Tíminn - 24.09.1994, Síða 2

Tíminn - 24.09.1994, Síða 2
2 Laugardagur 24. september 1994 Erró í Hafnarhúsib Hjá Reykjavíkurborg eru uppi hugmyndir um ab taka hluta Hafnarhússins undir Listasafn Reykjavíkur og koma þar mebal annars fyrir þeim verkum Er- rós, sem fyrrverandi borgar- stjórn ætlaði sérstakt Erró-safn að Korpúlfsstöðum undir, aö lokinni umfangsmikilli viögerö og endurbyggingu húsakosts þar. Tíminn hefur heimildir fyrir því ab rætt sé um að taka fyrstu tvær hæðir hússins undir starfsemi Listasafns Reykjavíkur, en eftir nauösynlegar endurbætur yrbi þar um ab ræba tæplega 2 þúsund fermetra grunnflöt. Brábabirgða- tölur um kostnað vib að gera þessar tvær hæbir tilbúnar til inn- réttingar hljóba upp á 200 millj- ónir króna. Reykjavíkurhöfn er eigandi Hafnarhúsiö í Reykjavík. Hafnarhússins og nýtir nú sjálf smáhluta af jarbhæð hússins, um hálfa fjórðu hæb og svo þá fimmtu sem er langminnst að grunnfleti. Félags- og samgöngu- málaráðuneytib er á fjórbu hæö hússins, í austurendanum. Dag- vist barna er á verulegum hluta þriðju hæðar, en miklar geymslur eru líka í húsinu, svo og annaö rými sem hefur takmarkab nota- gildi eins og er. Fyrir nokkrum misserum var mikið um það rætt að gera Hafn- arhúsið að verslunarmiöstöb, ekki síst í ljósi þess að í miðbæinn vantaði stórmarkað meb matvöru og þess háttar. Þær hugmyndir eru úr sögunni, að sögn kunnugra sem benda á aö það sé ekki hús- næðisskortur í miðbænum sem hafi staðið í vegi fyrir stórmarkabi þar. / ■ Foreldrafélag Austurbœjarskóla krefst þess ab abstöbu heilsdagsskólans veröi lokab: Ekki börnum bjóöandi Foreldra- og kennarafélag Austurbæjarskóla krefst þess að bráðabirgðaaðstöðu heils- dagsskólans verbi lokað þar sem húsnæðið sé algerlega óvibunandi. Félagib lýsir yfir undrun sinni á því hvernig undirbúningi fyrir skólastarf vetrarins var háttað. í ályktun sem samþykkt var á fundi félagsins í fyrrakvöld segir að skólinn hafi verið al- gerlega vanbúinn til að taka á móti börnum í heilsdagsvistun þegar þau mættu í skólann í haust. Sú bráðabirgðaaðstaða sem síðan hafi verib tekin í notkun sé fullkomlega óvið- unandi, auk þess að vera á kostnað annarra barna í skól- anum. Foreldrafélagið ályktar því að nauðsynlegt sé að loka þeirri aðstöðu þangað til við- unandi lausn fáist á málinu. Á fundinum samþykkti Alfreð Eyjólfsson skólastjóri kröfu foreldra um að loka aðstöb- unni og sagðist gera það innan tveggja vikna. Steinunn Jóhannesdóttir, sem sæti á í foreldraráði Aust- urbæjarskóla, segir ab aðstað- an sem börnunum sé boðin upp á sé salur á háalofti skól- ans sem hafi verið notaöur sem matar- og félagsabstaða eldri nemenda. „Þab er í raun engum börnum bjóðandi upp á þessa aðstöbu, hvorki þeim eldri né þeim yngri. Hreinlæt- isaðstaða þar er mjög bágborin og ég efast um að heilbrigðis- yfirvöld myndu samþykkja hana. Rafmagnsmál eru líka í ólestri í þessum sal þar sem 30- 40 börn áttu að dvelja í einu. Ég á sjálf sex ára stúlku sem er að byrja sína skólagöngu og ég get ekki hugsað mér að láta hana dvelja þarna þótt ég hafi veriö á biðlista síðan í vor; Ég ætla ekki að taka þá áhættu að eyðileggja afstöðu barnsins til skólans með því að láta hana lenda í því að vera rekin eins og lamb í rétt í svona fullkom- lega óviðunandi gæslu." Steinunn jóhannesdóttir í foreldrarábi Austurbœjarskóla. Júlíus Sigurbjörnsson, deild- arstjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, sagði í Tímanum fyrr í haust að ein ástæða þess að málefni heilsdagsskólans í Austurbæjarskóla væru í ólestri væri sú að foreldrar hefðu ekki svarað fyrr en í haust hvort þeir óskuðu eftir þjónustu hans. Steinunn vísar þessu alfarið á bug. „Það voru 70 til 80 foreldrar sem svöruðu strax í vor, þannig að þab er fullkomlega rangt að ekki hafi veriö vitab um þörfina. Ein- hver börn hafa bæst við í haust en það er alrangt að for- eldrar hafi ekki tekið við sér," segir Steinunn. ■ Nýtt dagblab í stab Eintaks og Pressunnar: Páll og Gunnar Smári í rit- stjórastólana Nýtt dagblað veröur stofnað á rústum Eintaks og Pressunnar innan skamms. Ritstjórar blaðsins verba þeir félagar Gunnar Smári Egilson, ritstjóri Eintaks, og Páll Magnússon, fyrrv. sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Ekki fengust upplýsing- ar um það hvort blaðib muni koma út á morgnana eða síðdegis eða hvort þab verður „Gul pressa" eða eitthvað annað. ■ Starfsmenn nýja dagblabsins ab koma sér fyrir á ritstjórninni í gœr. -Tímamynd GS * Ó P Ý R A R FRYSTIKISTUR, KÆLI - OG FRYSTISKÁPAR* VESTFROST A FRABÆRU VERÐI VERÐFRÁ- ^ 37.81° stgr. \ Frystikistur í mörgum stœrðum Yfir 25 ára reynsla á íslandi. Niðurfall í botni fyrir afþíðingu óryggisrofar v/hitabreytinga og barna Sparnaðarstilling - djúpfrystirofi Ljós í ioki Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð Úrval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœr pressur í sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstri opnun • Djúpfrystirofi — öryggisrofi • Danfoss kerfi OGJ&33 • FAXAFíN 12 • SlMI 38000 • •ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, KÆLI - OG FRYSTISKÁPAR* Engin lausn í sjónmáli á húsnœbisvanda Austur- bœjarskóla. Júlíus Sigur- björnsson: Foreldrar sýni um- burðarlyndi Júlíus Sigurbjörnsson, deildar- stjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, segir ab ennþá sé engin lausn fundin á húsnæð- isvanda Austurbæjarskóla. Hann segist ekki skilja kröfu foreldra um að bráöabirgba- húsnæðinu verði lokað enda sé það foreldrum í sjálfsvald sett hvort þeir láti börn sín dvelja þar eða ekki. Júlíus tel- ur skorta á umburöarlyndi foreldra. Júlíus telur bráðabirgðahús- næði heilsdagsskólans í Austur- bæjarskóla ekki vera óviðun- andi eins og foreldrar halda fram. „Húsnæöið er ekki eins slæmt og af er látið. Það er alveg klárt að þetta er ekki húsnæði til frambúðar enda er þar ýmislegt sem betur mætti fara. Þetta er þó húsnæði sem unglingarnir hafa gert sér ab góbu og haft af- not af athugasemdalaust af öll- um yfirvöldum. í sjálfu sér er ekkert öbruvísi að nota hús- næðib fyrir yngri börnin en þau eldri því allir nemendur eiga sama rétt til þokkalegs húsnæð- is." Júlíus segir að sér finnist skrýt- ið að foreldrar krefjist þess að bráðabirgðahúsnæðinu verði lokað þangað til betri lausn finnist. „Foreldrarnir eru að krefjast þess að skólastjórinn sendi börnin heim. Þetta er auð- vitað alveg fráheyrð krafa því það er foreldranna að ráða því hvar börnin eru staðsett. Ef frí- viljugt tilboð skólans er þannig að foreldrarnir geta ekki hugsaö sér ab taka því þá er það þeirra að ákveða það. Það er ekki skylda að veita þessa þjónustu og það er ekki hægt að gera kröfu til þess að þetta risavaxna verkefni sé fullskapað eftir einn vetur." ■ Kjarasamningar: Sjómenn semja til ársloka 1995 í fyrradag var undirritabur kjarasamningur á milli Sjó- mannasambands íslands og Landssambands ísl. útvegs- manna og gildir samningurinn til ársloka 1995. Engar beinar kauphækkanir eru í þessum samningi en helstu atriöi hans eru þau að eldri kjarasamn- ingur er framlengdur meö við- auka er lýtur aö ýmsum sérkjara- atribum. Þar á mebal er samning- ur um rækjuveibar þegar afli er frystur um borb, söltun um borð í togara, einnig þegar afli er frystur eða saltaður um borb í línu- og netabátum, um síldveibar og síld- arfrystingu á frystitogara, humar- frystingu í bátum, tveggja skipa botnfiskveiöar með einu trolli og þegar loðna er fryst um borb í frystitogara. Þessu til viðbótar voru gerðar nokkrar lagfæringar og breytingar á eldri samningi. Hinsvegar er enn ólokið gerb kjarasamninga á milli LÍÚ og Vél- stjórafélags íslands og Farmanna- og fiskimannasambandsins. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.