Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 8
8 'BB i ttlp tf t*T Föstudagur 11. nóvember 1994 | ÚTLÖND . . . UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . . . Svíþjób: Já-istar orbnir fleiri og spennan eykst 52% ætluðu að greiða ESB-aðild atkvæði en 48% voru á móti, skv. ni&urstöbum skoðana- könnunar sem birtust í sænska blabinu Dagens industri í dag. Þótt þannig sé ljóst aö þeim, sem munu segja já í þjóðarat- kvæ&agrei&slunni sem fram fer á sunnudaginn, hafi fjölgaö eft- ir því sem nær dregur, er bent á a& hér sé a&eins um vísbend- ingu a& ræöa þar sem fyrir liggi aö þeir sem enn séu óákveönir hafi fremur tilhneigingu til aö segja nei. Spennan eykst nú dag frá degi og er ljóst að mjög mjótt verður á mununum. Segi Svíar nei á sunnudaginn munu líða tíu ár þangað til þeir eiga þess kost að ganga í Evr- ópusambandib. Þetta segir Klaus Hansch, forseti Evrópu- þingsins í viðtali við Dagens ny- heter. Ummæli hans vekja at- hygli, ekk síst meö tilliti til þess að Evrópuþingið hefur neitun- arvald þegar ný ríki ganga í Evr- ópusambandið, en þegar þingið gaf grænt ljós á aðild Svía í maí- mánuöi sl. var allnokkur and- staöa gegn því á meöal Evrópu- þingmanna. ¦ ÞeSSar lotlegu konur sem sœti eiga á þingi íBerlín geröu tilraun til þess ígcer aö lífga upp á vistina meö sólblómum. Stuttbuxurnar kostuðu hann stöövarleyfið Lundúnum - Reuter Leigubílstjóri á eynni Wight missti stöbvarleyfib í gær vegna þess að hann fékkst ekki til að hætta að ganga í stuttbuxum í vinnunni. Ekki höfðu borist kvartanir vegna þessa klæða- bur&ar en stjórnvöld segja a& leigubílstjórar séu þeir sem flestir hitti fyrst fyrir er þeir koma á stabinn sem er fjölsótt- ur af ferbamönnum, og því sé mikilvægt ab þeir komi vel fyrir og séu þokkalega til fara. „Þab er allt í lagi meb stutt- buxurnar mínar," segir Phil Truckel, fyrrverandi leigubíl- stjóri, sem nú íhugar ab vísa máli sínu til Evrópudómstóls- ins. ¦ Morð framið eftir handriti Lundúnum - Reuter Bretar velta því nú alvarlega fyrir sér hvort bækur geti komiö fólkl til aö drepa náungann, ekki síöur en sjónvarpiö. Tveir 19 ára piltar, sem komnir eru af efnafólki, hafa veriö sakfelldir fyrir að skera mann á háls fyrir þá sök eina aö verba á vegi þeirra. Piltarnir heita Richard Elsey og Jamie Petrolini en hugmyndina ab moröinu segjast þeir hafa fengib í bók sem segir frá fífldjörfum SAS- manni sem fer ab baki víglínu ír- aka í Persaflóastrí&inu og sker þar á háls íraskan hermann. í bókinni er ódæ&inu lýst í smáatribum, en Neil Denison dómari sem hefur mál þetta til me&ferbar, segir að sakborningarnir hafi fengib þab á heilann að drepa bláókunnugan mann, aö því er virðist til þess aö ver&a sér úti um einhvers konar annarlega manndómsvígslu. Geö- læknar sem einnig hafa komib ná- lægt málinu telja að piltarnir hafi oröib fyrir áhrifum af því sem þeir lásu af ofbeldislýsingum, ekki síb- ur en kvikmyndum á hvíta tjald- inu og í sjónvarpinu. Fyrir réttinum í gær var lesinn kafli úr umræddri bók, sem skrifuö er undir dulnefninu Andy McNab, en titill hennar er „Bravo Two Zero." Elsey og Petrolini kynntust í há- skóladeild í Oxford sem ætlub er stúdentum sem þurfa að taka upp próf. Þeir gengu í fóstbræ&ralag á forna vísu og Voru ab lesa verk eft- ir Plató og Aldous Huxley á me&an þeir lögðu á rábin um að „drepa meb köldu blóbi" einhvern sem þeir hefbu engin persónuleg tengsl við. Upphaflega var ætlunin ab eiturlyfjasali eba vændismangari VESTURFARA Hver vill drekka romm? Lundúnum - Reuter Dæmigeröur rommdrykkjumaður á Bretlandseyjum er gamall, ein- hleypur Skoti, sem býr í leiguíbúb á vegum sveitarfélagsins. Ungir Lundúnabúar sem búa í eigin hús- næ&i og halla sér samt ab flöskunni drekka fremur létt vín. Þetta kom fram í markaðskönn- un sem birt var í vikunni og fylgdi sögunni að romm ætti ekki upp á pallborbiö miðað við aöra brennda drykki. í könnuninni kom fram að gin væri sá brenndi drykkur sem fína fólkið vildi helst. ¦ Bætt tengsl milli Kína og Vatíkansins Vatíkaninu - Reuter Tilkynnt var í Vatíkaninu í dag að kardínálanum í Hong Kong hefði verib bobib í opinbera heimsókn til Beijing og hefbi bo&inu verib tekið, enda væri Vatíkaninu í mun aö bæta tengslin við Kína. í Kína er starfandi kaþólsk kirkja og samkvæmt opinberum tölum eru í henni þrjár milljónir manna. Fjöldi kaþólskra í land- inu er þó mun meiri, en talið er að um fimm milljónir séu hallar undir Vatíkanið og iðki trú sína utan opinberu kirkjunnar. Stjórnvöldum í Kína er ami að tengslum Vatíkansins og Taiwans og segja það skilyrði fyrir eölileg- um samskiptum við Vatíkanið að það slíti stjórnmálatengslum við Taiwan. Mörg önnur ljón eru þó i veginum fyrir því að kaþólska kirkjan í Kína tengist Vatíkaninu, sem meb engu móti mun leggja blessun sína yfir þá stefnu stjórn- valda að beita fóstureyðingum til aö halda aftur af fólksfjölgun. ¦ Texti og teikning: Haraldur Einarsson Byggt á frásögn Eiríks sögu rauba og Grænlendinga sögu. yrbi fyrir valinu, en þegar þab mis- tókst stökk Petrolini inn í leigubíl sem stób vib umferbarljós, skipabi bílstjóranum ab aka áfram, en skar hann síban á háls. Þetta var í janú- armánubi sl. Bístjórinn var 44ra ára og hét Mohamed el-Sayed. Skömmu síbar sagöi hann félögum sínum frá málinu og hringdi síðan til föður síns og hvíslabi. „Pabbi, ég hef drepib mann." Rannsóknarlögregluforingi sem hefur unnib ab því ab upplýsa málib segir ab þar sem blint til- gangsleysi hefbi rábib ferbinni þegar glæpurinn var framinn, hefbi lögreglan varla haft mögu- leika á að rekja atvik málsins tii aö geta síðar upplýst þaö, ef ekki heföi viljab svo til ab Petronlini hafi ekki getab stillt sig um aö monta sig af „afrekinu."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.