Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 24, ágúst 1994 13 -------------------------------------------------------\ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Valgerðar Ingibergsdóttur Teygingalæk Guðjón Ingimundarson Sigrún Stefánsdóttir Sveinbjörg G. Ingimundardóttir Ólafur J. Jónsson Árni Ingimundarson Guðrún Káradóttir Bergur Ingimundarson Sólveig Snorradóttir barnabörn og barnabarnabörn _______________________________________________________/ ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í stækkun útivirkis aðveitustöðvar að Eyvindará við Egilsstaði. Útboðið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jaró- vinnu og byggingu undirstaða fyrir stálvirki og spenni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins Laugavegi 118, Reykjavík og Þverklett- um 2, Egilsstöðum frá og með fimmtudeginum 25. ág- úst 1994 gegn kr. 10.000 í skilatryggingu. Tilboóum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins á Egilsstöðum fyrir kl. 14.00, þriðjudaginn 6. sept- ember n.k. og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóóenda, sem þess óska. Tilboóin séu í lokuðu umslagi, merktu: . „RARIK-94013 Eyvindará — aðveitustöð“ Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 REYKJAVÍK Laus staða Laus er til umsóknar staða forstöðumanns endurskoó- unardeildar hjá ríkistollstjóraembættinu. Forstöðumaður hefur yfirumsjón með eftirliti, sem ríkis- tollstjóraembættið fer með, lögum samkvæmt, vegna starfa tollstjóra og starfsmanna þeirra við endurskoðun og tollheimtu í öllum tollumdæmum landsins. í samvinnu við ríkistollstjóra gerir hann starfsáætlun og fjárhags- áætlanir fyrir sína deild og hefur frumkvæði að samstarfi við aðrar deildir embættisins og embætti tollstjóra og sýslumanna. Leitað er að manni, sem getur veitt deildinni öfluga, fag- lega forystu og haft frumkvæði að frekari þróun á sviði endurskoðunar og annars eftirlits með tollheimtu ríkisins. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem viðskipta- fræðingur af endurskoðunarsviði eða sem löggiltur end- urskoðandi, hafi unnið við endurskoðunarstörf og getið sér orðstír sem stjórnandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri. Umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist embætti ríkistollstjóra eigi síðar en 20. septem- ber 1994. Ríkistollstjóri. FvJQLBRAUTASKÓUNN BRUÐHOUl Fjölbrautaskólinn Breiðholti Innritað verður í Kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti 24. og 25. ágúst kl. 16.30-19.30 og laugardaginn 27. ágúst kl. 10.30- 13.30. Skemmtilegir valkostir. Þitt er valið. Skólameistari Kraftaverk í Kanada: Hrapaði af 19. hæð og slapp lítið meidd Lítil 4ra ára stúlka hrapar út um opinn glugga á heimili sínu á 19. hæö. Miðaldra maður verður vitni að atburðinum og horfir skelf- ingu lostinn á litla stúlkubarnið fær- ast nær jörðinni með ógnarhraða. Skömmu síöar er allt afstaöið og litla stúlkan er á leið til sjúkrahússins. Hún er hvorki látin né stórslösuð, aðeins fótbrotin. Það gengur kraftaverki næst að Adri- ana Lemut hafi lifað af hátt í 60 metra fall úr stofuglugga heimilis síns. Þaö sem bjargaði henni var tré, eina tréð í kringum háhýsið sem foreldrar henn- ar búa. Samt standa læknar agndofa yfir þeirri staðreynd að hún hafi sloppiö með fótbrot frá hinni skelfi- legu lífsreynslu en þakka það helst að hún hafi misst meðvitund í fallinu og líkami hennar því verið afslappaður og eftirgefanlegur en hún lenti á trjá- krónunni og stöðvaðist síðan u.þ.b. sjö metrum síðar. Þá hafði rignt mikið í Toronto er slysið átti sér stað fyrr í sumar og það kann að hafa valdið því að trjágreinarnar hafi verið mýkri en ella. Það er aldrei of varlega farið, það get- ur móðir Adriönu borið vitni um. Hún var að þrífa húsið og tók hlífarn- ar frá stofuglugganum eitt augnablik á meðan hún var aö loftræsta íbúðina. Hún hafði vökult auga með dóttur sinni, sem er með vöðvasjúkdóm sem hamlar hreyfigetu hennar en gleymdi sér eitt andartak þegar síminn hringdi og hún leit af dóttur sinni í hálfa mín- útu eða svo. Símtalið tók aöeins örfáar sekúndur en þegar hún sneri aftur til stofunnar og sá hvað hefði gerst átti hún ekki von á að mögulegt væri að Adriana myndi lifa fallið af. Gleði hennar og mannsins hennar var því mikil þegar það kom í ljós að hún var lítið sem ekkert slösuð, hlaut aðeins minniháttar fótbrot og dvaldist að- eins 10 daga á spítala. Foreldrar stúlkunnar hafa látið sér at- buröinn aö kenningu verða og hafa nú hert „öryggisbúnaöinn" til muna í kjölfar slyssins. Adriana Lemut

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.