Tíminn - 08.10.1994, Side 10

Tíminn - 08.10.1994, Side 10
10 Laugardagur 8. október 1994 Hagvrðingaþáttur Gestur í Vík sendir botn og lætur fylgja með skír- skotun í ágæta vísu. Fer sending hans hér á eftir: Fyrripartur Tímans: Út um grundir ísafróns iðka stundagaman. Botn: Bitlingshundar Beina-Jóns bljúgir funda saman. Samanber þessa vísu: Af Beina-Jóni Vini bein þó veitt'ann ör — en víniö hreina öðrum bauð — bólgna meinin, kreppir kjör, koma steinar fyrir brauð. Kristinn Gísli Magnússon botnar einnig fyrripartinn eftir kúnstarinnar reglum: Kyssir hrundir karl til nóns, kannski hundruð saman. Gylling Halur víkur hugsun frá, hefur spillinguna. Guðmundur Ámi eflaust má efla gyllinguna. Aðalsteinn Ólafsson á Akureyri sendir eftirfarandi vísur: Óholl fæða Ekkert lœrt til gagns hér geta gamlir hreystimenn, hangiket og hákarl éta, helvítin lifa enn. Götufrétt úr Reykjavík Að sunnan við heyrum þann Salómonsdóm, þið sannlega jafnréttis njótið. Efstelpumar berjast á strœtum með klóm skal strákunum henda í grjótið. Framtíðarsýn Ljós finnst mér að leiðin sé, lygnir málin flœkja. Æðstu menn hjá ESB auðlindimar sœkja. Að lokum dýr hvatning til þeirra sem unna ljóða- gerð. Bragarsmiðir eru beðnir að senda þættinum stökur, í stað þess að vera skúffuskáld sem ekki þora að leyfa öörum að lesa hugarsmíðar sínar: Hvatning Leysum, bróðir, léttan óð lífs úr tjóðurbandi. Forðum þjóðin þuldi Ijóð í þessu góða landi. Heims á gmnd efgrimm var stund gafst þó undansláttur; hal og spmndi létti lund Ijóða-bundinn þáttur. Þennan geymum þjóðarseim; þýðan hreim í Ijóðum. Aldrei gleymum arfi þeim á okkar heimaslóðum. Búi Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Vellyktandi og illalykt- andi karlar (og konur) Snyrtivörur fyrir karlmenn eru orbnar fyrirferðarmiklar á markaði en eru notaðar af lít- illi kunnáttu, að því er snyrtileg kona telur og leggur þá spurningu fyrir Heiðar hvort ekki sé full þörf á því að kenna körlum að nota þær snyrtivörur sem þeim eru ætlaðar og oft eru keyptar af kon- um til að gefa karlmönnum. En leiðarvísa vantar. Heibar: Flest herrasnyrtivörufyr- irtæki, sem eru orðin mjög mörg í dag, eru meö þennan venjulega rakspíra sem íslenskir karlmenn baða andlitin upp úr. Síðan eru þau með balm, eða nokkurs kon- ar krem, sem borið er á húðina eftir rakstur og er mýkra og gott fyrir viðkvæma húð sem illa þolir spírann, en gerir sama gagn. Sumir karlmenn þola þetta illa og þá er hægt að fá krem sem varnar að húðin þorni. Eau de toilette fyrir karla er allt annar hlutur, það er steinkvatn og karlmenn eiga að nota það ná- kvæmlega eins og konur. Bera það á bak við eyrun og í olnboga- bótina, en alls ekki maka því á sig eins og rakspíra. Flestar línur hafa einnig baðgel og baðsápur og allt með sömu lykt. En er karlar vilja vera flott á því og nota rakspíra, eau de toilette, sápu, sjampó og alit þaö í sömu lyktarlínunni, er hætt við að hún verði heldur sterk og svo bætist kannski svita- lyktareyðir við. Ef svona línumenn sleppa rak- spíranum, en nota rakakrem í staðinn, ilma þeir öllu skár. Fyrir suma er alveg nóg að nota aðeins góða ilmsápu eða baðgel. Hóf og óhóf Sumir karlar vilja ekki nota neitt, ekki einu sinni Old Spice, og finnst öll ilmefni tildursleg. En svo erum við íslendingar ailtaf of- boðsfólk og notum hlutina í óhófi. Það er dálítið leiöinlegt að fara á veitingastað í dag og finna ekki þessa gömlu góðu ilmvatnslykt kvenna, vegna þess að þegar mað- ur kemur inn er gengið inn í rak- Hér er veriö aö auglýsa karlailm, sem konur vilja gjarnan líka nota. spíraskýið. Mættu karlmenn að- eins fára að huga aö því hvernig þeir nota snyrtivörur og ilmefni. Einstaka fyhrtæki eru farin að framleiða perfume fyrir karla. En ég vil meina að konur eigi að eiga áfram einkarétt á fínustu og bestu ilmefnunum og bera með sér hinn höfuga, seiðandi ilm sem perfumið er. Einföld skilgreining á ilmefnum er að ilmvatn eða perfume er al- gjörlega óblandað, ilmefni hreint Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Mocy'* f Towor Rccord* / CalvinKteín \ ' a new fragronce for c mon or o womon CaWin Klein framleiöir sömu ilmefni fyrir konur og karla. og tært. Síðan kemur næsti styrk- leiki, sem er eau de perfume og perfume de toilette. Þá er búið að þynna ilmefniö um það bil 30% með vínanda. Þegar komið er út í eau de toilette er búið að þynna efnin um 60 af hundraði með vínanda. Svo kemur eau de co- logne og þá er þynningin orðin 100% með vínanda og vatni. Þaö er núna að fara af markaðnum, því það gefur afskaplega lítinn ilm. Munurinn Talsverður munur er á ilmefnum sem ætluð eru körlum og þeim sem konur nota. En munurinn er alltaf að minnka og er t.d. Calvin Klein núna að markaðssetja í Bandríkjunum unisex-ilm, sem er að slá í gegn og er ætlaður konum jafnt sem körlum. Hægt er að fá þennan nýja ilm í rakspíra sem öðrum snyrtivörum. Munurinn er reyndar ekki svo mikill fyrir, því margar konur eru farnar að nota karlailm, sem þær falla fyrir, og það er hellingur af körlum sem nota konuilm. Þarna ræður smekkur einstaklinganna. Aðalmunurinn er að í konuilmi er mikiö af blómum og ljúfum kryddefnum, en í karlavöru er barkarilmur og leöurlykt áber- andi og jafnvel tóbaksessensar. En svo er þess að gæta að sýru- stigið er misjafnt í fólki, svo lík- aminn bregst misjafnlega við ilm- efnum. Sumar konur þola ekki viss ilmvötn, það verður bara sú lykt af þeim þegar þær bera á sig vitlaus efni. En það getur orðið mjög kvenleg og góð lykt af sömu konum, þegar þær bera á sig ilm- efni sem ætluð eru körlum. Sama er um herrailm á körlum. Hann getur orðið sterkur eins og tóbakssvækja, sé ekki farið að öllu með gát. Málið er það að manneskja, sem finnur góðan ilm af annarri manneskju, getur aldrei gengið að því vísu að sami ilmur lykti eins vel á sér. Þegar nýr ilmur kemur á markaöinn, er alltaf dá- lítið spennandi að fá kunnáttu- fólk til að setja hann á sig, bíða svo dálitla stund og finna hvaða lykt kemur af manni og hvernig nýi ilmurinn passar manni. Sjálfsagt er að biðja fagfólk að aðstoða sig við val á ilmefnum. í betri snyrtivöruverslunum er hægt aö fá góða faglega ráðgjöf, og svo auðvitaö á snyrtistofum og fyrir karlmenn á vönduðum rak- arastofum. Hver og einn verður að finna ilm við sitt hæfi. Karakter ilms og manneskju má ekki stangast á. Það er langt mál að fara nán- ar út í þá sálma, en einfaldast er að fá ráðleggingar fagfólks um hvaö passar hverjum. Ekki samt beina ráðgjöf, því það fólk hefur sinn smekk líka og smekkur er ajdr,ej óbrigðull,.........■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.