Tíminn - 20.07.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.07.1994, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 20. júlí!994 5 Þorsteinn Daníelsson: Stefna Framsóknarflokksins Hver eru stefnu- og áhuga- mál Framsóknarflokks- ins nú þegar kosningar nálgast? Mynd Framsóknar- flokksins breyttist mjög í margra augum á síðasta ári, 1993, þegar hann klofnabi í máli sem eldri framsóknarmenn töldu að væri sjálfstæðismál, sem þeir trúðu ekki fyrr en við atkvæbagreiðslu á Alþingi að ágreiningur yrði um í flokkn- um. Þegar í ljós kom að varafor- maður flokksins, núverandi for- maöur, sat hjá með helming þingflokksins til stuðnings and- stæðingum framsóknarmanna, urðu aö vonum margir ráðvilltir og eru það enn og vilja fá fram skiljanlega stefnu og hreinar línur um það hvort hér sé áfram flokkur sjálfstæðra íslendinga, sem vilja hafa góð skipti við sína nágranna og viðskiptalönd, eða flokkur landlausra Evrópu- búa, sem sækir mestallt sitt vit og vilja til Evrópusamsteypunn- ar, sem vex nú með háskalegum hraða. Þjóðverjar töpuðu stríðinu fyr- ir 50 árum, en er þeim ekki nú að takast það sem þeim mistókst VETTVANGUR „Hversvegna þurfa ís- lendingar að ganga í öll þessi bandalög og hver er ávinningurinn?" þá, að ná völdum í Evrópu? Hversvegna þurfa íslendingar að ganga í öll þessi bandalög og hver er ávinningurinn? Inn- gangan í Efta og afnám margra innflutningstolla og hafta færði íslendingum atvinnuleysið, sem síðan eykst í hvert sinn sem hægt er að troða íslendingum lengra inn í stórþjóðasamsteyp- ur. En hvað er að fást um það meðan forustuliðiö getur á þjóbarkostnað þvælst heims- hornanna á milli, úr einni fund- arveislunni í aðra, þó svokallað sjálfstæði heimasitjandi íslend- inga endist ekki nema til hálfrar aldar afmælisveislunnar, sem nú er nýlokið. Hvað getur það gengið lengi að halli ríkissjóðs sé miljarður á mánuði? Hvað er hallinn á hverri sekúndu? Hvernig ætla framsóknarmenn að laga fjár- lagahallann og hvernig ætla þeir að vernda raunverulegt sjálfstæði þjóðarinnar? Hver er stefnan í landbúnaðarmálum? Núverandi stjórn er óvinsæl og margir sem kysu aðra, ef um eitthvað er að velja. Framsókn- armenn vinna ekki stóra sigra á því einu að hinir eru óvinsælir, þeir verða að hafa eitthvaö betra að bjóða. Höfundur er bóndi. Vatnasvæbi Hauka- dalsár í Dölum að er athyglisvert hversu margar góðar laxveiðiár eiga upptök sín á fjalllend- inu frá Tröllakirkju að vestan um Holtavörðuheiði, Tvídægru og Arnarvatnsheiði austur að Langjökli. Þetta eru árnar Norð- urá, Þverá og Hvítá í Borgarfirði og Hrútafjarðará og Síká, Mið- fjarðará og Víðidalsá og Fitjá norðan heiða, auk Haukadalsár í Dölum, sem hér er gerð sér- staklega að umtalsefni. Hauka- dalsá á efstu drög sín í nágrenni Tröllakirkju. Vatnakerfi Haukadalsár, sem á ós í Hvammsfirði skammt frá VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Búðardal, er um 34 km að lengd. Fiskgengt er að Réttar- fossi í Efri-Haukadalsá, sem er í 25 km fjarlægð frá sjó. Hauka- dalsvatn er á kerfinu um 6 km frá sjó. Þá falla í svæðið nokkrar þverár, eins og Þverá, skammt neðan vatnsins, og Villinga- dalsá, sem kemur í Efri-Hauka- dalsá. Fjölbreytt vatnakerfi Þannig er vatnasvæði árinnar þrískipt: neðri áin, Haukadalsá og efri áin. Eins er um fiskteg- undir á svæðinu, sem eru lax, bleikja og urriði, bæöi stað- bundinn silungur og sjógeng- inn. Töluvert hefur verið unnið að fiskrækt, sem á sér langa sögu í sambandi við Haukadalsá. Fyrst klakstarf með byggingu klakhúss þar 1930. Síðar voru notuð minni og stærri laxaseiði til fiskræktar og gönguseiði þeg- ar þau komu til sögunnar. Mjög góð laxveiði Hið sama er að segja um Hauka- dalsá eins og aðrar þekktar lax- veiðiár, að þar hefur lengi verið stunduð stangaveiði fyrir lax, fyrst og fremst í neðri ánni. Þá hefur verið veitt í net í vatninu, auk stangaveiði þar, og oft góð veiði á sjóbleikju á stöng í efri ánni, auk nokkurrar laxveiði. Árleg meðalveiði á laxi á stöng á tímabilinu 1974- 1993 voru 737 laxar, en mesta árleg veiði 1232 laxar árið 1988. Leigutakar og félagsmál Ársvæðin í kerfinu hafa hvort Veibihúsib vib Haukadalsá. fyrir sig verið leigð út í einu lagi til stangaveiði. Þannig hafa svissneskir aðilar leigt veiðina í Haukadalsá, neðan vatnsins, um árabil af landeigendafélagi árinnar, en formaður þess er Guðmundur Ólafsson, Hamra- endum. Forverar Guðmundar voru Kristmundur Guðbrands- son, Skógskoti, og Brynjólfur Aðalsteinsson, Brautarholti. Formaður veiðideildar við Efri- Haukadalsá er Kristmundur Jó- hannesson, Giljalandi. Forverar hans voru Jósep Jóhannesson, Giljalandi, og Guðmundur Ás- mundsson, Krossi, sem var fyrsti formaður Veiðifélagsins Birtings, sem stofnað var um 1948. Núverandi leigutaki Efri- Haukadalsár er Karl Óskar Hjaltason og félagar. í Hauka- dalsvatni stunda silungsveiði á stöng einstakir veiðimenn eða hópar, sem keypt hafa veiðileyfi af bændum við vatnið, en þar er sumstaðar bændagisting. Tvær systur í laxinum Haukadalsá er, eins og kunnugt er, önnur af tveimur bestu lax- ánum í Dalasýslu. Hin er Laxá í Dölum, sem gefur meiri veiði að meðaltali. Báðar eiga þessar ár það sammerkt að þar hafa stað- ið við veiði margir af þekktustu stangaveiðimönnum landsins. Fyrr á árum, meðan samgöngur voru erfiðari en nú, lögðu menn töluveró á sig til að komast til veiða í ánum. Hið sama má segja um hina útlendu veiði- menn, sem koma langt að ár eft- ir ár til veiða í ánum, en alþekkt er að menn taka tryggb við árn- ar, sem þeir veiða í, og umhverfi þeirra. ■ Haukadalsvatn í Dölum. Séb inn Haukadal. Af sveigbum gúrkum og beinum Nýlega rakst ég fyrir tilvilj- un á norskt dagblað. Það væri svo sem ekki í frá- sögur færandi, nema vegna þess að blaðið hafði all váleg tíðindi að færa lesendum sínum. Ekki var þó verið að óskapast yfir sjó- ræningjaveiðum hálfvilltra af- komenda Norsara norður í ball- arhafi. Sei, sei, nei. Umfjöllun- arefni greinarinnar, sem athygli mína vakti, var þvert á móti at- hafnasemi sérdeilis siðfágaðra herr'amanna suður í Brussel. Eins og menn vita, hefur Evr- ópubandalagið komið sér upp þar í borg yfiraðalhöfuðstöðv- um fyrir frímerkjasleikjur sem dag hvern ganga með hálsbindi. Frímerkjasleikjur þessar eru úr hópi svokallaðra sérfræðinga. Oftar en ekki eru þetta „rétt ætt- aðir" vesalingar, sem stjórn- málaflokkar heima fyrir hafa ekki not fyrir, nema í atkvæða- greiðslum á flokksfundum einu sinni á ári eða sjaldnar. Þess á milli er þessi mannskapur geymdur í Brussel á lúxuslaun- um til þess að „störf" hans líti út fyrir að þjóna einhverjum til- gangi. Slíkt fyrirkomulag hentar pólitíkusum einkar vel, enda eru þessir piltar oft notaðir til að varpa alvarlegum blæ yfir bullið sem pólitíkusarnir bera á borð fyrir fólk heima í hérabi. Það kallast á fínu máli „sérfræðinga- álit". Og þykir fátt fínna. Eins og títt er um þá, sem eru á fullu kaupi útá tilveru sína og annað ekki, sendir þessi afætu- lýður stundum frá sér álit og greinargerðir, til þess að skatt- greiðendur, sem halda honum uppi, telji sig fá eitthvab fyrir sinn snúð. Og þá er komið að hinum vá- legu tíðindum, sem norska dag- blaðið hafði ab færa lesendum SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson sinum. Þannig er nefnilega mál með vexti, að frændur vorir Norð- menn gera eitthvað af því að rækta gúrkur. Þessar gúrkur eru þeirrar náttúru að vera nokkuð sveigðar, eins og títt er um gúrk- ur. Nú hefur einhverju gáfna- ljósinu í Brussel hugkvæmst, að nauðsyn beri til að staðla lögun á þeim gúrkum, sem ræktaðar eru í ríkjum Evrópubandalags- ins eða fluttar þangab inn. Og er ekki að sökum að spyrja: í hópi hálsbindisbera í Brussel þykir hugmyndin alveg ígulsnjöll og er á góðri leið með að veröa lög- fest í Evrópubandalaginu, ef það er þá ekki þegar svo komið þeg- ar þessi grein birtist. Norðmenn sjá því ekki aðeins fram á að rétta úr kútnum við að ganga í Evrópubandalagið, heldur verða þeir einnig að rétta úr öllum sín- um gúrkum. Þeim þykir það heldur skítt, frændum vorum. í sömu blaðagrein er fjallað um aðra stöðlun, sem nú er ab festa rætur innan Evrópubandalags- ins. Hér er um að ræða stöðlun á stærð kynfæra karla. Að vísu er þetta ekki orðað alveg svona í reglugerðinni, heldur er farið í kringum eðli málsins með því að staðla stærð á smokkum. Víst má til sanns vegar færa, að menn séu ekki skyldugir til að nota smokka, rétt eins og eng- um er gert að ganga í skóm nema vilji hans standi til þess. Hitt er annað mál, að á Vestur- löndum og raunar víðast hvar í heiminum er nokkuð algengt að fólk klæöist skófatnaði. Eg er því ansi hræddur um að til vand- ræða horfði, ef bannað yrði að smíða og selja skó nema af einni ákveðinni stærð. Slíkt væri í raun yfirlýsing um að þeim, sem ekki gögnuðust skór af hinni stööluðu stærð, væri hollast að halda sig innan dyra, en arka ella berfættir um götur og torg. M.ö.o., stöðlun á skóstærð jafn- gilti í raun stöðlun á fótastærð. Ætli það sé nokkuð vert að fara nánar út í þessa sálma. En mikið verður spennandi að fylgjast meb því hvaða puntstrá Jón Baldvin Hannibalsson sendir suöur til Brussel, ef honum tekst ab kjafta okkur inn í gúrku- og smokkabandalag Evrópu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.