Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 24. ágúst 1994 5 Þórunn Magnúsdóttir, Norrœnt kvennaforum 1994: Um hvab var fjallab á Forum 94? Vandi er að velja á milli tveggja kosta. Sé hins vegar valið eitt dagskráratriði af 60 hvern dag- inn, þá snýst valið upp í það að verða höfnun á 59 ágætum at- riðum. En til þess að missa af sem minnstu var ég komin til Árbæjar 28. júlí og naut því í ríkum mæli þess forspils sem finnskar konur höföu samiö sem undanfara Nordisk Forum - 94. Fyrst þessara meiriháttar menningarviðburða var opnun sýningar á norrænni nútímalist í Turku Art Museum/Ábo Konst- museum. Til sýningar valdi list- fræðingur safnsins, Elisabeth Haitto, þrettán norrænar konur og tvo karla. Nafn sýningarinn- ar var myndrænt, X/Y og ein- kunnarorð, eða spurning til sýnenda var: Sjálfsímynd ungra norrænna myndlistarkvenna, eða öllu heldur spurningin: „Hver er sjálfsmynd myndlistar- kvenna á Norðurlöndum í lok 20. aldarinnar?" Segja má að nýr safnstjóri og lausráðinn listfræðingur hafi þarna tekið stór skref út í óvissa framtíð, því þetta er fyrsta sýn- ing þess á nútímalist. Þrjár íslenskar myndlistarkon- ur valdi Elisabeth Haitto til að taka þarna þátt. Þær eru Anna Líndal, Ragnhildur Stefáns- dóttir og Vala (Valgerður Guð- laugsdóttir). Listfræðingurinn gerði sér far til Reykjavíkur, en sagði í stuttu samtali að hún hefði ekki haft miklar vænting- ar þegar hún skoðaði m.a. sýn- ingu á lokaverkéfnum í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. „En þar fékk ég fyrsta beina svarið við spurningu minni. Það var myndröð Völu sem svaraði og sagði: Ég er sterk stúlka." Myndröðin var sett sem einskonar forhlið þessarar sýningar og var það mikill heiður fyrir yngsta sýnandann og enn óþekkta stærð í lista- heiminum. Mikið fjölmenni framáfólks í finnsku menningarlífi var við opnunina, þar á meðal Elisa- beth Rehn, áöur forsetafram- bjóðandi, sem víða kom fram í tilefni af NF - 94. Framkvæmdanefndinni/Styrgr- uppen og íslensku undirbún- ingsnefndinni var boðið að vera við opnunina, en þær komu ekki. Konur á góbum vegi Annar merkilegur undanfari var tveggja daga trúarhátíð finnskra kvenpresta og kvenna sem starfa innan kirkjunnar í Finnlandi. Það var 30.-31. 7. í Dómkirkjunni, við Kirkjutorg og í félagsmiðstöð kirkjunnar. Svo lánlega vildi til að ég komst á tal við skipuleggjanda „Eko- meniska kyrkodagar för kvinnor - - kvinnor pá vag." Þarna var um mikla tónlistarhátíð að ræða og uppfærslu á söngleik, eða helgileik sem kona hefur samiö, að því er mér skildist. Jafnframt var haldin sýning á kirkjulegum textílum, sem eins og kunnugt er, hafa verið lista- verk kvenna. Seminar fyrir kon- ur í stjórnun og safnaðarstörf- um í kirkjunni stóð báða dag- ana. Það vakti athygli þeirra sem þá voru sestar að á Dóm- kirkjutorginu, að stórir almenn- ingsvagnar komu að kirkjunni og voru þeir m.a. frá Pétursborg, Riga og Helsinki. Fallegt dúfu- merki var á dagskrá þeirra fyrir þessa daga. Áætlanir og uppákomur Nú kom til þess aö framfylgja minni persónulegu áætlun um að sækja tvo fyrirlestra á dag og hefja starfið með því aö sitja stofnfund samtaka um Kvenna- sögu og einnig fund um undir- búning kvennaþings í Beijing, sem Sameinuðu þjóðirnar boða til og verður haldið haustið 1995. Um kvöldið fór fram há- tíðleg tónlistardagskrá á pramma í ánni sem rennur Ár- bæ miöjan. Þetta fór á annan veg og ég skrópaði af stofnfundinum, en hélt á sama tíma erindi um verka- kvennafélög á íslandi, fyrir áheyrendum sem í rauninni höfðu komið til að hlusta á erindi um uppeldismál. Það brást held- ur ekki að konur sem hafa áhuga á uppeldis- og kennslumálum eru bestu áheyrendur sem völ er á þegar um félagsmál er að ræða. Þetta gerðist í því Rantazipi-Ikitu- uri, sem er stúdentaþorp úti í sveitinni nærri Turku. Dagskránni á prammanum náði ég og sá að hugmyndin var góð, en svo komu strákarnir með tólin og tækin og vildu hafa svið, með veggjum, þaki og bakvegg. Þar með var kórinn kominn í kassa og þeir sem stóðu á nyrðri bakkanum nutu ekki sjónarspils og hljómburður var slæmur. All- ir urðu að vera framan við kass- ann, en sjónvarpsupptökur hafa vonandi heppnast. Dagur mótmælanna Annan ágúst höfðu friðarsam- tök á íslandi, í Svíþjóð og Noregi ákveðið að halda sameiginlegan fund um efnið: „Várlden er större án EU" og að sá fundur yrði í byggingu finnskumælandi háskólans, rétt handan við Dómkirkjuna. Þá kom í ljós aö 2. ágúst var dagur mótmælafunda, úti og inni á fleiri stöðum, þar sem konur mótmæltu fyrirætl- unum stjórnmálamanna um inngöngu Norðurlandaþjóða í Evrópusambandsríkiö. Á leið minni á fundarstað lenti ég á fjölmennum útifundi á mark- aðstorgi Turku, og þeirra strætis- vagnamiðstöð, þar sem konur sungu mótmælasöngva, héldu ræður, lyftu blöðrum og spjöld- um með áletruninni: „Nej til EU". Þetta fannst mér fallegt spjald og það var rautt, svo að ég sló eign minni á eitt þeirra og hraðaði mér á fundarstað. Þegar þangað kom var fundur settur og þó nokkuö fjölmenni í allstórum sal. Erni Friholt frá Gautaborg var fundarstjóri og frummælandi hafði verið fengin í Finnlandi og náði ég ekki nafni hennar. Af íslenskri hálfu talaði Hjörleifur Guttormsson og flutti stutt og snjallt erindi á sænsku, um ferlið frá Rómarsáttmálan- um til þess hervædda fjármála- veldis sem Evrópusambandsrík- ið er orðiö í dag. Staðhæfing Hjörleifs, að við íslendingar værum í óskaaðstöðu, á eyju í Atlantshafinu og gætum þaðan horft til allra átta, vakti veruleg viðbrögð, sem síðar urðu um- ræðuefni kvenna á milli. Fundartíminn var á enda og við MFÍK-konur gengum á röð fyrir- lestrasala og fundum troðfulla stofu þar sem allar andstöðu- hreyfingar á Norðurlöndum ætluðu að halda sameiginlegan mótmælafund. Anna Ólafsdótt- ir Björnsson var þar í fyrirsvari, en ekki var mögulegt að troða þar fleiri stólum inn. í næsta fundarsal var fundur Norður- norskra kvenna, með „Nej til EU" og fullt hús. Anna Líndal, Ragnhildur Stefánsdóttir og Valgerbur Cublaugsdóttir. Af hugrenninga- tengslum Á annarri hæð bar svo nýrra við. Þar kom ég inn á móts við miðja bekkjaröð í stómm fyrir- lestrasal og var fyrirlesarinn í þeirri skrítnu stöðu að hún var ekki uppi við töfluna, en sat framanvið kennaraborðið, lægra en áheyrendur hennar. Ég er að villast, hugsaði ég og sá enga glaðbeitta andspyrnu- konu, né reiða noröankonu. Þær voru allar vel greiddar, ekki sveittar og í hvítum, eða ljósum blússum og dökkum pilsum. Konan sem sat niðri á gólfinu þagnaði og horfði þögul á rauða spjaldið. Síöan sneri kona í næstu sætaröð höfðinu hægt og um leið snerust öll nef í eina átt. Þá laust niður í huga minn mynd af leikfangi sem börnin mín áttu fyrir um hálfri öld. Það voru tréfuglar, sem hreyfðust allir saman og allir eins. Konan á móts við mig sagði með þægilegri rödd og stundar- hátt: „Her siger vi ja til EU." „Vi, islandske kvinder, siger nej til EU," leyfði ég mér að staðhæfa og kvaddi. Þessir fundir voru ekki þeir einu sem boðaðir voru til mótmæla gegn ESB, eins og þetta var orð- að í Turku. Þessir fundir voru kl. 9.00, 11.00, kl. 13 og 15, allan daginn 2. ágúst í finnska Há- skólanum og uppi í Stúdenta- bænum, bæði á fimmtudegi og laugardegi voru fundir og fjöl- menn mótmælaganga var á fimmtudeginum frá Dómkirkju- torginu, niður með ánni frá norðurbakka og síðan yfir á syðri bakkann þar sem mót- mælafundur var haldinn. Það sem uppúr stendur eftir Nordisk Forum-94 eru því almenn og eindregin mótmæli norrænna kvenna gegn inngöngu í ESB. Sjálfhverfar konur af íslandi og öðrum löndum Framlag finnskra kvenna til NF- 94 var aö miklu leyti tónlist. Ég Valgerbur Gublaugsdóttir og Elisa- beth Rehn. mun í síðari grein ræða nokkuð um afstöðu finnskra kvenna til Forumsins og stjórnmálalegs undafara þess. Þar verður sagt frá fundi Sameinuöu þjóöanna, um Beijing-ráðstefnuna. Viö landarnir héldum svo fyrir- lestra hver fyrir aðrar um íslensk efni, en allur pappírinn sem fór í ljósrit á finnskum, sænskum og dönskum þýðingum kom að mestu aftur til síns heima. Þarna voru þó undantekningar og vil ég geta einna ágætra frá- vika. Handiönaðarskólinn í Nunnugötu 4 hýsti afar falleg- ar sýningar á handlist og heim- ilisiðnaði frá flestum Norður- landa og þessar sýningar báru af öðrum um faglega uppsetn- ingu og skipulag. Þarna flutti Ragna Þórhallsdóttir erindi á skýrri og skiljanlegri skandina- vííku um prjónaskap á íslandi. Meb erindinu sýndi hún ljóm- andi vel valdar og fallegar glær- ur, meb myndum af prjónlesi af mörgu tagi. Erindinu var vel fagnað. Samsýning myndlistar- kvenna í Brinkalagallerí við Dómkirkjutorgið var vel heppnuð og þar sýndu m.a. Anna Ingólfsdóttir, Björg Atla, Bryndís Björgvinsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, auk þess sem Alda Ármann Sveins- dóttir hafði stillt myndum sín- um upp í samkomusal Katedr- alskólans. Einnig var Textílfé- lagið með sýningu, en hana fann ég aldrei. íhygli Grænlendinga Sá atburður, sem mér fannst vera jákvæbasta merki þess að konur vildu halda fram baráttu sinni fyrir auknum réttindum og bættum kjörum kvenna, var umræðufundur grænlenskra kvenna. Þær voru búnar að taka saman sínar handlistir í Katedralskólanum og sátu í kennslustofu og höfðu dyra- vörð. Þar smaug ég inn, náði sambandi við abal túlk þeirra og bab hana aö segja mér und- an og ofan af fundarefni. Þar var forystukona þeirra að gera grein fyrir sinnaskiptum sín- um. Hún hafði verið orðin uppgefin á tregðu og áhuga- leysi Landsstjórnarinnar og danskra aðila fyrir jafnréttis- starfi í Grænlandi. Nú vildi hún að grænlenskar konur gerðu aðra atrennu að því að koma upp Jafnréttisráði og hreyfingu. Veri þær allra heilla maklegar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.