun, hve drengilega og ab því er virtist af óbugandi hugrekki hann bauð örlögum sínum byrginn og háöi þar til yf- ir lauk baráttu við sjúkdóminn, sem batt enda á líf hans okkar á meðal. í þeirri baráttu stóð hann sem betur fór ekki einn. Kona hans, sem sér nú á bak lífsföru- naut og kærum vini, og móðir hans stóðu þar með honum af kærleika, hugrekki og þreki, og auk þeirra ber í því sambandi sér- staklega að nefna Þóreyju Sigurð- ardóttur, frænku Önnu. Ekki er ofmælt ab hún hafi reynst frænku sinni og Hlyni stoð og stytta í þessari miklu raun. Þar voru og abrir með, Þorvaldur mágur hans, bróðir hans, stjúp- faöir og fleiri. Guð veri með þeim öllum og Sigurði litla. Far heill, vinur og frændi, og farnist þér vel í nýja landinu. Dagur Þorleifsson DACBOK Þribjudagur 5 186 dagur ársins -179 dagar eftir. 27. vlka Sólris kl. 3.13 sólarlag kl. 23.50 Dagurinn styttist um 4 mínútur Barokk í Lista- safni Sigurjóns Á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 verður flutt bar- okktónlist. Á efnisskrá eru verk eftir Giovanni Paolo Simonetti, Francois Devienne, Johann Gottlieb Graun, Georg Ph. Tele- mann og Johann Sebastian Bach. Flytjendur eru Matej Sarc óbóleikari, Svava Bernharös- dóttir víóluleikari, Nora Korn- blueh sellóleikari og David Knowles, sem leikur á sembal. Alþjóblegt sumar- námskeib í íslensku Alþjóðlegt sumarnámskeið í ís- lensku veröur haldið í Háskóla íslands dagana 4. til 29. júlí. Heimspekideild Háskólans og Stofnun Sigurðar Nordals gang- ast fyrir námskeiðinu. Þetta er áttunda sumariö sem slík nám- skeið eru haldin og í sjötta skiptiö sem Stofnun Sigurðar Nordals annast framkvæmd þess. Spjall um ástand og horfur í Rússlandi Haukur Hauksson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Moskvu, verð- ur gestur félagsins MÍR í félags- heimilinu Vatnsstíg 10 annab kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Flytur hann spjall um ástand mála í Rússlandi og framtíðar- horfur. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Villingaholtskirkja í Flóa Kvöldguðsþjónusta miðviku- daginn 6. júlí kl. 21. Grycksbo kirkjukórinn frá Svíþjóð tekur þátt í guðsþjónustunni. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson. Pagskrá útvarps og sjónvarps Þriðjudaqur 5. júlí 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit og vebur- fregnir 7.45 Daglegt mál 8.00 Fréttir 8.10 Aö utan 8.31 Úr menningarlífinu: Tibindi. 8.55 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.45 Seg&u mér sögu, Matthildur 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Árdegistónar 10.45 Ve&urfregnir 11.00 Fréttir 11.03 Bygg&alínan 11.55 Dagskrá þri&judags HÁDEGISUTVARP 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 A& utan 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Ve&urfregnir 12.50 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins, 13.20 Stefnumót 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Gunnla&ar saga 14.30 Feröalengjur 15.00 Fréttir 15.03 Mi&degistónlist 16.00 Fréttir 16.05 Skíma - fjölfræ&iþáttur. 16.30 Veöurfregnir 16.40 Þúlsinn - þjónustuþáttur. 17.00 Fréttir 17.03 Dagbókin 17.06 í tónstiganum 18.00 Fréttir 18.03 Þjó&arþel - Hetjuljób 18.25 Daglegt mál 18.30 Kvika 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og ve&urfregnir 19.35 Smugan 20.00 Af lífi og sál um landib allt 21.00 Skíma - fjölfræ&iþáttur. 21.25 Kvöldsagan, Ofvitinn 22.00 Fréttir 22.07 Tónlist 22.27 Or& kvöldsins 22.30 Ve&urfregnir 22.35 Reykvískur atvinnurekstur á fyrri 23.15 Djassþáttur 24.00 Fréttir 00.10 í tónstiganum 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Þriðjudagur 5. júlí 16.55 HM í knattspyrnu 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Táknmálsfréttir 19.05 Fagri-Blakkur (3:26) 19.30 Staupasteinn (3:26) 20.00 Fréttir og ve&ur 20.30 HM í knattspyrnu Bein útsending frá leik í 16 li&a úrslit- um í New York.Lýsing: Bjarni Felix- son. 22.30 Flatbökufræ&i í þættinum er rætt vi& Ólaf Ásberg flatbökusendil sem lent hefur f skringilegum uppákomum á heimil- um fólks sí&la kvölds og um nætur. Umsjónarma&ur er Einar Örn Bene- diktsson og Kvikmyndager&in Andrá framleiddi þáttinn. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Mótorsport Umsjón: Birgir Þór Bragason. 23.40 Dagskrárlok Komi til framlengingar í leikjunum á HM í knattspyrnu raskast þeir li&ir sem á eftir koma. Þriðjudagur S. júlí 17:05 Nágrannar 17:30 Pétur Pan 17:50 Gosi 18:15 í tölvuveröld 18:45 Sjónvarpsmarkab- urinn 19:19 19:19 20:15 Barnfóstran (The Nanny) (9:22) 20:40 Þorpslöggan (Heartbeat) (9:10) 21:35 ENG (14:18) 22:25 Hariy Enfield og heimur óperunnar (4:6) 22:55 Hestar 23:10 Aprílmorgunn (April Morning) Aprílmorgunn er vönduö kvikmynd um þa& þegar Bandaríkin breyttust úr nýlendu í sjálfstætt ríki og ungur drengurvarb ab manni. Sagan gerist árib 1775 og segir frá litlu samfélagi í Nýja-Englandi sem (xirir a& rísa upp gegn ofurmætti nýlenduherranna frá Bretlandi. A&alhlutvek: Tommy Lee jones, Robert Urich, Chad Lowe og Susan Blakey. Leikstjóri: Delbert Mann.1988. Bönnub börnum. 00:45 Dagskrárlok APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk trá 1. tll 7. júll er I Ingólfs apótekl og Hraunbergs apóteki. Það apótek sem fyrr er netnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnarfslma 18888. Neyðarvakt Tannlæknalélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Símsvari 681041. Halnarf|örðun Halnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dógum frá Id. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvökH nætur- og helgidagavörslu. Á kvöktin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidógum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyflalræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á iaugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rumhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. júlí 1994. Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)........ 12.329 1/2 hjónalífeyrir ..:...................... 11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega........ 32.846 Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........33.767 Heimilisuppbót................................11.166 Sérstök heimilisuppbót........................7.680 Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlagv/1 bams...............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns.................1.000 Mæðraiaun/feðralaun v/2ja barna...............5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna.......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggrelðslur Fullir fæðingardagpeningar..............1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings.............665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæn ....142.80 í júlí er greiddur 44.8% tekjutryggingarauki á tekju- tryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót, 28% vegna láglaunauppbóta og 16.8% vegna við- skiptakjarabóta. Tekjutryggingaraukinn er reiknaður inn f tekjutrygginguna, heimilisuppbótina og sérstöku GENGiSSKRÁNING 04. júlf 1994 kl. 10.59 Oplnb. vidm.gengl Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandaríkjadollar 69,17 69,35 69,26 Sterlingspund ...106,43 106,71 106,57 Kanadadollar 49,97 50,13 50,05 Dönsk króna ...11,035 11,069 11,052 Norsk króna .... 9,918 9,948 9,933 Sænskkróna 8,770 8,796 8,783 Finnskt mark ...12,971 13,011 12,991 Franskur franki ...12,648 12,686 12,667 Belgfskur franki ...2,1025 2,1091 2,1058 Svissneskurfranki... 51,63 51,79 51,71 Hollenskt gyllini 38,61 38,73 38,67 Þýsktmark 43,31 43,43 43,37 itölsk Ifra ,0,04367 0,04381 0,04374 6,165 Austurrfskur sch ...;.6,15S 6,175 Portúg. escudo ...0,4204 0,4220 0,4212 Spánskur peseti ...0,5254 0,5272 0,5263 Japanskt yen ...0,6983 0,7003 0,6993 irskt pund ...105,05 105,39 105,22 100,29 Sérst. dráttarr ...100Í14 100Í44 ECU-Evrópumynt 82,92 83,18 83,05 Grfsk drakma ...0,2874 0,2884 0,2879 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.