Tíminn - 20.07.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1994, Blaðsíða 4
4 WWTTWw Mi&vikudagur 20. júlí 1994 WÍMÉlíM STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Skuldirnar hækka Félagsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í maí í vor skýrslu um skuldir heimilanna. Skýrslan var svar við fyrirspurn nokkurra þingmanna Framsóknarflokks- ins um þetta efni. í skýrslunni kemur fram að í lok síðasta árs námu skuldirnar um 256 milljörðum króna, sem svarar til 116% af ráðstöfunartekjum. Þær höfðu aukist um 26 milljarða króna á síðasta ári, eða um 8.7%. Skuld- irnar hafa vaxið hratt á síðasta áratug, en þær námu árið 1980 25% af ráðstöfunartekjum. Margar athyglisverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni. Má þar nefna að skuldir eru samkvæmt skattframtölum síðasta árs hlutfallslega mestar hjá þeim sem telja fram lægstar tekjur, og mestar skuld- ir eru hjá fólki undir 35 ára aldri. Þessar tölur eru gífurlega háar og skuldaaukning upp á 26 milljarða á ári er tala sem nemur um 1/4 af ríkisútgjöldunum, sem þykja þó ærið há. Ein af ástæðunum fyrir hækkun skuldanna er sú að lánskjaravísitalan er í sambandi og mælir m.a. verð- lagshækkanir og í hlutfalli við þær hækkar höfuð- stóll skuldanna. Furðu hljótt hefur verið um þessa hlið málsins. Eitt af því jákvæða í efnahagslífinu er að verðbólga er í lágmarki. Hins vegar stafar það að hluta til af samdrætti, þar á meðal tekjusamdrætti í þjóðfélag- inu. Þær kenningar hafa verið uppi að þegar verðlag er stöðugt, eigi að aftengja lánskjaravísitöluna, því að hún sé óréttlátt mælitæki. Nú hefur verðbólga verið í lágmarki um sinn, og ekkert bólar á þessum ráðstöfunum. Lánskjaravísi- talan heldur þó áfram að mæla og hækka skuldirnar hjá þeim sem skulda og færa til fjármuni í þjóðfélag- inu. í fréttatilkynningu frá Hagstofunni þann 8. júlí síð- astliðinn er sagt frá því að kauplagsnefnd hafi reikn- að vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júlíbyrjun 1994. Þar kemur fram að kostnaður vegna notkunar á ávísanaheftum hækkaði um 217.3% og þessi hækkun hafði í för með sér 0.06% vísitöluhækkun. Eins og lánskjaravísitalan er reiknuð út, má reikna með því að þessi hækkun ein hækki skuldir heimil- anna um 50 milljónir króna. Það má meö sama hætti rökstyðja að áhrif 6000 króna eingreiðslu á lánskjaravísitöluna geri það að verkum að skuldir einstaklinga yfir ákveðið hámark hafi hækkað meira en eingreiðslunni nemur. Þann- ig eru áhrif þessa kerfis, sem virðist óumbreytanlegt og liggja í þagnargildi þótt verðbólgan hafi nú um langt skeið mælst í eins stafs tölu og allt niður í núl- lið. Nú er yfirvofandi mikil hækkun á kaffi. íslenskir skuldarar fá ekkert við því gert, en þessi kaffihækk- un mun áður en yfir lýkur auka enn við þann höf- uðstól skulda, sem nú telur um 260 milljarða króna fyrir heimilin í landinu. Skuldararnir eru bjargar- lausir hvað þetta varðar. Það er kominn tími til að því sé svarað hvort þetta kerfi sé heilagt, eða hvort ekki sé kominn tími til þess að leggja það niður. Þeir eru bara illa gefnir! iHBUBUMB Furðuleg viðbrögð við upplýsingum Viðbrögð sumra forystumanna Sjálfstæðisflokksins við ummæl um Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherraæfjir fund Flestir sem Garri ræddi viö í gær, þar á meöal textafræöingar af kra- tískum uppruna, eru sammála því aöjón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins og utan- ríkisráðherra, sé sjálfur höfundur leiöarans í Alþýðublaðinu í gær. Slíkt væri eflaust ekki í frásögur færandi nema vegna þess aö leið- arinn er næstum samfelldar sví- virðingar og reiöilestur í garö Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar vegna Evrópumála og viöbragöa þeirra vib yfirlýs- inga-einleik Jóns í Evrópu í síð- ustu viku. Málsvörn Jóns Meöal þeirra gullkorna, sem falla í garö Viöeyjarástar Jóns Baldvins, eru þessi: „Viðbrögð tveggja for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og Björns Bjarnasonar for- manns utanríkismálanefndar Al- þingis eru hins vegar því miður ekki á þennan veg. í stað þess að fagna nýjum upplýsingum og leggja drög að vitsmunalegum umræðum um kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að Evrópusambandinu, er þvergirt fyrir alla umræöu." Og áfram er gefið inn í leiðaranum og spjót- unum ekki hvað síst beint að Birni Bjarnasyni, sem sagður er svo skilningssljór að hafa misskil- ið allt sem Jón Baldvin hefur ver- ið að segja. Það er sagt furðulegt að þingmanninum skuli ekki vera ljós helstu efnisatriði málsins, sem þó hafa greinilega „komið fram í öllum fréttum". Og í lok lesningarinnar kemur svo ein- kunnin, sem Jón Baldvin gefur þessum samstarfsaðilum sínum: „íslenskir ráðamenn, jafnt sem allur almenningur, verba ab bera gæfu til þess að ræða jafn þýðing- armikið mál fyrir framtíö lands og þjóðar eins og kosti og galla hugs- anlegrar aðildar íslands að Evr- ópusambandinu með yfirveguð- um og vitrænum hætti." Augljóst er að Jón Baldvin er í leiðaranum að segja þjóðinni ab hvorki Davíð Oddsson forsætis- ráðherra né Björn Bjarnason, for- maður utanríkismálanefndar, GARRI hafi í rauninni það til að bera sem þarf til að geta talað vitrænt um Evrópumálin. Endurteknar tilvís- anir í leiðaranum til skorts á „vitrænum" viðbrögðum eba hörguls á „vitsmunalegum" um- ræðum verða ekki skildar á annan hátt en að Alþýðuflokkurinn og forusta hans telji þá Davíð og Björn einfaldlega ekki nógu vel gefna til að fjalla um Evrópumál- in. Slagsmál í uppsiglingu? Þegar hefur komið fram að bæði Björn og Davíö hafa litla trú á Jóni Baldvini sem forsöngvara í mótun Evrópustefnu, því annar hefur kallaö frumkvæði utanríkis- ráðherrans „absúrd-leikrit", en hinn sagt það „út í bláinn". Þegar nú liggja fýrir viðbrögð utanríkis- ráðherrans um að hann telur hvorugan þessara samstarfs- manna sinna búa yfir nægjanlega vitrænum eiginleikum til ab tala vitsmunalega um ESB, er erfitt að sjá hvernig ágreiningurinn á stjómarheimilinu gæti magnast frekar en orðið er. Enginn stríðs- aðilanna er tilbúinn ab viður- kenna að stjórnarslit séu yfirvof- andi, þannig að næsta stig í sam- skiptum þeirra — því svíviröingar duga nú orðið skammt — hlýtur að verða handalögmál. Það er ein- faldlega ekki hægt að magna ósætti milli aðila meira en orbiö er, án þess að einhver gefi ein- hverjum á kjaftinn. Kannski það verði næsta uppákoman í stjórn- arsamstarfinu, ríkisstjórnin er hvort sem er alltaf ab líkjast meir og meir stjórnarsamstarfinu hjá Stöð 2. Garri Vér einir vitum Hvenær sem lífeyrissjóðamál ber á góma, lýsir yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem tjá sig um málin, vantrausti og og vantrú á þau kerfi sem í gangi eru. Það eru aðeins lífeyrisaðallinn og kerfiskarlamir sem mæla allri rangsleitninni bót. Breytingar hafa ekki veriö gerð- ar á furöuverkunum í marga ára- tugi, af þeirri einföldu ástæðu að þær þjóna ekki hagsmunum þeirra, sem mest og best græða á steinrunnum lögum og heföum óskapnaðarins. í nýbirtri skobanakönnun lýsti mikill meirihluti þeim vilja sín- um að fólk fengi ab velja í hvaða lífeyrissjóði það vildi vera, en vera ekki bundið af stéttarfélagi sínu til að greiöa í tiltekinn sjób og fá úr honum lífeyrinn í fyll- ingu tímans, ef sjóðurinn þá stendur undir að greiða hann. Upp undir eins margir telja að bankar, tryggingafélög og verð- bréfafyrirtæki geti allt eins vel rekið lífeyrissjóðina og allar þær stjórnir og forstjórar sem nú annast rekstur þeirra. Þelr sem ekki hafa vit Sjóðagreifinn og kerfiskarlinn Benedikt Davíðsson var til kall- aður að svara fyrir þá mörgu og misvel stæðu sjóði, sem undir hans umbjóðendur heyra, og skýra frá hvers vegna launa- menn og eigendur lífeyrissjóð- anna fá ekki að velja í hvaba sjóði þeir vilja vera. Ekki stóð á svarinu hjá leiðtoga alþýðunnar, þegar hann lýsti vanþóknun sinni á niðurstöð- um skoðanakannanarinnar. Hann sagði beint inn í hljóð- nema og myndavél, ab fólk hefði ekkert vit á þessum hlut- um og vissi ekkert um hvað ver- ib var að spyrja. Án þess að út- skýra nánar hvers vegna, sagöi leiðtoginn að hagsmunir eig- enda lífeyrissjóðanna væru best komnir í höndum þeirra sem nú stjórna þeim og hefðu vit á mál- Á víöavangi unum. Benedikt Davíðsson hefur engu gleymt og ekkert lært á langri pólitískri ævi. Enn er í gildi sú fullvissa félaganna, sem þeir þuldu hver yfir öðrum og hreyktu sér hátt: Vér einir vit- um. Núna, anno 1994, vita kerfisk- arlarnir einir hvab launafólki er fyrir bestu og þeir einir vita hvernig á að forvalta lífeyrinn og ráðskast með hann. Eigendur sjóðanna eða almúginn yfirleitt hefur ekki vit á svo flókinni fjár- munagæslu. Ástandib Áttatíu lífeyrissjóðir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir borga mikinn og góban lífeyri eftir tiltölulega skamma starfsævi og er hann tryggður af því opinbera. Háaöall lífeyrissjóðakerfisins hefur komið sér notalega fyrir þar. Þar eru landsfeður og stjórn- endur peningavaldsins og fleiri lykilpersónur, sem lepja rjómann ofan af trogi samfé- lagsins. Flestir almennu lífeyrissjóö- anna urðu til í kjarasamningum og eru súmir sæmilega reknir, en aðrir hörmulega. Margir þeirra eru svo illa á vegi staddir að þab er borin von ab þeir geti staðið við skuldbindingar sínar, en samt eru félagar þeirra naub- beygðir til að greiða iögjöldin til þeirra og eiga ekki annarra kosta völ. Forseti verkalýðsins er beð- inn að hlífa launafólki við að út- skýra hverju svona framferöi sætir. Það hefur hvort sem er ekkert vit á svona fjármálastarfsemi, eins og sést á því að það heldur að hagsmunum þess væri betur borgið ef það fengi að velja sér lífeyrissjóð, í stað þess að láta hirða af sér eigurnar í nafni stéttabaráttu. Ekkert stjórnmálaafl í landinu hefur endurskoðun á lífeyris- málum á stefnuskrá. Launþega- félögin og vinnuveitendur hafa með sér þegjandi samkomulag um að hreyfa ekki viö málun- um, enda raða forsprakkarnir sér í stjórnunarstöður og ráðskast með sjóðina, og eru þeir notaðir jafnt í eiginhagsmunaskyni sem til að hafa áhrif á stjórnmál og efnahagsþróun. Þab er rétt hjá Benedikt Davíðs- syni, ab alþýðan hefur ekkert vit á lífeyrissjóðsmálum. Ef hún gerði það, væri hún fyrir löngu búin að reka kerfiskarlana og líf- eyrisaðalinn af höndum sér. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.