Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. september 1994
Hnmm
3
Skattpíndir bifreibaeigendur hafa þegar greitt fyrir þœr vegabœtur
sem Davíb áformar. FÍB:
Skattagleöi Davíðs
sætir mikilli furðu
Á stjórnarfundi Félags ísl. bif-
reibaeigenda í gær var harb-
lega mótmælt framkomnum
hugmyndum Davíbs Odds-
sonar forsætisráóherra um aö
auka skattlagningu á bifreiöa-
eigendur meö því aö hækka
bensíngjald um 3-4 krónur í
tengslum viö auknar vega-
framkvæmdir á næstu árum.
Stjórnin fagnar hinsvegar
áformum um auknar fram-
kvæmdir í vegamálum.
í ályktun stjórnarinnar segir
m.a. aö reynsla af sköttum sé að
þeir séu komnir til að vera og
„því eru hugmyndir forsætis-
ráöherra um aukna skatta
furöulegar í ljósi þess aö þrátt
fyrir kaupmáttarsamdrátt und-
anliðinna ára, þá eru áætlaöar
skatttekjur ríkissjóös af bifreið-
um vísitölufjöldskyldunnar
10% hærri á þessu ári en þær
voru á því síðasta."
Stjórn FÍB bendir m.a. á að ef
þessar skattahugmyndir forsæt-
isráðherra nái fram að ganga
muni þaö þýða 8% hækkun á
útsöluverði á 92ja oktana be-
sníni. Minnt er á aö tekjur ríkis-
sjóðs af bifreiðum visitölufjöl-
skyldunnar eru aö meðaltali um
173 þúsund krónur á hverja
fjölskyldu á ári.
Þá mun hluti þeirra fram-
kvæmda sem forsætisráöherra
hefur rætt um skila fljótlega rík-
legum arði meö fækkun slysa,
greiöari umferö og eldsneytis-
sparnaði. Stjórn FÍB áréttar
einnig aö samkvæmt lögum sé
Vegasjóöi ætlað aö fjármagna
vegagerð í landinu og til þess
séu sjóönum markaðir ákveðnir
tekjustofnar í formi bensín-
gjalds og þungaskatts af díselbif-
reiöum. Hinsvegar hafa for-
svarsmenn ríkissjóðs ekki hikaö
viö það á Iiðnum árum aö draga
fé úr sjóönum til alls kyns
óskyldra verkefna.
Stjórn FÍB telur að þegar betur
árar og verðþróun erlendis er
hagstæö, þá eigi almenningur
að fá að njóta þess í staö þess aö
ríkisvaldiö misnoti aöstöðuna í
sinni skattagleöi. En kostnaður
heimilanna viö rekstur fjöl-
skyldubílsins er meiri en kostn-
aðurinn við matarinnkaup.
Vitað er að bensínhækkun
kemur strax við vasa þorra al-
mennings og hefur keðjuverk-
andi áhrif á aðrar skuldbindirig-
ar. Sé litið á þær afleiðingar sem
hækkun á útsöluveröi bensíns
hefur, þá er eldsneyti um fjórð-
ungur vísitölu bifreiðarinnar
sem er tæpur fimmtungur af
vísitölu framfærslukostnaðar.
j Tímamynd CS
Oson bæklingurinn
í 20 þús. eintökum
Þegar gengið er umhverfis
bæklinginn kemur í Ijós eng-
inn annar en Össur Skarp-
héðinsson umhverfisráð-
herra. Umhverfisráöuneytið
og Hollustuvernd ríkisins
hafa gefiö út þennan bæk-
ling um ósonlagið og gróð-
urhúsaáhrifin.
Bæklingurinn er gefinn út í
20 þúsund eintökum og er
ætlunin að dreifa honum í
efstu bekkjum grunnskólans
og einnig mun hann liggja
frammi á heilsugæslustöðv-
um, sjúkrahúsum og opinber-
um þjónustustofnunum.
Tól og tceki Pressunnar flutt í húnsnœbi Eintaks. Fribrik Fribriksson:
Býst ekki við aö
tapa á Pressunni
Umhverfisráöuneyti fundar meö sveitarstjórnar-
mönnum og fleirum:
Kynnir starfsemi og
SKipulag ráðuneytisins
Umhverfisráöuneytið, rábherra
og starfsfólk þess, mun á næst-
unni funda meb forsvarsmönn-
um sveitarstjórna, formönnum
heilbrigbisnefnda, skipulags-
nefnda, byggingarnefnda og
náttúruverndanefnda, sem og
starfsmönnum nefndanna.
Ætlunin er að kynna fyrir þessum
aðilum starfsemi og skipulag ráðu-
neytisins og ræöa þá málaflokka
sem varöa sveitarfélögin sérstak-
lega.
A fundum þessum veröur gefið
yfirlit um starfsemina og upplýst
hvar leita megi upplýsinga varð-
andi umhverfismál og lýsa helstu
áherslum í umhverfismálum á
næstunni.
Fundir hafa þegar verið haldnir á
Vestfjörðum og Vesturlandi, en
þann 26. september næstkomandi
veröur fundaö á Selfossi, daginn
eftir á Höfn í Hornafirði og í fram-
haldi af því verða sveitarfélög ann-
ars staöar á landinu heimsótt. ■
Kaffileikhúsið
byrjar með „Sápu"
Opnunarverk Kaffileikshúss-
ins á komandi leikári verbur
leikritib Sápa eftir Aubi Har-
alds og verður þab frumsýnt
föstudaginn 7.október næst-
komandi.
Alls verða sex verk sýnd fram
að áramótum, en sýningar fara
fram í Hlaðvarpanum. Um-
hverfi leikhússins er mjög sér-
stakt og fara sýningar allar fram
á milli áhorfenda og þannig ku
skapast náin tengsl á milli leik-
ara og áhorfenda. Önnur verk
sem sýnd verba til áramóta eru
Alheimsleikhúsiö eftir Tennesse
Williams undir leikstjórn Hlínar
Agnarsdóttur, Boðið í leikhús
með Brynju undir leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur, Hug-
leikur, Hókus Pókus og fíll í fó-
kus og Skilaboð til Dimmu eftir
Elísabetu Jökulsdóttur.
Sýningar í Kaffileikhúsinu fara
fram á fimmtudags-, föstudags-,
og laugardagskvöldum. ■
Fribrik Friðriksson, eigandi
Pressunnar, segist bjartsýnn á
ab bera ekki fjárhagslegan
skaða af útgáfu blaðsins, en
útgáfu þess hefur verið hætt
og þab sameinað Eintaki í
nýju útgáfufélagi. Hann mun
eiga 10% í nýja félaginu.
Tvö fyrirtæki komu að útgáfu
blaðsins undir það síðasta. Ann-
ars vegar Birningur hf. sem sá
um starfsmánnahald og hins
vegar Pressan hf., sem sá um út-
gáfumálin. Friðrik selur útgáfu-
rétt, áhöld, tæki og annað til
nýs útgáfufélags, sem yfirtekur
Pressuna og Eintak. Hann segist
vonast til að þeir fjármunir
ásamt útistandandi viðskipta-
kröfum dugi til þess aö gera
reksturinn upp.
Innanstokksmunir og tæki
Pressunnar voru í gær flutt í
húsnæði Eintaks á Vesturgötu.
Nýja útgáfufélaginu, sem tekur
við rekstri vikublaðanna beggja,
hefur ekki verið gefiö nafn, en
Friörik Fribríksson. '
hópur manna undir forystu Jó-
hanns Óla Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Securitas,
mun eiga um 70% hlutafjár.
Aðrir eigendur eru Friörik Frið-
riksson með 10%, Prentsmiðjan
Oddi með 10% og Gunnar
Smári Egilsson og eigendur Ein-
taks verða með samtals 10%.
Rætt er um að hlutafé verði 40
milljónir króna.
Kristinn Albertsson, fjármála-
stjóri Pressunnar, verður fram-
kvæmdastjóri nýja útgáfufyrir-
tækisins. Gunnar Smári Egils-
son, ritstjóri Eintaks, verður
annar ritstjóra nýja blaðsins.
Karl Th. Birgisson, ritstjóri
Pressunnar, fer alfarið yfir á
tímaritið Heimsmynd, sem gef-
ið er út af Friðriki Friðrikssyni.
Hann haföi fyrir nokkru tekib
við ritstjórn Heimsmyndar
ásamt því að ritstýra Pressunni.
Eftir því sem næst var komist í
gær hafði nýtt hlutafélag um út-
gáfuna ekki verið stofnað í gær,
en nýtt blaö kemur væntanlega
út tvisvar í viku til að byrja með.
Hugmyndir eru uppi um útgáfu
dagblaðs en það mun ekki verða
fyrst um sinn.
s
Allt á subu innan Alþýbuflokksins vegna Cubmundar Arna:
„Krabbameinið"
Formabur Alþýbuflokksins ligg-
ur nú undir feldi og reynir aö
finna ráb vegna þeirrar gífurlegu
gagnrýni sem Guömundur Árni
Stefánsson félagsmálarábherra
hefur fengiö á sig vegna embætt-
isfærslna sinna, bæöi sem bæjar-
stjóri Hafnarfjarbar og heil-
brigbisrábherra.
Ekki liggur fyrir hvort formaður-
inn muni taka af skarið í máli
varaformannsins en samkvæmt
heimildum Tímans er lagt að hon-
um innan flokksins aö taka málib
föstum tökum.
Mikill taugatitringur er innan Al-
þýöuflokksins vegna málsins og
eru margir flokksmenn undrandi á
fálmkenndum svörum félagsmála-
rábherrans og segja að málið hafi
stigmagnast og náö hámarki eftir
að skýrsla endurskoöendanna úr
Reykjavík hafi verið birt. Flestir
sem Tíminn ræddi við voru sam-
mála um að mál Guðmundar Árna
hafi smám saman magnast. Allt
frá því að hann þábi fyrst biðlaun
sem fyrrverandi bæjarstjóri Hafn-
arfjarbar og til þess aö hann svar-
abi skýrslu endurskoðendanna
hafi svo mikið gengið á að nú sé
nóg komið. Áhrifamaöur í Alþýðu-
flokknum sem blaðið ræddi við í
gær orbaöi þaö svo að í raun og
veru ætti að vera hægt ab svara öll-
um þessum ásökunum með ein-
földum hætti, nema kannski rábn-
ingu Björns Önundarsonar, en
ráðherrann virtist vera farinn á
breibist út
taugum og ekki fær um að svara af
yfirvegun. Annar lýsti þessu máli
eins og krabbameini sem breiddist
út meö miklum hraða og að for-
maður flokksins yrði ab taka á
málinu af festu.
Af samtölum við Alþýbuflokks-
menn síödegis í gær mátti rába að
ummæli þeirra sjálfstæðisþing-
manna, Egils Jónssonar og Björna
Bjarnasonar í DV í gær, aö mál
Guðmundar Árna væri komið á
þaö stig að það skaöaði ríkisstjórn-
ina í heild sinni, hafi verið eins og
olía á eld. Ólíklegt er aö Björn
Bjarnason, sem er þungavigtar-
maöur í þingflokki Sjálfstæöis-
flokksins, láti hafa eftir sér um-
mæli af þessu tagi nema í samrábi
viö forsætisráðherra.
En formaöur Alþýðuflokksins
ígrundar málib enn undir feldi og
það er sennilega mest undir hon-
um komiö hver verður pólitísk
framtíö Guðmundar Árna Stefáns-
sonar. ■