Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. nóvember 1994 WWStttM Gunnlaugur M. Sigmundsson: Landbúnaður á Vestfjörðum Það fer vart framhjá neinum að íslenskur landbúnaður hef- ur gengið í gegnum gífurlega erfiðleika undanfarin ár, auk þess að sæta stöðugu aðkasti og aðdróttunum fólks í þétt- býli. Landbúnaður á Vest- fjörðum stendur og fellur með sauðfjárbúskap og er algjört lífsspursmál að tekið sé tillit til þess að bændur á þessu svæði hafa ekki að neinu öðru að hverfa. Sauðfjárbúskapur á Vestfjörðum má ekki halda á- fram að dragast svo mikið saman aö ógerlegt verði að lifa af þeim rekstri. En hvað er til úrbóta? í fyrsta lagi hníga öll lögmál hagfræðinnar að því að at- vinnugrein skuli stunda þar sem hagkvæmast er. Flestar byggðir á Vestfjörðum þar sem sauðfjárbúskapur er stundaður, eru með sam- felldasta gróna svæðið á öllu landinu og aldrei orðið vart ofbeitar. Öll rök hníga að því að sauðfjárbúskap þeim, sem fram fer á íslandi, sé í auknu mæli beint inn á þetta svæði í stað þess að stunda slíkan bú- skap á jaðarsvæðum þar sem vart hefur orðið ofbeitar, sem átt hefur sinn þátt í því að skapa andstöðu þá við land- búnaðinn sem nú gætir meðal sumra þéttbýlisbúa. En fleira þarf til að koma. Núverandi búvörusamningur hefur brugðist að sumu leyti. Við gerð samningsins var gengið út frá því að birgða- VETTVANCUR „Þá er sú staða afar erftð fyrir sauðfjárbúskap að aðrar kjötframleiðslu- greinar takmarka ekki framboð sitt, heldur bjóða miskunnarlaust niður verð til að auka markaðshlutdeild sína á kostnað kindakjóts, sem býr við framleiðslustýr- ingu. Mér virðist Ijóst að eitt verði yfir aUa að ganga íþessum efnum." hald væri sameiginlegt, en sú hefur ekki orðið raunin á. Slát- urleyfishafar standa misvel að vígi hvað varðar heimamark- að og dæmi eru um að sumir hafi verið búnir að selja allt upp í byrjun ágúst á s.l. ári, meðan aðrir voru að selja sín- ar birgðir langt fram yfir ára- mót. Sláturleyfishafar, sem eiga heimamarkað í Reykjavík eða á Akureyrarsvæðinu, standa þannig margfalt betur að vígi en sláturleyfishafi t.d. í Strandasýslu. Nálægð við markað, án tillits til þess hvort hagkvæmt sé að stunda sauð- fjárrækt á viðkomandi svæði, mismunar sláturleyfishöfum og hvetur til tortryggni. Verð- skerðingargjaldið var, eins og ég hef skilið það, ætlað til jöfnunar birgða, en hefur í reynd aldrei gert annaö en kosta afslætti og tilboð og þá ekki síst fyrir þá sem búa að stærsta heimamarkaðinum. Þá er sú staða afar erfið fyrir sauðfjárbúskap að aðrar kjöt- framleiðslugreinar takmarka ekki framboð sitt, heldur bjóða miskunnarlaust niður verð til að auka markaðshlut- deild sína á kostnað kinda- kjöts, sem býr viö framleiðslu- stýringu. Mér virðist ljóst að eitt verði yfir alla að ganga í þessum efnum. Sú von hefur að undanförnu vaknað, að unnt verði að selja svonefnt vistvænt kindakjöt á erlenda markaði. í Colorado í Bandaríkjunum sá ég nýverið fjallalamb, sem ræktað er í fjöllum Colorado, selt fyrir þrefalt það verð sem sett er á kjöt frá Nýja-Sjálandi, og það sem meira er, fjallalambið kemst inn á matseðla veit- ingahúsa, sem nýsjálenska kjötið gerir ekki. Nú verður að láta reyna á það til fullnustu hvort ekki er unnt að selja ís- lenskt kindakjöt á erlenda markaði. Næðist skilaverð á umtalsverðu magni upp á 180 til 200 krónur á kíló, mundi slíkt bjarga nokkru. í þessu efni eiga menn ekki að vera feimnir við að ráða færustu er- lendu markaðsskrifstofur til starfa og vera óhræddir við að semja við slíka aðila á þeim grundvelli að greitt sé næstu fimm ár þóknun á grundvelli þess árangurs sem næst auk útlagðs kostnaðar. Stuðningsmenn íslensks landbúnaðar verða að vinda bráðan bug að því að stofnað- ur verði -útflutningssjóður, sem taki að sér það hlutverk að efla útflutning á kinda- kjöti. Reynsla undangenginna ára sýnir að íslenskir markaðs- fræðingar hafa ekki náð ár- angri á þessu sviði og því meg- um við ekki vera hrædd við að kalla til erlenda fagmenn til aðstoðar. Hér er einfaldlega of mikið í húfi. Það, sem gildir nú, er að ná árangri og það fljótt. Höfundur er framkvæmdastjóri í fyrir- tæki á erlendum markaoi og þátttak- andi í prófkjöri Framsóknarflokksins á Vestfjöroum. Magnús Sigurösson: Frístundir og slys Eftirfarandi grein er rituð í til- efni af „Landsfundi um slysa- varnir' 1994", sem haldinn er á vegum Slysavarnaráðs íslands þ. 11.11. 1994 á Hótel Loftleiðum, þar sem rætt verður um ýmsar tegundir slysa. Frístundir eru nauðsynlegar al- veg eins og vinnan eða starfib. Mannslíkaminn getur ekki þrif- ist án vinnu og hvíldar til sícipt- is. Helgi- og hvíldardagahald er viturlega hugsað með tilliti til al- mennrar heilbrigði. Þeir, sem hafa reglulegan vinnutíma, geta gert áætlanir fram í tímann, hvernig þeir verja' frístundum sínum. En hinir, sem vinna vaktavinnu eða hafa óreglulegan vinnutíma, eiga ekki eins gott með að skipuleggja frístundir sínar. Þeim, sem vinna kyrr- stæða vinnu, er nauðsynlegt að fá hreyfingu og vera úti utan vinnutíma. En hinum, sem sí- fellt eru á þönum við vinnu sína, er kyrrstaða og afslöppun nauð- synleg. Veljum því og verjum frí- stundum okkar skynsamlega með tilliti til heilsu, f jármála og í samskiptum við aöra. Þeir, sem geta samhæft vinnu og hvíld, verður það að list. List hvíldar- innar er svo einn þáttur vinnu- listarinnar. Maður, sem er þreyttur og þarfnast hvíldar, á erfitt meö að leysa starf sitt af hendi svo vel sé. Hvíld á að vera auðfengin, ef þreytan stafar af líkamlegu erfiði. En hvíld eftir andlega áreynslu og þreytu er stundum torsóttari, þó brýn sé. Heilbrigöur starfsmabur, hlað- inn orku, er ekki í rónni nema að hafa eitthvað aö starfa. Hann þarf því að finna sér tómstunda- starf eða -verkefni, sem gefur innibyrgðri orku hans útrás. Nú- tímamenning, með öllum upp- finningum sínum og vélum, hef-, ur aukið fjölda slíkra stunda. Leikir eru ein mynd tóm- stundastarfs. Þar er ekki um neina lausn raunverulegra verk- efna aö ræða, heldur verða þátt- takendur að hlíta ákveðnum reglum. Leikir geta verið íþróttir, þar sem mikillar hreyfingar er þörf, eða kyrrseta við spil eða skák, þar sem þátttakendur verða aö beita skynsemi sinni í leikn- um. Það er hvíld í því að fara aö heiman. Ekki af því að erfiði fylgi ekki ferðalögum, heldur hinu, að það léttir af okkur ábyrgð og striti hversdagslífsins. Ferðamaðurinn er einn og frjáls, laus við fjölskyldu og samfélag- ið. Erlent ríki er aðeins nýr heim- ur, girnilegur til fróðleiks, þar er- um við laus vib viðjar hinnar stöðugu ábyrgöar heima fyrir. Öll þurfum við á freísi og nýj- ungum að halda, við og vib, því að eftir á fögnum við því ab hefja dagleg störf að nýju. Leyfi eiga aö vera stutt, en það er furðulegt hve fáeinir leyfisdagar, sem variö er til ferðalaga, geta hresst og lífgab sálarlífið. Nú er ekki alltaf nauðsynlegt aö ferðast langt til þess að fá afþrey- ingu. Hér innanlands er um margskonar afþreyingu ab ræða. Þeir, sem eru kjarkmiklir og sækjast eftir spennu utan vinnu- tírha, velja sér þá tegund tóm- stunda, sem hafa ýmsar hættur í för með sér. Reiðmennska hefur verið stunduð frá því að land byggbist og hefur leitt til slysa, bæbi minni- og meiriháttar. Nú á tímum eru hins vegar slys á mönnum, sem stunda eba stýra ökutækjum, algengari, t.d. bif- reibaslys, bifhjólaslys og vél- slebaslys. Ekki verba neinar tölur nefndar hér, en sífellt berast fréttir af slysum á mönnum í sambandi vib þessi ökutæki. Oft berast fréttir af mönnum, sem farið hafa inn í óbyggbir landsins fáliðaðir (einbíla) og illa útbúnir. í sumum tilfellum hafa verib vélarbilanir, en í öbrum til- fellum slys á mönnum. í flestum tilfellum hafa þessar ferbir endab vel, vegna þess ab um allt land eru til hjálpar- og björgunar- sveitir, sem hafa verib kvaddar til hjálpar. En stundum hefur þetta líka endab illa meb alvar- legum meibslum og jafnvel dauða. Það ætti því að vera skylda allra þeirra, sem ætla að ferðast um óbyggðir og hálendi, að vera þannig útbúnir ab þeir geti bjargab sér sem best, ef eitt- hvab kemur fyrir, eba séu þann- ig útbúnir ab geta gert hjálparab- ilum vibvart sem fyrst eftir ab slys hefur átt sér stab. Ferbamenn geta aubveldlega fengið leiðbeiningar um útbún- ab og abrar nauðsynjar hjá hjálparsveitum áður en haldið er af stað í ferbalög um óbyggðir og hálendi. Ferðamenn verða ab hafa það í huga, aö það kostar ærib fé og tíma þeirra, er til hjálpar eru kallabir. Nokkub áhyggjuefni hefur þab verib mönnum, ab oft reynast ökumenn farartækja í óbyggb- um ekki alltaf án áhrifa áfengis og fara ef til vill af þeim sökum ekki eins varlega og æskilegt væri. Vélslebamenn eru orblagð- ir fyrir of hraðan akstur (100-180 km eða meir á klst.) og þar sem ekki er alltaf hægt að greina vel misfellur í landslagi verba þeir fyrir skakkaföllum, er þeir hafa ekki fulla eöa missa stjórn á öku- tækjum sínum. Flestöll slys or- sakast af mannlegum mistökum. Það er því hvatning til allra, er hafa ökuleikni sem tómstunda- gaman, ab fara að öllu meb gát og hafa eftirfarandi heilræbi í huga: „Aktu varlega, drekktu spar- lega, þvt annars kemur dauðinn snarlega." Höfundur er læknir og fulltrúi f Slysavarnarábi íslands. FOSTUDACS PISTILL ASCEIR HANNES PRÓFKJÖRUM NAUÐGAÐ Prófkjörin ab undanfömu hafa vakib margar spurningar hjá þeim fáu kjósendum sem kusu og þeim fjölmörgu sem heima sátu. Próf- kjör eru hluti af kosningarétti manna og því er jafn sjálfsagt ab nota prófkjörsréttinn og sjálfan kjörsebilinn. Ab vísu er búib ab fara illa meb prófkjörin og misnota þau alvarlega. Kjósendur eiga því mibur ekki greiban abgang ab prófkjörum og flestir þeirra verba ab leggja lykkju á leib sína til ab velja fólk á frambobslista. Prófkjörin hafa aldrei verib vett- vangur kjósenda, heldur stjórn- málaflokka og flokkshesta. Kjós- endur hafa abeins einu sinni getab bobib sig fram í prófkjöri af sjálfs- dábum: Prófkjörib á Nýjum vett- vangi fyrir byggbakosningarnar 1990 í Reykjavík er eina prófkjör sögunnar sem var opib öllum kjós- endum í höfubborginni. Ekki bara til ab kjósa, heldur líka til ab bjóba sig fram. íslendingar hafa þvíaldr- ei komist nær lýbræbinu í landi sínu en á Nýjum vettvangi. En flokkarnir hafa ekki látib sér nægja ab binda frambob í próf- kjörum vib flokkshesta og hafa nú bundib kosningu í prófkjörum vib þá líka. Abrir en flokksbundnir kjósendurfá ekki ab velja fram- bjóbendur á lista flokkanna, jafn- vel þótt þeir hafi keypt happ- drættismiba þeirra í áratugi. Kjós- endur verba því ab leggja lykkju á leib sína og ganga í stjórnmála- flokk, ef þeir yilja nota allan kosn- ingaréttinn. Á k)ördegi standa kjósendurframmi fyrir mótubum frambobslistum og fá aldrei ab kjósa fólk, heldur abeins flokka. Þannig var abeins innan vib tvö- þúsund flokkshestum treyst til ab velja frambjóbendurR-listans í síb- ustu kosningum til borgarstjórnar. Sum svoköllub prófkjör eiga lítib skylt vib orbib prófkjör, og lokab val Framsóknarflokksins í Reykjavík er afar fjarskylt raunverulegu próf- kjöri. Miklu frekar er þab einhvers konar samkomulag eba jafnvel tólf manna kvibdómur. Þannig mis- nota flokkarnir prófkjörin og laska merkingu þeirra ívitund kjósenda. Dregin er burst úr nefi prófkjara þegar flokksbroddar taka frá sæti á toppi listans og óbreyttir libsmenn fá ekki ab keppa um þau nema eiga á hættu ab falla í ævilanga ónáb. Allir eiga ab vera jafnir í prófkjörum og sæti hvorki númer- ub né frátekin. Fjöldi fólks skilur ekki ennþá próf- kjörin og í þeim hópi eru margir frambjóbendur. Menn eiga ekki vís sæti í byggbastjóm eba á Al- þingi og enginn frambjóbandi er áskrifandi ab frambobssæti, þó hann hafi setib þar ábur. Ef svo væri, þyrfti ekki ab kjósa oftar. Fylkingarnar eru leystar upp í próf- kjörum og libinu fylkt á nýjan leik. Allir frambjóbendur eru jafnir þar til atkvæbi eru talin, og frambjób- endur eru líka kjósendur: Þeir mega því velja og hafna öbrum frambjóbendum ab eigin vild. Fólk fellur ekki í prófkjörum og er allra síst fellt. Þab fær einungis misjafn- lega mörg atkvæbi og hlýtur sæti samkvæmt því. Punktur. Raunverulegt lýbræbi gengur ekki í garb hér á landi fyrr en kjós- endur fá ab slá saman prófkjöri og kosningum í eina athöfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.