Tíminn - 08.10.1994, Page 11
Laugardagur 8. október 1994
11
Börn Jökuls Jakobssonar gefa út leikrit föbur síns, sem eru alls 23 aö
tölu. Hrafn Jökulsson:
„Sumt af þessu er
skolli vel skrifað"
Hart í bak fyrir eliefu árum síban: Kristján Franklín Magnússon og Sofffa
Jakobsdóttir í hlutverkum Lqka og Áróru. ,
„Hart í bak"
Ritsafn verka Jökuls er alls um
950 blaðsíður og sem fyrr segir
eru þaö börn hans sem að útgáf-
unni standa. Hafa þau myndað
með sér Útgáfufélagið Hart í
bak. Ritsafnið fæst í öllum
helstu bókaverslunum. Einnig
er hægt að gerast áskrifandi að
Fyrir skömmu kom út tveggja
binda ritverk, sem hefur að
geyma öll leikrit Jökuls heitins
Jakobssonar rithöfundar. I>að
eru eftirlifandi börn hans sem
gefa verkið út, en það hefur að
geyma alls 23 leikverk af ýms-
um toga. Jón Viðarjónsson leik-
húsfræðingur hefur annast út-
gáfuna fyrir hönd barna Jökuls.
„Hugmyndin að gefa leikrit
Jökuls út er gömul. Það hefur
alltaf legib ljóst fyrir að verkin
þyrftu að vera til í aðgengilegu
formi. Leikrit eru bundin öör-
um lögmálum en aðrar bók-
menntir. Lítib er um að þau
komi út á prenti, en þar sem
framlag Jökuls til íslenskrar leik-
ritagerðar er mikið og merki-
legt, er nauðsynlegt ab svo sé,"
sagði Hrafn Jökulsson, rithöf-
undur og sonur Jökuls.
Víba þurfti að leita
fanga
Öll böm Jökuls standa að útgáf-
unni. Fyrst skal nefna þau
Hrafn, Illuga og Elísabetu, sem
Jökull eignaðist með Jóhönnu
Kristjónsdóttur blaðamanni,
fyrri eiginkonu sinni. Hin börn
Jökuls, sem taka þátt í útgáf-
unni, eru Unnur Jökulsdóttir,
sem Jökull átti fyrir hjónaband,
og svo Magnús Haukur, sonur
hans af síðara hjónabandi.
Ritverk þetta hefur að geyma
23 leikverk, eins og áður sagði.
10 stór sviðsverk fyrir leikhús,
fjögur sjónvarpsleikrit og níu
einþáttungar og útvarpsleikrit.
Abeins þrjú þessara verka hafa
komið út áður: Hart í bak, Sjó-
leiðin til Bagdad og Dómínó.
Þaö eru líka einhver þekktustu
verk höfundarins og þau sem
oftast hafa verið færð upp. Hin
handritin voru reyndar hvergi
öll til á vísum stað og þurfti víða
að leita þeirra. En nú eru þau öll
komin á einn stað og er það vel.
Fyrsta fullgilda
leikritaskáldib
„Öllum leiklistarunnendum
ætti að vera það gleðiefni að
geta nú loksins gengið að leik-
ritum Jökuls á einum stab. Jök-
ull er í rauninni fyrsta fullgilda
leikritaskáld okkar og ekki
vansalaust, að verkum hans
skuli ekki hafa verið sýnd meiri
rækt en raun ber vitni. Fyrsta
fullgilda leikskáldið segi ég og
efast ekki um ..." segir Jón Við-
ar Jónsson, umsjónarmaður
þessarar merku útgáfu, í formála
hennar.
Á öbrum stað segir Jón Viðar
jökull jakobsson ríthöfundur á
góbrí stundu.
að nokkurt vandaverk hafi verið
ab koma leikritum höfundarins
í prenthæft ástand. Þannig hafi
Jökull sjaldnast komiö með full-
mótað handrit þegar æfingar á
verkum hans hófust. Undir
þetta tekur Hrafn Jökulsson og
segir ab faðir hans hafi oft að-
eins verið búinn ab skrifa um
það bil helming handrits þegar
æfingarnar á leikriti eftir hann
hófust. Hann hefði svo fylgst
með fyrstu samlestrum leikara,
séð hvernig þeir túlkuðu per-
sónurnar og spunnið svo fram-
hald verksins eftir því. Þannig
hefðu flest leikrit hans orðið til.
Er haft eftir Fríöu Á. Sigurðar-
dóttur rithöfundi, sem sérstak-
lega hefur kannað verk Jökuls,
ab ekki nema tvisvar sinnum
hafi hann lagt fram fullbúin
handrit. Þetta voru leikritin Sjó-
leiðin til Bagdad og Kertalog.
Þegar Hrafn Jökulsson er
spurður hvað honum finnist
helst einkenna leikrit föbur
síns, segir hann þau fyrst og
fremst vera íslensk leikrit úr ís-
lenskum veruleika og skrifuö
fyrir íslendinga. „Honum var
lagið að ná fram andblæ hvers
tíma, þess tíma sem sagan í
hverju leikriti á að gerast á. Ein-
kenni þessara leikrita er
skemmtilegur húmor og þó það
hljómi sem ákveðnar andstæð-
ur, þá finnst mér felast í þeim
hlý kaldhæbni. Oft fjalla þessi
leikrit um fólk sem er á örlaga-
punkti í lífi sínu. Er ab koma
eða fara og enginn reynist vera
sá sem hann í raun er bak við
grímuna," segir Hrafn. Hann
bætir því við að sér hafi komið á
óvart hve þessi leikrit njóta sín
vel á prenti, ekki síður en á
sviði. „Og svo er margt af þessu
svo skolli vel skrifað," bætir
hann við.
Hrafn jökulsson meb ritsafn leikverka föbur síns. Myndin er tekin fyrir ut-
an Norburkot á Eyrarbakka þar sem hann býr nú.
ritsafninu og fá það á talsvert
lægra verði. Þá má hafa sam-
band við Hrafn Jökulsson, sem
býr í Norðurkoti á Eyrarbakka
og síminn hjá honum er 98-
31080. -SBS, Selfossi
HEFUR ÞÚ FENGIÐIÐGJALDAYFIRUTIÐ?
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin
iðgjöld á tímabilinu 1. mars 1994 til 31. ágúst 1994. Ekki er óeðlilegt að
greiðslu fyrir mánuðina júní 1994 til ágúst 1994 vanti íyfirlitið.
Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð
verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsam-
legast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar
en 1. nóvember n.k.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast:
ELLILÍFEYRIR-ÖRORKULÍFEYRIR-MAKALÍFEYRIR-BARNALÍFEYRIR
GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS!
í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu laun-
þegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til við-
komandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja
lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki
fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grund-
velli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið
kunnugt um iðgjaldakröfuna.
LÍFEYRISS JÓÐUR VERZLUNARMANNA
HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK,
SÍMI (91) 814033, TELEFAX (91) 685092.