Tíminn - 25.08.1994, Síða 1
SIMI
631600
78. árgangur
Skyttur á hálendinu:
Góð gæsa-
veiði
Veibi á gæs, sem hófst um
helgina, hefur gengiö nokkub
vel. Skotveiðimenn eru sam-
mála um ab nokkuð mikið sé
af fugli í ár.
Veiðar á grágæs og heiðargæs
voru heimilaðar 20. ágúst. Frést
hefur af þokkalegri veiði, bæði
norðan heiða og sunnan. Skot-
veiðimenn hafa aflað meira
upp á hálendinu, en gæsirnar
eru á þessum tíma lítið sem
ekkert á ræktuðu landi. Skyttur
sem rætt var við í gær veiddu
þokkalega á sunnaverðu há-
lendinu, en tíðindamenn Tím-
ans á Norðurlandi sögðu að lít-
ið hefði sést af gæs á hálendinu
þar. Hins vegar hefur sést
óvenju mikið af gæs í úthaga í
byggð fyrir norðan.
„Þeir sem eitthvað kunna fyrir
sér í veiðiskap held ég að hafi
veitt flestallir vel," sagöi Einar
Páll Garðarsson í Veiðihúsinu í
Nóatúni. „En þeir sem höfðu
mikið áfengi um hönd og
kunna lítið fyrir sér veiddu ekki
vel eins og gefur að skilja."
Helsingi og Blesgæs hafa ekki
sést ennþá. Báðar tegundirnar
verpa á Grænlandi en koma hér
vib á leibinni til vetrarstööva á
Skotlandi og írlandi. Þessar teg-
undir má veiða eftir mánaða-
mót samkvæmt nýrri reglu-
gerö. ■
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
STOFNAÐUR 1917__________________________________________________
Fimmtudagur 25. ágúst 1994 157. tölublað 1994
Stórfínt! Þœr virtust ánœgbar meb nýja rauba litinn á Pósthúsinu í Reykjavík þœr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Gubrún Ágústsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir eba „ Borgarstjórnar-Rúnurnar" eins og sumir kalla þœr, þegar þœr litu á
framvindu málningarverksins ígær. Eins og sjá má á handahreyfingunum á myndinni var enginn ágreiningur um einkunna-
gjöfina hjá borgarstjóranum, forseta borgarstjórnar og oddvita borgarstjórnarflokks R-listans. Tímamynd: GS
Stjórnvöld munu styöja viö bakiö á útgeröarmönnum eins og mögulegt er ef Norömenn beita
hörku á Svalbaröasvceöinu. Niöurstaöa LÍÚ- fundarins:
Ótvíræður veiöiréttur
Ottó Jakobsson, útgerðarmað-
ur Blika EA frá Dalvík, segir
að á fundinum á Akureyri í
gær hafi komið fram sú yfir-
lýsing af hálfu stjórnvalda ab
þau muni styðja við bakið á
útgerbarmönnum eins og
möguiegt er, ef Norðmenn
beita hörku vegna veiba ís-
lenskra togara á Svalbarða-
svæbinu. Þab var hinsvegar
ekki tíundab nánar í hverju sá
stubningur mundi felast.
Hann segir að þessi yfirlýsing
breyti því hinsvegar ekki að
veiðar í Barentshafi veröi eftir
sem áður á ábyrgð viökomandi
útgerða. Aftur á móti sé viðbúið
að þessi yfirlýsing muni geri það
ab verkum að menn verði ör-
uggari með sig en áður á Sval-
barbasvæðinu og líklegt að þar
veröi trollið bleytt áður en langt
um líður. Sérstaklega í ljósi þess
að lítið hefur fengist í Smug-
unni að undanförnu. Ottó segir
að það megi ekki gerast að
menn gefist upp og haldi heim.
Hann telur þó einsýnt að ísfisk-
togarar haldi fljótlega heim ef
aflabrögð verða áfram treg en
frystiskipin muni reyna að
halda sjó.
Hátt í 100 manns sátu fund
LÍÚ meb Þorsteini Pálssyni sjáv-
arútvegsráðherra og Jóni Bald-
vini Hannibalssyni utanríkis-
ráðherra á Akureyri í gær. A
fundinum voru stjórnvöld
brýnd til að vera ávallt reiðubú-
in þegar og ef eitthvað gerðist á
miðunum í Barentshafi. Jafn-
framt var því beint til stjórnar
LÍÚ að hún hefði nokkra út-
vegsmenn úthafsveiðiskipa sér
til ráðgjafar þegar á þyrfti aö
halda. A fundinum kom m.a.
fram að réttarstaöa íslendinga á
Svalbarðasvæðinu væri sterkari
en í fyrstu var álitiö og því til
sönnunar var m.a. bent á þaö
sem fram kemur í áliti breska
þjóðarréttarfræbingsins sem ný-
lega skilaði áliti sínu til ríkis-
stjórnarinnar.
Nokkur umræða var um þá
hugmynd að Islendingar mörk-
ubu sér fiskiveiðistefnu í Bar-
entshafi með því ab ákveða
hversu mikiö þeir myndu veiða
á svæbinu. Enginn tillaga kom
hinsvegar fram um það á fund-
inum enda skiptar skobanir
mebal fundarmanna um málið.
í ályktun stjórnarfundar LÍÚ
kemur m.a. fram sú skobun ab
réttur íslendinga til veiða á
svæbinu sé ótvíræður. Fundur-
inn telur jafnframt að skilgrein-
ing Norðmanna á hvað teljist
sögulegur réttur til veiða á
svæðinu, standist ekki enda sé
hún ekki viðurkennd á alþjóða-
vettvangi. Þá hvatti fundurinn
stjórnvöld til aö þess að fisk-
veiðideila þjóbanna verði leyst
meb samningum. Að öðrum
kosti verði leitað til alþjóðlegra
dómstóla til ab fá viðunandi
lyktir í deiluna.
Ottó Jakobsson segir aó stjórn-
málamennirnir vilji fara samn-
ingaleibina við Norðmenn en
sjálfur sé hann á þeirri skoðun
ásamt mörgum öðrum fundar-
mönnum ab menn eigi að fara
sér hægt í þeim efnum. Hann
segir að menn eigi að veiða í
Smugunni eins og þeir framast
geta. Það sé alþjóðlegt hafsvæbi
og því sé ekkert um að semja
þar. ■
Kúabœndur skora á landbún-
abarrábherra ab beita sér
fyrir lagabreytingu:
Dýralæknar
fái aö selja lyf
Landssamband kúabænda sam-
þykkti á abalfundi áskomn til
landbúnabarráðherra og landbún-
aðarnefndar ab beita sér fyrir
breytingum á nýbreyttum lyfsölu-
lögum á þann veg að dýralæknar
hafi ótvírætt leyfi til sölu dýra-
lyfja. Enda hafi þær breytingar
sem samþykktar voru á lyfsölulög-
unum í maí s.l. í för með sér bæbi
óhagræði og verulegan kostnaðar-
auka fyrir bændur.
Sömuleiöis samþykkti aðalfund-
ur LK að fela stjórn samtakanna að
vinna að rábningu dýralæknis í
nautgripasjúkdómum. Stöðuna
ætti að nýta til fræðslu og rann-
sóknarstarfa og til að koma á sjúk-
dómaskráningu og öðru því
tengdu. ■
Aksturslag umhverfisráöherra kemur í veg fyrir aö hann bjóöi sig fram út á landi:
• •
Ossur fram í Reykjavík
Össur Skarphébinsson
„Eg hef aldrei íhugab það í
neinni alvöru að gefa kost á mér
annars staðar en í Reykjavík.
Menn hafa rætt þetta við jnig úr
tveimur kjördæmum, en ég hef
aldrei gefið upp annab en ég ætli
í framboð í Reykjavík. Ég hef allt-
af ætlab mér þab, ekki síst vegna
þess að ég er svo vondur ab keyra
ab ég get ekki verið í landbúnab-
arkjördæmi. Ég hef abeins haft
bílprof í tvö ár og hef lítið brúkað
það, umhverfinu mjög til heilla,"
segir Össur Skarphéðinsson.
Talsvert hefur verið um það rætt
á undanförnum missemm að
Össur Skarphéðinsson, umhverf-
isrábherra, fari fram fyrir Alþýðu-
flokkinn annars staðar en í
Reykjavík fyrir næstu kosningar.
Mest hefur verið talað um Vest-
urland og Norðurland vestra en
formabur kjördæmissambands
Alþýöuflokksins á Vesturlandi,
Böðvar Björgvinsson, segir það
fyrir löngu hafa verið komið út
af borðinu ab Össur bjóöi fram
þar. En samkvæmt heimildum
Tímans hefur það verið ósk for-
manns Alþýðuflokksins að Össur
bjóði sig fram út á landi. Sjálfur
segir umhverfisrábherra ab þab
hafi ekki staöib til af hans hálfu
að gefa kost á sér í frambob ann-
ars staðar en í Reykjavík.