Tíminn - 24.09.1994, Qupperneq 5

Tíminn - 24.09.1994, Qupperneq 5
^(3(3 [■ Laugardagur 24. september 1994 Mmi 5 ísland í 10. sæti Tímamynd CS Valgeröur Sverrisdóttir skrifar Nú að loknum kosningum í Svíþjóð eru 40% þingmanna þar í landi konur. í Nor- egi er hlutfallið nánast það sama, eða 39%, og í Finnlandi er það 39,5%. Þegar þetta er skrifað, liggur ekki fyrir endanleg skipting þingsæta í Danmörku. Á Alþingi Islendinga eru um 25% þing- manna konur og samkvæmt fréttum fjöl- miðla síðustu daga erum við í 10. sæti hvað snertir fjölda kvenna á þjóöþingi. Hvort það er viðunandi ástand eru kannski ekki allir sammála um, þó tel ég aö fleiri telji þaö slaka frammistöðu. Það er a.m.k. ljóst aö borið saman viö hin Norðurlöndin er hlutfall kvenna allt of lágt hér. „Svart-hvít" pólitísk umræba Senn líður að kosningum og vonandi rætist úr hvað þetta snertir. Ég óttast þó að ekki miði verulega í þá átt að fjölga konum á þingi. Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvers vegna við íslendingar erum svo langt á eftir. nágrannaþjóðum okkar hvað þetta snertir. Ég hef oft haldið því fram aö ástæðan sé m.a. sú, að pólitísk umræöa hér á landi er óeblilega „svart-hvít" og virkar því ekki áhugaverð fyrir konur. Ég las nýlega grein í norska blabinu „Af- tenposten", þar sem einn ritstjóranna (kona) var að velta fyrir sér hvers vegna konur væru neikvæðari en karlar gagn- vart aðild Noregs að Evrópusambandinu og líka hvers vegna þær væru meira efins. Hennar niðurstaða var sú, að konur væru áhugasamari um mjúk málefni. Þær vissu hvað þær heföu, en væru óvissar um hvað þær fengju. Það væri eðli kvenna að efast, vega og meta og komast síðan að niöurstöðu. Það væri hins vegar dæmi- gert fyrir karlmenn aö segja strax já eða nei. Þessu er ég algjörlega sammála, og þetta styrkir mig í þeirri skoðun ab konur laðist ekki að pólitísku starfi vegna þess að þeim finnist umræðan allt of „svart-hvít". Ástæða þess að svo er, er m.a. sú að karl- ar hafa fram undir þetta verið yfirgnæf- andi í pólitískri umræöu með sína ein- strengingslegu framsetningu. Auk þess má nefna að hér á landi höfum við átt því að venjast ab meirihlutastjórnir sitji að völdum. Skoðanaskipti á Alþingi hafa því allt of mikiö skipst þannig að stjórnar- sinnar segja já og stjórnarandstaba segir nei. Málefnin eru annað hvort frábærlega góð og nauðsynleg fyrir þjóðarhag eða al- gjörlega óásættanleg og stórskaðleg fyrir þjóðina. Konur trúa einfaldlega ekki á svona pólitík. Þær hafa ekki áhuga á að taka þátt í þessum leik. Ab fá örugg sæti á listum Nú ætla ég ekki að halda því fram að ástæða þess aö konur eru færri á þingi hér en í nágrannalöndunum sé eingöngu sú að konur hafi ekki áhuga á að taka þátt í pólitísku starfi. Aö sjálfsögðu kemur þar fleira til, eins og t.d. það, ab það er ekki fljótlegt eða auðsótt aö fá örugg sæti á listum stjórnmálaflokkanna. Þar eru margif karíar fyrir, sem lengi hafa gengið með þingmanninn í maganum og telja sig „veröskulda" eitt og annað vegna „óeigingjarnra starfa fyrir flokkinn í fjölda ára" o.s.frv. Margir flokkar á hinum Norðurlöndun- um hafa tekið upp kvótakerfi til þess að bæta stöbu kvenna. Þetta hafa kratar gert, bæbi í Svíþjób og Noregi, og er ekki að sjá annað en að það hafi gefið góða raun. A.m.k. eru þetta langstærstu flokkarnir í þessum löndum. Fyrirkomulagið er þann- ig, að listarnir eru skipaöir konum og körlum til skiptis. Þessi abferð hefur eitt- hvab verið rædd innan stjórnmálaflokk- anna hér, en ekki þótt áhugaverð (ab mati þeirra sem ráða — þ.e.a.s. karla). Kjördæmaskipan Þegar ég tók sæti á Alþingi árið 1987, ásamt 6 öörum nýjum kvenþingmönn- um, höfðu 17 konur áöur tekiö sæti á Al- þingi sem aðalmenn. Framsóknarflokkur- inn hafbi ekki átt konu á þingi í meira en 30 ár, en hann var þá eini þingflokkurinn sem var eingöngu skipaður körlum. Núna sitja tvær konur á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn af 13 þingmönnum hans, og er það hlutfallslega sama staða og hjá Sjálf- stæðisflokknum. Hjá öbrum flokkum er hlutfall kvenna hærra. Það hefur verib bent á að sú kjördæmaskipan, sem gildir, sé óheppi- leg meb tilliti til kvenna. Jafnréttisþing, sem haldið var 14. og 15. október 1993, sam- þykkti áskorun til stjórnvalda varðandi endurskoðun á kjör- dæmaskipan og kosningareglum. Álykt- unin hljóðar svo: „Jafnréttisþing haldið 14. og 15. október 1993 skorár á Alþingi að fram fari endurskoðun á ákvæðum laga er varða kjördæmaskipun og kosn- ingareglur meb það að markmiði að fjölga konum á Alþingi." Skoðun sumra er sú að þar sem þaö er al- gengt hér á landi, að stjórnmálaflokkar eiga einungis einn þingmann í kjördæmi, feli þab í sér ab erfitt sé að ná fram jöfn- ubi milli kynja. Þurfum viö Kvennalistann? Það, sem er mér ofarlega í huga þegar komið er að því að raðað verði upp á lista stjórnmálaflokkanna fyrir næstu kosn- ingar, er hvort vib ætlum að taka okkur á í „fjórflokkunum" eba láta Kvennalistann sjá um að við höldum 10. sætinu. Eða eig- um við að hafa meiri metnab? Ég vona að framsóknarmenn hafi meiri metnað en svo ab þeir telji núverandi ástand viöun- andi. Nú hef ég ekki á móti Kvennalistanum sem slíkum. Hann hefur gert mikið gagn. Bæði hvab það snertir aö ýta á konur að fara út í pólitík og líka til þess ab skapa hér betra þjóðfélag. Kvennalistinn var hins vegar stofnsettur með þab fyrir aug- um að hann yrði lagbur niður þegar hans gerðist ekki lengur þörf. Þab má því segja að tilvist hans sé á valdi okkar hinna. í sumar var haldin mikil ráðstefna í Ábo í Finnlandi, þar sem aöalviðfangsefnið var jafnréttismál. Ég sat ráðstefnu, sem haldin var á vegum norrænu ráöherra- nefndarinnar þessa daga. Þar kom margt áhugavert fram, sem verið er að gera á hinum Noröurlöndunum í átt til jafnrétt- is. Það, sem var nýr tónn í umræðunni, var ab það þyrfti ab fá karla með konum í baráttuna. Þetta væri ekki einungis mál- efni kvenna. Þetta met ég sem rök gegn tilvist Kvennalistans. Það-að karlar og konur þurfi að vinna saman að málefnum til þess ab árangur náist. Aö lokum Það hníga því öll rök í þá átt, aö þjóðfé- lagslega sé það best að innan stjórnmála- flokkanna starfi konur og karlar hlið við hlið á jafnréttisgrundvelli. Það reynir á það á næstu mánubum hvort konur fá tækifæri innan gömlu flokkanna. Geri þær það ekki, eflist Kvennalistinn. Sú þróun sem verður að eiga sér stað, að pólitísk umræða breytist og verði áhuga- verbari fyrir konur, mun verða hægari en ella. Þá munum við áfram búa við „svart- hvíta" pólitíska umræðu og aðskilnaðar- stefnu í félagslegri uppbyggingu lýöræð- isins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.