Tíminn - 20.07.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1994, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 20. júlí 1994 <SÍí1tiÆÍi&1i£iul£ö. W yv>W f fyW 9 Alþjóöabankinn breytir um stefnu í lánamálum Washington, Reuter Alþjóöabankinn tilkynnti í gær aö veriö væri aö vinna aö grundvallarstefnubreytingu í útlánastefnu bankans. Formæl- andi bankans sagöi að til end- urskoðunar væru almennir viðskiptahættir bankans og áherslur í lánveitingum til þró- unarmála. Bankinn hefur látiö semja sér- staka skýrslu um málið í tilefni 50 ára afmælis bankans. í henni er fjallað um árin fram yfir aldamót og hvernig fjár- munir bankans komi til meö aö nýtast sem best í þriöja heims löndum og fyrrverandi kommúnistaríkjum. Breytingarnar munu meðal annars beina áherslunum aö umhverfisvernd, eflingu einka- geirans og fjárfestingu í fólki allt frá fjölskylduáætlanagerð til menntunar. Verulega verður dregiö úr lánum til stórfram- kvæmda og mannvirkjagerðar. Króatía nálg- ast Evrópu- sambandið Milljonir syrgja hinn mikla leiötoga í gœr var ekiö meö jaröneskar leifar Kim ll-sung, hins mikla leiötoga Noröur-Kóreu, eftir breiöstrœtum Pyongy- angborgar. Milljónir Noröur-Kóreubúa hafa veriö frávita af sorg vegna fráfalls leiötogans. Tilkynnt hefur veriö aö Kim ll-sung hafi látist úr hjartaslag. Enn sem komiö er bendir fátt til annars en aö Kim Jong-il, 52ja ára sonur hins látna leiötoga, erfi leiötogahlutverk fööur síns. Brussel, Reuter Nikica Valentic, forsætisráð- herra Króatíu, segir að land sitt hafi færst nær Evrópusamband- inu eftir viðræður hans við full- trúa framkvæmdastjórnar sam- bandsins í Brussel í gær. „Við erum fullkomlega sáttir við viðræðurnar í dag. Það er ljóst að við erum komnir skrefi nær Evrópusambandinu," sagði forsætisráðherrann við frétta- menn eftir fundinn í gær. Króötum er mikið í mun að auka samskipti sín við ESB og þá sérstaklega að fá aðild að PHARE, aðstoðaráætlun sam- bandsins. Evrópuþingið hefur hingab til lagst gegn aðild Kró- ata vegna stöðu mannréttinda í Króatíu. Berlusconi gefur eftir Róm, Reuter Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, lét í gær undan þrýstingi þingmanna Norður- bandalagsins og flokks nýfasista, og afturkallaöi tilskipun sem átti Metár í kauDhöll- inni í Sto aupj kkn ólmi að takmarka gæsluvarðhaldsúr- skurði. Tilskipunin haföi valdið miklu fjaðrafoki á Ítalíu og var jafnvel búist við stjórnarslitum af völd- um hennar. Fréttaskýrendur telja að forsætisráðherrann hafi misreiknað sig herfilega þegar hann gaf hana út. Samkvæmt tilskipuninni átti ekki að vera hægt að halda fólki í gæsluvarbhaldi sem væri grunað um spillingu eða mútuþægni. Roberto Maroni, innanríkisráð- herra, hafði hótað að segja af sér ef ekki yrði fallið frá útgáfu til- skipunarinnar. Berlusconi hefur haldið fram að gæsluvarðhald af fyrgreindum ástæðum sé ekkert annaö en brot gegn helgustu réttindum hvers manns. Formælandi ríkisstjórnarinnar tilkynnti í gær að ríkisstjórnin myndi koma saman til fundar í gærkvöldi og undirbúa laga- frumvarp um beitingu gæslu- varbhalds. Lagafrumvarp býður upp á umræbur á þingi og mögu- legar breytingar í meöförum þingsins. ■ Viðskiptin í Stokkhólmskaup- höllinni hafa í ár slegið ölj fyrri met. Þau eru þegar orðin jafn mikil og viðskiptin allt síðasta ár sem þó var metár. Frá áramótum hafa hlutabréf að verðmæti 299 milljarða sænskra króna gengib kaupum og sölum í kauphöllinni en allt árið í fyrra var þessi upphæð 285 milljarðar. Viðskipti banka og sjóba með hlutabréf og verðbréf nema um helmingi þeirra vibskipta sem fram fara á sænskum verðbréfa- markaði. Ástæban fyrir því er að nú mega þessir aðilar eiga hluta- bréf á lager. Þar með er komin skýring á hinni miklu aukningu á bréfaviðskiptum í Svíþjóð. Vatíkanið gagn- rýnir konu fyrir að fæða barn Styrkirnir nið- ur; verðið upp Volkswagen samþykkir kauphækkan- ir iónverka- manna Wolfsburg, Reuter Volkswagenfyrirtækið, stærsti bílaframleiöandi Evrópu, féllst í gær á aö hækka laun verka- manna í verksmiðjum fyrirtæk- isins um eitt prósent og þar að auki fá þeir 40.000 kr. ein- greiðslu. Fyrr á þessu ári var vinnufyrir- komulagi hjá rúmlega 100.000 iðnverkamönnum Volkswagen- verksmiðjanna breytt með rótt- tækum hætti. í stað fimm daga 37 stunda vinnuviku skila þeir nú 28 tíma vinnu á fjórum dög- um í viku. Samkomulagiö sem viðkom- andi verkalýösfélag gerði við stjórn fyrirtækisins gildir til loka júlí á næsta ári. ■ Norskar skipaútgerðir reikna með að þurfa í framtíðinni að punga út töluvert meira fé fyr- ir ný skip en þeir hafa þurft hingaö til. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu Dagens Næringsliv í gær. Væntanlega verðhækkun rekja útgerðirnar til ákvörðun- ar hóps ríkja innan OECD um að hætta öllum niðurgreiðsl- um og ríkisstyrkjum til skipa- smíðaiðnfyrirtækja. Formælendur útgerðafyrir- tækjanna fullyrða að á endan- um verði það hinn almenni neytandi sem borgi. Reikniað- ferðin er einföld. Við þab að hætt verði að styrkja smíði vöruflutningaskipa eins og annarra skipa hækka þau í verði. Útgerðirnar munu reyna að mæta þessum kostn- aðarauka meb hærri farm- gjöldum. Farmgjaldahækkunin mun ekki gerast öll á sama tíma og verbur breytileg eftir tegund farmsins. Didrik Schnitler, framr kvæmdastjóri skipasmíða- stöðvarinnar í Kvaerner, segir í viðtali við Aftenposten í gær ab nú verði góðum skipa- smíðastöövum launað. Þær þurfi ekki lengur að sjá á eftir verkefnum til landa þar sem ríkið niðurgreiði skipasmíðar. Norska ríkið kemur til meb að spara sem svarar 10-15 milljöröum íslenskra króna. Róm, Reuter Vatíkanið kom í gær á fram- færi gagnrýni á 62 ára konu sem eignaðist son á mánudag- inn var. Konan sem er ítölsk heitir Rosanna Della Corte. Ekki er vitað til að kona, jafn- gömul eða eldri, hafi nokkurn tíma komið barni í heiminn. Vatíkanið heldur því fram að þungun konunnar, sem var komið í kring með hjálp nýj- ustu tækni og vísinda, stríði gegn vilja gubs. Eftir að læknirinn, sem að- stoðaði Dellu Cortes við ab verða ófrísk, varði geröir sínar opinberlega birtist grein í L'Osservatore, dagblaði Vatík- ansins, þar sem því var haldiö fram ab ákvörðun konunnar um að eignast barn á þessum aldri væri siðferðilega ámælis- verð. „Þessi aðferb hennar til að fullnægja þrá sinni er í hróp- andi mótsögn við fyrirætlan gubs," segir í leiðara blaðsins. Höfundur leiðarans er Gino Concettin abalsiðfræðingur Vatíkansins. Vitað er að sjón- armið hans og Jóhannesar Páls páfa eru í flestu þau sömu. ■ Genf verður absetur Alþjóba- vibskiptastofnunarinnar Genf, Reuter Nærri fullvíst er talið aö Genf verbi aðsetur Alþjóbaviðskipta- stofnunarinnar, WTO, sem kem- ur til með að leysa Alþjóölegu tolla- og viöskiptastofnunina, GATT, af hólmi. Eftir fund hinna 123 fulltrúa að- ildarríkja WTO um málið í gær lýsti Andras Szepesi, fulltrúi Ung- verjalands, því yfir við frétta- menn að yfirgnæfandi meirihluti fulltrúanna vildi frekar aö stofn- unin yrði í Genf en Bonn. Þessar tvær borgir hafa bitist um hnoss- ið að undanförnu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.