Tíminn - 15.12.1994, Síða 9

Tíminn - 15.12.1994, Síða 9
9 Fimmtudagur 15. desember 1994 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Grátandi fabir fabmar unga dóttur sína vib útför sonar síns í jerúsaiem ígœr. Sonur hans var 21 árs hermabur og lét lífib þegar Hizbullah-menn gerbu hon- um og sjö öbrum hermönnum fyrirsát á öryggissvœbi ísraelsmanna í Sub- ur- Líbanon sl. sunnudag. Gro Harlem Brundtland: Norðmenn verða að standa við EES-samninginn EFTA ákveður að ganga til samninga við Slóveníu Ráöherrafundur EFTA ríkjanna var haldinn í Genf 13. og 14. desember undir formennsku Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Fulltrúar Austurríkis, Finn- lands og Svíþjóöar tilkynntu brottför sína úr samtökunum, en þau munu væntanlega gerast aöilar aö Evrópusambandinu 1. janúar nk. Fulltrúar íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein tilkynntu að þeir myndu halda áfram EFTA samstarfinu og að þeir heföu stofnaö vinnuhóp til aö ganga frá skipulagsmálum vegna breyttrar aöildar sem ljúka á störfum fyrir áramót. Fram kom aö ekki yrði nauð- synlegt að gera breytingar á EES samningnum sjálfum viö aðild- arskiptin. Hins vegar hafa ís- land og Noregur gengiö frá nauðsynlegum breytingum á samningnum um eftirlitsstofn- un EFTA og EFTA dómstólinn, þar sem gert er ráö fyrir að eftir- litsfuiltrúum og dómurum fækki úr sjö í þrjá. Liechtenstein er um þessar mundir aö ganga frá samningum um aöild að EES og gerir ráð fyrir að gerast aðili innan skamms. Ákveðið var aö þau fjögur lönd, sem eftir eru í EFTA, gangi til viðræðna um fríverslunar- samning við Slóveníu sem fyrst. Ef Norðmenn standa ekki við allar skuldbindingar sínar samkvæmt EES- samningnum er Evrópusam- bandinu í lófa lagið að fella hluta af samningnum úr gildi, segir Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs. Aftenposten skýrir frá því í gær að forsætisráðherrann hafi einkum beint viðvörunum sínum til þeirra stjórnmálaflokka sem harðast gengu fram í andstööunni við aðild Norðmanna að ESB. Gro Harlem Brundtland leggur áherzlu á að raunveruleikinn sé ekki sá sem andstæðingar EES í Stórþinginu vilji vera láta, þ.e. að Norömönnum sé stætt á því að velja sjálfir hvaða reglum þeim þóknist að fara eftir í þessu sam- bandi. „Það má ekki orka tvímælis," segir hún, „hvort við stöndum við skuldbindingar okkar samkvæmt EES-samningnum. Við getum nefnilega ekki vænzt þess að ESB horfi upp á það að við krækjum okkur í beztu bitana, og enginn skyldi undrazt þótt ESB notfæri sér þann rétt að fella hluta af samn- ingnum úr gildi. í sjálfum EES- samningnum er gert ráð fyrir slík- um viðbrögöum og samninginn verðum við að halda," segir forsæt- isrábherrann. í forystugrein Verdens Gang er bent á það að það verði nánast úti- lokað fyrir Norðmenn að beita neit- unarvaldi varðandi þær tilskipanir ESB sem kveðið veröur á um í fram- tíðinni, enda þótt þær kunni að stríða gegn hagsmunum Norð- manna. Vakin er athygli á því ab þótt Gro Harlem Brundland hafi ekki sagt það berum orðum enn sem komið er, þá telji hún greini- lega ab eina leiðin til að halda EES- samningnum óbreyttum í meginat- riðum sé sú að Norðmenn aðlagist ESB án þess að eiga aðild að sam- bandinu. Hún er sannfærð um að ESB-ríki sem eiga annarra hags- muna ab gæta taki til sinna rába ef Norbmenn beiti neitunarvaldi þeg- ar um sé að ræða tilskipanir og sam- þykktir ESB sem hafa áhrif á öllu EES-svæðinu, segir Verdens Gang. Vald Satans Hamborg - Reuter Kona klauf í gær 72ja ára kirkjugest í herðar niöur með exi vegna þess að hún taldi að hann væri á valdi Satans. Atburður þessi átti sér stað í kaþ- ólskri kirkju sem kennd er vib Mar- íu guðsmóöur. Maðurinn, sem var vistmaður á elliheimili, sat á kirkju- bekk þegar morðkvendið réðst skyndilega á hann, stökkti á hann vígðu vatni, en sveiflaði síðan öx- inni með þeim afleiðingum að fórn- arlambið lét líf sitt skömmu eftir ab þab kom í sjúkrahús. Konan var handtekin og segir lögreglan að hún hafi vanið komur sínar í þessa kirkju um skeið. Haft er eftir lögreglunni ab við handtökuna hafi konan gefið til kynna að hún hafi verið aö undirbúa verknaðinn í hálft annab ár og nú væri henni stórlega létt. ■ SAGA 17.JÚNÍ ER SAGA ÞÍN •yrc&LM* r.OKAGJÖ'F Ti'TRTR TÓTJC Á t)T,T,TJM AT,OPT PÖTnTMA TTOjpA AT.LPv 500 L,JÓ5AÍYNPTP

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.