Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. september 1994
11
svo mörg heilsársstörf, en
fjöldi manna hefur tíma-
bundna vinnu við skógrækt og
byggja afkomu sína á þessu
meö öðrum hlutum.
Mér finnst mjög jákvætt ab
menn taki fé aftur eftir niður-
skurðinn og hafi það sem hluta
af sínu ársstarfi og skóginn sem
annan hluta. Þetta er víða
þekkt í bændaskógrækt. Þegar
tímar líða, pá er þetta banki
bœndanna. I stað þess aö fara í
banka og biðja um víxil, er farið í
skóginn og þar eiga menn góða
innistceðu sem gríþa má til."
■ Veistu hvenær fyrst var
hreyft hucjmyndinni að Hér-
absskógaaætlun?
„Já, þab veit ég. Hún kom
fyrst fram í erindi sem ég flutti
á 50 ára afmæli Skógræktarfé-
lags Austurlands og kallaði:
Héraðsskógur, draumur eða
veruleiki. Núna finnst mér æv-
intýri líkast hve þetta hefur
komist fljótt á framkvæmda-
stig. Það má segja að draumur-
inn rættist miklu fyrr en ég
bjóst við. Riðuniðurskurðurinn
á árunum 1988-90 átti trúlega
sinn þátt í að fjármagn fékkst
frá ríkinu."
— Hvað eigum við að gera við
lágvaxna birkikjarrið okkar?
„Birkiskógurinn íslenski hefur
mikilvægu hlutverki ab gegna.
Þar er líka áherslubreyting í
okkar starfi. Hugtakið land-
græðsluskógar er komið til ab
vera, þar sem við notum skóg
til að endurheimta landgæði.
Við erum líka komnir í þá að-
stöbu, vegna breytinga sem
orðið hafa í búskap, að þar
sem ekki var hægt að upprífa
fermetra lands fyrir svo sem
tuttugu árum undir skóg, þar
standa menn nú í biðröðum
og bjóba hundruð eða þúsund-
ir hektara undir þessa ræktun.
Það leiðir til þess ab við erum
ekki lengur að rækta skóga í
skóginum, nema hvað birki-
skógurinn er notaður sem skjól
fyrir jólatrjáaræktun. Að öðru
leyti gengur þetta út á að búa
til meira skóglendi en nú er til
í landinu, fremur en að breyta
núverandi skóglendi í ööruvísi
skóg. Þetta er mikil breyting.
En hvað þetta lágvaxna kjarr
snertir, þá er það nú svo að eft-
ir ellefu hundruð ára beit þá er
búið að raska svo mörgu. Þab
hefur haft áhrif á erfðir og
hvaða einstaklingar hafa
þraukað og spjarab sig. En það
er enginn kominn til með að
segja ab ekki geti vaxib hávax-
inn skógur þar sem nú er kjarr.
Við getum tekið til dæmis
kjarrlendi hér á Úthéraði. Með
því ab rækta og þróa fram af-
burba einstaklinga munum við
sýna fram á að íslenska birkib
getur myndað væna skóga."
■ Hvab um þá kenningu ab
birkib hafi blandast fjall-
drapa vib æxlun?
„Það er sannað nú þegar með
rannsóknum ab birki og fjall-
drapi, sem eru náskyldar teg-
undir, geta myndað bastarða
sem við nefnum skógviöarbróð-
ur. Hreint birki er mjög góð
beitarplanta, en fjalldrapinn
bíst mjög lítið. Því hefur sauð-
féb á þessum 1000 árum tekið
hvern einasta teinung af birki
sem upp hefur komib, meðan
fjalldrapinn hefur fengið að
vera í friði. Þessi mengun, ef
það má orða það svo, hefur
haft stöðugt meiri áhrif og eftir
því sem tegundirnar blandast
meira, þá verða þessir bastarðar
siðri til beitar og komast því
upp. Þannig er meirihlutinn af
skógunum okkar í dag."
■ Hvar finnum vib hreinasta
birkib á íslandi?
„Það finnast falleg birkitré
mjög víða. Nú gerir tæknin
okkur kleift að þróa fram af-
burða einstaklinga. Þab er hin
svokallaða vefjaræktartækni.
Þar er nú verið að vinna að
mjög spennandi rannsóknum.
Við getum sem sé tekiö afburða
einstakling og búið til annan
nákvæmlega eins. Ef við tökum
nógu marga svona einstak-
linga, þ.e. hávaxin og bein tré,
þá fáum við nógu mikinn
erfðabreytileika til þess að fræ-
in gefi af sér efnilegan skóg.
Þannig getum við ræktað ís-
lenskan birkiskóg, sem er allt
annar en sá skógur sem vib sjá-
um í dag."
■ Hvaba hugmyndir eru
uppi um nýtingu á þeim
aukaafurbum sem skógurinn
gefur, og hverjar eru þær
afurbir?
„Þær eru fjölmargar. Það má
nefna sveppi og ber. Gróðurfar
verður fljótt langtum meira og
fjölbreyttara þar sem skógur
vex upp, og það gefur mögu-
leika á góbri beit. Skógurinn er
vinsælt útivistarsvæði, það ger-
ir skjólið og fjölbreytnin í gróð-
ur- og dýralífi. Það má líta á
þetta sem afurð. Innan skógar-
ins er auðveldara að rækta ým-
islegt sem illa gengur ab pota
upp á bersvæbi. Strax þegar
grisjun hefst, fellur til mikið af
kurli og það hafa verið uppi
ýmsar hugmyndir um nýtingu
á því.
Nýlega barst mér skýrsla frá
dönskum sérfræðingi í því sem
mætti e.t.v. kalla flísamálum
eða kyndistöðvarmálum.
Hann var hér sl. sumar og
gerði athuganir á því hvað við
gætum gert við það sem fellur
til við grisjun á ungskóginum.
í þessari skýrslu telur hann að
við höfum allar forsendur til
að setja á laggirnar kyndi-
stöðvar fyrir litla byggða-
kjarna, eins og er t.d. á Hall-
ormsstað. Með flís úr skógin-
um sé hægt að hita upp sund-
laug, íþróttahús og önnur hús
á staðnum. Tæknin er til, þetta
er ákveðinn stofnkostnabur,
en ætti ekki að veröa dýrari
kynding en sú sem við notum
í dag. Kurlið er þá smækkað í
þab sem við köllum flís, sem
er sett í síló og síðan er sjálf-
virkur snigill sem flytur efnið í
brennarann.
Eftir 20-30 ár fer óhemjumikið
að falla til af slíku efni í þeim
skógum sem Héraðsskógar eru
nú að gróðursetja. Við gaetum
þá farið að keþþa við Rarik þess
vegna. Það hefur orðið gífurleg
þróun einmitt í þessum mál-
um. Viðarofnar hafa verið I
notkun í árhundruð, en til-
raunir, sem gerðar hafa veriö á
síðustu áratugum, hafa gefið
okkur kynditæki sem aö sínu
leyti eru eins góð og t.d. þau
sem brenna olíu. Orkukreppan,
sem skall yfir hinn vestræna
heim um 1974, ýtti mjög undir
þessa þróun."
Þá hlýtur ab vera tímabært að
fá að vita frekari deili á viðmæl-
anda okkar, og við spyrjum
skógræktarstjóra um ætt og
uppruna, nám, störf og fjöl-
skyldu.
„Ég á ættir að rekja hingað
austur, þó ég sé fæddur og upp-
alinn á suðvesturhorninu.
Amma mín í föðurætt var Ing-
unn Stefánsdóttir frá Glúms-
stöðum í Fljótsdal og afi minn í
móðurætt var líka Austfirbing-
ur, Einar E. Sæmundsen fyrrv.
skógarvörður. Faðir minn er
Loftur Einarsson, sonur Einars
Jónssonar alþingismanns frá
Geldingalæk. Móðir mín heitir
Guðrún, dóttir Einars E. Sæ-
mundsen. Amma mín í móður-
ætt, Guðrún Guðmundsdóttir,
kom úr Skagafirði, þannig að ég
á víða ættir að rekja.
Þetta er frændrækið fólk og ég
get ferðast víða um landið og
notið gestrisni frændfólks.
Ég er fæddur í Reykjavík, en
við fluttum í Kópavoginn þegar
ég var fimm ára. Síöan tók við
þessi heföbundna skólaganga.
Eftir menntaskóla fór ég til
Danmerkur og var þar eitt ár
við vinnu í skógi. Síðan tók við
háskólanám í Noregi. Ég lauk
því 1974 og kom þá heim og
kom þá mjög fljótlega hingað
austur og hóf starf sem aðstoð-
arskógarvöröur hjá Sigurbi
Blöndal á Hallormsstað. Síðan
tók ég við skógarvarðarembætt-
inu þar 1978 og við núverandi
starfi 1990.
Kona mín heitir Berit John-
sen. Hún er norsk og við
kynntumst þegar ég var í námi
úti í Noregi. Hún er uppeldis-
fræðingur og hefur starfað hér í
mörg ár hjá Fræðsluskrifstofu
Austurlands. Hún starfar nú
tímabundið við sérkennslu-
deild Óslóarháskóla. Við eigum
fjögur börn: tvo drengi, sem
heita Loftur Þór og Árni Berúlf-
ur, og tvær stúlkur, sem heita
Andra Björk og Sólrún Kari.
Eldri sonurinn hefur nýlega
lokiö stúdentsprófi. Hann er
nú staddur í Frakklandi og er
að velta því fyrir sér hvort
hann eigi að fara í skógræktar-
nám þar, þannig að þetta er
líklega eitthvað í genunum.
Enda er ég á vissan hátt með
elstu skógræktarmönnum á ís-
landi, því að afi minn, Einar
Sæmundsen, var í hópi fyrstu
íslendinganna sem fóru í skóg-
ræktarnám árið 1905. Síðan er
móðurbróðir minn, Einar Sæ-
mundsen yngri, sem var skóg-
arvörður á Vöglum og Suðvest-
urlandi. Ég er þá þriðji ættliður
skógfræbinga, þó það sé ekki í
beinan karllegg. Uppeldið segir
þarna til sín. Eg liföi og hrærb-
ist í umræbum um skógrækt,
og þegar ég var í skóla var þetta
sumarvinnan. Maður vann hjá
frænda í skógræktinni, eins og
það hét, og þab kom ekkert
annað til greina en leggja þetta
fyrir sig."
— Ertu bjartsýnn á framtíðina
hvað skógrcektina snertir?
„Já, ég er bjartsýnn. Það eru
margir í skógræktarnámi og
það sýnir aukinn áhuga og
grósku í greininni. En þó ég
haldi að framtíðin sé björt, þá
er verkefnið að klæða landið
svo tröllaukið að jafnvel þó við
höfum nú aukið plöntufram-
leiðsluna á síðustu tíu árum úr
einni og hálfri milljón plantna
á ári í sex milljónir, þá tekur
það okkur yfir sextíu ár að tvö-
falda skóglendi landsins. Nú er
eitt prósent af flatarmáli ís-
lands skógi vaxib og þá yrðu
tvö prósent eða um 2000
ferkm skógi vaxin eftir sextíu
ár."
Sigrún Björgvinsdóttir,
Egilsstöðum
„Allt þetta skal ég gefa þér, ef..." Skógrœktarstjóri sýnir skógrœktarfrömuöum frá Noröurlöndum dýrb Hallorms-
stabarskógar.
Skólaostur kg/stk
R U M L E G A
150/-
■ # w LÆKKUN!
592 kr.
VERÐ NU:
kílóið.
VERÐ AÐUR:
ÞU SPARAR:
■ kílóið.
105 kr.
á hvert kíló.
OSTA OG
SMIÖRSALANSE