Tíminn - 08.10.1994, Qupperneq 13
Laugardagur 8. október 1994
13
Margrét J. ísleifsdóttor
Hvolsvelli, 70 ára
Mikil öndvegiskona á afmæli í
dag. Samstarfsfólk hennar á
sýsluskrifstofunni á Hvolsvelli
sendir henni sínar bestu kveðj-
ur — þakkar vináttu og samstarf
um langt árabil.
Þegar Margrét er nefnd fylgir
oft: - og Pálmi. Maður hennar er
Pálmi Eyjólfsson, fv. sýsluskrif-
ari í Hvolsvelli. Saman hafa þau
gengib götuna frá 20. apríl
1946, er þau gengu í hjúskap pg
fluttu í nýbyggt hús sitt við
Hvolsveg, Hvolsvelli, og þar
stendur enn þeirra rausnargarð-
ur. Kunningsskapur þeirra hófst
þó nokkru fyrr en bæði þénuðu
í gömlu kaupfélagsbúðinni, þar
blómstraði rómantíkin hjá unga
fólkinu!
Þau hjón störfuðu um langt
árábil á sýsluskrifstofunni, voru
máttarstólpar embættis, andlit
þess og kjölfesta í hópi góbra
starfsmanna. Sýslumenn er meb
þeim hafa starfað meta þau að
verðleikum. Ég tel raunar að
þessi hjón séu sjaldgæft dæmi
um farsæla útkomu þess er hjón
starfa saman á litlum vinnu-
stað. Því veldur prúðmennska á
bába vegu, gagnkvæm virðing
og miklir hæfileikar til sam-
starfs og samskipta við fólk, þar
sem allir fundu sig velkomna og
fengu bestu þjónustu.
Afmælisbarnið, Margrét J. ís-
leifsdóttir, er fædd 8. okt. 1924
ab Miðkoti í Fljótshlíð. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Ingibjörg
Kristjánsdóttir, fæddd að Voð-
múlastöðum í Austur-Landeyj-
um 20.12. 1891 d. 05.10 1970
og ísleifur Sveinsson, fæddur að
Skíðabakka, Austur-Landeyjum,
18.06. 1900, d. 21.04. 1980.
Hann stundaði búskap í Mib-
koti, Fljótshlíð, til 1942 er þau
hjón fluttu í Hvolsvöll. ísleifur
var smibur góður og brautryðj-
andi um trjárækt og garðrækt í
Hvolsvelli, ásamt konu sinni.
Hún á því ekki langt að sækja
natnina í ræktun og umhirðu
garðs síns hún Magga.
Börn Margrétar og Pálma eru:
Guðríbur Björk, f. 05.03. 1945,
sölufulltrúi í Reykjavík, gift
Guðmundi Ingvari Guðmunds-
syni stýrimanni, þau eiga 2
börn. Ingibjörg, hjúkrunarfræð-
ingur og alþingismaður, f.
18.02. 1949. Hennar maður er
Haraldur Sturlaugsson útgerbar-
maður, þau eiga fjóra syni og
búa á Akranesi. ísólfur Gylfi,
sveitarstjóri í Hvolsvelli, f.
17.03. 1954. Hans kona er
Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
kennari og eiga þau fjögur börn.
Margrét hóf störf á skrifstofu
Rangárvallasýslu 1. apríl 1965.-
Hennar aðalstarf hefur verið við
almannatryggingar sem fulltrúi
í þeirri deild embættisins.
Margrét er sem kjörin í starf
þetta, sem er vandasamt, krefst
mikilla hæfileika á mannlegum
samskiptum, skilnings, natni og
vilja til að greiða fyrir fólki, sem
oft er sjúkt og aldrað. Einnig
þarf að vaka yfir því hvaba rétt
þetta fólk á og benda á það,
hjálpa til við að útvega læknis-
vottorð, semja umsóknir og út-
skýra málin. Allt þetta er Margr-
éti eðlislægt og tiltrú bótaþega
og trúnaðarsamband við trygg-
ingafulltrúann er eins og best
verður á kosið.
Er ég undirritaður kom til
starfa við sýslumannsembættið
í Rangárþingi fyrir tæpum níu
árum, féll mér einkar vel starfið
og öll kynni við Margréti, hafði
raunar verib henni málkunnug-
ur um skeið og notið gestrisni
þeirra hjóna. Er mér kunnugt
um að nú, sem allan þeirra bú-
skap, hafi þau hjón Margrét og
Pálmi verið sótt heim af fólki í
héraði og lengra ab komnu, mér
er nær að halda flesta daga. Hús
þeirra stendur fólki opið og
gestrisni er einstök, myndar-
skapur húsmóður í veitingum
með því albesta, glaðværb og
hlýtt viðmót skapar það and-
rúmsloft að öllum líður vel.
Upp kemur í hugann atvik sem
sýnir í senn jafnaöargeð Margr-
étar en um leið andúb hennar á
ARNAÐ HEILLA
ósanngirni og yfirgangi. Framan
við afgreiðsluborðið á sýslu-
skrifstofunni stendur ábúðar-
mikill maður sem verið er ab
libsinna. Maðurinn er þó afar
ókurteis og finnur að öllu með
dólgslegu orðfæri. Stendur þá
Margrét upp frá skrifborði sínu,
gengur til mannsins, horfir á
hann brosandi og segir með
hægð en mikilli festu: „Vib er-
um nú vön því að gera fólki til
hæfis hér á skrifstofunni." Það
var eins og hleypt hefði verið úr
blöðru. Ribbaldinn steinþagn-
aði, roðnaði eins og skólastrák-
ur og hefur frá þessum degi ver-
ið prúðmennskan holdi klædd
þegar hann á erindi við sýslu-
skrifstofuna.
Á okkar fámenna vinnustað er
hún hinn góði andi og fyrir-
mynd um góða hætti, allt í röð
og reglu, aldrei mætt of seint og
ekkert slugs. Nei, gamli góði rík-
issjóður hefur fengið mikið fyrir
þá hungurlús í formi launa er
Margrét hefur þegið í hart nær
30 ára starfi. Það væri henni þó
víðs fjarri að nöldra um kaup og
kjör, kröfugerð í eigin þágu er
ekki hennar máti. Ég lít á Margr-
éti ísleifsdóttur sem einstaka
manneskju og kvíði þeirri stund
er starfi hennar lýkur hér á
sýsluskrifstofunni um nk. ára-
mót. Sumt fólk verður manni
afar náið og einhvern veginn
hefur hún Margrét oröið okkur
eins og besta móðir. Ég held við
verðum hálf hnípin og líkt og
munaðarlaus þegar samstarfinu
lýkur.
Með krefjandi heimilisstörf-
um, uppeldi barna og vinnu ut-
an heimilis hefur Margrét lagt
fjölmörgum samfélagsmálum
lið, svo sem verið gæslumaður
barnastúku í 11 ár. Þá var hún
virk um áratugi í kvenfélagi í
stjórn og sem formaður.
Þau hjón Margrét og Pálmi sáu
um Stórólfshvolskirkju í aldar-
fjórðung. Kirkjan var ávallt
hrein og hlýleg og ekki var
skömm ab meðhjálparanum.
Margrét er kona sviphrein, nett
og fríð. Hún er ávallt glöð í við-
móti og hefur góðan húmor —
hlær innilega og sér það já-
kvæba í lífinu. Margrét er engan
veginn skaplaus heldur kona
með staðfestu og sterkan vilja,
sem stefnir ótrauð að settu
marki — og nær því.
Hún er ekki að trana sér fram
eða olboga sig áfram í tilver-
unni. Þab er hins vegar sómi að
henni hvar sem er, enda smekk-
vís og vel uppáfærð og ber mikla
persónu.
Margrét er trúuð kona og bibl-
íufróð, einnig á þeim vettvangi
er hún gefandi. Það hef ég sann-
reynt persónulega.
Nú veit ég ab Margrét myndi
segja: „Þetta er nú fullstór
skammtur húsbóndi góður." Á
móti verð ég að segja: „Allt er
það satt og rétt og af bestu sam-
visku tíundað."
Lifðu heil um langa tíð og
þakka þér vináttuna vib mig og
mína.
Margrét er stödd erlendis meb
fjölskyldu sinni
Friðjón Guðröðarson.
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskab eftir tilbo&um í verkið „Mælaskipti".
Verkiö felst í því aö skipta um mæla á veitusvæ&i Hitaveitu Reykjavíkur. Alls
er um a& ræða 2.000 mælaskipti. Verkinu skal loki& á innan við 10 vikum.
Útboöiö er opið fyrir alla pípulagningarmeistara, sem löggildingu hafa í
Reykjavík.
Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. október 1994, kl.
11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Arkitekt
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða arkitekt.
Umsækjendur skulu hafa lokib prófi í arkitektúr og hafa starfs-
reynslu á því svibi.
Umsóknir með greinargóbum upplýsingum um menntun og
fyrri störf, berist fyrir 21. október n.k. til starfsmannastjóra borg-
arverkfræðings, Skúlatúni 2, þribju hæb, sem ásamt byggingar-
fulltrúa gefur upplýsingar um starfiö.
Fréttir í vikulok
Máli Gubmundar Árna vísab til
Ríkisendurskobunar
Vafasamar embættisfærslur Guðmundar Árna Stefánssonar fé-
lagsmálarábherra eru enn í kastljósinu og hefur Alþýðuflokkur-
inn ákveðið að vísa málinu til Ríkisendurskoðunar. Margir
telja þá stofnun ekki í aðstöðu til að meta mál hans og þeirra á
meðal er Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem telur að flokk-
urinn þurfi sjálfur að taka ákveðna afstöðu með eða gegn Guð-
mundi.
Veiöar stöbvabar í Smugunni?
Sjómannasambandið vill stöðva veiðar í Smugunni vegna ís-
ingarhættu yfir vetrartímann. Skiptar skoðanir eru um þetta.
Víba pottur brotinn í stjórnsýslu-
kerfi borgarinnar
Óljós verkaskipting, óregla í yfirstjórn einstakra málaflokka
eins og menningarmálum, skortur á skýrum markmiðum o.fl.
eru á meðal atriða sem Stefán Jón Hafstein kynnti í skýrslu
sinni um stjórnkerfi borgarinnar, sem hann gerði að beiöni
borgarstjóra. Leiðir til úrbóta eru m.a. nefndar aukið sjálfstæði
stofnana.
Banaslys í Skagafirbi
Annað banaslysib á stuttum tíma varð í Skagafirði, þegar tví-
tugur Húsvíkingur ók út af veginum skammt norðan Miðhúsa
í Akrahreppi.
Eykon og Ingi Björn ekki meö í próf-
kjöri sjálfstæöismanna
Tveir þekktir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefa
ekki kost á sér til prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir
næstu alþingiskosningar. Þeir eru Eyjólfur Konráð Jónsson og
Ingi Björn Albertsson.
Deilur hjá krötum
Gunnlaugur Stefánsson, formaður heilbrigðis- og trygginga-
nefndar, segir að Sighvatur Björgvinsson hafi tekið þá ákvörð-
un að Björn Önundarson sæti áfram sem tryggingayfirlæknir,
þrátt fyrir að hafa verið kunnugt um skattsvik hans í öðru
starfi. Björnsmálib sé því í raun ekki mistök Gubmundar Árna.
Sighvatur andmælir þessu.
Jón Helgason hættir þingsetu
Jón Helgason, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi
ráðherra, mun hætta þingsetu í vetur. Hann hefur setið á þingi
í 21 ár.
Formannsskipti hjá Framsóknar-
flokknum
Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til fundar eftir
setningu Alþingis sl. laugardag. Kosið var um nýjan formann,
þar sem Páll Pétursson gaf ekki kost á sér áfram. Valið stóð á
milli Ingibjargar Pálmadóttur og Finns Ingólfssonar og var
Finnur kosinn.
Læknasorp í jarövegsgámum
Ab undanförnu hafa fundist notaðar sprautunálar og annað
læknasorp í jarðvegsgámum á höfuðborgarsvæbinu, en þeir
eru losaðir vib gömlu öskuhaugana í Gufunesi. Ekki er vitað
hvaðan sorpið kemur.
Skólaáriö ekki lengt
Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, leggst gegn því að
skólaár í skyldunámi verði lengt í tíu mánuði, eins og nefnd,
sem endurskoðað hefur lög um gmnnskóla og framhaldsskóla,
lagbi til. Þá leggst hann einnig gegn tillögum nefndarinnar að
stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú.
Jóhanna vill skattadómstól
Jóhanna Sigurðardóttir, sem nú starfar á Alþingi sem einn
þingflokkur, hefur lagt fram frumvörp um skattamál. Þar legg-
ur hún til ab viðurlög gegn skattsvikum verði stórhert og sér-
stakur skattadómstóll verði stofnaður til að dæma í málum
skattsvikara.
Grunnskóladrengir stórauka
reykingar
Reykingar hjá 16 ára strákum hafa aukist um 15% á fjórum ár-
um. Skýringar eru taldar aukin áfengisneysla, minni áróbur
gegn reykingum og of lágt verð á tóbaki. Tóbaksvarnarnefnd
leggur til að tóbak hækki um 10%.
Verkfalli frestaö
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur frestað áður boðuðu
verkfalli, sem átti ab hefjast 10. okt. hjá flugfélaginu Atlanta.