Tíminn - 25.08.1994, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 25. ágúst 1994
föttutitim
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Sumttofeft
FRÉTTABLAÐIÐ
SELFOSSI
Velheppnab kynningarátak:
Margir þábu
heimbob bænda
Fjölmargir sóttu íslenska
bændur heim fyrir skömmu er
þeir stóöu fyrir kynningu á
störfum sínum. Mjög vel tókst
til ab sögn Jóns Hólm Stafáns-
sonar, bónda aö Gljúfri í Ölf-
usi og eins af þátttakendum í
kynningarátakinu.
Fólki var bobiö ab kynna sér
starfsemi ög rekstur býlanna,
fara á hestbak og komast í
snertingu viö lífib í sveitinni.
„Við áttum ekki von á svona
mörgu fólki þar sem veðrib
var fremur slæmt," sagbi Jón
og bætti því viö ab hann teldi
aö 7- 800 manns hefbu heim-
sótt hann.
í sama streng tók Ólafur Egg-
ertsson á Þorvaldseyri í Aust-
ur- Eyjafjallahreppi. Þangab
lögbu leið sína rúmlega tólf
hundrub gestir og skobuðu
aöbúnað og vélar á bænum.
Aö auki var gestum boðib upp
á kaffiveitingar og þeir félagar,
Jónas Þór kjötverkandi og
Óskar Finnsson matreiðslu-
meistari, buöu öllum aö
smakka dýrindis nautakjöt frá
Þorvaldseyri.
Á Suburlandi tóku 9 býli þátt
í heimboðinu af alls 43 bæj-
um á landinu öllu.
Smáfólkiö og þeir eldri líka höfbu
gaman afþvíab skoba lömbin á
Gljúfri.
Ræktar lín í
Austur-Eyjafjalla-
hreppi
„Ég er búin aö heita því aö
mitt fyrsta listaverk úr líninu
verði altarisdúkur í nýju kirkj-
una að Skógum," segir Ingi-
björg Styrgerður Haraldsdótt-
ir, myndlistarkona og línrækt-
andi, úr Garðabæ. Hún ræktar
ásamt manni sínum, Smára
Ólafssyni, lín til eigin nota á
jörbinni Helgubakka í Austur-
Eyjafjallahreppi.
Ingibjörg segist eingöngu
rækta hörinn til eigin afnota
enda hafi hún enga aöstöbu
til stærri ræktunar þó svo að
allar aöstæbur til ræktunar
hörjurtarinnar séu mjög góö-
ar.
„Ég hef kynnt mér ræktun á
jurtinni í Svíþjóö og afbrigðin
sem ég nota eru sérstaklega
þróuö og henta vel fyrir nor-
rænar abstæður. Reyndar er
það svo að rigningin og rokiö
á íslandi gerir jurtina harðger-
ari sem hefur þab í för meb
sér ab þráðurinn sem er uninn
úr henni verður mjög sterk-
ur."
Aðspurö segist Ingibjörg hafa
Ingibjörg stendur hér vib
hörgrasvönd. Á borbinu eru
ýmsir munir unnir úr líni.
fengiö hugmyndina aö rækt-
uninni í tengslum við mynd-
list sína. Hún vill vinna úr
náttúrulegu íslensku hráefni
vegna þess að í verkum sínum
leggur hún áherslu á íslenskt
landslag.
Ingibjörg segist enga opin-
bera styrki fá úr sjóðum hins
opinbera en bændur hafi ab-
stoðað hana á ýmsan hátt, t.d.
hafi Einar Þorteinsson í Sól-
heimahjáleigu girt fyrir hana
svæðib henni ab kostnaðar-
lausu. Auk þess hefur hún
haft aðstöðu að Þorvaldseyri
til að teygja hörinn.
„Við feyginguna losnar þráð-
urinn frá stilknum og þá tekur
vib ferli sem er sams konar og
með allan annan þráð. Auð-
vitað «r hægt að gera þetta allt
með vélum en meban ég
stend í þessu ein verður gamla
aðferðin að duga."
AusturJand
Neskaupstabur:
Nýtt íþróttahús
rís
Unnið er nú af fullum krafti
við byggingu íþróttahúss í
Neskaupstað. Þessa dagana er
verið að reisa húsið, sem er
límtréshús og kom límtréð frá
Flúðum. Það er Nestak hf. í
Neskaupstað sem sér um ab
steypa plötuna, reisa húsið og
loka því.
Gert er ráð fyrir ab nýja
íþróttahúsib verbi tekið form-
lega í notkun fyrir upphaf
skólaárs 1995 og verði heild-
arkostnaður um 100 milljónir
króna. Fyrsta notkun þess
verður undir tónleika lands-
móts lúbrasveita barna sem
gert er ráb fyrir að haldib
verbi í Neskaupstab í maí nk.
Grunnur nýja íþróttahússins.
Egilsstabir:
Nýr skólameistari
Ólafur Arnbjörnsson hefur
verið skipaður skólameistari
við Menntaskólann á Egils-
stöðum. Tveir umsækjendur
vom um stöðuna. Ólafur kem-
ur frá Sauðárkróki þar sem
hann hefur verið aöstoöar-
skólameistari vib Fjölbrauta-
skólana undanfarin ár.
Hornafjörbur:
Brjóstsykursgerb
hafin
Hafin er brjóstsykursgerð á
Hornafirði. Hjónin Róshildur
Stígsdóttir og Jón Sigmar Jó-
hannsson keyptu brjóstsyk-
ursgerðina Pálmann frá
Hveragerbi og fluttu hana til
Hornafjarðar. í verksmiðjunni
eru framleiddar margar gerðir
af brjóstsykri og sleikibrjóst-
sykri.
Jarbhitaleit vib
Skagaströnd
Á fundi hreppsnefndar
Höfðahrepps í síðasta mánuði
var samþykkt að leggja fram
300 þús. kr. til jarðhitaleitar í
nágrenni Skagastrandar. Sam-
ib var við Jarðfræbistofuna
Stapa um ab sjá um tilrauna-
boranir á svæðinu.
Nú þegar hafa veriö boraöar
þrjár tilraunaholur, við
Brandaskarð, Steinnýjarstaði
og Eyjarkot. Mælingar í hol-
unum sýndu ab holurnar við
Brandaskarð eru kaldar, eða
með 70 grábur á km en holan
við Eyjakot hefur gefiö 90
gráður á km sem gæti bent til
jarhita innan 5 km.
1000 nemendur
í VMA
Verkmenntaskóhnn á Akur-
eyri verður settur í Gryfjunni,
sal skólans, 1. september nk.
Að sögn Bernharðs Haralds-
sonar skólameistara hafa á bil-
inu 960-970 nemendur stað-
fest skólavist næsta vetur.
Hann sagðist reikna með ab
nemendafjöldinn í heild yröi
rétt innan við eitt þúsund en
það er svipaður fjöldi og hóf
nám í skólanum í fyrrahaust.
Hiti í formannskjöri
sauöfjárbænda
Frá Jóni Daníelssyni, fréttaritara Tímans í
Hrútafirbi.
Arnór Karlsson var endurkjör-
inn formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda í lok aðalfund-
arins á þriðjudagskvöldið með
24 atkvæðum eftir talsverðar
sviptingar. Gunnar Sæmunds-
son í Hrútatungu fékk 15 at-
kvæbi. Lagabreytingu þurfti til
að Arnór gæti setið áfram í
embætti formanns.
í lögum samtakanna er endur-
nýjunarregla sem í upphafi var
ætlab ab girða fyrir ab menn
gerbu setu í stjórn að ævistarfi.
Samkvæmt þessu ákvæbi mátti
enginn sitja lengur í stjórn en
sex ár samfellt. Arnór Karlsson
hefur setið í stjórn samtakanna
í fimm ár, þar af síðustu þrjú
árin sem formaður. Á abalfund-
inum var samþykkt breyting á
þessu ákvæði þannig að nú er
ekki lengur tekib tillit til fyrri
stjórnarsetu formannsins. Þessi
lagabreyting gekk þó alls ekki
átakalaust fyrir sig. Fjölmargir
tóku til máls bæði með og á
móti og talsveröur hiti færöist í
umræbuna.
Þeir sem tölubu gegn breyt-
ingunni lögðu yfirleitt áherslu
á ab þeir vildu ekki hrófla við
endurnýjunarreglunni en þó
virðist Ijóst að einhverjir muni
hafa bundist samtökum um að
reyna að koma í veg fyrir end-
urkjör formannsins og óánægja
með hann eöa störf hans hafi
ráðið méiru um afstöbu ein-
hverra andmælenda en látiö
var í veðri vaka. Svo mikib er
víst að atkvæðatölur urðu nán-
ast þær sömu í atkvæðagreibslu
um lagabreytinguna og for-
mannskjörinu.
Lagabreytingin var samþykkt
með 23 atkvæbum gegn 16 og í
formannskjörinu sem á eftir
fylgdi fékk Arnór Karlsson 24
atkvæði en Gunnar Sæmunds-
son 15.
Fiskveiöideilan í Barentshafi:
Norskir grænfriðung-
ar hvetja til sátta
Samtök Grænfribunga í Noregi
hvetja íslensk og norsk stjórn-
völd til að Ieita sátta í deilu
þjóðanna um fiskveiðar í Bar-
entshafi.
Samtökin skora á viðkomandi
stjórnvöld ab leggja sitt af
mörkum til að settar verbi al-
þjóölegar reglur um skynsam-
lega nýtingu fiskistofna í úthöf-
unum. í því sambandi minna
þau á tilgang og markmið út-
hafsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sem stendur yfir um þess-
ar mundir í New York.
Að mati norskra grænfriðunga
getur það verið hagkvæmt af
Norðmönnum að gefa eftir í
andstöðu sinni við veiðar í Bar-
entshafi ef þab kynni að leiða
til þess sátt næbist um alþjóð-
lega fiskveiðistjórnun og skyn-
samlega nýtingu fiskistofna.
Ný bók um Cuömund Böövarsson:
„Skáldið sem
sólin kyssti"
„Skáldið sem sólin kyssti" heitir
ævisaga Gubmundar Böðvars-
sonar skálds en 1. september
nk. eru 90 ár liðin frá fæbingu
hans. Það er Silja Aðalsteins-
dóttir sem skráði söguna en út-
gefandi er Hörpuútgáfan á
Akranesi. Skömmu eftir andlát
Guðmundar 1974 var stofnaður
minningarsjóbur um hann og
konu hans, Ingibjörgu Siguröar-
dóttur, en sjóðurinn hefur
gengist fyrir ritun ævisögunnar.
Þá hefur stjórn minningarsjóðs-
ins ákveðið að veita úr honum
ljóbaverðlaun, kennd við Guð-
mund Böðvarsson, á þriggja ára
fresti, en auk þess verður borg-
firskum aðila veitt viðurkenn-
ing fyrir framlag sitt til menn-
ingarmála héraðsins. Verðlaun-
in verða veitt í fyrsta sinn 28.
ágúst nk. en þá er efnt til sam-
komu með fjölþættri dagskrá í
Hótel Borgarnesi, ma. kynningu
á ævisögunni.
Titill ævisögunnar á samhljóm
í titli fyrstu ljóðabókar Guð-
mundar Böðvarssonar skálds og
bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu,
en hún hét „Kyssti mig sól". A
kápu ævisögunnar segir ma.: „Á
bak vib skáldþroska Gubmund-
ar standa ættgengir hæfileikar,
meðfæddar gáfur — og tvær
konur. Önnur var Ragnheiður
Magnúsdóttir frá Gilsbakka í
Hvítársíðu sem sjálf var skáld.
Þroskasaga Guðmundar birtist
Cubmundur Böbvarsson
ekki síst í bréfum sem hann
skrifaði henni frá 16 ára aldri og
mynda rauðan þráb þessarar
bókar. Hún var rökkurdísin í
ljóðum hans. Hin var sólin sem
kyssti hann, Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, eiginkona hans."
Það eru börn þeirra hjóna,
Ungmennasamband Borgar-
fjarbar, Samband borgfirskra
kvenna, Búnabarsamband Borg-
arfjarðar og Rithöfundasam-
band íslands sem standa ab
Minningarsjóði Guðmundar
Böbvarssonar skálds og bónda á
Kirkjubóli í Hvítársíöu og Ingi-
bjargar Sigurðardóttur konu
hans. i t,- ■