Tíminn - 28.12.1994, Blaðsíða 8
8
mmr_r._
m%mmu
Mibvikudagur 28. desember 1994
Hér má sjá verkfrœbiprófessorana Einar B. Pálsson, Þorbjörn Karlsson,
Þorstein Helgason og Valdimar K. jónsson.
Deildarforseti verkfrcebideildar, dr. júlíus Sólnes próf., forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Kristín Fribgeirsdóttir
styrkþegi og háskólarektor dr. Sveinbjörn Björnsson prófessor.
Minningarsjóöur Þor-
valds Finnbogasonar
Styrkþegi ab þessu sinni var Kristín
Fribgeirsdóttir vélaverkfrœbinemi.
Fyrir jól var ab venju úhlutað í
Háskóla íslands úr minningar-
sjóði Þorvalds Finnbogasonar.
Þorvaldur var bróðir forseta ís-
lands, Vigdísar Finnbogadótt-
ur, en fórst í hörmulegu slysi
fyrir fjörutíu árum, rétt um
tvítugt. Foreldrar hans, Sigríð-
ur Eiríksdóttir hjúkrunarkona
og Finnbogi Rútur Þorvalds-
son, prófessor í verkfræði,
stofnuðu sjóðinn á 21 árs af-
mælisdegi sonar síns, 21. des-
ember 1952. Er tilgangur sjóðs-
ins að styrkja stúdenta til
náms við verkfræðideild Há-
skóla íslands eba til fram-
haldsnáms í verkfræbi vib
annan háskóla að loknu prófi
hér heima. Styrkþegi að þessu
sinni er Kristín Friðgeirsdóttir,
nemandi á fjórba ári vélaverk-
fræbi við H.í. Hefur styrkþegi
undanfarin ár yfirleitt veriö sá
nemandi á fjórða ári í verk-
fræbi sem náð hefur bestum
heildarárangri í námi, sam-
kvæmt upplýsingum frá verk-
fræðideild.
Deildarforseti verkfræði-
deildar, dr. Júlíus Sólnes próf.,
sagbi þetta eina elstu viður-
kenningu á íslandi fyrir skín-
andi árangur í verkfræðigrein-
um. Finnbogi Rútur prófessor
hefbi sem ungur verkfræðing-
ur í seinni heimstyrjöldinni
fengiö það verkefni að skipu-
leggja nám í verkfræðigrein-
um vib H.Í., þegar átökin á
meginlandinu höfðu lokað
öllum hefðbundnum leiðum
íslendinga til verkfræðináms.
Kennslan hófst svo árib 1940 í
byggingar-, véla- og rafmagns-
verkfræbi og varb Finnbogi
Rútur fyrsti prófessor greinar-
innar. Þessa verðlaunaveit-
ingu sagði Júlíus einnig kær-
komna fyrir verkfræðideild að
hóa saman velunnurum deild-
arinnar, en svokallað öldunga-
ráð verkfræbideildar hittist
mánaðarlega til þess að ræða
leiðir til ab efla tækniþekkingu
á íslandi. í „senatinu" væru
sumir reyndustu og þekktustu
Einar B. Pálsson verkfrœbiprófessor á tali vib forseta íslands, Vigdísi Finn-
bogadóttur.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir rcebir vib jónas Elíasson prófessor.
Valdimar K. jónsson verkfrœbipró-
fessor var ánœgbur meb styrkþeg-
ann.
einstaklingar landsins í verk-
fræðingastétt. „Senatið" skipa
nú Steingrímur Hermannson,
Geir Arnar Gunnlaugsson, Jó-
hann Már Maríusson, Jónas
Frímannsson, Guðmundur
Þórarinssson og Sverrir Nor-
land.
Verkfræöin, eins og aðrar
greinar í Háskólanum, liði fyr-
ir fjárskort, en nú væru rót-
tækar tillögur nefndar undir
forustu dr. Gunnars G.
Schram, prófessors í lagadeild,
senn að sjá dagsins ljós og
tækju þeir einnig á þessum
vanda. M. a. hefur verið rætt
um að skipta háskólanum upp
í fjórar sjálfstæðar einingar
eða „skóla" í tækni- og raun-
vísindagreinum, heilbrigðis-
greinum, félagsvísindum og
hinum gömlu heimspeki-
deildargreinum. Með slíkum
sjálfstæðum og öflugum „skól-
um", sem til samans mynd-
uðu H.Í., ættu fjárveitingar til
stofnunarinnar að nýtast bet-
ur og tækifæri til eigin fjár-
mögnunar að skapast.
Björn Kristinsson prófessorog kona hans Gubrún Hallgrímsdóttir matvæiafræbingur.
Mann-
lífs
spegill
GUÐLAUGUR
TRYGGVI
KARLSSON