Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 10
10 •VWÍÍMWl Föstudagur 11. nóvember 1994 Kvennasaga, fjölskyldusaga, mannkynssaga Mál og menning hefur sent frá sér eina vinsælustu bók síð- ustu missera, Villta svani. Þrjár dcetur Kína eftir Jung Chang. Villtir svanir er í senn kvennasaga, fjölskyldusaga og mannkynssaga. í bókinni segir höfundurinn sögu fjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna: sjálfrar sín, móöur sinnar og ömmu. Les- andinn fær í bókinni óvenju- lega innsýn í sögu Kína á þess- ari öld, en um leið er bókin lýsing á örlögum einstaklinga sem urðu fórnarlömb maó- ismans. Bókin Villtir svanir hefur farið sigurför um öll Vesturlönd frá Fréttir af bókum því hún kom út í Bretlandi ár- ið 1991 og jiefur hún trónað á metsölulistum víða um lönd. Gagnrýnendur hafa hvarvetna hlaðið hana lofi og jafnað henni við sögulegar skáldsög- ur eins og þær gerast bestar — nema í Villtum svönum er hvert orö satt. Hjörleifur Sveinbjörnsson þýddi. Bókin er 485 bís., prentuð í Prentsmiðjunni Odda h.f. Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápuna. Villtir svanir verða seldir sem Bók mánaðarins á 30% af- slætti, 2700 kr. í nóvember, en hækkar síðan í 3880 kr. ¦ Bræbumir Jónas og Jón Múli Arnasynir ásamt Karli Jóhanni Sighvatssyni, en hann annabist nótnaskrift ásamt Hlöbveri Smára Haraldssyni. Einusinniá Æsispennandi kattasaga agustkvöldi — Söngvasafn meb nótum Út er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ný bók, Einu sinni á ág- ústkvöldi, söngvasafn Jónasar Árnasonar. Söngvar Jónasar eru framai ööru til þess fallnir ab gera fólki glatt í geoi, laða fram bros á vör, kveikja leiftur í auga. Því skal þó ekki gleymt að hér eru ekki á boðstólum innantómir trúðleik- ar. Jónasi er oftar en ekki alvara með gamanseminni. Honum þykir vænt um venjulegt fólk og er ekki mikið gefið um sýndar- mennsku og framapot. Við bros- um og skemmtum okkur meb Jónasi — en vib skyldum ekki láta okkur sjást yfir að því er eins var- ið með hann og lóuna: En þó hún syngi bara dirrindí, fannst mér vera þó nokkurt vit íþví. í bókinni eru 118 söngtextar með nótum. Nótnaskrift unnu Karl Jóhann Sighvatsson og Hlöð- ver Smári Haraldsson. Þá eru í bókinni 130 myndir eftir valin- kunna listamenn. Einu sinni á ágústkvöldi er 260 bls. Prentvinnslu annaðist Oddi hf. Forsíðumynd geröi Kjartan Guðjónsson. ¦ íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur. Heimskra manna ráð er skáld- saga eftir Einar Kárason. Aðal- persónur þessarar bókar, Sig- fús Killian bílapartasali, Sól- veig kona hans og æði misvel heppnaðir afkomendur þeirra, eru aðalpersónur þessarar sögu, skrautlegt lið í miðju því grátbrosléga klúðri sem lífið vill verða. Og smám saman raðast fjölskrúðugir atburbir sögunnar saman í mynd af draumum og sorgum, göfug- um markmiðum og lítilsigld- um framkyæmdum nýríkra og síblankra íslendinga á þessari öld. Bókin er 233 blabsíður og kostar 899 krónur. Lýðurinn eftir Mariano Azuela er tímamótaverk í suður-amer- ískri bókmenntasögu, áhrifa- mikil og afhjúpandi saga um skæruliða í mexíkönsku bylt- ingunni snemma á öldinni. Höfundurinn kynntist átök- unum af eigin raun, fyrst sem Einar Kárason læknanemi en síðar sem stjórnmálamaður. Löndum Azuela þótti sagan óhróður um byltinguna, en hún hefur haldið nafni hans á lofti víöa um heim og ruddi brautina fyrir \verk Juans Rulfo og Gabríels García Márquez. Hér birtist hún í nýrri þýðingu Guðbergs Bergssonar. Bókin er 164 blaðsíður og kostar 799 krónur. Feliade eftir Akif Pirincci er al- lóvenjuleg spennusaga, því að hún gerist meðal katta. Kött- urinn Francis er nýr í hverf- inu. Hann og Gústaf, eigandi hans, flytja inn í gamalt hús sem er fullt af undarlegri lykt og voveiflegu andrúmslofti. Brátt verður hann þess var að einstaklingar af hans tegund eru myrtir einn af öðrum án sýnilegrar ástæðu. Francis ákveður að rannsaka málið. Og nú fer af stað æsispenn- andi atburðarás þar sem mannleg og kattaleg fólska af versta tagi kemur við sögu. Bergljót og María Kristjáns- dætur þýddu bókina, sem er 238 blaðsíður. Hún kostar 799 krónur. Bridqe UMSjÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON ^^^F Philip Morris lands- og Evróputvímenningurinn 1994 Vonast eftir metþátttöku Föstudagskvöldið 18. nóv. nk. veröur spilaður Philip Morris lands- og Evróputvímenningurinn. Undanfarin ár hefur verib spilað á 230 stöðum á íslandi og miðað við höfðatöluna frægu hefur ísland verið í efstu sætum með fjölda þátttakenda und- anfarin ár. í Reykjavík veröur spilað í Þönglabakka 1, nýju húsnæði Bridgesambandsins, og verður það fyrsta keppnin sem haldin verbur þar. Skráning er hafin á skrifstofu Bridgesambands íslands í síma 91- 619360 og eru bridgespilar- ar sem ætla að spila í Reykjavík beðnir um að skrá sig sem fyrst. Ætlunin er að fylla húsið þetta opnunarkvöld og slá met í þátttöku lands- og Evróputví- menningsins. Þetta mót er sér- stætt á margan hátt, aðeins er spilað þetta eina kvöld og keppendur taka þatt í þremur keppnum í einu. í fyrsta lagi í félaginu sem tekur þátt í keppninni þetta kvöld og þar fá efstu menn í hverjum riðli verðlaunaskjal og penna í verðlaun. Hver riðill getur mest verið 36 pör. Spilað er um tvöfaldan bronsstigaskammt í félögunum. í öbru lagi er spil- uð keppni yfir landið þar sem sigurvegararnir 'verða landství- menningsmeistarar, þar er spil- að um gullstig og í þriðja lagi er keppt um alla Evrópu. Spilin verða forgefin eins og undanfarin ár em sú breyting verður nú að aðeins 24 spil gilda til útreiknings í Evrópu- tvímenningnum og verður það haft eins í landstvímenning- um. Einnig er breyting á út- reikningi þar sem hann er nú í impum í stab skalans 1-100. Bæklingum með spilum keppninnar og útskýringum Omars Sharif veröur dreift til keppenda eftir spilakvöldið. Undanfarin ár hafa um 600 spilarar tekiö þátt í þessari keppni en í ár er markmiðið 1000 keppendur en það hefst ekki nema með mikilli all- mennri þátttöku um allt land þannig að um er að gera að skrá sig sem fyrst hjá félaginu eða BSI í síma 91-619360. Undanúrslit og úrslit bikarkeppni BSÍ1994 Undanúrslit Bikarkeppni Bridgesambands íslands verða í Þönglabakka 1, laugardaginn 19. nóvember og hefjast kl. 11.00. Þar eigast vib sveitir Tryggingamiðstöðvarinnar og Glitnis annars vegar og sveitir Ragnar T. Jónassonar og S. Ár- manns Magnússonar hinsveg- ar. Úrslitaviðureignin er spiluð sunnudaginn 20 nóv. Fjölmargir fletir Spil vikunnar kom upp í sveita- keppni á Bretlandseyjum fyrir nokkrum árum. S/AHir * KT9863 V ÁC54 ? T? * 2 * ÁG54 o D7 ¥ T3 1 fl A K9 ? KS2 yy DC843 * T6S3 u * 2 V D8762 * Á76 * Á987 KDC4 Á einu boröinu opnaði norð- ur eftir pass suðurs og vesturs á veikum tveimur í spaða sem voru passaðir út. Sá samningur stóð slétt. Það þykja hins vegar vondar tvíbökur að opna á veikum tveimur með 4-lit í hinum hálitnum enda varð niðurstaðan allt önnur á hinu borðinu. Subur Vestur pass pass 2v pass Noröur Austur 1 * pass 4 v allir pass Útspilið var lauf og eftir þaö vann sagnhafi sitt spil en spurningin er hvort suður geti unnið spilið með einhverju öðru útspili? Segjum að vestur spili hjarta- þristinum. Austur drepur á kóng og spilar aftur hjarta sem suður drepur heima og spilar spaða. Vestur drepur með ás og spilar réttilega tígli. Suður drepur, tekur laufás og trompar lauf. Kastar tígli í spaðakóng, spilar spaðatíu og kastar aftur tígli. Vestur fær slag á spaða- gosann en það verður síðasti slagur varnarinnar. En ef Vestur dúkkar spaðann í upphafi. Þá tapar sagnhafi eng- um slag á spaða en vegna sam- gangserfiðleika fær sagnhafi aðeins 6 slagi, 6 á tromp, einn á spaöa og ásana tvo. Enn er einn möguleiki sem lesendur hafa kannski komið auga á. Það er að drepa á hjartaás strax, spila laufi á ás og spaða að heiman. Nú er komin upp allt önnur staða. Vestur dúkkar og sagnhafi á þessi spil í 6-spila endastöðu. Suöur hefur fengið sjö fyrstu slagina og trompar með átt- unni spaðatíuna. Síöan trom- par hann lauf í borði — austur yfirdrepur — en hjartádrottn- ingin og tígulás verða 9. og 10. slagur sagnhafa. Bridge er eng- an veginn einfalt mál. íslandsmót eldri spilara: Þórir og Þorsteinn ísfandsmeistarar Fyrsta íslandsmótið í tvímenn- ingi eldri spilara fór fram í Sigtúni um síðustu helgi. Hlutskarpastir urðu Þórir Leifsson og Þorsteinn Pét- ursson með 108 stig. Arnar G. Hinriksson og Einar V. Kristjánsson lentu í öðru sæti með 101 stig en Guðmundur M. Jónsson og Þórður Sig- fússon höfnuðu í þriðja sæti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.