Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 5. nóvember 1994 hvað skvldi hanh REYNH NÆST ? ab viö getum haldið fleiri deildum opnum, því við erum auðvitað með fullt af hjúkrun- arfræðingum í vinnu. Það kemur betur í ijós eftir hélg- ina. „Á Landspítalanum eru þrjár öldrunardeildir og af þeim fá tvær undanþágu en ekki verður unnt að reka þá þriðju að fullu, að sögn Vigdís- ar. Hún segist reikna meb að loka þurfi einhverjum deild- um, t.d. verbi lýtalækninga- deildinni sennilega lokað. Ástandið verður mjög slæmt á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði verði eng- inn sjúkraliði stárfandi þar í verkfallinu, að mati Ásmundar Gíslasonar forstöbumanns. Á Skjólgarði starfa tíu sjúkraliðar sem er ríflega þriðjungur alls starfsfólks í umönnunarstörf- um þar og þeir eru allir í Sjúkralibafélagi íslands. Ásmundur segir ab leitað hafi verið eftir undanþágum komi til verkfallsins en ekki fengist svör við þeirri beibni ennþá. ■ 25 þúsund hjá ríkinu Starfsmenn í launakerfi ríkisins eru um 25 þúsund í um 20 þús- und ársverkum. Að auki starfa um 3.500 starfsmenn hjá sjúkra- stofnunum sem annast sjálfar greiðslu launa. Það er fréttabréf Stéttarfélags verkfræðinga sem segir frá þessu. Þar kemur jafn- framt fram að fjöldi ársverka hjá 10 stærstu einkafyrirtækjunum er um 8 þúsund. ■ Á slysadeild meb reykeitrun Einn maður var fluttur á slysa- deild með reykeitrun eftir að hafa sofnað út frá potti á eldavél ab Laugavegi 138 í gær. Slökkvi- liðið var kallað á staðinn um kl. 16 og þá var talsveröur reykur kominn fram í stigaganginn. Reykræsta varð húsið og flytja íbúann á slysadeild. ■ Boöaö verkfall sjúkraliöa: Mest áhrif á öldrunar- og handlækningadeildum Ðoðað verkfall sjúkraliba hefur víðtæk áhrif á starf- semi sjúkrastofnana komi þab til framkvæmda. Áhrif- in verba mest á öldunar- og hand- og lyflækningadeild- um sjúkrahúsanna í Reykja- vík en hlutfall sjúkraliba er almennt hæst á þeim deild- um. Einnig er talsvert um ab sjúkraliðar starfi á öldrunar- stofnunum. Verkfallib hefst á fimmtudaginn í næstu viku náist samningar ekki fyrir þann tíma. Flestir sjúkraliðar í Sjúkraliða- félagi íslands starfa í Reykjavík en sjúkraliðar á landsbyggb- inni eru flestir í öðrum stéttar- félögum. Þó starfa margir fé- lagsmenn á Höfn í Hornafirði, vib Heilsustofnunina í Hvera- gerbi og á Garðvangi í Garbi. Á Landakoti verða áhrif verk- fallsins heilmikil að sögn Rak- elar Valdemarsdóttur hjúkr- unarforstjóra. Dregib verður úr innköllunum sjúklinga á hand- og lyflækningadeildir og úr þjónustu vib hjúkrunar- sjúklinga og á dagdeild aldr- aðra. Hjúkrunarsjúklingarnir dvelja bæbi á Hafnarbúðum Skinnaiönabur hf: 80 milljóna hagnaöur Samkvæmt milliuppgjöri fyrstu 9 mánuði ársins var hagnaður af rekstri Skinnaiðnaðár hf. rúmar 80 milljónir. Velta fyrir- tækisins á þessu tímabili var rúmar 500 milljónir. Allt bendir til þess aö áfram- haldandi hagnaður verði á rekstri fyrirtækisins það sem eft- ir er ársins. Mikil eftirspurn er eftir framleiösluvörum félagsins á öllum mörkuðum og horfur fyrir árið 1995 eru góðar. Á rekstrartímabilinu hafa að meðaltali starfaö hjá fyrirtæk- inu 130 starfsmenn. ■ og á hjúkrunardeild spítalans. Rakel segist ekki vita hvort loka verði deildum vegna verkfallsins en ljóst sé að draga verði úr þjónustunni. „Hjúkrunardeildirnar eru heimili þeirra sem dvelja þar þannig ab við komum ekki til með að senda fólkið heim af spítalanum. Við megum flytja starfsfólk á milli deilda ef það er á þeim vöktum sem þab hefur verið skráð á. Vib reyn- um þannig ab sinna fólkinu eins og hægt er því það er tak- markað sem hægt er að draga úr þjónustunni," segir Rakel. Hún segir þó óhjákvæmilegt að draga úr þeirri dægradvöl sem fólkinu er venjulega bob- ið upp á. Dagdeild aldraðra á Landakoti verður opin þótt til verkfalls komi en ekki verður unnt að baða fólkið eins og gert er vib eðlilegar aðstæbur. Margrét Tómasdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Borgarspítalanum, segir að verkfallið verði til að hægja á starfsemi spítalans, einkum á öldrunar- og endurhæfingar- deildum. Hún segir að þegar sé farið að hægja á innlögnum á þessar deildir en ekki hafi ver- ið tekin ákvörðun um að loka deildum. Hlutfall sjúkraliða miðað við hjúkrunarfræðinga er einna hæst á endurhæfing- ardeildum á Grensásdeild. Á Landspítalanum veröur hald- inn fundur meb sjúkraliöum á mánudaginn og þá á að liggja fyrir hvaða deildir fá undan- þágu í verkfallinu. Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarfor- stjóri segir að eftir þann fund geti stjórnendur spítalans fyrst gert sér fulla grein fyrir áhrif- um verkfallsins. „Áhrifin verða mest á lyflækninga- og handlækningadeildum þar sem mest kemur inn af bráða- sjúklingum. Við erum með fimm handlækningadeildir og fjórar lyflækningadeildir og af þeim munu sjúkraliðar starfa á tveimur. Það getur samt verið Markús Örn meb nýja útvarpsstöb: Sígilt á FM 94.3 Unnendur sígildrar tónlistar, Þaö er Markús Örn Antonsson, stöövar sem ht þ.e. þeir sem halda til á höfuö- fyrrverandi borgarstjóri og rfldsút- stöö t»<*no..r Prófkjör framsóknarmanna í Reykajvík hefst í dag: Baráttan verður um annað sætið Framsóknarmenn í Reykjavík ganga til prófkjörs í dag og eru alls 13 frambjóbendur í bobi. Fyrirfram er búist við aö mest verði baráttan um annab sætið, en bæbi Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir og Ólafur Örn Haraldsson hafa lýst yfir vilja til ab skipa það sæti. Finnur Ingólfsson, sitjandi al- þingismaður, er talinn nokk- uð öruggur með fyrsta sætiö. Það eru aðeins fulltrúaráðs- menn framsóknarfélaganna í Reykjavík og varamenn þeirra sem eru kjörgengir og eiga þeir aö raba sex frambjóðendum í sæti á kjörseðlinum. Sem fyrr segir er búist við að Ásta Ragnheiður og Ólafur Örn muni takast fast á um annað sætið en Ásta skipaði annab sætið síðast og var þá mjög ná- lægt því að komast inn. Ólafur hefur unnið skipulega ab unda- förnu og m.a. opnað sé'rstaka kosningaskrifstofu einn fram- bjóðenda. Hann á talsverðan stuðning mebal hópa sem tengjast UMFÍ en þar hefur hann starfab og var m.a. fram- kvæmdasjóri landsmótsins á Laugarvatni í sumar. Þá er talið að hann eigi stuðning margra þeirra sem studdu Gubmund G. Þórarinsson á sínum tíma. Ásta hins vegar hefur starfað árum saman í flokknum og hef- ur áunnið sér traust og stuðning á þeim tíma. Þá er líklegt að það muni að einhverju leyti vinna meb Ástu að hún er kona og var auk þess mjög nálægt því að vinna þingsætið síöast. Ekki er þó hægt aö útiloka neitt í prófkjörinu og óvæntar niðurstöður gætu allt eins kom- ib fram. Sumir telja ekki ólíklegt aö aörir frambjóðendur en þeir sem hér hafa verið nefndir blönduðu sér í slaginn um efstu tvö sætin. Þannig hefur t.d. Arnþrúður Karlsdóttir sagst stefna á eitt af efstu sætunum og hún hefur verið að sækja nokkuð á. Aðrir frambjóðendur hafa ekki beinlínis lýst yfir að þeir sækist eftir efstu tveim sæt- unum og enginn vibmælenda blabsins treysti sér til að spá um möguleika manna í 3-6 sæti. Prófkjörið fer fram á skrifstofu Framsóknarflokksins í Hafnar- stræti á laugardag frá 10:00- 18:00 og sunnudag frá 10:00- 20:00. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins má búast viö fyrstu tölum um kl 20:00 á sunnudagskvöld. ■ Formannsskipti hjá sjómönnum. Óskar Vigfússon, fráfarandi for- mabur Sjómannasambands ís- lands (t.h.) árnar heilla nýkjörnum formanni SSÍ, Sævari Cunnarssyni frá Grindavík. í formannskjörinu hlaut Scevar 40 atkvœbi en Sig- urbur Ólafsson frá ísafirbi fékk 18 atkvœbi. Konráb Alfrebsson, for- mabur Sjómannafélags Eyjafjarb- ar, var kjörinn varaformabur. Tímamynd: CS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.