Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 23. september 1994
Tíminn
spyr...
Vatnsleiöslan út í Vestmannaeyjar:
Framkvæmdir hefj ist
upp úr áramótunum
Telur&u a& þa& muni hafa áhrif á
búsetu fólks ef sum bygg&arlög
grei&a ekki húsaleigubætur, eins
og t.d. ísafjör&ur og Húsavík, á
meöan þaö er gert á höfu&borg-
arsvæ&inu?
Frá Þorsteini Cunnarssyni,
Vestmannaeyjum:
Vatnsleiðsla eða aðveituæð
Vestmannaeyja og Austur-Land-
eyja hefur legið um Markarfljóts-
brú eldri. Ovíst er hve lengi
gamla brúin stendur, þar sem
viðbúið er að viðhaldi hennar sé
ekki sinnt sem skyldi. Bæjar-
stjórn Vestmannaeyja hefur
miklar áhyggjur af brúnni og tel-
ur nauðsynlegt að gera ráðstaf-
anir. Að sögn Guðjóns Hjörleifs-
sonar er talið brýnt að hefja
framkvæmdir við breytingar eigi
síðar en í byrjun næsta árs.
Það var strax í upphafi vatn-
sveitunnar að aðveitunni var
valin þessi leið, einkum vegna
þess að brúin tilheyrði þjóðvega-
kerfinu, en með nýrri brú er orð-
in breyting á. Staðsetning nýju
brúarinnar er töluvert frá þeim
stað þar sem gamla brúin er. Því
liggur beinast við að allir flutn-
ingar, jafnt vatnsflutningar sem
aðrir, fari um nýju brúna. Til
þess að svo geti orðið þarf að
breyta legu aðveituæðarinnar á
um 7 km kafla. Áætlaður kostn-
aður við þær framkvæmdir er
rúmar 115 milljónir króna.
Guðjón segir að annar kostur,
sem ásættanlegur sé, sé að grafa
æðina undir fljótið á svipuðum
stað og gamla brúin er. Sá kostur
er ef til vill lakari, sé horft ein-
göngu á öryggið, en kostnaður-
inn sé aðeins fjórðungur af
kostnaði þess fyrrnefnda. Vatn-
sveita Vestmannaeyja getur ekki
staðið undir þessum kostnaði,
enda ljóst að ekkert samráð var
haft viö fulltrúa Vatnsveitunnar,
þegar ákveðið var að fara í fram-
kvæmdir við nýja brú.
Á fundi með fjárlaganefnd í
vikunni mun bæjarráð ræða
málefni vatnsleiðslunnar, en á
þessu ári eru liðin 25 ár síðan
Eyjamenn fengu vatn ofan af
fastalandinu. ■
Jón frá Pálmholti
hjá Leigjendasamtökunum:
„Það getur gert það, en hversu
mikið er ekki gott að segja. Að
öðru jöfnu má gera ráð fym að
fólk leiti til þeirra staða þar sem
bætur eru greiddar. Það kemur
ekki á óvart að byggðarlög á
landsbyggðinni hafni húsaleigu-
bótunum. Það er vegna þess að
húsnæðismálin á sumum minni
stöðunum eru öðruvísi en á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar er sjálfsagt
meira um það að fólk búi í stóru
eigin húsnæöi og ég hef grun um
að séreignastefnan sé þar meira
við lýði en hér á höfuðborgar-
svæöinu."
Einar Njálsson,
bæjarstjóri á Húsavík:
„Nei ég hef enga trú á að það hafi
áhrif á búsetu fólks. Ákvörðun
um að greiða ekki húsaleigubæt-
ur er tekin til eins árs og verður
endurskoðuð að ári. Við erum
ekki á móti því að húsnæðis-
kostnaður verði jafnaður heldur
erum við öðrum þræði að mót-
mæla því hvernig staðið hefur
verið að þessum málum af hálfu
kerfisins."
Kristinn Jón Jónsson,
formaður bæjarrá&s á ísafir&i:
„Nei, það telja menn ekki svona
fyrst í stað. Þaö er svo margt
óljóst varöandi þessar húsaleigu-
bætur og við vitum ekkert hvað
við erum að fara út í. Mér sýnist
að þarna sé á feröinni enn eitt
báknið í viðbót og m.a. samkrull
við ríkiö sem er afturhvarf frá því
sem stefnt er að í samskiptum
ríkis og sveitarfélaga. Þá erum við
ekki sáttir við það hvernig staðið
hefur verið að þessum málum af
hálfu félagsmálaráðuneytisins."
A þessum gatnamótum vill bœjarráb Mosfellsbœjar koma upp hringtorgi sem allra fyrst.
Slysagildra á Vesturlandsvegi í Mosfellsbœ:
Bæjarráðið krefst
hringtorgs strax
A fundi bæjarrá&s Mosfellsbæj-
ar fyrr í vikunni var m.a. rætt
um umferðarmálin á Vestur-
landsvegi þar sem hann liggur í
gegnum byggðina í Mosfellsbæ.
Bæjarráðið gerði þar sérstaka
samþykkt þar sem segir að um
langa hríð hafi bæjaryfirvöld
bent á það ófremdarástand sem
ríkir í umferöaröryggismálum á
Vesturlandsvegi við gatnamót
Þverholts. „Þriðjudaginn 20. sept-
ember sl. varð alvarlegt umferðar-
slys á þessum gatnamótum og má
teljast mesta mildi að ekki varð
dauöaslys. Bæjrarráð Mosfellsbæj-
ar skorar á þingmenn Reykjanes-
kjördæmis, samgöngunefnd Al-
þingis og Vegagerð ríkisins að
beita sér nú þegar fyrir úrbótum á
þessum gatnamótum þannig að
framkvæmdir við nýtt hringtorg
hefjist sem allra fyrst," segir orð-
rétt í samþvkktinni. ■
Gunnlaugur Júlíusson hag-
frœbingur mun ab öllum lík-
indum hcetta sem formabur
Samstöbu um óháb ísland:
Jóna Val-
gerður tek-
ur við af
Gunnlaugi
Gunnlaugur
J ú I í u s s o n
hagfræðing-
ur mun að
öllum líkind-
um láta af
formennsku í
Samstöðu um
óháð ísland í
kjölfar þess
a& hann tek-
G unnlaugur
júlíusson
ur við stöbu sveitarstjóra á
Raufarhöfn.
Varaformaður Samstöðu, Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir, þing-
kona Kvennalista á Vestfjörb-
um, tekur væntanlega viö af
Gunnlaugi þegar hann hættir.
Eitt helsta baráttumál Sam-
stöbu var að standa gegn þátt-
töku íslands í samningunum
um Evrópskt efnahagssvæði, en
samtökin telja nána innri sam-
vinnu Evrópuríkja ógna sjálf-
stæði íslands.
Gunnlaugur er einnig formab-
ur Útvarðar, samtaka um jafn-
rétti á milli landshluta, en
hann sagöist í samtali við Tím-
ann í gær gera ráð fyrir að halda
þar áfram formennsku. Gunn-
laugur tekur við sem sveitar-
stjóri á Raufarhöfn í nú í byrjun
vetrar. ■
Ólafur G. gerir þaö ekki endasleppt í stööuveitingum:
Bókasafnsfræöingar
mótmæla harölega
Ráðstefna á
vegum
utanríkis-
ráöuneytisins
Dagana 10.-17. september verð-
ur haldin ráðstefna í Reykjavík
fyrir kjörræðismenn íslands.
Slíkar ráðstefnur voru haldnar
1971, 1977 og 1986. Er gert ráö
fyrir því að allt ab 300 manns,
kjörræbismenn og makar þeirra,
komi til landsins. Lögð verður
áhersla á ab kynna land og þjób
á rábstefnunni og sérstök hags-
munamál íslands. Undirbúning-
ur ráðstefnunnar er í höndum
utanríkisráðuneytisins. ■
Stjórn Félags bókasafnsfræ&inga
hefur sent Ólafi G. Einarssyni
menntamálará&herra har&or&
mótmæli vegna þess a& hann
skipa&i ekki bókasafnsfræ&ing í
embætti landsbókavar&ar.
Sem kunnugt er hefur Einar Sig-
urðsson háskólabókavörður verið
skipaður landsbókavörður frá 1.
október n.k, en Einar er ekki bóka-
safnsfræðingur að mennt. Meðal
umsækjenda voru hinsvegar fjórir
bókasafnsfræðingar og þar á meðal
einn doktor í bókasafnsfræðum.
í ályktun stjórnarinnar til mennta-
málaráðherra er ráðherra m.a.
minntur á fyrri ummæli sín þess
efnis að menntun umsækjenda eigi
að ráða viö stöðuveitingar. í yfirlýs-
ingu sem ráðherra sendi til fjöl-
miðla fyrir þremur vikum segir:
„Það skyti skökku við ef yfirvöld
menntamála gæfu menntun ekki
það vægi sem henni ber í nútíma-
þjóðfélagi."
Stjórn Félags bókasafnsfræðinga
tekur undir þessi orð ráðherra en
telur að ákvörðun hans um veitingu
í embætti landsbókavarðar brjóti í
bága við áðurnefnda yfirlýsingu.
Bókasafnsfræðingarnir fjórir sem
sóttu um stööu landsbókavarðar
hafa allir fengið löggildingu ráöu-
neytisins til að starfa í samræmi við
lög um bókasafnsfræðinga. Löggild-
ing af þessu tagi tryggir að viðkom-
andi einstaklingur hefur aflað sér
formlegrar menntunar til starfa á
þesu sviði. ■