Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 4
4
fiSnlTlwfHlulniiH
WWfVWwT
Föstudagur 23. september 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmiöja
Frjálsrar fjölmiölunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 125 kr. m/vsk.
Skammtaðar
heimsfréttir
Frétt um að íslensk kona hefði sloppið lifandi úr skot-
árás í Líberíu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Um
nokkurt skeið hafa engar fregnir verið fluttar um átök í
því landi, eða það linnulausa borgarastríð sem þar er
háð. Það er aðeins þegar einum harðstjóranum tekst að
yfirvinna annan eða herdeildir gera blóðugar uppreisn-
ir og mannfall verður óvenjumikið, að heimspressan
tekur við sér og Sendir fréttamannalið á vettvang. Þá er
haldið uppi linnulausum fréttaflutningi um skeið og
síðan er allt liðið flutt á einhvern annan stað þar sem
„heimsfréttirnar" verða til.
Það þarf einhver sérstök atvik, eins og að íslendingur
komist í hann krappan, til að styrjaldarástand þyki
fréttnæmt. í öðrum löndum hefur enginn áhuga á
hvort íslensk kona sleppur eða ekki í hernaðarárás. Ekki
fremur en íslenskir fjölmiðlar eru ekkert að taka það
fram af hvaða þjóðerni gæsluliðar, sem voru samferða
konunni og voru felldir, voru.
Svona er fréttaflutningur afstæður. Menn halda sig
vera að fylgjast með hvað fram fer í veröldinni með því
að láta ekki daglegt fréttaflóð fram hjá sér fara, en var-
ast ekki ab oft er það nánast tilviljunum háð hvað
kemst til skila af öllum þeim atburðum sem eiga sér stað
samtímis.
Viðureign Bandaríkjamanna við harðstjórana á Haítí
er mjög spennandi þessa dagana. Um daginn voru þab
flóttamenn frá Kúbu og ástandið þar sem föngubu at-
hyglina. Einu sinni var það E1 Salvador, sem nú er
gleymt og grafið undir fréttaflaumi, þá Níkaragva og
Panama eða Kólombía og svona má lengi telja.
Einstök Balkanlönd eru mikið fréttaefni um skeib.
Sómalía fyllti alla fréttatíma í fyrra. Hvað skyldu marg-
ir vita hvernig ástatt er þar núna, hvort landiö er enn
hersetið eða hver ræður þar ríkjum? Rúanda og Búrúndí
og þeir hörmungaratburðir, sem þar eiga sér stað, fylltu
fréttatíma fyrir skemmstu. Nú eru fréttamenn farnir
þaðan með sjónvarpsmyndavélar sínar til ab búa til
heimsfréttir annars staðar.
Langvarandi borgarastyrjöld og hrannvíg í Súdan hafa
nær aldrei komist inn á landakort fréttamanna og blób-
ugir bardagar í Subur-Afríku eru ekki fréttaefni í öbrum
heimshornum eftir forsetaskiptin fyrr á árinu.
í Afganistan er barist af meiri heift en nokkru sinni
fyrr, og borgir og bæir nánast rústir einar. En utan
landamæranna hefur varla nokkur sála áhuga á hvað
þar fer fram, eftir að þáverandi heimsveldi drógu sig út
úr stríðinu.
Það er heldur einföld heimsmynd, sem haldiö er að
fréttaneytendum, og auðvelt er að færa rök að því að
hún sé bæði rétt og röng. Hún er röng að því leyti að
þegar einblínt er um of á einstakt óheillasvæbi, gefst
ekki ráðrúm né tími til að fylgjast með fréttnæmum at-
burðum á öðrum stöðum. Það er eins og svokallaðar
heimsfréttir eigi sér aðeins stað á takmörkuðu svæði
hverju sinni.
En þessi brenglaða heimsmynd er rétt að því marki að
ár og síð er veriö að berjast víða um heim. Styrjaldir
geisa innan ríkja og milli þeirra. Réttindi þjóðabrota og
mannréttindi yfirleitt eru fótum trobin og lýbræbi og
mannhelgi heyrir til undantekninga meðal þjóðanna.
Af fréttaflaumnum, hvaba dóm sem annars er á hann
lagður, má þó öllum vera ljóst ab friður og frelsi er ekki
sjálfgefið og að lýðréttindi eru ekki fengin í eitt skipti
fyrir öll. Deilumál verða aldrei leyst, svo viðhlítandi sé,
nema meb samningum.
Sáub þib hvernig ég tók'ann?
Garra létti stórlega þegar hann
sá Alþýbublaðið sitt í gær, vegna
þess að þar kom í ljós að Smugu-
deilan er nú í góðum höndum
og óþarfi að hafa áhyggjur af því
ab það mál leysist ekki farsæl-
lega. Alþýðublaðið birti hálf-
síðumynd af ástsælum leiðtoga
sínum, Jóni Baldvini, á forsíðu,
ásamt tilvitnun í hann þar sem
hann segir: „Við Kozyrev ákváb-
um að leysa Smugudeiluna með
samningum!" Þá er það á-kve-b-
ið, sögðu þeir Kasper, Jesper og
Jónatan í Kardemommubænum
og eitthvab svipaö hefur það
trúlega hljómað hjá þeim utan-
ríkisráðherrum og stórmennum
Jóni Baldvini, utanríkisráðherra
íslenska heimsveldisins, og
Andrei Kozyrev, utanríkisráð-
herra rússneska stórveldisins,
þegar þeir hittust í Tromsö á
dögunum á fundi Barentsráðs-
ins.
Jón II Sung
Garri er eiginlega sammála
þeim tón og þeirri virðingu,
sem einkennir umfjöllun Al-
þýðublaðsins um Jón Baldvin.
Einhvern veginn skín það svo í
gegn, að Jón er hin ástsæli leiö-
togi blaðsins — einskonar Kim
II Sung þess. Og hvernig er líka
hægt annaö en dást að manni,
sem leysir stórkostleg, flókin al-
þjóðleg deilumál með því ein-
faldlega að skjóta á fundi meb
öðrum helstu stórmennum
samtímans og afgreiða hlutina.
Það eina, sem heldur dregur úr
gleðinni, er ab slíkur alþjóbleg-
ur samningamaður og einhver
mesti stjórnmálamaður í Evr-
ópu frá stríðslokum skuli sitja
uppi með slíka smáþjób kot-
unga, sem ekkert kann eba get-
ur — og kann síst allra ab meta
þá gubsgjöf sem stjórnmála-
maður á borð við Jón Baldvin
er.
Hvað ætli það séu margir ís-
lenskir stjórnmálamenn, sem
geta komið fram í Alþýðublað-
inu, barið sér á brjóst og sagt:
„Við Kozyrev ákváðum ab leysa
Smugudeiluna meb samning-
um"? Þeir væru varla heldur
mjög margir, erlendir stjórn-
málamenn sem gætu gefib slík-
GARRI
ar yfirlýsingar í Alþýðublöð
heimsins, a.m.k. ekki í Noregi
þar sem engir almennilegir
samningamenn finnast, eins og
Jón Baldvin hefur raunar bent á
áður í öbru samhengi — þegar
hann talaði um að hann myndi
geta náð miklu betri sjávarút-
vegssamningi vib ESB en norsku
pólitíkusarnir og embættis-
mennirnir.
Mikilmenni hjá kot-
ungaþjóð
Víst er það rétt að Jón Baldvin
er trúlega allt of mikilfenglegur
stjórnmálamaður fyrir kotunga-
þjóðina hér uppi á íslandi, og
spurning hvort íslendingar
munu færa heimsbyggöinni Jón
Baldvin að gjöf. Við gefum
hvort sem er aldrei neinum
neitt, hvorki í þróunaraðstoö né
annað, og stórþjóðir heims og
þjóðabandalög ýmis myndu ef-
laust fagna því að fá þennan
mikilhæfa stjórnmála- og samn-
ingamann í sínar raðir. Það er
hins vegar fullkomin sóun að
halda honum hér meðal kot-
unganna, sem snúa öllu upp í
andhverfu sína, eins og sést best
á viðbrögðum manna við yfir-
lýsingunni á forsíðu Alþýðu-
blabsins. í stab þess að falla í
stafi yfir Jóni „dipló", þegar
hann segir „Við Kozyrev ákváb-
um að leysa Smugudeiluna með
samningum!" og ákveður það í
hvelli að leysa Smugudeiluna,
brosir kotungaþjóðin út í annað
og muldrar eitthvab um Jón
sterka í Skuggasveini: „Sáuð þið
hvernig ég tók 'ann, drengir?"
Garri
Klyfjar bundnar á einn...
Ég er ekki einn um það ab hlýða
undrandi á fréttir af ástandinu í
Alþýðuflokknum. Ég hef hitt
margt fólk að máli undanfarna
daga og því er það öllu sameig-
inlegt að það hefur máls á mál-
efnum Alþýðuflokksins og segir
að nú gusti aldeilis um Jón Bald-
vin. Svo hristir þab höfuðið
undrandi yfir framhaldinu.
Ferill rábningarmálanna í Al-
þýðuflokknum er orðinn langur
og skrautlegur. Þetta er áreiðan-
lega farið að valda flokksforust-
unni áhyggjum, ofan á abrar
hremmingar. Fyrir mér horfa
þessi mál þannig, ab vegna þess
að ferill Guðmundar Árna er
glannalegastur þá á að fórna
honum, til þess að annað falli í
skuggann. Þessi abför hlýtur að
vera skipulögð innan flokksins.
Óstarfhæfur flokkur
Við framsóknarmenn höfum
haft þann háttinn á, að útkljá
okkar mál innan flokksins. Mér
finnst sú tilhdgsun dálítið ab-
súrd í okkar flokki, ef aðstoðar-
mabur rábherra flokksins hefði
gengist fyrir því í flokksfélagi
sínu að fá ályktun samþykkta
varðandi annan ráðherra
flokksins á borð við þá sem
frjálslyndir jafnaðarmenn sam-
þykktu.
Það er dagljóst að flokkur þar
sem svona er komið er algjör-
lega óstarfhæfur í stjórn lands-
ins. Allir kraftar flokksmanna,
Á víbavangi
þingmanna og flokksforustunn-
ar fara í umræður og bollalegg-
ingar um klofning og nýjar
uppákomur.
Hræsni sjálfstæbis-
manna
Sjálfstæðisflokkurinn ber síðan
fulla ábyrö á öllu saman, og er
hræsni þeirra mjög athyglis-
verb. Forsætisráðherra og
menntamálaráðherra þess
flokks sitja uppi með dæma-
lausa embættaveitingu þar sem
maður, sem rekinn hafði verið
frá störfum vegna samstarfsörð-
ugleika vib starfsfólk og yfir-
menn, var ráðinn aftur sem
framkvæmdastjóri sömu stofn-
unar.
Nú lítur út fyrir ab það eigi að
hengja allar syndir á Guðmund
Árna, og sjálfstæðismenn halda
varla vatni fyrir hneykslun og
hinir krataráðherrarnir ætla að
þvo hendur sínar líkt og Pílatus
forðum.
Klyfjar á
„einn asna"
Allur þessi atgangur minnir
mig á þegar ég var í Samvinnu-
skólanum í gamla daga. Þá var
farin námsferö til Akureyrar.
Ýmsir duttu í þab í þeirri ferð,
en einn var verri en hinir. Þegar
heim kom hugðist skólastjórinn
reka hann, og man ég eftir að
við skólasystkinin vorum hugsi
yfir málinu. Ég hygg að ein-
hverjir. hafi ljóstrað því upp við
skólastjórann að það kynnu að
finnast fleiri sem væru ekki al-
saklausir. Séra Guðmundur
Sveinsson, sá vitri skólamaður,
hugsaði ráð sitt, kallaði síðan
nemendur saman og sagði það
ekki duga ab binda allar klyfj-
arnar á einn asna og senda
hann út í eyöimörkina.
Mér sýnist að nú eigi að binda
allar klyfjar embættaveitinga og
umdeildra stjórnarathafna á
Guðmund Árna og senda hann
út í eyðimörkina. Það á að draga
athyglina frá öbru sem kynni ab
vera í pokahorninu, ef nánar er
skoðað. fón Kr.