Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 14
1.4.
trtorí-rfri«
W W'KF V W
Laugardagur 3. september 1994
Haavrðinaaþáttur
Hagyrðingar hafa tekið við sér eftir að vísnavinum var hótað
að hætta við þáttinn vegna slæglegrar þátttöku rímsnillinga.
Þeir heita því að halda lífi í dálki þessum og skora á aðra að
gera slíkt hið sama.
Aðalsteinn Sigurðsson yrkir eftir lestur Tímans tvo laugar-
daga í röð án hagyröingaþáttar.
Skemmtun okkar skert nú er,
skáldanna er þrotinn máttur.
Tímanum óðum aftur fer,
enginn hagyrðingaþáttur.
Hann Búi er einn þeirra ágætu manna sem á létt með að
yrkja stöku og á þátturinn honum margt gott upp að unna
og vel bregst hann við áskorun um að láta ekki deigan síga.
(Orösnillingar deila nú um hvernig orötakið er hugsað).
Búi skrifar og yrkir:
Illt er til þess að vita ef þátturinn verður sjálfdauður vegna
áhugaleysis lesenda. Þó má benda á að nóg er til af efni í
vísnasöfnum og bókum til aö grípa til í viðlögum. Það er þó
engin afsökun fyrir vanrækslu og andagiftarleysi rímsnill-
ingahersveitanna á Fróni.
Herhvöt
Nú mun geta sköpum skipt
skálda markviss glíman,
svo ekki skorti andagift
við yrkingar í Tímann.
Hámark finnst oss forsmánar
-forðumst siíka hneisu -
drepist allar yrkingar
úr andagiftarleysu.
Bjargið heilsu, heiðursmenn,
hagyrðingaþáttar,
svo hann verði oe og enn
„alveg meiriháttar".
H.P sendir eftirfárandi vísur um deiluna við Svalbarða:
Svalt er enn við Svalbarða
sjómenn vaskir róa.
Stefhir í deilu stálharða
við stolta Noregskróga.
Baldi sína biður menn
að bíða enn um stundir,
ég vil strákar storki enn
og stríði á allar lundir.
Kolbeinn G. Árnason sendir botn við fyrripart eftir Búa
nokkurn, sem birtist í þættinum s.l. laugardag.
Ofar stjömum, utar sól
andinn frjálsi sveimar.
Honum búa skálkaskjól
skáldagyðju heimar.
Og takið nú á honum stóra ykkar hagyrðingar. Hér er fyrri-
partur hringhendu.
Upp á landið ceðir hross
eins og bandlaus kálfur.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Stakkholti 4
^RARIK
rafmagnsveitur RlKISINS
Útboö
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í staurareis-
ingu fyrir 66 kV háspennulínu frá aðveitustöð við Flúðir,
Hrunamannahreppi, Árnessýslu að aðveitustöð við Hellu,
Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu.
Alls er um að ræða 241 staurastæður úr tré. Lengd línu
32.5 km.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna
ríkisins, Dufþaksbraut 12, 860 Hvolsvelli, og Laugavegi
118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 1. sept-
ember 1994 og kosta kr. 2500,- hvert eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli, fyrir kl. 14:00, mánudaginn
26. september n.k. og verða þau þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda, sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu:
„RARIK-94011, 66 kV háspennulína Flúbir-Hella,
staurareising".
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 REYKJAVÍK.
Hvernig
áég ab
vera?
HEIÐAR JÓNSSON
SNYRTIR
svarar spurningum lesenda
Glæsi-
leg
vetrar-
tíska
Heiðar var staddur á Kópa-
skeri í vikunni þegar
spruningum Tímales-
enda var dengt á hann. Lá bein-
ast við að spyrja hvernig konur
þar nyrðra væru klæddar, en
hann kynnist þeim nokkuð þar
sem hann er með litrgeiningar-,
förðunar- og framkomunám-
skeið.
Það eru mjög smart konur hér
og nýtískulegar, sagði Heiöar,
og það er sama hvar ég kem,
konurnar á Kópaskeri, Þórs-
höfn, Vopnafiröi og Húsavík
eru vel meðvitaðar um sjálfar
sig, smekklegar og taka vel á
móti stiaumum og stefnum í
nýjustu tísku án þess að vilja
apa allt upp eftir höfði tísku-
kónganna.
Flóknari
samsetningar
Um síðustu helgi fór Heiðar yf-
ir það helsta sem komið er fram
í haust- og vetrartísku og vakti
það slíka athygli að beðið er um
meira af slíku og segir snyrtir
það auðvelt, þar sem af miklu sé
að taka.
Vetrartískan núna er í rauninni
miklu flóknari en verið hefur.
Druslutískan er aö mestu leyti
horfin, eins og ég gat í síðasta
laugardagspistli. Það eru miklir
straumar og margbrotnir sem
nú eru í tískuheiminum.
Mikið er gert af því aö setja
saman ólík mynstur og hafa
öðruvísi köflur í jakka en eru í
pilsi. Þetta telst til nýjunga en
köflóttu fötin eru úr vönduöum
efnum og með góðum sniðum.
Gerviskinnin enn
Skreytingar meö gerviskinnum
eru jafnvel enn meiri en fyrstu
sýningar gáfu til kynna. Þar
koma til mótmæli verndunar-
manna við notkun náttúrulegra
skinna. Mikið er sýnt af gervi-
skinnum í margs konar formi,
Silfur- og gullföt
eru mikið í tísku
þeirra efnuðu
vetur.
Einfaldir kjólar og flegnir
eru hverri konu nauðsynlegir
í vetur sem endranær.
Herðapúðarnir
horfnir
Mikið er um stóra frakka. Þeir
eru ekki alveg hermannafrakk-
ar, þeir eru núna kvenlegri. Káp-
ur eru mjög stórar og miklar úr
dýrum og fínum ullarefnum.
Frakkar em gífurlega fallegir.
Hinir miklu herðapúðar eru
horfnir, nú em það aðeins þess-
ir eðlilegu gamaldags herðapúð-
ar, bæði í yfirhöfnum og jökk-
um.
Mikiö ber á málmáferð. Gull
og silfur í fatnaði er hátískan í
vetur. Það fer einnig út fyrir
kvöldklæðnað. Það eru silfur-
toppar, silfurpils og silfurblúss-
ur, silfursokkar og silfur- og
gullskór. Þetta er einnig notað á
sitthvað annað en selskapsfatn-
að.
Miklir frakkar úr dýrum efnum
eiga vel við íslenska veðráttu.
svo sem stólur, herðaslár, legg-
hlífar og handaskjól og eyrna-
skjól.
Kvöldtískan er gífurlega glæsi-
leg. Kjólarnir eru flegnir, svo
mikið að maður getur sagt að
þeir séu kynþokkafullir, en ekki
með neinu gleðikonuyfirbragði
eins og hefur borið talsvert á
undanfarna vetur.
Litli svarti kjóllinn
algjör nauösyn
Síðan eru það skilaboð úr tísku-
heiminum ab hver einasta kona
þarf að eiga litla svarta kjólinn,
sem sagt svartan kokkteilkjól,
einfaldan og fleginn.
En gamla góða svarta dragtin?
Svarta dragtin er núna smók-
ingur. Hann er enn í gangi og
kemur í öllum myndum, þab
eru kjólar í smókingstíl, smók-
ingföt og smókingjakkar með
pilsi. Svarta dragtin er svo meira
kvöldflík.
Annars eru dragtir ekki mjög
áberandi. Meira að segja Chan-
eltískuhúsið virðist leggja
minni áherslu á dragtir. Nú eru
það öðruvísi útfærslur, kjólar
með jökkum. Ósamstæður jakki
og pils, en lítib sést af klassísk-
um drögtum í haust.