Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 6
6 Matthías H. Gubmundsson, framkvœmdastjóri Ágætis, og Abalsteinn Gubmunds- son, tager- og gœbastjóri, meb lífrœnt rœktab grœn- meti úr Mýrdalnum. Lífrœnt rœktaba grœnmetijb úr Mýrdalnum: í stórmarkabi fyrir helgi Lífrænt ræktab grænmeti, merkt meb merki vottunarstofunnar Soil Association, verbur senni- lega komib í hiliur stórmarkaba fyrir helgina. Matthías H. Gubmundsson, framkvæmdastjóri Ágætis, segir markabssetningu grænmetisins ganga nokkub vel, en rólega fyrir sig. „Kaupmenn þurfa aö hafa sér- stakt pláss fyrir lífrænt ræktaða grænmetiö þar sem hægt er að merkja það á áberandi hátt. Ég býst við að stórmarkaðirnir verði fyrstir til að taka grænmetið í sölu, og það verði komið í hillur þeirra núna fyrir helgi." Matthías segir að lífræna grænmetið veröi á svip- uöu verði og annaö grænmeti til aö byrja með, en til lengri tíma lit- ið verði að koma í ljós hvað neyt- endur séu tilbúnir að borga fyrir það. Hann segir að merki Soil As- sociation verði kynnt í auglýsing- um og auk þess verði það áberandi í verslunum sem selja grænmetið, þannig að það ætti ekki að vefjast Lífrænt ræktaða grænmetið, sem fyrir fólki að þekkja lífræna græn- Ágæti hefur til sölu, er allt ræktað metið frá öðru. í Mýrdalnum. Hvernig væri ab spara einkabílinn og nota al menningsfarartæki þess í staö? Skilabob Kríunnar Föstudagur 23. september 1994 Námsgagnastofnun gefur út bók um lífríkib á landi, prýdda fjölda fallegra Ijósmynda. Þorvaldur Örn Arnason: „Svona bók er tuttugu ára gam- all draumur" Út er komin á vegum Náms- gagnastofnunar bókin Líf- ríkib á landi. Bókin, sem er vöndub og prýdd fjölda lit- mynda, er einkum ætlub 11- 12 ára nemendum í náttúru- fræbi. Þorvaldur Örn Árnason, einn höfunda bókarinnar, segir að það sé búinn að vera 20 ára draumur að gefa út bók með þessu námsefni. „Það eru tuttugu ár síðan gerb var í menntamálaráöu- neytinu áætlun urri ab gefa út námsefni, sem mebal annars þetta námsefni væri hluti af. Þaö átti aö vera flokkur um líf- ríkiö á íslandi: eitt um lífríkið á landi, eitt um lífríkið í vatni og eitt um lífríkið í sjó. Það voru gefnar út bráðabirgðaút- gáfur um lífríkið í vatni og í sjó. Þessi bók komst aldrei al- mennilega á legg og önnur verkefni látin ganga fyrir. En nú er hún komin út, eftir að hafa verið í vinnslu í fimm ár," segir Þorvaldur Örn. Bókin fjallar um íslenskar plöntur, fugla, villt spendýr og skordýr. Inn í efniö fléttast svo ljóð og ýmis þjóðlegur fróð- leikur. Þótt bókin sé gefin út sem námsbók fyrir ákveðinn aldurshóp, þá geymir hún upplýsingar sem allir aldurs- hópar geta haft bæði gagn og gaman af. Samkvæmt upplýs- ingum frá Námsgagnastofnun, hefur bókin selst mjög vel eftir að hún kom út. Höfundar bókarinnar eru þau Edda Eiríksdóttir, Jenný Karls- dóttir, Þórey Ketilsdóttir og Þorvaldur Örn Árnason. I. Jarðarbúar, einkum þó fræðimenn, fylgdust með óvenjulegum atburðum á Júpíter nú í júlí síðastliðnum. Þá rigndi fjöllum á þessari stærstu reikistjörnu sól- kerfisins. Tuttugu og eitt brot úr hala- stjörnunni Shoemaker-Levy 9 lentu í firnaþykkum lofthjúpi plánetunnar. Meg- inefni hennar eru vetni og helíum í loft- kenndu eða fljótandi formi (að slepptum litlum kjarna úr föstu efni). Árekstramir voru fyrirsjáanlegir og náðust margvísleg- UM- HVERFI Ari Trausti Guömundsson jarbeblisfræbingur ar myndir af atburbinum, auk þess sem mælitæki beindust að Júpíter, bæbi á jörðu nibri og úti í geimnum. II. Árekstur Shoemaker-Levy 9- brot- anna framkölluðu ofsalega sprengiblossa þegar þau þutu á 200.000 km hraöa á klukkustund inn í þéttan lofthjúpinn. Brotin hitnuðu örskjótt og sprungu á a.m.k. 50 km dýpi í efstu loftlögum plán- etunnar. Orkan í hverri sprengingunni á fætur annarri samsvaraði orku mörg þús- und kjarnasprengja og þeyttust efni úr lofthjúp Júpíters hátt upp, m.a. brenni- steinssambönd. Þeirra hafa menn leitað lengi til að skýra sumar af marglitum röndum Júpíters. Reyndar eru aöeins vís- bendingar um að brennisteinn sé meðal efnanna í sprengistrókunum, því mestöll rannsóknarvinnan er rétt um það bil aö hefjast og margir mánuðir líða þar til helstu niðurstöður verða ljósar. Ýmislegt er á huldu, meira að segja eöli brotanna tuttugu og eins. Eitt og annað bendir til að þau hafi verið úr bergi, en ekki hala- stjörnuefni. III. Halastjörnur eru úr ís, sem inni- heldur vatn, koldíoxíb og fleira, en auk þess úr grjótmolum og ryki. Þær eru eins konar ógnarstórir, skítugir snjóboltar. At- huganir á árekstursstööunum á Júpíter sýna aö þar losnaði hvorki kolefni né súrefni, eins og viö má búast þegar halastjörnubrot gufar upp. Stór klettur eða fjall, sem fellur ofan í hít Júpít- ers, þeytir upp efnum úr lofthjúpi plánet- unnar, en sekkur sjálft djúpt niöur áður en þaö sundrast. Væntanlega tekst fræði- mönnunum ab ráða fram úr þessu. Þeir þurfa einnig að útskýra af hverju blettirn- ir, sem urðu til í skýjamekki Júpíters við árekstrana, eru jafn dökkir og raun ber vitni, hvort þrýstibylgjur, sem mynduöust í iofthjúpnum við árekstrana, geti sagt eitthvab um innvibi plánetunnar og hvort vindakerfi lofthjúpsins hafi raskast. Auk alls þessa getur vel verið ab minni brot rekist á Júpíter í kjölfar þeirra stóru. IV. Sjónarspilið á Júpíter hefur óhjá- kvæmilega vakið upp spurningar um árekstur risaloftsteins eða halastjörnu á jörðu. Gífurlegar flóðöldur, sprengihögg líkt og risahendi sópaði jörðu, þykkur ryk- hjúpur til fjölda ára og margt fleira kynni að gjörbylta lífríki og lífsskilyröum á jörö- inni, þótt aðeins eitt af stóru brotunum úr Shoemaker-Levy 9 hefði rekist á okkar plánetu í staö Júpíters. Og slíkt hefur gerst í jarðsögunni. Um það vitna loftsteinagíg- ar og menjar í jarðlögum. Brautir a.m.k. 2000 stórra fyrirbæra skera braut jarðar um sólu, öll hættuleg ef af árekstri yröi. Árið 1989 þaut nærri eins kílómetra lang- ur loftsteinn framhjá jörðu í aðeins 725.000 km fjarlægð (um tvöföld fjarlægð tunglsins). Ekki er víst að öflug kjarna- sprengja dygði til að beina flikkjum sem þessu af árekstursleið. Unnið er að því að kortleggja brautir sem flestra hættulegra „himnasendinga". ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.