Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 6
6 rftrtr Miövikudagur 24. ágúst 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM ALDAN fréttablaó Hálfdán klæddur Framkvæmdir á lokaáfanga fjallvegarins yfir Hálfdán standa yfir og veröur lokiö aö setja slitlag á veginn í þessum mánuöi. Þaö er Vegageröin sjálf sem hefur séö um fram- kvæmd þessa síöasta áfanga en verkiö hefur tekiö nokkur ár. Undanfariö hefur síöasti spölurinn veriö réttur af og á kafla efst í fjallinu, Bíldudals- megin, hefur vegurinn veriö hækkaöur frá því sem áöur var gert ráö fyrir til aö ná honum betur upp úr snjó. 30-40 þús. rúmmetra af efni þurfti í veg- inn í sumar Á Baröaströnd er verið aö undirbyggja 4 km vegarkafla og verður hann klæddur slit- lagi strax í haust. Hann mun ná frá Brjánslækjarbryggju og Horft til norburs af Hálfdáni þar sem vegurínn var hœkkabur í sumar. í fjarska má greina Hornatær (Lœkjarskörb). Reykhólar: Smáibnabur í þróun Handverksfélagið ASSA í Reyk- hólahreppi var stofnað 26. apríl 1994. Félagsmenn eru 23 konur og karlar í sveitinni sem vinna við margs konar handverk. Markmiö félagsins er að veita þeim aöilum sem vinna að handverki eöa annars konar smáiönaöi tækifæri til aö þróa og selja framleiðslu sína og aö félagiö taki þátt í uppbygg- ingu þjölþættara atvinnulífs í héraöinu. Handverksfélaginu var gefiö lítið hús (söluturn) til aö nota til sölu á handverki félags- manna. Söluturninn er staö- settur í Bjarkalundi og er opið allar helgar yfir sumarið frá kl. 13.00-17.00. Fyrirtæki í sveit- inni styrktu félagið við aö flytja húsið vestur og lagfær- ingar þess. Úr sumarferb framsóknarmanna. Crillmeistarar ab störfum. Ab venju eru þab þingmennirnir ásamt eiginkonum sem sjá um grillib. Tálknafjöröur: Ný skobanastöb bifreiba Ný skoöanastöö bifreiða var tekin í notkun í Tálknafirði í júlí sl. Skoðunarstöðin er í húsnæöi Slökkvistöðvarinnar og er ætlaö aö þjóna Tálkna- firöi og allri Vesturbyggö. Tilkoma hennar er mikil framför í bifreiðaskoðun á þessu svæöi. Bíöar fá betri skoðun og þar af leiöandi eykst umferðaröryggið. Eng- inn ætti að velkjast í vafa um aö bíllinn sé í lagi eftir skoöun í svona stöð. Enn er óljóst hvenær og hve oft skoðunarstöðin veröur op- in. Lögreglan á Patreksfiröi orðaði þaö svo aö „þeir vildu ekki trúa ööru en aö Bifreiða- skoöun íslands myndi meö tilkomu stöðvarinnar veita sambærilega þjónustu og ann- ars staðar er veitt, með því aö hafa stööina opna allan ársins hring," Skiptar skoðanir voru um hvar stööin skyldi vera stað- sett. Sumir töldu að hún heföi átt aö vera á Patreksfirði, því þar eru flest ökutæki. Varla telst þetta þó stórmál, þar sem aðeins 14 km eru á milli Pat- reksfjaröar og Tálknafjaröar og malbikaö alla leiö. Sumarferb Kjör- dæmissambands framsóknar- manna Sumarferö Kjördæmissam- bands framsóknarmanna var farin í Kverkfjöll aö þessu sinni. Á áttunda tug manna tóku þátt í henni og var gist í eina nótt í og við Sigurðar- skála í einstöku veðri, sól og blíðu. Aö sögn Berglindar Rósar Guðmundsdóttur, annars skálavaröarins í Sigurðarskála, hefur sumarið veriö meö ein- dæmum blítt þar um slóöir. Þátttakendur í ferðinni kunnu að meta góöa veðrið og var slegið upp balli undir berum himni á melnum viö Sigurðarskála og drógu menn ekki af sér þótt kartöflumjölið vantaöi undir iljar manna. Kristmann Jónsson á Eiðum þandi harmonikkuna en hann ók einmitt annarri rútunni og Sveinn Sigurbjörnsson hinni. Erlendir ferðamenn slógust í dansinn og þaö eina sem Spánverja nokkrum fannst vanta, var að enginn Fla- menco var dansaður. Svo veröur e.t.v. í næstu ferö. Aubvitab varsporib tekib í Kverk- fjöllum og sá Kristmann jónsson um ab halda uppi fjörinu í dans- inum. Nokkrir erlendir ferba- menn tóku þátt í fjörinu. Djúpivogur: Mikil vinna hjá Búlandstindi Mikil vinna hefur verið hjá Búlandstindi hf í sumar. Aö sögn Sigurðar Arnþórssonar verkstjóra hafa um 80 manns unniö í sumar hjá fyrirtækinu og e/ hluti mannskaparins að- komufólk. Fyrirtækiö gerir út togarann Sunnutind og hefur afli hans veriö þokkalegur. Auk togarans leggja upp hjá Búlandstindi milli 20 og 30 smábátar og hefur afli þeirra verið góöur. Aö sögn Siguröar eru aflabrögð betri en í fyrra. Markabur haldinn í Bjarkalundi nú í sumar til ab sýna landbúnabar- nefnd Alþingis hvab fólkib ífélaginu vœri ab búa til. ut fyrir Moshlíð. Sjomenn: Lögskráning sjó- manna tölvuvædd „Sums staöar a landinu er lög- skráningin til fyrirmyndar en annars staöar ekki. Þetta er auövitaö hlutur sem menn eiga aö passa uppá. En viö er- um nú aö gæla viö aö þetta standi allt til bóta. Lögskrán- ingin veröur væntanlega tölvu- vædd um næstu áramót og viö vonum aö þab muni hafa ein- hver áhrif," segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdarstjóri Sjómannasambands íslands. Þótt ætla mætti ab þab væri lið- in tíö aö menn trassi aö láta lög- skrá sig á skip, þá segir Helgi Hallvarösson skipherra hjá Land- helgisgæslunni aö þaö séu því miður enn brotalamir í þeim málum. En lögskráningin er m.a. sönnun þess aö sjómaður sé í áhöfn viðkomandi skips, auk þess sem menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af tryggingamál- um séu þeir lögskrábir. Hólmgeir segir aö það sé fyrst og fremst hugsunarleysi og þekk- ingarskortur sem geri það ab verkum aö lögskráningarmálin eru ekki allstaðar meö viðunandi hætti. Þótt skipstjórar beri ábyrgð á því að sjómenn séu lög- skráöir, þá eigi sjómenn sjálfir aö fylgjast vel meö því hvort svo sé. Hann segir aö þaö sé enginn fjár- hagslegur ávinningur af því ab láta ekki lögskrá sig, nema síður sé. ■ Sveinsbakarí hlaut titilinn Borgarskákmeistari 1994 eftir sigur í Borgarskákmótinu sem haldib var í Rábhúsi Reykjavíkur sl. föstudag. Alls tóku 104 keppendur þátt í mótinu og urbu fimm efstir og jafnir meb 6 vinninga af 7 mögulegum. Þab voru: Sveinsbakarí, Ofna- smibja Kópavogs, Fjölnir, tölvu-og tœkniþjónusta, Garbakaup hf. og Arg- entína Steikhús. Sveinsbakarí, sem Helgi Áss Grétarson tefldi fyrir, var úr- skurbabur sigurvegarí eftir stigaútreikning. Á myndinni sést Gubrún Ág- ústsdóttir forseti borgarstjórnar leika fyrsta leik mótsins. Tímamynd iak 70 ára afmæli Rípurkirkju Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tím- ans á Saubárkróki. Hátíðarmessa var í Rípurkirkju í Hegranesi sunnudaginn 21. ág- úst. Þá var minnst 70 ára bygg- ingarafmælis kirkjunnar. Séra Sigurður Guðmundsson fyrrum vígslubiskup á Hólum prédikabi en fyrir altari þjónuöu sr. Bolli Gústafsson vígslubiskup og sr. Þórir Stephensen. Sr. Bolli Gústafsson er sóknarprestur aö Ríp en báðir prestarnir sr. Sigurö- ur og sr. Þórir eru fyrrverandi sóknarprestar aö Ríp. Kirkjukór Rípurkirkju annaðist söng, org- anisti var Rögnvaldur Valbergs- son. Einsöngvari var Jóhann Már Jóhannsson. Miklar og smekklegar endur- bætur hafa verib gerðar á kirkj- unni og kirkjugarðinum, svo kirkjan og umhverfi hennar er að dómi þeirra sem heimsótt hafa kirkjuna til fyrirmyndar. Aö messu lokinni var kirkju- gestum boöið til kaffiveislu í fé- lagsheimili sveitarinnar. Formað- ur sóknarnefndar, Leifur Þórar- insson Keldudal, setti samkom- una og kvaddi til veislustjóra sr. Bolla Gústafsson. Góðar gjafir voru afhentar til kirkjunnar í til- efni afmælisins. Sr. Þórir Steph- ensen og frú gáfu kirkjunni vandaöa biblíu meb áritabri vin- arkveöju frá þeim hjónum. Björn Ásgrímsson og Gísli Einarsson gáfu til kirkjunnar bókastól, fal- legan hlut sem stendur á boröi. Börn gömlu Rípurhjónanna, Þór- arins Jóhannssonar og Ólafar Guðmundsdóttur, gáfu 6 ljósa- stikur. Sr. Þórir Stephensen flutti fróðlegt erindi um sögu Rípur- kirkju. í erindinu kom m.a. fram aö sóknarnefd Rípurkirkju varö fyrst sóknamefnda á landinu til að kjósa konu fyrir sóknarnefnd- arformann, sem var Jóhanna Ein- arsdóttir í Ási. Jóhann Már söng einsöng í samsætinu og einnig var mikill almennur söngur og stuttar ræður. ■ Sturla formabur þjó&minjará5s Menntamálaráöherra hefur skipaö í þjóðminjaráö til fjögurra ára samkvæmt lögum nr. 98/1994 um breytingu á þjóðminjalögum. í ráðinu munu sitja næstu fjögur ár eftirtaldir aðilar: Sturla Böðvars- son, alþm. sem veröur formaður ráðsins, Sigurjón Pétursson, fyrrv. borgarfulltrúi tilnefndur af Sam- bandi ísl. sveitarfélaga, Sigríður Siguröardóttir, safnstjóri tilnefnd af Félagi íslenskra safnmanna, Helgi Þorláksson, dósent, til- nefndur af Háskóla íslands, Ragnar Sigurðsson, framhalds- skólakennari, tilnefndur af HÍK og KÍ. ■ .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.