Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 8
8 Mi&vikudagur 24. ágúst 1994 Gleymda þjób- in í Rúanda Ab sögn talsmanns Batwa, sem eru af stofni pýgmea, beindust fjöldamorö Hútúa ekki síö- ur aö þeim en Tútsum Uwiragiye: horföum á fólk skoriö í stykki. il er miðafrísk sögn á þessa leið: Einhverntíma í fyrndinni birtist sköpunarguðinn þremur frum- verum eða frummönnum (í trú- arbragðafræðilegum skilningi síðarnefnda orðsins, ekki forn- leifafræðilegum). Fékk hann hverjum þeirra um sig krukku fulla af mjólk og bað þá gæta ílát- anna og innihalds þeirra fyrir sig þar til hann kæmi aftur. Frum- menn þessir hétu Gatútsi, Ga- hútú og Gatwa. Gubinn fór síðan sína leið og kom aftur til þremenningana þegar honum hentaði, að sækja mjólkina. Þeim hafði farnast varöveisla hennar misjafnlega. í krukkuna hjá Gatútsi vantaði ekki dropa. Gahútú hafbi hellt niður úr sinni krukku, annað- hvort af klaufaskap eða illgirni. Á Gatwa hafði sótt svengd og þorsti, svo að hann hafði drukkið alla þá mjólk er honum var trúað fyrir. Úrskurður gubs Guðinn hét Gatútsi velgengni, auði og völdum, sem og afkom- endum hans. Gahútú dæmdi skaparinn til þrældóms og niðja hans einnig. Við Gatwa sagbi gubinn: Héðan í frá skalt þú ekki teljast til manna og ekki afkom- endur þínir heldur. Gatútsi varð forfabir Tútsa, Ga- hútú Hútúa og Gatwa Twa eða Batwa, þriðju og minnst þekktu þjóðarinnar í Rúanda og Búr- úndi. Fólk þetta, sem gjarnan er nefnt pýgmear og var stundum fyrr á tíð kallað dvergnegrar, er á dreif víðar um Mið-Afríku, eink- um á regnskógasvæðinu. Pýgme- ar eru einkar lágir vexti, sam- kvæmt einni heimild yfirleitt undir 150 sm., í ljósara lagi af Afríkumönnum að vera og gul- leitir á hörund. Þeir búa yfirleitt inni í skógum. Um forsögu þeirra er deilt, en sumra ætlan er að þeir hafi verið frumbyggjar stórra svæba í Mið-Afríku, einkum regnskógasvæöisins þar, áður en bantúmenn, sem nú eru þorri íbúa þar, hafi sest að á því svæði, sem e.t.v. hefur gerst á fyrsta ár- þúsundinu e.Kr. Rúanda hefur verib mjög í frétt- um undanfarið og margt verið sagt af tveimur þjóbanna þar, Hútúum og Tútsum. Minna hef- ur heyrst af Batwa, og hefur svo löngum veriö. Að sögn tals- manns Batwa í Rúanda, Charles Uwiragiye, sem er á ferð í Evrópu til að vekja athygli þar á högum síns fólks, hefur það síður en svo farið varhluta af fjöldamorðun- um þar syðra síðustu mánuði. Hann telur að Hútúar hafi drep- ið um 65% Rúanda-Batwa frá því að þeir hófu fjöldamorðin 6. apr- íl s.l. En hversu margt fólk þar sé um ab ræba kvebst hann ekki vita. Enn afkastameiri en haldib var? Ab sögn Uwiragiye var fastur vani rúandskra yfirvalda ab gefa upp að Batwa væru aðeins 1% landsmanna, sem myndi þýða ab þeir hefðu verið um 80.000 fyrir fjöldamorðin. „En við í ÁPB (hagsmunasamtökum Batwa) álítum ab þeir hafi verið 10-12 sinnum fleiri." Þetta byggist á manntali sem stofnun ein í Lundúnum, World Rain Forest Movement (Regn- skógahreyfing heimsins), lét gera. Séu tölur þessar nálægt staðreyndum og hafi fjöldamorð- in komið svo mjög nibur á Batwa sem Uwiragiye telur, gæti verib BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON að um hálf milljón Batwa hafi verib drepin frá því í aprílbyrjun. Það þýbir ab þjóbamorðingjarnir í Rúanda hafa verið jafnvel enn eða miklu afkastameiri en hingab til hefur yfirleitt verið talib. En Uwiragiye viðurkennir að tala hans um fjölda myrtra Batwa sé mikið til byggð á ágiskunum. Að sögn hans hafa Batwa frá fornu fari sætt misrétti og fyrir- litningu af hálfu Tútsa og Hútúa jafnt. „Við erum fátækastir af öll- um og útilokaðir frá svo að segja öllu í rúandska samfélaginu, og þó erum við hinir upprunalegu íbúar landsins," hefur danska blabið Information eftir honum. Bæbi Hútúar og Tútsar hefðu haft fyrir vana að skeyta skapi sínu á Batwa. Tútsar hefðu þó að vísu verið heldur vinsamlegri við Batwa en Hútúar. Tútsum þætti gaman að söngvum og dansi Batwa, hefbu oft ráðið þá til sín til þeirra hluta og borgað þeim fyrir, yfirleitt í fríöu. Hútúar hefðu af þeim ástæbum hatað Batwa þeim mun meira og þegar þeir fyrrnefndu hófust handa við fjöldamorðin í apríl hafi þau komib jafnt niður á Batwa og Tútsum. Hútúar með hunda Sjálfur flýði Uwiragiye þá frá Ki- gali, höfubborg Rúanda, meb um 40 öbrum Batwa. Hópurinn fólst í skógum, þar eb hvarvetna á veg- um höfðu Hútúar sett upp hindr- anir. Allsstabar voru á vakki flokkar vopnaðra Hútúa með hunda í leit að flýjandi Tútsum og Batwa. „Við leyndumst á bak við runna og bananajurtir og sáum með eigin augum að fólk var handtek- ib, skorið í stykki, konum nauðg- ab og líkamspörtunum dreift á jörðina. Maður faldi sig í gróbrin- um, horfði á það sem gerðist og átti ekki á öðru von en að röðin kæmi ab manni sjálfum á næstu mínútum." Um hríð földu Uwiragiye og fleiri flóttamenn sig í yfirgefnu húsi, sem var í víglínunni milli hútúska hersins og uppreisnar- manna í RPF. Um síðir héldu Hútúar undan og RPF- liðar leyfðu flóttahópnum að halda til flóttamannabúða í Byumba, norðan til í Rúanda. Pýgmear eru meöal þess fólks, sem stundum er skilgreint sem fjórði eða fimmti heimurinn. Sameiginlegt flestu því fólki er að þab er af fámennum þjóðum og þjóðastofnum, sem búið hafa frá ævaforneskju í löndum sínum og meirihlutaþjóöir landanna hafa lengi þrengt ab og gera enn. Af þeim má nefna auk pýgmea kho- isana (búskmenn og hottintotta) í sunnanverðri Afríku, fámenna indíánaættbálka og -þjóðflokka bæbi í Norður- og Suður-Amer- íku, Aínúa í Japan, frumbyggja Ástralíu og sama (lappa) ■ Bréffrá Dóru Stefánsdóttur á Crœnhöföaeyjum Óöur til vatnsins Um daginn þegar ég kom út úr húsi datt eitthvað lítiö og blautt ofan á hausinn á mér. Eg hélt fyrst ab kannski hefði fugl pissað og varb litib upp. Og í fyrsta sinn í nærri fimm mánuði fann ég ör- fína regndropa sáldrast ofan á andlit mitt. 1 nokkur andartök stóð ég þarna og fann lífsmátt regnsins síast í gegn um húbina. Og svo var þab búið. Stéttin fyrir utan húsib náöi ekki einu sinni að verba blaut, hvað þá ab nóg hefði rignt til að vökva eitt lítið blóm. Samt erum við núna um miðbik þess tímabils sem í gamla daga hét regntíminn hér á eyjun- um. Afar takmarkab regn þýðir ab erfitt er ab útvega hinum tæp- lega 400 þúsund íbúum þessara eyja nægjanlegt vatn. í sumar- hitunum aukast þessir erfibleik- ar. Að vetri til er yfirleitt nóg vatn á flestum eyjanna. Við hér í Mindelo erum vel sett meb hreinsunarstöð sem vinnur vatn úr sjó. Á mörgum hinna eyjanna eru vatnsból og það er aöeins í höfuöborginni Praia sem vatns- skortur er viðlobandi allt árið. Þar er þó búib ab finna vatnsból núna nýlega og menn sjá fram á lausn vandans, ab minnsta kosti í einhverja áratugi. Allir reyna að gleyma því hvað þessi lausn kostar, nýja vatnib verbur alveg skelfilega dýrt hver lítrinn. Almenningur á landsbyggbinni verður sjálfur að útvega sér sitt vatn. Sumir eru vel settir og búa við brunna. Aðrir þurfa að ganga langar leiðir og bera vatn heim eða reiba þab á ösnum. Þau eru ekki há í loftinu börnin þegar þau eru send ab sækja vatn í brúsa undan sápulegi, matarolíu eba öbru því sem til er ab dreifa. Mæður þeirra bera stórar tunnur á höfði sér fullar af vatni og hér má einnig sjá karlmenn bera vatn. Á meginlandi Afríku myndi margur karlmaðurinn lík- lega fyrr deyja úr þorsta en að láta sjást til sín við vatnsburð. Við sem búum í borgum og þorpum erum betur sett. Hér í Mindelo er vikulega dælt vatni í húsin í bænum frá fjarveitu. Flest allir hafa tanka uppi á þaki eða í bakgörðum og í þá rennur vatnið. Þab er svo notað þar til nýtt vatn kemur vikuna á eftir. Ég er svo heppinn að hafa stóran og góðan tank, tvö og hálft tonn og dugar það mér vel á fjórðu viku ef til vatnsskorts kemur. Enda er ég ein í heimili og kaupi erlent drykkjarvatn á flöskum. Aðrir eru ekki eins vel settir. Vin- kona mín og maður hennar hafa abeins hálfs annars tonns tank og veröa iöulega vatnslaus ef þau gæta sín ekki. Þeir sem ekki eru tengdir veit- unni fá til sín vatnsflutningabíla öðru hverju. Þetta eru stórir tankbílar, taka yfirleitt fimm tonn. Þeir eru ekki ósvipaðir vatnsbílunum sem stundum vökvubu malargötur í Reykjavík þegar ég var að alast upp. Vatnið úr bílunum er mun dýrara en þab frá fjarveitunni og ekki eins hreint. Búið er að dæla því upp í bílana og aftur úr þeim í tank- ana. í gamla daga var þetta oft gert vib skelfilegar abstæður. Vinnufélagi minn sagði mér að hann hefði eitt sinn séð dælt úr bíl í tunnur í bakgarði kofaþyrp- ingar. Þegar allar tunnur voru orbnar fullar hljóp bílstjórinn út og dró slönguna til sín, í gegn um bakgarðinn fullan af hænsn- um, geitum og öðmm kvikfén- abi. Endinn á slöngunni dróst upp úr skítnum en var þrátt fyrir það dýft beint í næstu tunnu í næstu kofaþyrpingu og haldið áfram ab dæla. Ekki furða þó nið- urgangur og aðrar magapestir væru hér algengar. Um tíma var niðurgangur lang algengasta or- sök ungbarnadauða. Með áróbri um hreinlæti, vatni frá fjarveitu og auknu ungbarnaeftirliti hefur tekist að nær útrýma þessari dán- arorsök. Ekki þarf mikið út af að bera til ab vatnsskortur geri vart við sig hér á eyjunum. Fyrir nokkru komu hingað þrjú herskip frá Spáni, Portúgal og Brasilíu. Dát- arnir vom þyrstir og þurftu oft að fara í bað. Afleiðingin var að ekki var í nokkra daga hægt ab fá vatn í önnur skip og báta. Þegar ég var hérna 1988 bilaði vatns- hreinsunarstöðin og þá skapaðist skelfilegt ástand. Menn reyna eftir mætti að búa sig undir slíka tíma með því ab eiga vatn til nota í neyö. Tunnu í kjallaran- um eða brúsa uppi á lofti. Eðli málsins samkvæmt ættu allir líka að spara vatn. Þab er þó allur gangur á því, sérstaklega veitist foreldrum oft erfitt að standa á bremsunni varbandi vatnsnotkun barna sinna. Stundum gerast líka slys eins og hjá manni sem ég þekkti er rotta drekkti sér í vatnstanki hans. Hann átti ekki annars úrkosta en að tæma tankiiín út á götu, hreinsa hann og fylla svo að nýju. Sjálf gerðist ég sek um mik- ið vatnsbruðl í byrjun. Ég gat ómögulega lært á alia þá krana sem ég þurfti ab skrúfa fyrst frá og svo fyrir þegar vatnið kom frá fjarveitinu. Þetta var sérstaklega erfitt þar eð vatnið kemur í húsið mitt ab nóttu til. Viku eftir viku vaknaði ég klukkan fjögur eða fimm á þriðjudagsmorgni við að ég heyrði vatn renna. Hentist þá fram úr bælinu og skrúfabi fyrir. Oft var ég þá búin að missa fleiri tugi lítra niður á jörð. Á endan- um réöi ég til mín pípara sem kom fyrir ótal lokum í kerfinu og fullvissar hann mig um að í framtíðinni þurfi ég ekkert ab óttast. Ennþá standast orb hans en ekki sef ég ennþá vært abfar- arnætur þriöjudaga og vakna oft með andköfum um fimmleytiö við að mér heyrist renna vatn. Hversu gömul sem ég verð skal ég aldrei framar bölva rign- ingu ............■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.