Tíminn - 28.12.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.12.1994, Blaðsíða 5
Miövikudagur 28. desember 1994 5 Sigurður Sigurðarson: Fyrri grein Vemdum hreinleika íslenskra afurba Einangrun landsins og abgát við innflutning á sinn þátt í því að viö erum laus við ýmsa sjúkdóma sem gætu þrifist hér. Vib notum því minna af varnarefnum, lyfj- um og eitri, en flestar aðrar þjóð- ir. Það skiptir máli fyrir gæbi mat- væla og heilsu almennings. Mæl- ingar á íslenskri mjólk og kjöti nauta, kinda, hrossa og svína, sem gerð hefur verið af yfirdýra- lækni o.fl., sanna þetta og sýna, ab óæskileg efni mælast alls ekki eða eru langt undir leyfilegum mörkum. Það tryggir heilnæmar afurðir og gefur okkur forskot í framleiöslu vistvænna afurða til sölu erlendis. Hreinleikinn er dýr- mæt auðlind sem við megum ekki spilla vegna heilsu fólksins til lengri tíma litið. Heimurinn er farinn að kalla eftir slíkum mat- vælum. Þetta getur breyst fljótt eins og nú horfir, ef slakab yrði á vörnum gegn smitsjúkdómum með bindandi viðskiptasamning- um viö útlönd (EES, GATT, „ESB" og NAFTA). Hingab bærust skab- valdar fyrir gróður og smitsjúk- dómar í búfé, sem spilltu ímynd íslenskra afurba. Smitefni, hættuleg dýrum, fólki og gróbri, berast á milli fjarlægra svæöa og landa á ýmsan hátt. Fjölmörg dæmi eru þekkt um smitburð síðustu ár, þrátt fyrir all- ar framfarir í sjúkdómaleit og sjúkdómavörnum. Smitefnin ber- ast fyrst og fremst: 1) meb lifandi dýrum og gróðri jarðar; 2) með matvælum úr dýrarík- inu; 3) með dýrafóðri; 4) meb óhreinum hlutum; 5) með fólki. Afskekkt lega landsins og var- kár stefna í innflutningsmálum í áratugi hefur verið okkur góð vörn. Þess vegna eru íslensk dýr ennþá laus við flesta smitsjúk- dóma, sem algengir eru og land- lægir í Evrópu. Sumir þeirra eru hættulegir fyrir fólk, svo sem hundaæði og margir aðrir veiru- og bakteríusjúkdómar. Nýir smitsjúkdómar gætu valdib stórfelldu tjóni íslensk dýr hafa að mestu verið einangrub frá landnámstíö. Þau hafa ekki „sjúkdómareynslu", hafa ekki aðlagast nema fáum smitsjúkdómum og eru viðkvæm- ari en dýr frá svæbum erlendis þar sem landlægir eru margir skæðir sjúkdómar. Næmið hefur komið í ljós þegar smitefni hafa borist til landsins og eins þegar dýr hafa verib flutt til útlanda (dæmi: kverki og inflúensa hrossa). Mein- „Hreinleiki íslenskra matvæla er dýrmæt auð- lind. Staðsetning íslands veldur því, að gróður vex hægar hér en sunnar á hnettinum og tegundir eru færri. Þetta stuðlar að því að hér þrífast ekki ýmsir jurtasjúkdómar eða meindýr, sem valda búsifjum sunnar í álf- unni." lausir sjúkdómar erlendis, sumir jafnvel ósýnilegir þar, hafa orðið ab landplágum hér (dæmi: mæbi- veiki í sauðfé). Við höfum samt verið heppin að fá ekki þá verstu, eins og gin- og klaufaveiki, smit- andi fósturlát í kúm, hundaæði, svínafár, hænsnapest, skæðar salmonellategundir eba hestain- flúensu. Þennan lista mætti lengja með nokkrum tugum mjög alvarlegra sjúkdóma og mörg hundruð öðrum, sem gætu borist hingað með smitmenguðum vör- um, dýrum eða fólki og fötum þess, sem óhreinkast hefur af dýr- um erlendis. Nýlega var heill kassi af notuðum og óhreinum búnaði íslensks hestamanns, sem kom frá útlöndum, stöðvaður í tolli hér. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slíkt finnst. Enginn vafi var um smithættu. Til eru hestamenn sem leyfa sér að hafa það að gam- anmálum, að þeir hafi sloppið í gegnum tollinn með óhreina strigaskó og fleira vegna þess ab tollverðir taki aðeins það sem hafi „reið-" í nafni (reiðföt, reiðtygi, reiðstígvél o.fl.). Hugsa þessir menn ekki um þær skelfilegu af- leiðingar sem hlotist gætu af kæruleysi þeirra? Skilja þeir ekki að heilbrigði íslenska hestsins er ómetanleg? Hestamenn, standið á verði gegn svona ábyrgðarleysi. Mikið er í húfi. Eins og hrossabúskap er háttað hér á landi, gætu smitsjúkdómar, sem bærust hingað, orðið mjög alvarlegir og stöðvað sýningar, hrossaverslun og flutning í og úr beitilöndum. Þeir gætu einnig spillt fyrir útflutningi hrossa og afurðum sem unnt er að selja til útlanda. Nú er t.d. að opnast markaður fyrir mótefni gegn sjúk- dómum, sem framleidd eru úr blóði hrossa vegna óvenjulegs heilbrigðis þeirra. íslensku hross- in hafa verið laus við alla alvar- lega smitsjúkdóma til þessa, l.s.G., samanber orbið hesta- heilsa. Húðsveppur sá, sem breiðst hefur út hérlendis nýlega, gefur smjörþefinn af því sem bor- ist gæti hingað. Hann er þó vægur samanborið við illvíga og bráb- smitandi húðsveppi sem finnast á hrossum í grannlöndum okkar og raunar um allan heim. Þeir berast hingað, ef óvarlega er farið. Inn- flutningsárátta sumra ráðamanna þjóbarinnar er hættuleg heilsu ís- lenskra dýra. Magnús Stephensen flokkaði refinn með saubfjársjúk- dómum í riti um húsdýr árið 1808. Fari ráðamennirnir ekki vel með vald sitt, verða þeir á sama hátt settir í flokk með smitandi pestum, sem berast hingað fyrir glópsku þeirra. Stöndum vörb um heil- brigbi íslenskra dýra Það er alþekkt staðreynd að mun ódýrara er að fyrirbyggja sjúkdóma en útrýma þeim. Hér hefur um langt skeið verið talið tryggast — vegna biturrar reynslu VETTVANGUR — aö takmarka, og eftir atvikum banna alveg, innflutning á afurð- um dýra, sem gætu verið meng- aðar smitefnum, óþekktum á Is- landi. Innflutningur lifandi dýra hefur einnig verið takmarkaður eða alveg bannaður. Þetta veldur því að einhverjir heilbrigðustu dýrastofnar í heimi eru á íslandi, þrátt fyrir ýmis óhöpp. Mikið er ab verja, en breytingar eru fram- undan. Vegna strangra sjúkdómavarna hefur tekist að nokkru leyti að bæta fyrir ógætni landsmanna sjálfra og útrýma pestum, sem bárust nær alltaf eftir ab látið var undan þrýstingi um innflutning. Baráttan hefur þó kostab þjóðina stórfé hvað eftir annaö. Úrslitum réð, hve langt var á milli áfalla. Ég nefni aðeins þrjá sjúkdóma af nokkrum sem ekki hefur tekist ab uppræta: Garnaveiki og riðuveiki í jórturdýrum og smáveirusótt í hundum. Kostnaður vegna bólu- setninga og beint tjón er verulegt á hverju ári vegna innflutnings- ins. Það er eins og mönnum hafi gleymst þetta nú. Stóraukinn inn- flutningur á landbúnaöarvörum gæti orðið til þess að nýjar pestir bærust hingað ein af annarri og breiddust út um landið. Slík öfug- þróun blasir nú vib í Evrópu sem afleibing af hinu nýja „frjálsræbi" í flutningum dýra og afurða. Bú- skaparhættir hér á landi og næmi íslenskra dýra gera okkur erfiðara um vik en öðrum. Nú virðist með ýmsum ráðum vera unnið að því ab brjóta niður varnir gegn innflutningi smit- andi dýrasjúkdóma til íslands. Þar eiga í hlut einstakir valdamiklir stjórnmálamenn, kaupsýslu- menn og — þótt ótrúlegt megi virðast — líka neytendasamtök landsins. Þessir abilar kannast ekkert vib að þeir séu ab brjóta niður, en telja of mikið gert úr hættunni og að öllu verði hægt ab bjarga. Neytendasamtökin hafa gert ýmislegt gott, en í þessu máli svíkja þau lit. Þau standa ekki vörð um hagsmuni allra neytenda. Flytja skal inn meira af landbúnaðarvörum með góðu eða illu. Þetta er orðin eins konar „fastagrilla" hjá ofangreindum aðilum. Því er haldið fram, að þannig fái fátækt fólk ódýran mat. Hvílík fáviska! Ekki virbist hugsað út í vörugæði. íslensk matvæli eru yfirleitt hágæðavara, en ódýrar erlendar vörur eru mjög misjafnar að gæðum. Vottor&in villandi og prófin ófullkomin Þeir, sem berjast fyrir auknum innflutningi á kjöti, halda að unnt sé aö girba fyrir alla smit- hættu með því að beita þeim varnarráðum sem til eru, svo sem mótefnaprófum og sýklarækt, er sýni hvort sjúkdómar séu fyrir hendi, bóluefnum eða lyfjum sem drepi niöur sjúkdómana, eöa með því að kaupa eingöngu frá heilbrigðum svæbum. Athugum hvaða hald er í þeim varnarráð- um: Mótefnapróf: Sumir telja, að unnt sé að verjast sjúkdómum með sérstökum prófum. Fyrir lítt þekkta sjúkdóma vantar oft not- hæf próf á lifandi dýr. Dæmi um það er kúariban í Bretlandi. Þar hefur verið lógað og eytt 140 þús- und kúm með þessa veiki. Vib flytjum inn þaðan hundrub Þorsteinn Daníelsson: Þjóðvakinn Þjóðvakinn hennar Jóhönnu er víst orðinn bústinn og blómlegur, því nóg er um þessar mundir af annars- og þriöjaflokks fólki, sem ekki vill viöurkenna aö abrir finn- ist því fremri. Jóhanna er undrandi og hálfgröm yfir því að fólk, sem enn er í gömlu flokkunum, skuli vera að rifja upp eitt og annað mis- jafnt um hana, hana sem stýrir glænýjum flokki sem ekkert hefur enn af sér gert. Hún vill víst að á sig sé litið sem ófiðraðan unga, ný- skriðinn úr egginu og syndlausan með öllu. En Jóhanna er nú eldri en tvæ- vetur og hefur ekkert verið að fela sig. Lengi var hún félagsmálaráb- herra, þaðan stjórnaði hún hús- næðismálapólitíkinni umdeildu. Það var hún sem stjórnaði aöför- inni að sveitum landsins, lið henn- ar var eins og útspýtt hundskinn um landið þvert og endilangt að reyna meö mútum og gylliboðum að vinna forustumenn sveitanna á sitt band. Það dugði sumstaðar, en þar sem samrunasamþykktir vom gerðar er engu líkara en ráðherra- liöið hafi gengið götuna meðfram glæpaveginum og fast við hann. Það var ekkert verið að hafa orð á því að aðförin að sveitunum var hugsuð sem skref í átt inn í ESB. Sveitamenn eru tregari í taumi landsöluliðsins en þéttbýlisfólkið, þar sem stundum er hægt að koma á múgsefjun með lúðrablæstri og bumbuslætti og svo framvegis. í sumar vildi Jóhanna fella Jón VETTVANGUR „Sem ráðherra hefur fóhanna stutt frjálshyggjuna, sem stjómar núverandi stjóm og virðist hafa það helst að stefnu að hjálpa þeirri klíku, sem almennt er kölluð fjöl- skyldumar 15, til að sölsa undir sig sem mest afís- lenskum þjóðarauði og kom- ast sem fyrst og sem lengst inn undir vemdarvœngi Evr- ópustórveldanna." Baldvin úr formannssætinu og setjast þar sjálf. Hvar var stuðn- ingsfólkið hennar þá? Jón vann stóran sigur og hún, úrill annars- flokks manneskja, sagði sig úr flokknum og safnar nú föllnum englum annarra flokka. Hvab hefbi orðið um fólkið, sem nú er sagt að sé aö hópast til Jóhönnu, ef hún hefði verið kosin í staö Jóns Bald- vins, með Guðmund Árna í vara- formannssætinu? Hefði það gengið til hennar í Alþýðuflokkinn? Hefur Jóhanna breyst eða Jón? Sem ráðherra hefur Jóhanna stutt frjálshyggjuna, sem stjórnar núverandi stjórn og virbist hafa það helst ab stefnu ab hjálpa þeirri klíku, sem almennt er kölluð fjöl- skyldurnar 15, til ab sölsa undir sig tonna af gæludýramat með nautakjöti. Þjóðverjar eru ugg- andi vegna innflutnings frá Bret- landi og íhuga að setja bann á nautakjöt. Hitun eöa suða er ekki næg trygging, ef í hráefninu er smitefnið. Þab þolir 8 klst. suðu. Fáir leita að þeim sjúkdómum sem ekki valda augljósu tjóni, eru duldir. Enginn leitar að þeim sjúkdómum sem enn eru óþekkt- ir, en sífellt eru að koma upp nýir sjúkdómar í löndum þar sem margt er af dýrum, stutt á milli búa og mörgum skepnum kasaö saman í hús, stíur og beitarhólf. Bóluefhi og lyf: Bóluefni eru til við mörgum sjúkdómum, en út- rýma þeim sjaldan. Þau bæla þá niður og fela þá, en fjölga heil- brigðum smitberum. Sum erlend bóluefni og önnur varnarefni (sermi) hafa jafnvel sjálf verið menguð smitefnum og því hættu- leg. Dýr, sem fá „lifandi" erlend bóluefni, geta smitaö óbólusett dýr. Lyf koma að gagni, en ná aö- eins til sumra sjúkdóma. Þau eru dýr, valda aukaverkunum, finnast í afurðum og eru því varasöm fyr- ir heilsu neytenda, ef þau eru stöðugt í mat. Kaup frá ósýktum svœöum: Sú leið að kaupa einungis frá ósýkt- um svæðum er annmörkum háð. Þá verður ab byggja á vottorðum embættismanna um heilbrigði viðkomandi svæðis. Vottorð hvíla á ótraustum grunni, vegna þess að sjúkdómar koma seint inn á skýrslur. Þeir eru ekki skráðir nema þeir valdi augljósu tjóni. Samt gætu þeir vegna mótstöðu- leysis dýrastofna okkar orðið skaðleg plága, ef þeir bærust hing- að. Vottorð embættismanna eru oft ónákvæm eða villandi. Þeir eru sem slíkir háðir stjórnvöldum lands síns, sem vilja umfram allt selja hvað sem er í harðri sam- keppni við aðra. Við urðum illi- lega fyrir barðinu á gagnslausum vottorðum, sem komu meö kara- kúlfénu hingab frá Þýskalandi. Þab reyndist bera: Votamæði, þurramæði, visnu, garnaveiki og líklega eitthvað af nýjum sníkju- dýrum. Vegna aukinna flutninga eru slík vottorð nú að verða alvar- legt vandamál í Evrópu. Ný dæmi: Gin- og klaufaveiki barst til Ítalíu frá Króatíu nýlega, mæðiveiki til Þýskalands frá Frakklandi og kúaeyðni (BIV) til Englands frá Þýskalandi og Hol- landi. (Framhald) Höfundur er dýralæknir. Creinin birtist upphaflega í baendablabinu Frey. sem mest af íslenskum þjóðarauði og komast sem fyrst og sem lengst inn undir verndarvængi Evrópu- stórveldanna. Kóngulóin spinnur þræði og ger- ir úr þeim listaverk, sem kallab er kóngulóarvefur. Sinn bústað hefur hún á miðju vefsins og bíður þar eftir hinum nytsömu sakleysingj- um, flugunum, sem þar setjast og eiga sjaldan afturkvæmt þaöan, en kóngulóin dafnar þangaö til að einhver viijandi eöa óviljandi gengur óvarlega um og listaverkið hrynur. Jóhanna vinnur að sinni veiöarfæragerð og er manni sagt að margir bíði meb óþreyju eftir að geta synt í netið eða bitið á agniö. Hvab svo? Höfundur er bóndi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.