Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 24. ágúst 1994
9
Norðmenn
framselja
flugræningja
Osló, Reuter
Norska dómsmálaráðuneytið
greindi frá því í gær að ákveöið
heföi verið að framselja þrjá ír-
ana til Rússlands, en þeir rændu
flugvél rússneska flugfélagsins
Aeroflot í september fyrir ári og
neyddu flugmanninn til að
fljúga til Óslóar.
Mennirnir, sem eru 20, 28 og
35 ára gamlir, voru vopnaðir
handsprengjum þegar þeir
rændu vélina og þóttust að auki
Argentínu-
menn fá nýja
stjórnarskrá
hafa sprengju innan klæða.
Flugvélin, með 50 manns inn-
anborðs, var að koma frá Baku,
höfuðborg Azeríu, á leið til rúss-
nesku borgarinnar Perm þegar
henni var rænt.
Mennirnir sóttu um pólitískt
hæli í Noregi og sögðust vilja
mótmæla mannréttindabrotum
í heimalandi sínu. Þremenning-
arnir fá þriggja vikna frest til að
skjóta ákvörðun dómsmála-
ráðuneytisins til ríkisstjórnar
Gro Harlem Brundtland. Dóms-
málaráðuneytið segir að mönn-
unum verði ekki vísað úr landi í
Noregi nema tryggt sé að Rússar
leyfi þeim að dveljast hjá sér eft-
ir að þeir hafa setið af sér dóm
vegna flugránsins. ■
Hermenn í sárum
Fyrrverandi liösmenn hers Hútumanna í Rúanda kvarta sáran yfir því aö ekki berist nóg af mat
og hjálpargögnum til Panziflóttamannabúöanna í Zaire. Um tíuþúsund manns eru í búöunum,
aöallega fyrrverandi hermenn og fjölskyldur þeirra.
Rene Degni-Segui, sem Sameinuöu þjóöinar sendu til aö kanna ástand mannréttinda í Rúanda,
vill aö þangaö veröi sendir 200 sérfrœöingar til aö reyna aö lcegja öldur ótta og haturs milli
kynþátta landsins. Þeir œttu einnig aö semja skýrslu um fjöldamoröin sem framin voru í byrjun
sumars.
Kapphlaupið hafiö um stööu
framkvœmdastjóra NATO:
Norska
stjórnin vill
Stoltenberg
í stólinn
Osló, Reuter
Thorvald Stoltenberg, fyrrver-
andi utanríkisráöherra Noregs
og núverandi sáttasemjari Sam-
einuðu þjóðanna í Bosníustyrj-
öldinni, hefur fallist á að gefa
kost á sér sem framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins.
Norsk dagblöð greindu frá
þessu í gær.
Verdens Gang sagði að Gro
Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, myndi koma
boðum um það áleiðis eftir dip-
lómatískum leiðum þegar útför
Wörners, síðasta framkvæmda-
stjóra bandalagsins, er um garð
gengin.
Formælandi norska utanríkis-
ráðuneytisins vildi ekki tjá sig
um frétt Verdens Gang en sagði
að formlegar viðræður innan
NATO um eftirmann Wörners
ættu að byrja í september. ■
Markvisst fjölmiðlanám
Hvar: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Hvenær: Á haustönn, mánudaga og fimmtudaga kl.
21.10-22.30 frá 1.9.- 29.11.
Fyrir hvern: Nemendur þurfa að hafa haldgóða undir-
stöðu í íslensku og ensku. Nemendafjöidi takmarkaður.
Efni: Farið verður yfir alla helstu þætti fjölmiðlunar, s.s.
sögu siðamál, lög og reglugerðir. Fjallað um dagblöð,
tímarit, sjónvarp, útvarp, blaðaljósmyndir, umbrot, o.fl.,
o.fl. Raunhæf verkefni. Greinaskrif fyrir dagblöð. Frétta-
vinnsla fyrir sjónvarp.
Umsjónarmaður: Sigursteinn Másson, fréttamaður
Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fjöldi gestafyrirlesara.
Verð kr. 12.500,-
FJfiLBRAUTASXðllNN
BRUÐHOLII
Fjölbrautaskólinn
Breiðholti
Mexíkóborg, Reuter
Erlendir eftirlitsmenn sem
fylgdust með framkvæmd
kosninganna í Mexíkó á
sunnudag eru flestir sammála
um að Byltingarflokkurinn
PRI, sem verið hefur við völd í
65 ár, hafi ekki beitt skipu-
lögðu svindli til að ná sigri.
„Ég hef ekki komið auga á
neitt, ekkert við framkvæmd
þessara kosninga, sem hefði
skekkt eða breytt niðurstöðu
þeirra verulega," sagði John
McCain, þingmaður repúblik-
ana á Bandaríkjaþingi.
Nærri 1000 erlendir eftirlits-
menn fylgdust með kosning-
unum í Mexíkó en stjórnvöld
Buenos Aires, Reuter
Ný og viðamikil stjórnarskrá
tók gildi í Argentínu síðastlið-
inn mánudag. Samkvæmt
ákvæðum hennar styttist kjör-
tímabil forseta en opnar um leið
fyrir þann möguleika að sami
einstaklingur bjóöi sig fram oft-
ar en einu sinni.
Breytingarnar voru kynntar af
sérstöku stjórnarskrárþingi sem
setið hefur á rökstólum undan-
farna þrjá mánuði. Nýja stjórn-
arskráin er mikil að vöxtum og
leysir af hólmi stjórnarskrána
frá 1853 sem ekki var miklu
meira en bæklingur í saman-
buröi við arftakann.
Ákvæðin um forsetaframboð
eru talin mikill sigur fyrir Men-
em, forseta landsins, en þau
gera honum kleift ab bjóða sig
fram öðru sinni í næstu forseta-
kosningum sem verða í maí
næstkomandi. Flokkur forset-
ans varð þó að bíta í það súra
epli að fá ekki samþykkt eilífð-
arbann við fóstureyðingum eins
og Menem hafði viljað. Það
voru þingmenn úr röðum hans
eigin flokksmanna sem komu í
veg fyrir þab.
Þeir sem kynnt hafa sér nýju
stjórnarskrána segja ab hún sé
of lituð pólitískum viðhorfum
til ab geta talist alvarleg laga-
setning. Það sé því ekki við því
að búast að hún muni í framtíð-
inni gegna stóru hlutverki í rétt-
arkerfi Argentínumanna. ■
Barist gegn rétti
homma og lesbía
Canberra, Reuter
Fylkisstjórn hægrimanna á eyj-
unni Tasmaníu, sem tilheyrir
Ástralíu, ætlar að berjast fyrir
því að fá að viöhalda lögum
sem banna samband homma
og lesbía. Lögin eru í andstöbu
viö sambandslög Ástralíu.
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti á
mánudag að hún ætlabi ab
setja lög til að ógilda lög Tas-
maníu en samkvæmt þeim er
hægt ab dæma fólk í allt að 21
árs fangelsi fyrir líkamlegt sam-
neyti við sitt eigið kyn.
Ron Cornish, fylkislögmaður í
Tasmaníu, segist vera að velta
því fyrir sér að fara með frum-
varp ríkisstjórnar fyrir hæsta-
rétt landsins. Hann sagöist ekki
trúa því að lög fylkisins stöng-
uöust á við mannréttindasátt-
mála Sameinubu þjóöanna eins
og haldið væri fram. . ■.
Byltingarflokkur Mexíkó fer meb sigur af hólmi:
Eftirlitsmenn segja
kosningasvik ekki
hafa ráðib úrslitum
hafa ekki áður leyft utanað-
komandi eftirlit.
Ernesto Zedillo, forsetafram-
bjóðandi Byltingarflokksins
og næsti forseti, segist hafa
unnið kosningarnar með heið-
arlegum hætti. Hann hefur
boðið andstæðingum sínum
þátttöku við gerb stjórnarsátt-
mála sem muni færa þjóbina á
vit næstu aldar.
Meö sigurbros
á vör
Ernesto Zedillo Ponce de Leon,
frambjóðandi Byltingaflokksins í
Mexíkó.