Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 3. september 1994 Hvaö var afsláttarkortiö aö gera í miöri kirkjunni? Var þaö vísbend- ing um þann sem framdi glœpinn? Eitt var a.m.k. Ijóst. Clœpurinn var ekki vel ígrundaöur, því moröinginn haföi slasast er hann réöst inn í kirkjuna. Morðiö á prestinum Tvaer kirkjur standa í mið- borg sjávarbæjarins Pomp- ano Beach í Flórída. Önn- ur þeirra þjónar baptistasöfnuöi, en 'hin þjónar meþódistum. Þessar tvær kirkjur standa sem tákn fyrir hugsunarhátt íbú- anna, siöferðisleg og trúarleg gildi. Lögreglan í Pompano var köll- uö til baptistakirkjunnar að morgni 16. október 1990. Gmn- ur lék á aö morð hefði verið framið í hinu helga húsi. Fórn- arlambið fannst látið inni í kirkjunni og slösuð kona einnig. Hinn myrti var sjálfur prestur safnaðarins, séra Wayne Carl- son, 73 ára gamall virtur maður. Hin slasaða reyndist vera konan hans. Lögreglufulltrúi staðarins, Carl Sonntag, tók að sér að rannsaka morðið. Kona Carlsons hafði fundið manninn sinn látinn í kirkjunni. Sjálf haföi hún ábur orðið fyrir árás, verið bundin og kefluð og trobið inn í skáp. Þetta var hib furbulegasta mál og kom vib alla íbúa bæjarins, ekki síst þar sem Carlson var helgur maður í augum flestra íbúanna. Mikilvægt vitni Sonntag fulltrúi tók tal af eigin- konu fórnarlambsins, sem sagði að blökkumaður hefbi ráðist á hana í íbúb þeirra hjóna, sem var sambyggð kirkjuskipinu. Hún hafbi verib bundin og kefl- uð og síðan slegin í rot. Seinna rankabi hún við sér og fór að at- huga með eiginmanninn og þá lá hann örendur á kirkjugólfinu. Það var vatn á myllu lögregl- unnar ab hafa vitni í málinu, en þab kom Sonntag mest á óvart að morbinginn hefði þyrmt lífi prestsfrúarinnar. Prestsfrúin lýsti morbingjanum í smáatrið- um fyrir lögreglunni. Fyrir utan það að hann var blökkumaöur, eins og áöur hefur komið fram, sagöi hún hann vera á milli tví- tugs og þrítugs og klæðaburðin- um lýsti hún einnig. Farib var með konuna á spítala og vibvörun send til lögreglu- manna aö leita blökkumannsins grunaða. Vettvangur glæpsins var girtur af og rannsókn hófst. Allt var á rúi og stúi í skrifstofu prestsins. Viðardyrnar voru brotnar og úr þeim hafbi kvarn- ast eins og beitt hefði verið spor- járni eða eggjárni á þær. Pappír- ar lágu í hrönnum á gólfinu og rótað haföi verið í öllum skúff- um. Óhugnanlegt morö Líkið sjálft var mjög illa útleik- ið. Svo virtist sem morðinginn hefði murkað lífið úr prestinum meb því að berja hann með þungu járni og auk þess voru stungusár á líkama hans. Þá var hann bundinn á fótum og höndum. Séra Carlson hafði aldrei átt möguleika á að komast undan Lögreglufulltrúinn Sonntag. óvini sínum. Sá, sem myrti hann, hafði unnið sóðalegt og andstyggilegt verk og gengið úr skugga um aö morðið myndi heppnast. En af hverju? Til- gangur morðsins var með öllu óljós, enda em morð á kirkjunn- ar mönnum mjög fátíð, því þótt flestir misindismenn séu alvar- lega brenglaðir, óttast þeir þó margir gubs orð og boðbera þess. Tilgáta Sonntags var ab morð- inginn hefbi brotist inn á skrif- stofu prestsins og þar hefði Carl- son stabib hann að verki, Morð- inginn hefði þá gengið í skrokk á honum og myrt hann, en síð- an snúið sér að eiginkonunni og lokað hana inni í skáp eftir að hafa rotað hana. Ef þessi tilgáta reyndist rétt, var líklegast ab morbinginn hefbi komið í ráns- tilgangi inn í hið heilaga hús, en ekki vegna persónulegra ástæðna gagnvart séra Carlson. Þessi tilgáta fékk byr undir báða vængi, þegar í ljós kom að einn kirkjuglugginn var brot- inn. Og þab sem meira var, blób fannst á gluggakistunni, senni- lega úr morðingjanum. Það þýddi að hann hafði slasað sig viö innbrotið eða þegar hann fór úr kirkjunni aftur, og það gaf lögreglunrii aukna möguleika á að sanna sekt hans. Glæpurinn var ekki vel ígrundaður, því morðinginn hafði slasast er hann réðst inn í kirkjuna. Þá fannst afsláttarkort í mynd- bandaleigu rétt vib gluggann, sem ólíklegt var talið að hefbi verið í eigu Carlsonhjónanna. Tveimur tímum eftir ab morb- ið var tilkynnt hófust yfirheyrsl- ur yfir vitnum, sem töldu sig geta varpað ljósi á hinn hræði- lega glæp, sem hafði skekiö alla bæjarbúa. Menn virtust einnig sammála um ab finna morðingj- ann sem fyrst. Ekkert verulega bitastætt kom út úr þeim yfir- heyrslum, fyrir utan það ab margir höfbu séð til ferða morð- ingjans, bæbi fyrir og eftir inn- brotiö, og útlitslýsingin passaði í stómm dráttum við frásögn prestsfrúarinnar. Það kom á dag- inn að morðinginn hafði verið að snuðra með tösku fyrir utan kirkjuna áður en hann lét til skarar skríða. Afsláttarkortiö Það voru sem sagt næg sönnun- argögn í málinu: blóð, fótspor, ' 'v- ‘r ■' I i Morbinginn reyndi fyrst ab brjótast inn um þessar dyr. SAKAMAL væntanlega fingraför og vitni. Málið snerist aðeins um að finna blökkumanninn grimm- lynda og koma honum bak vib lás og slá. Fyrsta verk Sonntags var að fara í myndbandaleiguna sem hafbi gefið út afsláttarkort- ið sem fannst á kirkjugólfinu, en mögulegt var að starfsfólk gæti gefið einhverjar upplýsingar, þótt kortiö væri ekki merkt eig- andanum. Starfsfélagar Sonnt- ags voru vantrúaðir á að þetta hefði eitthvab upp á sig, en þeir áttu eftir að éta það ofan í sig. Sonntag til mikillar furðu þurfti afgreibslustúlkan ekki annað en ab líta á númerið á afsláttarkort- inu og þá vissi hún hver eigand- inn var. „Þetta kort á maður ab nafni Lee Settle," sagði hún fumlaust. „Hvernig veistu það?" spurði Sonntag vantrúaður og glaður í senn. „Við getum sagt að það sé áhugamál hjá mér að leggja númer viðskiptavinanna á minnið," sagði afgreiðslustúlk- an og brosti kankvíslega. „Það er oft ekki svo mikið við að vera, skilurbu, þannig að þetta er ein leiðin til að drepa tímann." Og þvílík leið til ab drepa tím- ann, hugsaði Carlson og þakk- aði stúlkunni kærlega fyrir. Handtakan Settle var þekktur innan lög- reglunnar fyrir smáglæpi, en hann hafði ekki verið ákærður fyrir ofbeldi ábur. Hann hafði m.a.s. stundab vinnu sína sem viðgerðarmaður á verkstæði í nokkur ár án þess að nokkuð væri upp á hann að klaga og Sonntag var óviss um að um rétta manninn væri að ræða. í sama mund úrskurðaði lækn- ir lögreglunnar ab séra Carlson hefbi látist vegna höfuðáverka, sem hann hafði fengið eftir bar- Séra Wayne Carlson. smíðar meb þungu járni. Þá gat hann þess í skýrslu sinni að sennilega hefði Carlson blætt út vegna mikils fjölda stungusára á líkama hans, þótt morðinginn hefði ekki misþyrmt honum með barsmíðum. Það kom einnig á daginn að nokkurra hluta var saknab úr íbúb prestshjónanna. Þab voru seðlaveski prestsins, úr og skart- gripir konunnar hans. Lögreglan var búin að um- kringja hús Settles og veita hon- um fyrirsát í u.þ.b. 12 klukku- stundir, þegar hann skilaði sér heim. Settles bjó hjá móður sinni, sem tók komu lögreglu- mannanna eins og hún hefði átt von á heimsókninni. „Ég vissi strax að eitthvað mikið var aö," sagði hún hnuggin, þegar búið var að handjárna Settles og færa hann til yfirheyrslu. Lyktir málsins Á meðan Sonntag undirbjó yfir- heyrslu var búið að afla heimild- ar til húsleitar hjá Settles. Her- bergið hans bar þess merki að hann væri sekur í morðmálinu. Þar fundust ýmsir munir, sem móðir hans kannaðist ekki við að sonurinn ætti: úr, skartgripir, tvær bíllyklakippur og fleira. Síðar kom á daginn að prestsfrú- in átti hluta af þeim skartgrip- um sem höfðu fundist í herbergi Settles. Þab var í raun algjört formsat- riði að yfirheyra Settles, því öll spjót stóðu á honum. M.a.s. móbir hans viðurkenndi að hann hefði ekki skilað sér heim fyrr en um morguninn og þá hafði hann verið blóðugur og tættur. Samt sem ábur lék Sonntag forvitni á að vita hvað hefði orðið til þess að hinn 27 ára gamli Settles vann þetta fá- heyrða voðaverk. Settles var ekki samstarfsfús og varð margsaga við yfirheyrslur. Þó ítrekaði hann að hann hefbi brotist inn í kirkjuna með það eitt að markmiði að ræna prests- hjónin. Þegar séra Carlson hafði vaknab, sá hann sig nauðbeygb- an til að vinna á honum, svo ekki kæmist upp um hann. Þeg- ar konan kom til sögunnar, hafði hann ekki kjark í sér til að endurtaka misindisverkið. Ýmsar prófanir, sem voru gerb- ar á Settles, sýndu að hann var langt undir meðalgreind og sannab þótti að morðið hefbi ekki verið skipulagt. Því varð dómurinn lífstíðarfangelsi, en ekki dauðarefsing. Óhugsandi er ab Settles verði frjáls maður á ný, sama hve gamall hann verð- ur innan fangelsisveggjanna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.