Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. september 1994 Tímamynd CS Grunnskólinn og sveitarfélögin Jón Kristjánsson skrifar Nú, þegar haustar, flykkjast nemend- ur í skólana eftir sumarleyfi og lífið tekur á sig nýjan svip. Skólinn er vinnustaður nemendanna og það skiptir miklu máli hvaða andrúmsloft ríkir og hvernig aðbúnabur er, eins og á öðrum vinnustöðum. Það vill svo til aö þessa haustdaga eru ýmsar breytingar boðaðar í skólastarfi. Ný grunnskólalög eru bobub, og einnig er unnið að undirbúningi þess að sveitarfé- lögin taki við rekstri grunnskólans aö fullu frá ríkinu. Sveitarstjórnarmenn tóku þessi mál til ítarlegrar umræðu á þingi sínu á Ak- ureyri nú í vikunni, en áform um að sveit- arfélögin reki grunnskólann eru angi af þeirri þróun sem er að verða, að sveitarfé- lögunum séu færö fleiri verkefni. Ekki allt sem sýnist í fljótu bragði virðist verkefnið ab færa sveitarfélögunum full umráð yfir grunn- skólanum ekki vera flókiö. Þau sjá nú þegar um ab greiða rekstur grunnskólans ab frá- teknum launum kennara. Hins vegar er að mörgu að hyggja í þessu máli, og það má halda vel á spöðunum ef flutningurinn á aö geta farið fram fyrir 1. ágúst 1995, eins og áætlað var. Rekstur grunnskóla kostaði í heild 9.8 milljarba á árinu 1993 sem skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga. Ríkið borgaði 5,2 milljarða og sveitarfélögin 4,6. Hugmyndir hafa verið uppi um að ríkiö færi til sveitar- félaganna hluta úr staðgreiðslu skatta, sem næmi 2,2-2,4%, til þess að mæta auknum útgjöldum vegna skólans. Lítil og stór sveitarfélög Aðstaða sveitarfélaganna í landinu til þess að reka skóla er mjög misjöfn, og það er hlutfallslega dýrara í fámennum sveitarfé- lögum. Því verður ekki hjá því komist að jafna á milli sveitarfélaganna og láta hluta af þeim tekjustofnum, sem þau fá til þess ab reka skólann, ganga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hitt er þó annað mál ab reynslan sýnir að fámenn sveitarfélög hafa mikinn metnað í því að búa skólann sem best, og fólkiö leggur á sig verulegan kostn- aö í því efni. Þannig er áætlað að sveitarfé- lögin hafi á umræddu ári, 1993, lagt 200 milljónir króna til grunnskólans umfram beina lagaskyldu. Jöfnunin er eitt af því sem flækir þetta mál, en hún er nauðsynleg ef breytingin á að takast farsællega. Lífeyrisréttindl kennara Langerfibasta verkefnið er að meðhöndla lífeyris- réttindi kennara. Þeir eru í Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og njóta þeirra eftirlaunakjara sem hann býður upp á. Frá þessum málum hefur ekki verið gengið og það er glapræði ab láta breytinguna fara fram, nema endarnir hafi verið vel hnýttir og allir aðilar gangi að því skýru og ákveönu hvert skipulag á að vera á þeim, og réttindi og skyldur séu ljós. Fræðsluskrifstofurnar Eins og nú háttar, greiðir ríkisvaldið kostn- að við fræðsluskrifstofur, en ætlunin er að sá kostnaður og stjórn þeirra færist til sveit- arfélaganna. Fræðsluskrifstofurnar gegna mikilvægu hlutverki í skólamálum og þab þarf að ganga tryggilega frá framtíb þeirra áður en verkefnaflutningurinn fer fram. Ljóst er að smærri sveitarfélög verba ab mynda með sér samtök um ab reka fræðsluskrifstofur, vegna þess að það er hverju og einu þeirra ofviða. Það gengur ekki að framtíð þessara stofnana sé í óvissu. Laun kennara Kjarasamningar kennara eru lausir og það hefur verið svo lengi að þeir una illa kjör- um sínum. Þaö skiptir því miklu máli hvernig næstu kjarasamningar verða gerðir og hvaða kostnaðarhækkanir veröa á þess- um liö. Ef marka má viðtal við mennta- málaráðherra í Morgunblaðinu, er það hans sjónarmið að niðurstaða liggi fyrir í þessu máli áöur en flutningur grunnskól- ans getur fariö fram. Hann gerir meira, hann hvetur kennara til þess að „nota þessi þáttaskil til þess ab brjótast út úr núverandi launakerfi", svo notuð sé bein tilvitnun úr viðtali við hann í Morgunblaðinu þann 8. apríl í vor. Þarna er því verk að vinna og það kom fram í ræbu Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasam- bands íslands, á þing- inu á Akureyri, að kenn- arar taka þessa hvatn- ingu menntamálaráð- herra alvarlega. Ný grunnskólalög Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur nú lagt fram drög að nýjum grunn- skólalögum. Þar eru ýmis ákvæöi, sem hafa kostnabarauka í för með sér ef framkvæmd verða. Miklar kröfur eru um það aö hafa einsetinn skóla og bjóða upp á skólamál- tíðir í skólunum. Sums stabar er þetta gert nú þegar, einkum í fámennari skólum í dreifbýli. Mikið vantar upp á að slíkt fyrir- komulag sé upp tekið í þéttbýlinu. Þetta nýja frumvarp, eða lagasetning sem af því leiðir, hlýtur að koma til sérstakrar skoðun- ar vib verkefnaflutninginn. Eining þrátt fyrir allt Þab kom í ljós á þingi sveitarstjórnar- manna á Akureyri að bærileg eining er meðal þeirra um þetta mál. Það komu ekki fram harbar raddir gegn því þar. Hins vegar var áberandi að sveitarstjórnarmennirnir vildu ekki flana að neinu og er það eðlilegt sjónarmib. Fulltrúi Kennarasambandsins sagðist einfaldlega vilja gera sér grein fyrir öllum hliðum þessa máls, áöur en hann segi af eða á, en Kennarasambandið hefur átt aðild að nefnd sem vinnur í undirbún- ingi þess. Þab var mat formanns Kennara- sambandsins að tímasetningin 1. ágúst 1995 stæðist ekki. Til þess væri allt of margt óljóst og hafa stærstu atriðin verib nefnd hér á undan. Kapp er best með forsjá Það getur verið nauðsynlegt, þegar unnið er að erfiðum málum, aö hafa tímasetning- ar. Hitt veröur að undirstrika að tímasetn- ingin má ekki veröa til þess að flanað verði ab hlutunum í þessu máli. Flutningur grunnskóla aö fullu til sveitarfélanna lítur út sem einfalt og saklaust mál á yfirborð- inu, en hér er ekki allt sem sýnist. Máliö er flókið og snertir eina viðkvæmustu stofn- un samfélagsins, grunnskólann. Um hann verður að ríkja friður. Dagsetningin 1. ág- úst 1995 er ekkert heilagt mál, ef ekki tekst að klára verkefni fyrir þann tíma. Það skipt- ir mestu máli ab sveitarstjórnarmennirnir og forusta kennaranna eru sammála um aö vinna af heilindum ab þessu verkefni, og þab er mikilvæg forsenda þess að vel takist til. Valdiö nær fólkinu Þetta slagorð hefur oft heyrst í umræðunni um verkefnaflutning frá ríkinu til sveitarfé- laganna. Það virðist ríkja bærileg eining í þjóðfélaginu um þá stefnumörkun að sveit- arfélögin taki við fleiri verkefnum, en þessi skipulagsbreyting í stjórnsýslunni er vandasöm og þarf að vera vel grunduð. All- ir þessir málaflokkar hafa með fólk að gera, og það er velferð þess sem þarf að hafa ab leibarljósi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.