Tíminn - 24.09.1994, Qupperneq 15

Tíminn - 24.09.1994, Qupperneq 15
Laugardagur 24. september 1994 15 Gissur Pálsson fyrrverandi rafvirkjameistari Góðu dagsverki afa míns er lok- ið. Þegar hann gekk til náða, gat hann með velþóknun litið yfir farinn veg. Við, sem eftir erum — afkomendur, vinir, samherj- ar og samferðamenn — lútum höfði í djúpri þökk fyrir framlag hans. Við erum líka ánægð með að hann hefur fengið hvíldina, sem hann þráði orðið heitt, en við vitum að vafalítið hefur hann nú tekið til nýrra starfa í öðrum heimkynnum. Aðgeröa- leysið átti ekki við hann. Aðdáunarverðastir þeirra, sem leggja framfaramálum í þágu al- mennings lið, er fólkið sem er sístarfandi að málstaðnum ein- um, en lætur ekki hagnaðarvon- ir og persónulegan frama ráða ferð. Hjá því er starfið sjálft umbun og eftirsókn eftir aukn- um metorðum engin. Sem betur fer hefur ísland alið marga slíka menn og afi var einn þeirra. Ég hygg að seint verði fullþakkað framlag hans til vaxtar og við- gangs Leikfélags Reykjavíkur, þar sem hann með öðrum störf- um vann sem ljósameistari í tugi ára. Félagar hans þaðan hafa sannarlega metið óeigin- gjarnt starf hans, m.a. með því að gera hann að heiðursfélaga Leikfélagsins, og sýnt honum þakklæti sitt með ýmsum hætti, sem fjölskylda hans hefur tekið eftir, notið og þakkar. Glæsileg leiksýning verður ekki til nema með samstarfi margra aðila. Lýsing og hljóð gegna miklu hlutverki við að kalla fram áhrif í leiksýningu. Eina sögu heyrði ég af afa, þegar hann fyrir bráðum 40 árum var að taka upp óveðurshljóð vegna leiksýningar. Sat hann þá klukkustundum saman með ófullkomið segulband í nýupp- steyptu húsi, sem foreldrar mín- ir voru að byggja í Kópavogi, og vindur og regn gnaubuðu inn um óbyrgba glugga. Áhrifin í leiksýningu, sem slík vinna framkallaði, var honum næg umbun fyrir starfið. Lærdóms- ríkt væri fyrir hámenntaða leik- tæknifræðinga að skoða og kynnast tækjum þeim sem afi notaði við sýningarnar, tæki DAGBOK IVJUVLAJUVJVAJWVJVUl Lauqardaqur 14 september X 267. dagur ársins - 98 dagar eftir. 38. vika Sólris kl. 7.15 sólarlag kl. 19.20 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Danskennslan hefst kl. 13 í dag fyrir byrjendur og kl. 14.30 fyrir lengra komna. Kennt er í Risinu, Hverfisgötu 105. Dagskrá sunnudagsins: Aðal- fundur bridsdeildar FEB verður haldin kl. 13 í Risinu. Spilaður tvímenningur eftir fund. Kl. 14 stjórnar Guðmundur Guðjóns- son félagsvist í Risinu. Dansað í Goðheimum kl. 20. Skrásetning í leikfimi, föndur, framsögn og ferð að Kirkjubæj- arklaustri á skrifstofu félagsins, s. 28812. sem hann smíðaði mörg hver sjálfur af eigin hugviti. Starf afa að bindindismálum í landinu var honum lík ástríba og starfið að leiklistinni. Minn- isvarðar um þann hluta starfs- ævi hans eru margir og þeir mikilvægustu eru vitaskuld hin- ir fjölmörgu einstaklingar, sem t MINNING hefur verið bjargað úr helgreip- um áfengisins vegna starfa bindindishreyfingarinnar. Þús- undir manna flykkjast nú á hverju ári á bindindismótið í Galtalækjarskógi. Afi var móts- stjóri þeirra hátíða fyrstu árin og ég minnist ferðar í Galtalækjar- skóg fyrir tæpum 30 árum, þeg- ar ég fór með honum ásamt föð- ur mínum að skoba svæðið í fyrsta skipti. Þjóbin inat þetta starf afa að bindindismálum með því að sæma hann riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu og honum þótti afar vænt um það. Ástríkt hjónaband afa og ömmu, Sigþrúbar Pétursdóttur sem lést árið 1977, og hin flóknu fjölskyldutengsl, sem þau mynduðu meb hjónabandi sínu, og hvernig þau meb nær- gætni, tilfinningu og skilningi meðhöndluðu þau mál, gera þau enn eftirminnilegri en ella Félag eldri borgara Kópavogi Vegna vígslu Digraneskirkju verður spilavistin, sem átti að vera á sunnudag, í dag, laugar- dag, kl. 15. Húsib öllum opið. Hana-nú Kópavogi Mánudaginn 26. sept. kl. 17 verbur fundur í Félagsheimilinu Gjábakka í Kópavogi. Fundar- efni er vetrardagskrá Frístunda- hópsins Hana- nú. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir. Sólkveöjuhátíb ísfiröingafélagsins ísfirðingafélagiö í Reykjavík (og um land allt) bryddar upp á því nýmæli í starfsemi sinni að efna til eins konar sólkveðjuhátíðar á morgun, sunnudaginn 25. sept., í Eden í Hverageröi. Þar verður m.a. boðið upp á kaffihlaðborb (verð kr. 500 og ókeypis fyrir fé- lagsmenn), tónlistarflutning og eldri ísfirðingar flytja stutt ávörp. Borðapantanir í síma 98- 34901 (Eden) í dag, laugardag, kl. 10-19. Fráteknum borðum rábstafað á ný, ef gestir eru ekki mættir kl. 15.15. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 25. sept. kl. 14 hefjast aftur kvikmyndasýning- ar fyrir börn í Norræna húsinu. Sýndar verða tvær norskar myndir, „Herremannsbruden", og kynnin við þau lærdómsrík- ari. En hvernig var hann mér sem afi? Ef ég lýsi Gissuri afa mín- um, detta mér fyrst í hug þrjú orð: heiðarleiki, sjálfsagi og framsýni. Engan hef ég þekkt, sem heiðarleiki og skilvísi í sam- skiptum við fólk eiga betur vib en afa. Sjálfsaginn, nákvæmnin og skipuiagsgáfan birtist í öllum hans störfum. Hann átti alltaf tíma til að gera allt vel og hvergi var höndum kastað til verka. Þetta gerði hann að þeim frá- bæra verkmanni sem hann var, og þessar kröfur gerði hann til þeirra sem með honum unnu. Framsýnin birtist svo í því að helga sig rafmagninu, sem í upphafi aldar, þegar hann velur sér starfsvettvang, var framandi og nánast ósnert viðfangsefni. Fyrir utan þessa þætti var hann mér sem hinn trausti afi, sem hlustaði, styrkti og veitti góð ráð. Hann ræddi málin og fékk ungan manninn, sem ávallt þóttist hafa skýr svör á reiðum höndum, til að skilja ab heim- urinn væri ekki bara svartur og hvítur. Nú er hann allur, þessi sérstaki maður sem helgaði sig jafn ólík- um verkefnum og leiklist, bind- indi og rafmagni. Rafmagninu vegna þess að þab tilheyrði framtíðinni, bindindinu vegna þess ab engum tíma og fjármun- um er eins illa varið og þeim sem eytt er í öl- og vínþamb, fyrir utan alla óhamingjuna sem slíkt hefur oft í för meb sér, og leiklistinni vegna þess að þar sinna menn göfugri, eflandi list og skemmta sér og öðrum. Ég trúi því að þessar séu ástæðurn- ar fyrir vali afa á viðfangsefnum lífsins. Afi var orðinn þreyttur á lífs- göngunni og þráði hvíldina. Hann þurfti mikla umönnun undir það síöasta, sem einkum Sigrún frænka mín annaðist öðrum fremur og ég þakka henni fyrir af heilum hug. Ég bið Guð að varðveita minn- ingu afa míns og vera honum sí- fellt nálægur. Gissur Péturssoti gerð eftir þekktu norsku ævin- týri úr safni Asbjornsens og Mo- es, og „Sjuende far i huset", brúðumynd gerð af Ivo Caprino. Aðgangur er ókeypis að kvik- myndasýningunni. Kvikmynda- sýningar verða áfram á sunnu- dögum kl. 14. Furðuleikhúsiö frumsýnir „Hlini kóngsson" Sunnudaginn 25. sept. frum- sýnir Furðuleikhúsið íslenska ævintýrið „Hlini kóngsson" í Tónabæ kl. 17. Sýningin mun fara á leikskólana á höfuðborg- arsvæðinu í vetur. Hún tekur um 25 mín. í flutningi og leikar- ar em þrír: Margrét Kr. Péturs- dóttir, Olöf Sverrisdóttir og Egg- ert Kaaber. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Fjölskyldutónleikar Lúörasveitar Reykjavíkur Lúðrasveit Reykjavíkur hefur starf sitt á þessu hausti meb fjöl- skyldutónleikum í Ráöhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnu- dag, kl. 15. Slíkir fjölskyldutón- leikar veröa mánaðarlega í vetur og er öllum heimill ókeypis að- gangur. Efnisskrá tónleikanna verbur af léttara taginu: þekkt dægurlög og djasssveifla ásamt klassískum verkum úr söngleikj- um og óperum. Semsagt tónlist vib allra hæfi. Fréttlr í vikulok Banaslys í Sundahöfn Einn maður Iést og tveir slösuöust í vinnuslysi í Sundahöfn í fyrradag. Mennirnir voru að skipta um dekk á stórum lyftara, þegar felgan sprakk vegna bilunar. Umdeildur vegaskattur Davíð Oddsson forsætisráðherra hyggst hækka bensíngjald um 3-4 krónur, í tengslum vib auknar vegaframkvæmdir á næstu árum. Bæði ASI og Félag ísl. bifreiðaeigenda mótmæla þessum hugmyndum harðlega. Pressan og Eintak í eina sæng Búið er ab sameina vikublöðin tvö, Pressuna og Eintak. Gunn- ar Smári Egilsson, fv. ritstjóri Eintaks, verður ritstjóri nýja blaðsins, sem mun koma út tvisvar í viku. Kostnaöur Félagsmálastofnunar eykst Skjólstæðingum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur hefur fjölg- að um 800 á tveimur árum og er útlit fyrir að fjárhagsaðstobin verði 85% hærri í ár en fyrir tveimur árum. Úrsögn Jóhönnu úr Alþýbuflokknum Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum félagsmálarábherra, sagði sig formlega úr Alþýðuflokknum í vikunni. Fullvíst er talib að hún muni fara fram sér fyrir næstu alþingiskosningar, en enn hefur ekki verið ákvebið hverjir verða með henni á lista. Löt lömb ' Fallþungi dilka á Norðaustur- og Austurlandi er heldur minni í ár en vanalega, þrátt fyrir einmunatíð í sumar. Sett hefur ver- ið fram sú tilgáta að vegna hitanna hafi lömbin haldið sem mest kyrm fyrir, í stað þess ab næra sig. Sem sagt löt lömb. Banaslys á Vatnajökli Banaslys varð á Vatnajökli um síðustu helgi, þegar þýsk kona ók á vélsleða ofan í sprungu. Þetta er eitt af mörgum slysum sem erlendir ferðamenn hafa lent í í sumar, og tala aðilar í ferbaþjónustu um ab öryggi ferðamanna sé víða ábótavant. Slæm fjárhagsstaöa Hafnarfjaröar Heildarskuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar nema 5 milljörðum króna, skv. skýrslu sem Löggiltir endurskoðendur hf. hafa gert. Hafnarfjörður er því í hópi skuldsettustu bæjarfélaga landsins. Félagsmálaráöherra tæpur? Gubmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra verbur æ valtari í sessi eftir ásakanir um vafasamar stöðuveitingar og mögulega spillingu. Sú krafa hefur komið fram að hann segi af sér. Reynt ab skemma fyrir sölu á lambakjöti Samtök, sem kalla sig Umhverfissamtök íslands, hafa með bréfaskriftum reynt ab koma í veg fyrir markaðssetningu ís- lensks lambakjöts erlendis. Samtökin segja að íslenskt lamba- kjöt sé ekki lífræn framleiösla, vegna áburöar- og lyfjanotkun- ar landans. Slysahætta vib Austurbæjarskóla Nokkur minniháttar slys hafa orðið á lóð Austurbæjarskóla í sumar. Unnib er að breytingum á skólanum, m.a. með stór- virkum vinnuvélum, og eru foreldrar barnanna afar óhressir með verktilhögun.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.