Tíminn - 28.12.1994, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. desember 1994
iffl wIHlWiIl
11
Evrópuknatt-
spyrnan
England
úrvalsdeild
Arsenal-Aston Villa . 0-0
Chelsea-Manchester Utd 2-3
Coventry-Forest 0-0
Crystal Palace-QPR .. 0-0
Everton-Sheffield Wed 1-4
Leeds-Newcastle 0-0
Leicester-Liverpool .. 1-2
Man. City-Blackburn 1-3
Norwich-Tottenham 0-2
Southampton-Wimbledon... 2-3
West Ham-Ipswich .. 1-1
Staban
Blackburn ...20 14 4 2 44-16 46
Man. Utd ....20 14 2 4 36-16 44
Newcastle ...20 116 3 39-22 39
I.iverpool ....20 10 6 4 36-19 36
Forest 20 10 6 4 33-20 36
Leeds 20 9 5 6 29-25 32
Norwich 20 7 6 6 19-17 30
Tottenham .20 8 5 7 34-34 29
Chelsea 20 8 4 8 28-26 28
Man. City ...20 8 4 8 31-34 28
Arsenal 20 6 7 7 23-22 25
Coventry.... 20 6 7 7 20-29 25
Wimbledon 20 7 4 9 24-35 25
Southampt. 20 6 6 8 29-34 24
Sheff. W 20 6 6 8 23-29 24
QPR 20 6 4 9 29-35 23
Cr. Palace ....20 5 7 8 15-20 22
West Ham ..20 6 4 10 16-22 22
Everton 20 4 7 9 16-28 19
AstonV 20 3 8 9 22-31 17
Leicester 20 3 5 12 20-35 14
Ipswich 20 3 4 12 18-37 13
1. deild
Barnsley-Grimsby .... 4-1
Burnley-Port Vale .... fr.
Charlton-Southend . 3-1
Notts Co.-Millwall ... 0-1
Oldham-Wolves 4-1
Reading-Luton 1-1
Sheff. Utd-Middlesb.. 1-1
Stoke-Swindon 0-0
Sunderland-Bolton ... 1-1
Tranmere-Derby 3-1
Watford-Portsmouth 2-0
WBA-Bristol City 1-0
Staban
Middlesb. .23 13 5 5 36-20 44
Tranmere ..23 11 6 6 38-27 39
Barnsley.... 23 11 5 7 28-24 38
Wolves 23 11 4 8 40-31 37
Bolton 23 10 7 6 37-28 37
Reading ....23 10 7 6 28-22 37
Sheff. Utd .23 9 7 7 34-24 34
Stoke 23 9 7 7 26-25 34
Grimsby ...23 8 9 6 33-31 33
Watford ....23 8 9 6 24-24 33
Oldham ....23 9 5 9 32-30 32
Luton 23 8 7 8 31-30 31
Millwall ....23 8 7 8 29-28 31
Derby 23 8 7 8 24-22 31
Southend ..23 9 4 10 24-36 31
Charlton ...22 7 8 7 35-33 29
Sunderl 23 6 11 6 25-21 29
WBA 23 7 6 10 20-30 27
Swindon ...23 6 7 10 30-37 25
Port Vale ...22 6 7 9 26-29 25
Burnley 21 5 9 7 21-28 24
Portsmo. ...23 5 8 10 22-35 23
Brist. City .23 5 4 14 17-33 19
Notts Co. ..23 4 6 13 21-33 18
Skotiand
Ahortiepn-r.eltic 0-0
Dundee Utd-Kilmarnock 2-2
Falkirk-Motherwell.. 0-1
Hearts-Partick 3-0
Rangers-Hibs 2-0
Staban
Rangers 18 12 3 3 33-13 39
Motherw. .18 8 8 2 32-23 32
Hibs 18 5 11 2 23-16 26
Falkirk 18 5 8 5 25-27 23
Celtic 17 4 10 3 17-16 22
Hearts 17 6 3 8 22-25 21
Dund.Utd. 17 5 5 7 21-28 20
Kilmarn. ...18 4 7 7 18-24 19
Aberdeen ..18 3 7 8 19-23 16
Partick 17 3 4 10 14-29 13
Björnjónsson
múrarameistari, Kópavogi
Fæddur 19. september 1920
Dáinn 16. desember 1994
„Mínir vinir fara fjöld," kvaö
Bólu- Hjálmar aldraður og má
maöur manni segja — eftir því
sem hver eldist stríkkar straumur
samferöamanna sem kveðja. Nú
er það Björn Jónsson múrara-
meistari, fyrrum sveitungi og
góður vinur minn og míns fólks.
Kona hans, Jóhanna Svendsen,
var frændkona mín og náin vin-
átta með fjölskyldum okkar í
nokkra ættliöi.
Björn Jónsson fæddist fyrir
austan, á Setbergi í Fellum, 19.
september 1920. Foreldrar hans
voru hjónin Katrín Jónsdóttir og
Jón Friörik Guðmundsson, bóndi
þar. Björn var næstyngstur tólf
systkina. Fimm ára gamall fór
hann í fóstur til Elínar móður-
systur sinnar á ísafirði og manns
hennar, Þórbar Jónssonar múr-
arameistara. Björn ólst síðan upp
á ísafirði og lærði þar múraraiðn.
En leiðir hans lágu austur á ný —
lífiö fer stundum krókaleiðir.
Árið 1937 fluttust að austan
vestur á firði hjónin Engelhart
Svendsen vélameistari í Neskaup-
staö og Þórunn Einarsdóttir frá
Hofi í Mjóafirði ásamt Jóhönnu
dóttur sinni. Hún var fædd á
t MINNING
Hofi 9. janúar 1921. Þau dvöld-
ust vestra næstu árin — og þar
kynntust Björn og Jóhanna. Öll
saman fluttu þau austur á ný
1943 og settust að á Hofi, æsku-
slóðum Þórunnar. Næstu árin
vann Björn að iðn sinni, bæði
heima fyrir á Mjóafirði og í ná-
lægum byggbarlögum. Þegar á
milli varð sýslaði hann við sam-
eiginlegan búskap fjölskyldunnar
á Hofi og vann raunar fleiri störf
er kölluðu að í sveitinni. Bæði
voru þau Björn og Jóhanna fé-
lagslynd og þess nutum við sveit-
ungarnir á meðan þau áttu
heima í Mjóafiröi. Björn starfaði
líka að sveitarmálum, átti sæti í
hreppsnefnd og lét ekki sitt eftir
liggja þegar um var að ræða mál
sem til heilla horfðu fyrir byggb-
arlagið.
Búseta í Mjóafirði hentaði illa
dugandi iðnaðarmanni eins og
sakir stóðu. Björn og Jóhanna
færðu sig um set, settust að í
Kópavogi, byggðu að Löngu-
brekku 29 og áttu þar heima síð-
an. — Á þennan veg lágu leiðir
þeirra hjóna, í fáum orðum sagt.
En þótt búfesta á Hofi yrði ekki
lengri en svo að vel losaöi áratug-
inn, bundust þau tryggðum við
staðinn og vitjuðu árlega frænda
og vina á Mjóafirði þegar kring-
umstæður leyfðu langferðir.
Björn Jónsson var mikill
myndarmaöur í sjón og raun.
Fremur hár vexti, beinvaxinn og
svaraði sér vel. Ágætur fagmaður
og hamhleypa í verki. Hann var
og einn þeirra sem í engu máttu
vamm sitt vita, traustur bæði og
hlýr. Gott var að vera í návist
hans, svo á þokkafullu heimili
þeirra hjóna í Kópavogi sem ann-
ars staöar þar sem fundum bar
saman.
Björn og Jóhanna gengu í
hjónaband 28. desember 1946.
Synir þeirra eru tveir. Engelhart
er fæddur 21. ágúst 1947, kvænt-
ur Helgu Haraldsdóttur. Hann er
vélameistari og rekur vélaverk-
stæði í Mosfellsbæ. Þór fæddist 1.
mars 1961, kvæntur Ásu Hall-
dórsdóttur, tölvufræðingur og
búa í Reykjavík.
Björn missti konu sína 1992,
en Jóhanna lést á Landakotsspít-
ala þann 6. mars það ár. Hún
hafði verið heilsuveil undanfar-
andi misseri og þó haldið reisn
sinni. Svo var því einnig háttaö
um Björn uns hann var skyndi-
lega kvaddur af þessum heimi
16. dag þessa mánaðar.
Eftir fráfall Jóhönnu hélt Bjórn
heimili með fóstursystur hennar,
Sigrúnu Svendsen, sem raunar
hafbi alla tíb átt samleiö með
fósturforeldrum sínum og síban
Birni og Jóhönnu.
Við umskiptin er gott að
minnast Björns Jónssonar, sem
við Mjófirðingar kennum jafnan
við Hof. Með honum er góður
mabur genginn. Þakklæti slung-
inn hlýhugur samferðamanna
fylgir slíkum þegar leiðir skiljast
samkvæmt lögmáli sem allir lúta.
Við Margrét og okkar fólk vott-
um Engelhart og Þór, fjölskyld-
um þeirra og Sigrúnu samúð okk-
ar og sendum þeim innilegar
kveðjur.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Eigum við að hætta að læra dönsku?
Mikið er nú rætt um þá tillögu,
sem fram hefur komið, aö
leggja beri minni áherslu á
dönskunám í skólum en áður.
Tungumál þetta verði ekki
lengur fyrsta erlenda tungan,
sem börn læri í skólanum. En
hvaða tunga á þá að koma í
stað dönskunnar? Það er ensk-
an eða engilsaxneskan, sem
öölast hefur meiri útbreiðslu en
dæmi eru um eina þjóbtungu.
Hér er kqmin fram tillaga, sem
hlýtur ab vekja umræbur. Öll-
um er Ijóst, að enskukunnátta
er nauösynleg í mannlegum
samskiptum; þab sjáum við
daglega í sjónvarpinu. Þó finnst
manni oft þarna farið aftan að
siðunum, ef svo má að orði
komast. Hvers vegna ekki að
notast við norræn mál? Inn-
byrðis eru norrænu tungumálin
skyld og langtum nær okkur en
enskan, sem er blendingur úr
latínu og ýmsum öðrum mál-
um, þar á meðal norrænum.
Svo vill til, að ég er dálítiö
tengdur dönskunni, því aö ég
lærði hana í nokkrum skólum,
síðast til BA-prófs í Háskóla ís-
lands. Þá kenndi ég þessa tungu
um árabil. Mér finnst danskan
fallegt mál, ef það er rétt fram
borið. Og textinn lítur vel út á
bók. Sumir segja raunar, að
danska sé ljótt mál og jafnvel
barnalegt. Það segja aðeins þeir,
sem lítt hafa kynnt sér þetta
tungumál. Hvað segir ekki
danska skáldið Kai Hofmann í
ljóöi, sem Carl Nielsen hefur
samið lag við:
Den danske sang er en ung, blond pige,
hun gaar og nytmer i Damnarks hus,
hun er et bam afdet havblaa rige,
hvor böge lytter til bölgers bnis.
Den danske sang, naar den dybest
klinger,
har klang af klokke, afsvcerd og skjold.
Imod os bruser paa brede vinger
en sagatone fra hedenbold.
Ekki er samlíkingin slök.
Skáldið líkir hinni dönsku
LESENDUR
tungu viö unga ljóshærða mey,
sem syngur blítt. Hún er barn
hins himinbláa hafríkis, þar
sem beykitréð hlýðir á öldu-
sláttinn. Danski söngurinn ber
í sér klukknahljóð, sverðaglam
og skjaldarkliö, þegar hann
hljómar best. Hann ber meö sér
á breibum vængjum sagnaóm
frá ómunatíð.
Ég minnist þess, er Poul Re-
umert og kona hans, Anna
Borg Reumert, heimsóttu ís-
land 1952. Þá var þess getiö, að
í munni slíkra listamanna væri
danskan fagurt tungumál.
Þannig hljómar hún þegar hún
er flutt af kunnáttu og smekk-
vísi. En auðvitað er til léleg
danska, eins og léleg íslenska.
Norræn samvinna hefur lengi
verið á dagskrá, og jafnvel aldr-
ei frekar en upp á síðkastið,
þegar bæði Finnland og Svíþjóð
hafa samþykkt aö ganga í Efna-
hagsbandalag Evrópu. Nú reyn-
ir á samstöðu Norðurlanda fyrst
ab marki. Virtist þá eölilegt að
leitaö væri allra leiöa til aö
styrkja samstöðuna. Og vissu-
lega er tungumálið áhrifamesti
þátturinn til ab halda þjóðum
saman. Ef við viljum varöveita
tengslin við Norðurlönd, verð-
um viö að kenna og læra
dönsku eða eitthvert annað
Noröurlandamál. Viö eigum
vitanlega að læra ensku áfram
líkt og verið hefur, en við eig-
um ekki að tala viö frændur
okkar á því máli, það er að fara
aftan að siðunum, svo að notað
sé gamalt orðtak.
Ég lengi ekki mál mitt frekar,
vegna þess ab ég hef litlar mæt-
ur á að teygja lopann í orðum.
Ég held, að skoöun mín hafi
komið nægilega skýrt fram: Viö
eigum aö halda áfram að kenna
dönsku og norræn tungumál,
svo að norræn samvinna hald-
ist við að minnsta kosti, en
hraki ei. Munum þetta, góðir
íslendingar!
Auðunn Bragi Sveinsson
Framlibnir, Ormurinn og EB
Reyndar er sagt, ab Svíar hafi
samþykkt Efnahagsbandalagið
og eigi að ganga inn í það um
áramót, en er nú víst að allar
dísir séu Svíum dauðar? Við
hin óvæntu úrslit þjóðarat-
kvæðagreibslunnar — nær
jöfnu en flestir höfðu búist við
— kom það fram að í nyrstu
stórhéruðum landsins („í Sví-
þjóð eru stórhéruö mörg"), þar
sem fólkið er kjarnbest, var
andstaðan mest, og hvergi þó
eins og í Jafntalandi Qamtland)
þar sem andstaðan var yfir
70%. — En hvab hafbi gerst í
Jamtalandi?
í Jamtalandi sást ormurinn í
Stórasjó árið 1991, vottuðu
fjölmargir vísindamenn þá,
fréttin vakti víða athygli, nor-
rænn andi vaknaði og Maast-
richt-samþykktin féll í Dan-
mörku. Hik kom á Evrópu-
sinna.
Þegar mér barst um þab frétt
frá Ostersund í Jamtalandi í
sumar, að ormurinn hefði sést
að nýju — sáu feðgar tveir á
báti — ætlaði ég að láta þess
getið í grein, en kom mér aldrei
LESENDUR
að því, þannig ab þetta dróst úr
hömlu. Þegar ég sá hvernig úr-
slitin urðu í Svíþjóð, með Iitl-
um mun, og að Jamtaland gerði
best, datt mér í hug að öðruvísi
hefði fariö, ef ég hefði gert
mitt.
Enn líður tíminn og alltaf
kemur eitthvað upp til að tefja
inngöngu. Er nú ekki ráð að
láta þess getið á íslandi, að enn
hefur ormurinn sést?
Myndun þessa hljótum við
að kalla lífaflfræðilega (biodyn-
amiska), og stendur aðeins viö,
meðan athygli manna binst viö
hana. Fylgið við hana stafar frá
fólki, sem hefur af samskonar
reynslu að segja, og undireins
og það áttar sig á að svona at-
burður hefur gerst, opnast far-
vegur hjá því fyrir kraftað-
streymi frá framliðnum. En þaö
sem framliðnir viija, er að
Norðurlönd verði frjáls.
Þorsteinn Guðjónsson
Ökutnenn!
Minnumst þess að
aðstaða barna í
umferðinni er allt önnur
en fulloröinna!
||UMFERÐAR