Tíminn - 25.08.1994, Side 10
10
WtWlwU
Fimmtudagur 25. ágúst 1994
Gubbrandur Gubbjartsson
fyrrverandi hreppsstjóri, Ólafsvík
Fæddur 23. apríl 1907
. Dáinn 10. ágúst 1994
Gubbrandur Gubbjartsson var
fæddur 23. apríl 1907 að Hjarö-
arfelli í Miklaholtshreppi. For-
eldrar hans voru Gubbjartur
Kristjánsson bóndi og kona
hans Guðbranda Þorbjörg Guð-
brandsdóttir.
Guðbrandur var annar í röð
átta systkina, en þau voru í ald-
ursröö: Alexander, Guðbrandur,
Kristján, Sigríöur Elín, Þorkell
Ágúst, Gunnar, Ragnheiður og
Guðbjörg. Eftir lifa systurnar
þrjár og Kristján.
Guðbjartur og Guðbranda á
Hjarðarfelli voru bændahöfð-
ingjar síns tíma, báru hátt merki
Hjarðarfellsættarinnar. Æsku-
heimili Guðbrandar í stórum
systkinahópi mótaði lífsviðhorf
hans og skoðanir. Hjarðarfell
var eitt af merkari menningar-
heimilum sýslunnar. Þar var
ungmennahreyfingin og Sam-
vinnuhreyfingin í öndvegi og
ræktun lands og lýös var boðorb
dagsins. •
Guðbjartur á Hjarðarfelli varð
fljótlega forustumaður meðal
sveitunga, vann að jarðabótum
með tækni þess tíma, bætti
húsakost jarðarinnar og gerði
hana að stórbýli sem orb fór af.
Hjarðarfell var í þjóðbraut, veg-
urinn yfir Kerlingaskarð norður
yfir Snæfellsnes lá um hlaðið á
Hjarbarfelli, þar var því oft gest-
kvæmt en opið öllum er þar
áttu leiö.
Það var reisn yfir heimilishald-
inu undir öruggri stjórn glæsi-
legrar húsfreyju sem var gestris-
in og glaðvær, þab var fjöl-
mennt og búið stórt á Hjarðar-
felli á þeirra tíma mælikvarða.
Hjarðarfellssystkinin voru lífs-
glöð og kraftmikil til allra verka
og þátttaka í félagslífi, íþróttum
og söng voru í hávegum höfb á
þessu stóra heimili. Ungmenna-
félag Miklaholtshrepps starfaöi
af miklum krafti, systkinin á
Hjarðarfelli voru þátttakendur
af miklum áhuga. Guðbrandur
var í fremstu röb íþróttamanna
félagsins. Guðbrandur átti kost
á að fara í íþróttaskóla Jóns Þor-
steinssonar í Reykjavík 1926 og
t MINNING
útskrifaðist þaðan með íþrótta-
kennararéttindum, sem þótti
mikilvægt á þeim árum. Guð-
brandur var glæsilegur ungur
maður, bjartur yfirlitum, líkam-
lega sterkur og sópaði af honum
hvar sem hann fór. Eftir námið
vib íþróttaskólann kenndi hann
íþróttir og þjóðdansa víðsvegar í
sveitum Dalasýslu og á Snæfells-
nesi við góðan orðstír.
Á vegum Búnabarsambands
Snæfellinga starfaði hann að
jarðabótum, ferbaðist um sveitir
með sérþjálfaða hesta og jarð-
vinnslutæki og vann við jarð-
rækt og túnasléttun, þetta voru
erfib verkefni en Guðbrandur
skilaði því með miklum ágæt-
um, var eftirspurn mikil eftir
þessum framkvæmdum víðs-
vegar í héraði, enda kærkomin
nýjung til framfara sem fljót-
lega haföi jákvæð áhrif á af-
komu bænda.
í þessum ferðum við íþrótta-,
þjóðdansakennslu og jarðrækt á
sumrum kynntist hann konu-
efni sínu, Kristjönu Sigþórsdótt-
ur frá Klettakoti í Fróöárhreppi,
dóttur Kristbjargar Gísladóttur
og Sigþórs Péturssonar bónda
og skipstjóra í Klettakoti.
Þau Guðbrandur og Kristjana
felldu hugi saman og gengu í
hjónaband 18. október 1930 og
hófu búskap að Klettakoti. Með
þeim var jafnræði, glæsileg hjón
sem voru samhent í öllu meðan
þau lifðu.
Þau eignuðust fimm börn, en
misstu tvö þeirra í frumbernsku,
börn þeirra eru: Pétur Þór, fædd-
ur í KUettakoti 3.2.1932, dáinn
22.1.1933; Kristbjörg, fædd í Ól-
afsvík 15.6.1934, kaupkona á
Sauðárkróki, gift Magnúsi H.
Sigurjónssyni framkvæmda-
stjóra frá Nautabúi í Skagafirði,
þau eiga þrjú börn; Bryndís,
fædd í Ólafsvík 20.7.1939, dáin
10.6.1940; Guðbrandur Þorkell,
fæddur í Ólafsvík 23.11.1941,
skrifstofumaður á Sauðárkróki,
kvæntur Droplaugu Þorsteins-
dóttur frá Hólmavík, þau eiga
þrjú börn; Sigurþór, fæddur í
Ólafsvík 8.4.1944, bifvélavirki
og starfsmabur RARIK, kvæntur
Magneu Kristjánsdóttur frá
Ferjubakka bankastarfsmanni,
þau eiga tvo syni.
Búskapur þeirra Guðbrandar
og Kristjönu i Klettakoti, á jörð
foreldra Kristjáns, stóð stutt.
Heimskreppan var í algleymingi
og búskaparhorfur slæmar. Þau
urðu fyrir þeirri miklu sorg að
missa sitt fyrsta barn er það var
á fyrsta ári. Þau brugðu búi og
fluttu til Ólafsvíkur vorið 1933
og stofnuöu heimili að Fögru-
brekku í Ólafsvík. í Ólafsvík
stundabi Guðbrandur almenn
störf er til féllu og Kristjana
gerðist organisti við Ólafsvíkur-
kirkju auk þess að vera organisti
við Vallnakirkju.
Vorið 1940 urðu þau fyrir öbru
áfalli. Guðbrandur og dæturnar
tvær veiktust skyndilega af
ókenndum sjúkdómi. Heimilið
var sett í sóttkví og var tvísýnt
um líf Guðbrandar og dætr-
anna. Þann 10. júní lést yngri
dóttirin Bryndís en Guðbrandur
og Kristbjörg náðu heilsu á ný
eftir langa tvísýna legu. Ég nefni
þetta hér sem dæmi um sér-
stæða lífsreynslu fjölskyldunnar
og ekki síst til að minna á bar-
áttuþrek, bæði líkamlegt og
andlegt, Kristjönu húsfreyju,
sem í nær algjörri einangrun
varð að berjast fyrir lífi ástvina
sinna vikum saman. Ég fullyrbi
að þessi lífsreynslusaga móbur
og eiginkonu, Kristjönu Sigþórs-
dóttur, sé einstæö hetjusaga,
sem vert er að minnast.
Guðbrandur og Kristjana gáf-
ust ekki upp. Þau byggbu fallegt
hús að Ennisbraut 33, sem þau
nefndu Hjarðarból. Þar komu
þau upp hlýlegu heimili sem
varð framtíbarheimili þeirra og
þriggja barna þeirra. Börn þeirra
eru öll mannkostafólk, hafa
komið sér vel fyrir í þjóðfélag-
inu, njóta trausts samfélagsins,
hafa eignast maka og myndar-
heimili og eiga efnileg börn.
Á Guðbrand hlóðust fljótlega
ýmiss trúnabarstörf fyrir samfé-
lagið, enda hæfileikaríkur.
Hann var skipaður hreppsstjóri í
Ólafsvík 1936 og gegndi því
starfi í nær hálfa öld. Hann var
formaður skattanefndar í mörg
ár og síðan umboðsmaður skatt-
stjóra. Hann átti sæti í kjör-
stjórn og var formaður kjör-
stjórnar í áratugi. Auk þessa var
hann skipaður í ótal nefndir og
ráð á vegum sýslu- og sveitar-
stjórnar.
Það er ástæða til að vekja at-
hygli á að hreppsstjórastarfið á
þessu tímabili var í raun lög-
reglustjórastarf, hreppstjóri í
sjávarþorpi varð ávallt að vera
tiltækur ef eitthvað kom fyrir.
Heimilib fór ekki varhluta af
þessu starfi, ónæðið var ávallt
fyrir hendi nótt sem dag, helgi-
daga sem virka daga. Yfirum-
sjón með alþingiskosningum og
hreppsnefndarkosningum, ut-
ankjörstaðakosningar og margs
konar opinberar tilskipanir,
vottorö og vandamál sem
hreppstjóraembættið varð að
fjalla um eða taka þátt í ab
leysa. Kristjana studdi Guð-
brand í öllum þessum störfum,
þótt heimilib væri oft undirlagt
— það kom sér vel að gestrisni
var mebfæddur eiginleiki
beggja.
Guðbrandur var löggiltur vigt-
armaður í Ólafsvík, mig minnir
ab frá 1957 hafi hann staðið
óslitið á hafnarvoginni í Ólafs-
vík til 1978. Alltaf var Guð-
brandur til staðar er á þurfti að
halda. Starfið var krefjandi,
hann var stundvís og samvisku-
samur við störf sín, honum var
hægt að treysta.
Guðbrandur tók þátt í ýmsum
félagsmálum, var virkur í Verka-
lýðsfélaginu og sat meðal ann-
ars þing ASÍ. Hann studdi bind-
indishreyfinguna og stúkustarf-
ið í Ólafsvík.
í áratugi tóku þau hjónin bein-
an þátt í kirkju- og safnaðar-
starfi bæði við Brimisvallakrikju
og Ólafsvíkurkirkju. Kristjana
var organisti í Vallnakirkju og
Ólafsvíkurkirkju í áratugi, Guð-
brandur var safnaðarfulltrúi,
sóknarnefndarmaður í Ólafsvík-
urkirkjusókn, fulltrúi á kirkju-
þingi og héraðsfundum, hann
hafði ágæta söngrödd og var
virkur þátttakandi í kirkjukór og
sönglífi í áratugi.
Kristjana Sigþórsdóttir lést í
október 1980. Eftir lát hénnar
brá Guðbrandur búi og dvaldist
um tíma hjá dóttur sinni á
Sauðárkróki en flutti subur á
elli- og hjúkrunarheimilið
Grund í Reykjavík, enda þrot-
inn að heilsu og kröftum. Þar.
lést hann 10. ágúst sl. Útför
hans var gerð frá Ólafsvíkur-
kirkju 17. ágúst sl. að viðstöddu
fjölmenni.
Ég átti því láni ab fagna að eiga
náin samskipti við Guðbrand og
Kristjönu í áratugi og starfa með
þeim. Milli okkar og fjölskyldu
þeirra var ávallt traust og góð
vinátta.
Ég minnist Guðbrandar ekki
aðeins sem frænda heldur ekki
síður fyrir trúnað og hollráö á
ýmsum tímum sem hann var
fús að veita og taka þátt í mál-
efnum sem til heilla horfðu fyr-
ir byggðina.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
margra íbúa Olafsvíkur ab flytja
Guöbrandi og Kristjönu alúöar-
þakkir og virðingu fyrir störf
þeirra í þágu byggðarlagsins.
Við Björg og börn okkar þökk-
um vináttu og eftirminnilega
samfylgd og vottum börnum
þeirra og öörum ástvinum inni-
lega samúð.
Alexander Stefánsson
Lesendur skrifa
Trúog
farsæld
Minnisvarbi á Reykjum
Á hálfrar aldar afmæli Garð-
yrkjuskóla ríkisins, árib 1989,
kom fram tillaga frá nokkrum
nemendum og vinum skóla-
stjórahjónanna Elnu og Unn-
steins Ölafssonar þess efnis, að
efnt yröi til fjársöfnunar meö
það fyrir augum að þeim hjón-
um yrði reistur minnisvarði á
Reykjum i Ölfusi í heiðursskyni
við mikilsvert brautryðjenda-
starf þeirra í þágu skólans um
nærfellt þriggja áratuga skeið.
Tillagan hlaut góðar undirtektir
og á liðnu hausti fól undirbún-
ingsnefndin Helga Gíslasyni,
myndhöggvara, að annast gerð
minnisvarðans — sem er lág-
mynd á blágrýtisdranga — og
var hann formlega afhjúpaður
laugard. 13. ágúst að viðstödd-
um fjölda gesta.
Þegar Reynir Vilhjálmsson
hafbi f.h. undirbúningsnefndar-
innar afhent Grétari Unnsteins-
syni skólastjóra f.h. Garðyrkju-
skólans minnisvarðann til um-
sjár og varöveislu og hann verib
afhjúpabur af Steinunni Elnu
Eyjólfsdóttur, barnabarni þeirra
stjóri umhverfi hans og gat þess,
ab listaverkinu hefbi verib val-
inn staður í lundi, sem gefið
hafði verið nafnið Unnsteins-
lundur. Þá sagði Jón H. Björns-
son frá gróbursetningu í lundin-
um, sem hann annaðist ásamt
öðrum nemendum árið 1944.
Að því búnu var gestum boðið
til kaffisamsætis í Garðyrkju-
skólanum þar sem skólastjóri
bauð þá formlega velkomna og
þakkaði fyrir hönd skólans og
móbur sinnar, Elnu Ólafsson,
listamanninum, undirbúnings-
nefndinni — sem í sátu Halldór
Ó. Jónsson, Magnús H. Gísla-
son, Reynir Vilhjálmsson og
Svavar Kjærnested — gefendum
öllum og þeim sem með einu
eða öbru móti hafa stuölað að
framgangi málsins. Að loknu
ávarpi skólastjóra flutti Magnús
H. Gíslason ræbu og gerbi grein
fyrir starfi Unnsteins og þeirra
hjóna á Reykjum, einkum fýrstu
árin.
Halldór Ó. Jónsson las kvæði
eftir Unnstein skólastjóra, sem
hann flutti vib skólaslit 1941.
Að, lakuf^jæ^ldi Grétar Unn-
steinsson um þróun Garðyrkju-
skólans og það sem helst er á
döfinni í málefnum hans í ná-
inni framtíð, þakkaði síðan gest-
um fyrir komuna og bauð þeim
að litast um á staðnum það sem
eftir lifði dags.
Jón Unnsteinn Ólafsson fædd-
ist 11. feb. 1913 á Stóru-Ásgeirsá
í Víbidal, V.-Hún, sonur hjón-
anna Margrétar Jóhannesdóttur
og Ólafs Jónssonar, bónda þar.
Hann stundaöi nám vib Alþýðu-
skólann á Hvítárbakka 1928-29.
Búfræöingur frá Hvanneyri árið
1933 og lauk prófi í garðyrkju
frá Garðyrkjuskólanum i Vilvor-
de í Danmörku vorið 1935. Árib
1938 lauk hann kandidatsprófi í
garðyrkju frá Landbúnaðarhá-
skólanum í Kaupmannahöfn
(fyrstur íslendinga) og tók árib
1939 vib stöbu skólastjóra Garð-
yrkjuskóla ríkisins, sem hann
gegndipar til hann lést 22. nóv.
1966. Ariö 1937 kvæntist Unn-
steinn Elnu, dóttur hjónanna
Hanne og Senius Johannes
Christiansen, Óðalsbónda í
Bjergby á Norður-Jótlandi og lif-
Þ.S.
Öll trúarbrögð eru einnar ætt-
ar, en í meðförum manna hafa
þau aflagast á ýmsan hátt og
fjarlægst uppruna sinn.
Öll trúarbrögð eiga uppruna
sinn ab rekja til lengra þróaðs
lífs á öbrum hnöttum, þar sem
farsæld, máttur og viska tekur
langt fram því sem hér gerist.
Öll trúarbrögð mannkynsins
byggja á ófullkominni vitn-
eskju — að fjarhrifaleiðum —
um guðlegar verur, sem aðrar
stjörnur byggja.
Öll trúarbrögð sækja þrótt
sinn í allt of ófullkomin fjar-
hrifasambönd milli jarðarbúa
og lengra kominna stjarnbúa,
og stafar þessi ófullkomnun af
ónógum skilningi manna á
sambandseðli lífsins.
Trúarbrögð þurfa ab breytast í
fullkomin lífsambönd við
lengra komna stjarnbúa. Þá
fyrst gæti líf allra jarðarbúa
breyst í sanna farsæld:
Farsæld er takmark lífsins.
Líf án farsældar getur ekki kall-
ast líf meb réttu.
Líf og ófarsæld eru hinar
mestu andstæður.
Líf sem byggir á ófarsæld ann-
arra (manna eða dýra) er hel-
stefnueinkenni og hefur löng-
um einkennt lifnaðarhætti
mannkyns jaröar okkar.
Örvandill