Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 3
Miövikudagur 24. ágúst 1994
gwwtmi
3
Eldri
mabur lést
í bílveltu
Banaslys varð á Vesturlands-
vegi við Tíðarskarð rétt fyrir
kl. 20 í fyrrakvöld. Ökumaður
jeppabifreiðar á leið til Reykja-
víkur missti stjórn á bifreið-
inni með þeim afleiöingum að
hún valt margar veltur út af
veginum. Fullorðinn maöur
sem var farþegi í bílnum lést
samstundis og kona hans var
flutt alvarlega slösuð á Borgar-
spítalann. Ökumaðurinn
slapp lítið meiddur. Hann var
sá eini sem var í bílbelti og
hélst því inni í bílnum en
hjónin köstuðust bæði út úr
bílnum við veltuna.
Maðurinn sem lést hét Magn-
ús Grímsson, hann var 74 ára
að aldri til heimilis að Ferju-
vogi 21, Reykjavík.
Tveir rábnir til
aö skapa störf
Á fundi borgarráðs í gær var
samþykkt tillaga atvinnumála-
nefndar um ráðningu tveggja at-
vinnuráðgjafa, sem hafi það
hlutverk að vinna að fram-
kvæmd atvinnustefnu Reykjav-
íkurlistans. Ráðningarheimildin
var samþykkt með atkvæðum
meirihlutans en Sjálfstæbismenn
greiddu atkvæbi á móti. Störf at-
vinnuráðgjafa verða auglýst til
umsóknar á næstunni. ■
Hversu lengi tekur markaöurinn viö meiri osti?
Sala á 17% osti jókst 27%
í fyrra og 100% á 3 árum:
Ekkert lát var á söluaukningu
á mögrum osti á því verðlags-
ári sem nú er ab ljúka. Þrátt
LandgrϚslan:
Niburskurður
fjórba árib
í röb
Frá )óni Daníelssyni, fréttaritara Tímans í
Hrútafirbi.
Vib fjárlagagerð fyrir næsta ár
mun ríkisstjórnin hafa í hyggju
að skera niður fjárveitingar til
Landgræbslu ríkisins fjórða árið í
röð. Andrés Arnalds kvaðst hafa
heimildir fyrir þessu þegar hann
ávarpaði aðalfund Landssam-
bands sauðfjárbænda að Reykj-
um í Hrútafirði á mánudaginn.
Samkvæmt heimildum Tímans
mun Landgræðslan ásamt fleiri
ríkisstofnunum eiga að sæta flöt-
um tveggja prósenta niðurskurði.
í krónum talið þýðir þetta um 3,5
milljónir og hafa þá fjárveitingar
til Landgræðslunnar lækkað um
ríflega 20 milljónir á fjórum ár-
um. Þetta er krónutalan en raun-
gildið er aubvitað nokkru hærra
þegar tekið hefur verib tillit til
verðbólgu þótt lág sé.
Fyrr á árinu voru Landgræðsl-
unni gefin óformleg fyrirheit um
40 milljóna aukafjárveitingu til
að halda áfram uppgræðslusam-
starfi við bændur. Til viöbótar
þeim niburskurði sem að framan
greinir er sú upphæb einnig horf-
in út af borðinu. ■
fyrir verbhækkun á 17% osti í
desember s.l. stefnir nú í
meiri söluaukningu en
nokkru sinni fyrr, eba um
27% aukningu milli ára, sam-
kvæmt upplýsingum á abal-
fundi Landssambands kúa-
bænda. Sala 17% feitra osta
hefur þar meb u.þ.b. tvöfald-
ast á abeins þrem árum, úr
um 520 tonnum verblagsárib
1990/91 upp í um 1.030 tonn
á yfirstandandi ári.
Þrátt fyrir þessa gífurlegu sölu-
aukningu á 17% osti hefur
sala á 26% feitum osti líka
aukist nokkuð, eða um
2% milli ára. Sala 26%
osta stefnir í 2.075 tonn.
Þegar borin er saman innan-
landssala mjólkurvara, um-
reiknuð í fitu annas vegar og
próteini hins vegar, kemur í
ljós að próteinsalan og fitusal-
an skárust á verðlagsárinu
91/92. Árið eftir minnkaði
mjólkursalan, en þó minna í
próteini en fitu. Á líðandi verð-
lagsári heldur bilið áfram að
breikka. Stefnir í að sala á
mjólkurfitu aukist um 2,8% en
sala próteins um 3,4%, eða sem
svarar um 3 milljónum lítra af
mjólk.
Fyrir rúmu ári var birgðastaða
á próteini í landinu í algjöru
lágmarki og hefði ekki mikið
mátt út af bregða til að illa færi,
að sögn þeirra sem sjá um
markaðsmálin. Með vel heppn-
uðu samstarfi við bændur, sem
tóku vel við sér þegar kallað var
á meiri mjólk, sluppu menn
fyrir horn í þetta sinn.
Próteinbirgðir í júlílok voru
3,6% meiri en í fyrra, þ.e. álíka
og sala óx milli ára. Náist birgð-
irnar ekki betur upp með
haustinu óttast menn að aftur
verði teflt á tæpasta. Prótein-
skorts gæti farið að gæta strax í
desember og hann orðið við-
varandi fram í maí með með-
fylgjandi vandamálum. ■
Síbasti bærinn í dalnum
Býlib Reykjaborg hefur um árabil þótt stinga í stúf vib hib glœsilega útivistarsvœbi Reykvíkinga í Laugardalnum þar sem allt er fágab og snyrtilegt í
kringum þau margvíslegu mannvirki sem reist hafa verib, mönnum og málleysingjum til yndisauka. Býlib stendur nú autt og yfirgefib en af hálfu Reykja-
víkurborgar mun engin ákvörbun hafa verib tekin um framtíb þess, en undanfaríb hafa þó einhverjir gert því skóna ab dúfnavinir kynnu ab fá Reykja-
borg til afnota.
Meöalfallþungi ungneyta aukist úr 175 kg 1991 upp í 215 kg í ár:
Mörg ungnaut safnaö á sig
100 kílóum í „geymslunni"?
„Á síðustu mánubum hefur
mikill fjöldi gripa komið til
slátrunar þar sem fallþung-
inn er frá 250 til 300 kg ab
þyngd," sagbi Gubbjörn
Árnason, sem ræddi um
framleibslu nautakjöts, sölu
þess og verblag og markabs-
mál á abalfundi Landssam-
bands kúabænda.
Sýndi hann þar m.a. hvernig
meðalfallþungi ungneyta, sem
var kringum 175 kíló á árinu
1991, hefur síðan hækkað
jafnt og þétt árin 1992 og
1993, upp í um 210 kíló í byrj-
un þéssa árs. Á fyrri helmingi
þessa árs hefur meöalþunginn
verið nokkuð stöðugur, mán-
uð eftir mánuð, á bilinu 210-
215 kíló. Ástæðan er framboð
umfram eftirspurn, sem skap-
að hefur langa biðlista hjá
sláturleyfishöfum. Þar af leið-
andi hafi mebalaldur ung-
neyta við slátrun hækkað og
„gæðum oft á tíðum hrakað".
Því sé það góð áminning fyr-
ir bændur og afurðastöðvar,
segir Guðbjörn „...aö naut-
gripi á að færa til slátrunar
þegar kjötgæði eru í hámarki
en hvorki fyrr né síbar og það
án tillits til þess hvort hægt sé
ab selja kjötið ferskt eða fros-
ið. Þetta staðfesti bandaríski
kjötskurðarmaðurinn Michael
D. Elver sem hingað kom í
byrjun júlí."
Gubbjörn bendir á að meb
geymslu gripanna og auknum
fallþunga þar af leiðandi
magnist vandinn. Svo dæmi
sé tekib hafi innanlandssala á
ungnautakjöti verib um 1.750
til 1.800 tonn að meðaltali á
ári. Ef miöað væri vib 190 kg
fallþunga þyrfti því um 9.500
gripi til aö ná þessu magni, en
aðeins 8.500 gripi ef mebal-
fallþungi væri 212 kíló. Þá
þyrfti um 1.000 færri gripi til
að skila sama magni.
Ungnautum til slátrunar ætti
líka stórum ab fækka því 55%
aukning hefur orbib á slátrun
ungkálfa á s.l. tveim árum, úr
5.800 verðlagsáriö 1991/92,
upp í tæplega 9.000 þúsund
gripi á nýliðnu verblagsári.
„Afar lágt verð á ungneyta-
kjöti og verðuppbætur fyrir
slátraða ungkálfa sem greiddar
voru til maíloka s.l. hefur ýtt
mjög undir það hjá bændum
að draga úr og jafnvel hverfa
alveg frá framleibslu á nauta-
kjöti," sagði Gubbjörn.
Vegna þessa, 200 tonna af
ungneytakjöti sem verið er að
taka út af markaði og fleiri
þátta, er áætlað að verulega
dragi úr framboði á næstunni.
„Má gera ráð fyrir ab sala á
ungneytakjöti verði meiri en
framboðið á miðju næsta ári,
þannig ab birgbir seljist upp
og framleiðsla ungneytakjöts
rétt svo anni eftirspurn. Því er
áætlað að næg eftirspurn verði
eftir því nautakjöti sem verið
er að frysta nú og forsendur
fyrir hækkun á verði til bænda
verbi meiri en hingað til,"
sagði Gúðbjörn Árnason. ■