Tíminn - 06.09.1994, Side 9
Þri&judagur 6. september 1994
9
Þeir voru sigurreifir Skagamenn eftir sigur á Breibabiiki á laugardag, enda nœr búnir ab tryggja sér íslandsmeist-
aratitilinn þribja árib í röb. Á myndinni eru Mihajlo Bibercic, Sigurbur jónsson og Alexander Högnason ab fagna
sigri. Tímamynd BC
Breiöablik-ÍA 0-1:
Þribji meistaratitillinn í
röð á leið á Skipaskaga
Knattspyrnuúrslit
í Evrópu
Spánn -1. umferð
Atl. Madrid-Valencia .2-4
Zaragoza-Teneriefe ....2-2
Compostela-Sociedad ....0-2
Espanol-Oviedo .......4-2
Santander-Valladolid...0-0
Sport. Gijon-Barcelona ..2-1
Bilbao-La Coruna......0-2
Albacete-Celta........1-1
Sevilla-Real Madrid....1-4
Ítalía -1. umferð
Bari-Lazio............0-1
Brescia-Juventus .....1-1
Fiorentina-Cagliari ..2-1
Napoli-Reggiana ......1-0
Parma-Cremonese ......2-0
Roma-Foggia...........1-1
Sampdoria-Padova.......5-0
Torino-Inter Milan ....0-2
AC Mílan-Genoa.........1-0
Þýskaland
Kaisersl.-Stuttgart...3-2
1860 Munchen-Schalke .0-1
Hamburg-Karlsruhe ....3-1
Bochum-Leverkusen ....1-3
Frankfurt-Dortmund ...4-1
Köln-Uerdingen........2-0
Duisburg-B. Munchen ...0-3
Freiburg-Werder Bremen 1-3
Gladbach-Dresden.......2-0
Staða efstu liða
W. Bremen ....4 3 10 10-4 7
B. Munchen ..4 3 0 1 13-6 6
Karlsuhe.....430 1 9-6 6
Stuttgart ........4 2 11 8-6 5
Danmörk
AGF-Næstved..........2-2
Odense-Silkeborg.....3-0
Brondby-Fremad.......3-0
Lyngby-Álaborg ......3-0
Ikast-FC Köbenhavn ..2-0
Staðan er þannig:
Álaborg 10 stig, Brondby 9,
Lyngby 8, OB og Næstved 7,
Silkeborg, Ikast og Fremad 5,
FC Köben 2.
Skagamenn hafa nær tryggt sér
íslandsmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu meö 0-1 sigri á Breiða-
bliki á Kópavogsvelli á laugar-
dag. Meö sigrinum er staöa
Skagamanna þægileg, en á hinn
bóginn er staða Breiðabliks orð-
in æði erfið. Það má segja að
það sé táknrænt fyrir gengi liðs-
ins í sumar, að sigurmark Skaga-
manna var sjálfsmark Einars
Páls Tómassonar.
Leikurinn var ágætlega leikinn
af hálfu beggja liða og lengst af
mátti vart sjá hvort liðið var á
toppnum eða í botnbaráttu.
Bæði liðin fengu nokkur færi
sem ekki tókst að nýta og svo
fór að sigurmarkið var sjálfs-
mark Einars Páls. -PS
KR og Fram geröu 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik:
Framarar jöfn-
ubu í þrígang
Valsmenn sigruöu í þriöja heimaleiknum í
röö þegar þeir lögöu Þór aö velli, 1-0. Krist-
inn Björnsson þjálfari Vals:
„Hefndin sæt"
„Miðað við færin í leiknum þá
fannst mér sigur okkar vera
sanngjarn og hefndin er sæt eft-
ir stórtapiö fyrir Þór í fyrri leikn-
um á Akureyri. Við höldum
áfram okkar striki og gælum
enn við 2. sætiö í deildinni,"
sagði Kristinn Björnsson, þjálf-
ari Vals, eftir 1-0 heimasigur á
Þór í 1. deild karla í knatt-
spyrnu.
Hún var ekki burðug knatt-
spyrnan sem liðin buðu rúm-
lega 200 áhorfendum upp á á
laugardag. Háloftaspyrnur voru
algengar og spil lítiö sem ekkert.
Leikmenn geta samt alltaf afsak-
aö sig með aöstæðunum, því
völlurinn var bæði háll og
blautur. Þórsarar voru ágengari
upp við Valsmarkið í fyrri hálf-
í kvöld
Evrópukeppni landsliða skipuð-
um leikmönnum U21 árs í
Kaplakrika,
Ísland-Svíþjóð kl. 17.15
4. deild karla, seinni leikir í 4-
liða úrslitum
Magni-Ægir kl. 17.30
Leiknir R.-KS kl. 17.30
leik og þeir Lárus Orri Sigurðs-
son og Guðmundur Benedikts-
son fengu báðir dauðafæri í
sömu sókn Þórs á 36. mínútu en
Lárus Sigurðsson, markvörður
Vals, varði stórglæsilega frá
þeim báðum. Eina mark leiksins
kom á 52. mínútu. Davíð Garð-
arsson, varnarmaður Vals, átti
upphafið að henni þegar hann
sendi rakleitt frá miöju vallarins
á Ágúst Gylfason sem komst ná-
lægt endamörkum og renndi
boltanum framhjá markverði
Þórs, þar sem Eiður Smári Guð-
johnsen kom aðvífandi og setti
boltann í markið af stuttu færi.
Á 80. mínútu fengu Þórsarar
gullið tækifæri til að jafna þegar
Guðmundur Benediktsson fisk-
aði víti fyrir Þór. Bjarni Svein-
björnsson tók vítið en Lárus
markvörður varði glæsilega,
boltinn fór aftur til Bjarna en
Lárus varði aftur frá honum.
Frábært hjá Lárusi og kórónaði
hann glæsilega markvörslu sína
með því að verja vítið; Eftir
þetta voru Þórsarar alveg búnir
og Valur fékk tvö dauðafæri í
lokin en klúöraði þeim. Þriðji
heimasigur Vals í röð á heima-
velli var því staðreynd.
Fótboltinn sem KR-ingar og
Framarar buðu áhorfendum upp
á laugardag í 1. deild karla var
stórskemmtilegur og litu 6 mörk
dagsins ljós. Það var ekki annað
að sjá en að þungu fargi væri létt
af leikmönnum liðanna, enda
hafa þau að litlu að keppa í
deildinni. KR er komið með titil
og Fram siglir lygnan sjó um
miðja deild. Léttleikinn var því í
fyrirrúmi og skemmtunin mikil
fyrir áhorfendur.
Tómasi Ingi Tómasson hóf leik-
inn fyrir KR í stað James Bett,
sem er meiddur, og stóð sig vel í
fyrri hálfleik. Hann prjónaði sig
í gegnum vörn Fram á 14. mín-
útu og átti þrumuskot en Birkir
Kristinsson varði en aðeins að
hálfu leyti og varnarmaðurinn
hjá KR, Daði Dervic, náði að
skalla boltann í netið. Hólm-
steinn Jónasson jafnaði fyrir
Fram á 31. mínútu eftir að hafa
fengið stungusendingu inn fyrir
vörn KR. Dervic skoraði aftur á
31. mínútu meö skoti rétt utan
vítateigs en Kristinn Hafliðason
jafnaði fyrir Fram alveg undir
lok hálfleiksins.
Lætin héldu áfram í seinni
hálfleik og Tryggvi Guðmunds-
son kom KR yfir í þriðja sinn eft-
ir að hafa hirt frákastið úr sinni
eigin hornspyrnu og þrumað
boltanum í hægra markteigs-
hornið. Kristinn Hafliðason
jafnaði síöan. eina. ferðina enn
fyrir Fram þegar níu mínútur
voru eftir og þar við sat.
Ekki er hægt að segja að úrslit-
in hafi verið sanngjörn. KR réð
ferðinni nær allan leikinn og
fékk fjölmörg dauðafæri og
Heimir Porca var sérstaklega
klaufalegur upp viö Fram-mark-
ið. Dervic og Rúnar skutu líka í
marksúlurnar á meðan Fram
fékk þrjú færi og nýtti þau öll
sem er nokkuð góður árangur.
■
FH stendur
vel ab vígi
í 2. sætinu
FH-ingar gerðu góða ferð til
Keflavíkur og sigruðu þar
heimamenn 1-2 í miklum bar-
áttuleik í 1. deild karla í knatt-
spyrnu. Þessi tvö hafa háö mikla
keppni í sumar um 2. sætið og
nú virðist FH vera aö hreppa
hnossið og um leið sæti í Evr-
ópukeppninni að ári. Marko
Tanasic gerði mark ÍBK og kom
þeim yfir en Jón Erling Ragnars-
son jafnaði áður en fyrri hálfleik
lauk. í seinni hálfleik skoraði
Hörður Magnússon sigurmarkið
fyrir FH en samt voru Keflvík-
ingar betri aöilinn allan leikinn
og fengu fullt af dauðafærum. ■
Einkunnagjöf Tímans
1= mjöq lélegur 2= slakur
3= í meballagi 4= góbur
5= mjög góbur 6= frábær
Valur-Þór 1-0 (0-0)
Einkunn leiksins: 2
Lið Vals: Lárus Sigurðsson 6,
Davíð Garðarsson 5, Kristján
Halldórsson 4, Guðni Bergsson
4, Steinar Adolfsson 3, Atli
Helgason 2, Hörður Már Magn-
ússon 3, Jón Grétar Jónsson 2,
Eiður Smári Guðjohnsen 4, Sig-
urbjörn Hreiðarsson 3, Agúst
Gylfason 3.
Lið Þórs: Ólafur Pétursson 2,
Hlynur Birgisson 2, Birgir Þór
Karlsson 3, Júlíus Tryggvason 3,
Sveinn Pálsson 2 (Elmar Eríks-
son, lék of stutt), Lárus Orri Sig-
urðsson 5, Páll Gíslason 3, Guð-
mundur Benediktsson 4, Bjarni
Sveinbjörnsson 2, Þórir Áskels-
son 2 (Hreinn Hringsson á 67.
mín. 2), Örn Viðar Arnarson 1.
Dómari: Kristinn Jakobsson 5.
Gul spjöld: Júlíus (Þór), Bjarni
(Þór), Davíð (Val), Jón Grétar
(Val), Sigurbjörn (Val).
KR-Fram 3-3 (2-2)
Einkunn leiksins: 4
Lið KR: Kristján Finnbogason 3,
Óskar Þorvaldsson 3, Izudin
Dabi Dervic 5, Þormóður Egils-
son 3, Siguröur B. Jónsson 2
(Vilhjálmur Vilhjálmsson á 78.
mín. 2), Heimir Guðjónsson 3,
Rúnar Kristinsson 4, Hilmar
Björnsson 4, Tómas Ingi Tóm-
asson 4 (Einar Þór Daníelsson á
66. mín. 1), Tryggvi Guð-
mundsson 4, Salih Heimir
Porca 1.
Lið Fram: Birkir Kristinsson 4,
Pétur H. Marteinsson 3, Gauti
Laxdal 2, Helgi Björgvinsson 3,
Ágúst Ólafsson 3, Valur F.
Gíslason 2, Hólmsteinn Jónas-
son 4 (Haukur Pálmason lék of
stutt), Kristinn Hafliðason 5,
Steinar Guögeirsson 3, Ríkharö-
ur Daöason 3, Helgi Sigurðsson
2.
Dómari: Guðmundur Marías-
son 3.
ÍBV-Stiarnan 1-2 (1-2)
Einkunn leiksins: 3
Lið ÍBV: Friðrik Friöriksson 4,
Friðrik Sæbjörnsson 3, Heimir
Hallgrímsson 4, Jón Bragi Arn-
arsson 2 (Bjarnólfur Lárusson
lék of stutt), Hermann Hreiö-
arsson 3, Sigurður Gylfason 2
(Rútur Snorrason á 65. mín. 2),
Nökkvi Sveinsson 3, Sumarliði
Árnason 3, Þórir Olafsson 3,
Zoran Ljubicic 3, Steingrímur
Jóhannesson 2.
Lið Stjömunnar: Sigurður Guö-
mundsson 3, Valgeir Baldurs-
son 3, Goran Micic 3, Ragnar
Árnason 4, Heimir Erlingsson
4, Ottó K. Ottósson 3, Birgir
Sigfússon 4, Ragnar Gíslason 3,
Baldur Bjarnason 5, Ingólfur
Ingólfsson 2 (Bjarni G. Sigurbs-
son á 74. mín. 2), Leifur Geir
Hafsteinsson).
Dómari: Egill Már Markússon 2.
UBK-ÍA 0-1 (0-0)
Einkunn leiksins: 3
Lið Breiðabliks: Hazudurdin
Cardaklija 3, Sigurjón Krist-
jánsson 2 (79. mín, Jón Stefáns-
son lék of stutt), Gunnlaugur
Einarsson 4, Rastislav Lazorek
3, Willum Þór Þórsson 2 (55.
mín. Guðmundur Guömunds-
son 3), Gústaf Ómarsson 3, Há-
kon Sverrisson 3, Arnar Grét-
arsson 4, Vilhjálmur Haralds-
son 3, Einar Páll Tómasson 3,
Kristófer Sigurgeirsson 4.
Lið ÍA: Þórður Þórðarsson 3,
Pálmi Haraldsson 3, Sturlaugur
Haraldsson 3, Theódór Her-
varösson 3, Zoran Miljkovi 3,
Alexander Högnason 3, Sigur-
steinn Gíslason 4, Mihajlo Bi-
bercic 3, Ólafur Þórðarson 3,
Haraldur Ingólfsson 3 (86. mín.
Kári Steinn Reynisson, lék of
stutt).
Dómari leiksins: Eyjólfur Óiafs-
son 4.