Tíminn - 28.12.1994, Blaðsíða 2
2
Mi&vikudagur 28. desember 1994
Tíminn
spyr,..
Tekst a& afgrei&a fylgifrumvörp
fjárlaga fyrir áramót?
Bryndís Schram segir aö sér líöi eins og ómaga eftir aö sjónvarpiö greindi frá dagpeninga-
greiöslum til hennar, — mál hennar heitt í umrœöunni og bar meöal annars á góma í stól-
rceöu hjá séra Pálma Matthíassyni — Dagpeningaumrœöan í algleymingi:
Frúr ráðherra fá greitt sam-
kvæmt 3 ára gömlum reglum
Omagi
Í9
i FRÉTTUM ...“Ur,Cm,ral!C ■ '
kvöld
þá up
kosta
feröa
man
Sj^SEVS
r Kfinglan
sem
framfyrir uv/..
Si™'69lloo# Síait
mið-
\>cir.
Finnur Ingólfsson, forma&ur
þingflokks Framsóknar-
flokksins.
„Ég tel aö það geti tekist með
þingfundum í dag (þriðjudag),
miðvikudag og fimmtudag. Það
er mögulegt að ljúka þessari
vinnu á fimmtudagskvöld, en
þá er ég einungis aö tala um
fylgifrumvarp fjárlaganna,
þ.e.a.s. lánsfjárlög, skattafrum-
vörpin og ráðstafanir í ríkisfjár-
málum."
Kristín Ástgeirsdóttir, for-
ma&ur þingflokks Kvenna-
lista.
„Það er býsna óljóst á þessari
stundu. í lánsfjárlögunum,
skattalögunum og lögum um
ráðstafanir í ríkisfjármálum er
ýmislegt sem við viljum fella
niður eða breyta. Þessi mál
voru algerlega órædd fyrir jól,
en ég vona svo sannarlega aö
það takist að afgreiða þau.
Framundan er mikið verk að
vinna og við þurfum að koma
okkur í undirbúning kosninga-
baráttu."
Jóhann Ársælsson, Alþý&u-
bandalagi.
„Ef við erum aö tala um fylgi-
frumvörp fjárlaga ein og sér
met ég það þannig að það tak-
ist.
Þetta er ekki það mikið sem
eftir er. Viö erum að tala um
þrjú frumvörp, lánsfjárlög,
skattalagafrumvarpiö og band-
orminn. Ég held að það takist
að afgreiða þessi mál fyrir helg-
ina, þó að ég treysti mér ekki til
þess að segja nákvæmlega upp
á stund eða dagpart hvenær
það verður."
Bréf Bryndísar Schram, utanríkis-
ráðherrafrúar, sem Morgunblaðið
birti á aðfangadag hefur vakið
mikla athygli. í bréfi sínu, sem
ber yfirskriftina Ómagi? ræðir
Bryndís um dagpeningagreiðslur
sem hún hefur notið reglum sam-
kvæmt, og greinir frá þeirri vinnu
sem því fylgir að vera utanríkis-
ráðherrafrú. Málið er greinilega
heitt og bar mjög á góma í jóla-
boðum landsmanna. Séra Pálmi
Matthíasson, sóknarprestur í Bú-
staðasókn, kom að þessu máli í
hátíðaræðu sinni á jóladag.
Sr. Pálmi, — öfund
eða pólitík?
„Ég talaði um að fólk væri of
fúst til að fella dóma. Mér finnst
oft á tíðum að fólk sé allt of fljótt
að dæma í ýmsum málum, en þá
spyr enginn hvort fólk hafi gert
eitthvað sér til ágætis. Það viröist
ekki hljóma með. Þessu kann ým-
islegt að ráða, til dæmis pólitík
eða þá öfundin, sem er undirrót
margs ills, eða þá einhver önnur
aflokuö viðhorf," sagði séra Pálmi
Matthíasson, sóknarprestur í Bú-
staðaprestakalli, í samtali við
Tímann í gær.
Bryndís: Líöur eins
og ómaga
Bryndís segir í grein sinni að
eftir þá umfjöllun sem hún og
hennar persóna hafa fengið í
fréttum sjónvarps varöandi dag-
peningagreiðslur líði sér eins og
ómaga, eins og hún væri baggi á
þjóðfélaginu. Hún segist ekki
vilja vera ölmusukona og vilji
hún þvf gera hreint fyrir sínum
dyrum. Segir Bryndís að á árinu
sem er að líða hafi hún haldið 37
gestaboð í nafni utanríkisráðu-
neytisins, þar af 16 í sínu eigin
húsi. Hún hafi samið og flutt ræð-
ur á mörgum tungumálum og
lagt sig fram um að sinna skyld-
um sínum af alúð og með gleði.
Reiknast Bryndísi til að sam-
kvæmt töxtum stéttarfélags síns
sem verktaki og miðað við sama
stundafjölda og þeir sem með
henni hafi unnið, matreiðslu- og
framreiðslufólki, þá ætti hún inni
ógreidd laun hjá ríkinu að upp-
hæð 370 þúsund krónur. Auk þess
gæti hún krafið ríkið um leigu-
gjöld fyrir afnot af stofu sinni og
reiknar útleiguna á 10 þúsund
krónur, eða 160 þúsund alls.
Bryndís er staðráðin í að leggja
fram reikning að upphæð 530
þúsund krónur til ráöuneytisins.
„Þegar skuld mín við þjóðina kr.
321.161 frá árinu 1994 er dregin
frá þeirri upphæð, kemur á dag-
inn að ég skulda þjóðinni ekki
neitt. En þjóðin hins vegar skuld-
ar mér. Svo er bara að vita, hvort
hún er reiðubúin að greiða þá
skuld," segir Bryndís og bendir á
að hún hafi „verið starfandi hjá
utanríkisráðuneytinu í sex ár."
Bréfi sínu lýkur hún á þeim orð-
um að hún muni ekki taka að sér
frekari skyldustörf fyrir ráðuneyt-
ið þá fáu mánuði sem eiginmaður
hennar á ef til vill eftir að starfa
sem utanríkisráðherra.
Ráöuneytisstjóri:
Makinn óhjákvæmi-
lega stór hluti af
starfinu
Róbert Trausti Árnason, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, sagðist hafa lesið bréfið í gær,
þriðjudag.
„Eg hef ekkert um málið að
segja, ekki orð, ekki einu sinni al-
mennt séð," sagði Róbert Trausti
og vildi ekki svara því hvort ráðu-
neytinu hefði borist reikningur
frá Bryndísi. Hann sagði þó:
„Strangt til tekið er hún ekki
starfsmaöur. En hún er eiginkona
ráðherra sem stöðu sinnar vegna
verður náttúrlega að gera fjöl-
margt sem kannski er ekki strangt
til tekið skilgreint skýrt í erindis-
bréfi til hans. En makinn verður
engu að síður óhjákvæmilega stór
hluti af starfinu, nema menn vilji
og aö mönnum takist að skilja al-
gerlega að einkalíf og opinbert líf.
Það má sjá úti í hinum stóra
heimi að þessu er meö ýmsu móti
háttað," sagði Róbert Trausti.
Forsætisráöherrafrú:
Tók ekki dagpeninga
Frú Ástríður Thorarensen, eig-
inkona Davíðs Oddssonar forsæt-
isráöherra, kvaðst vilja sem
minnst um þetta mál tala. Fram
hefur komið í fréttum Ríkisút-
varpsins að hún hefur ekki þegið
dagpeningagreiðslur á ferðalög-
um með eiginmanni sínum, sem
henni þó ber réttur til að fá sam-
kvæmt reglum þar að lútandi.
„Þetta haföi spurst út, en ég hef
ekki viljað ræða þetta. Fréttastofa
útvarps bar þaö undir mig hvort
þetta væri rétt og ég sagði þeim,
sannleikanum samkvæmt, að það
væri rétt, en að öðru leyti vildi ég
ekki ræða þetta mál og mun ekki
gera," sagði Ástríður.
Ráðherrafrú Sighvat-
ar: Tek ekkert
ófrjálsri hendi
„Þessu er háttað eins og reglur
gera ráð fyrir. Þetta er ekki neitt
sem ég er að taka ófrjálsri hendi,"
sagði Björk Melax, eiginkona Sig-
hvatar Björgvinssonar, heilbrigð-
is-, iðnaðar- og viöskiptaráðherra.
„Ég hef mína skoöun á því
hvort það sé eðlilegt að greiða
dagpeninga auk alls útlagös
kostnaður. En ég er ekki tilbúin
að láta skoðun mína í ljós," sagði
Björk.
Ríkisendurskoöun:
Greiöa ætti fyrir út-
lagöan kostnaö
Reglur um dagpeningagreiðslur
er að finna í reglugerð um dag-
peninga nr. 39 frá 3. febrúar
1992. Þar segir í 10. grein:
„Ráðherra og forseta hæstarétt-
ar skulu greiddir fullir dagpening-
ar. Auk þess skal þeim greiddur
ferða- og gistikostnaður, risnu-
kostnaður og símtöl. Séu makar
ráðherra með í för fá þeir auk far-
gjalds og gistingar greiddar 50%
af dagpeningum ráðherra."
„Við höfum margoft lýst okkar
skoðun á dagpeningakerfinu í
heild," sagði Sigurður Þórðarson
ríkisendurskoðandi í gær. „Það er
mín skoðun að það komist aldrei
neinn bragur á þetta fyrr en farið
verður að greiða fyrir útlagöan
kostnað," sagði Sigurður.
Alþýöuflokkurinn á
Suöurlandi:
Framboðs-
mál óljós
Ekkert er enn fast í hendi var&-
andi framboðsmál Alþý&u-
flokksins á Su&urlandi. Aö sögn
Sigur&ar Tómasar Björgvinsson-
ar, framkvæmdastjóra flokks-
ins, er unni& a& undirbúningi
mála, en listi liggur enn ekki
fyrir.
„Við erum enn ekkert fallnir á
tíma hvað varðar Suðurland,"
sagði SigurðurTómas. Hann sagði
í því sambandi að til dæmis yrði
ekki gengið frá lista flokksins fyrr
en í janúarlok á næsta ári.
Arni Gunnarsson, fyrrum al-
þingismaður og núverandi fram-
kvæmdastjóri Heilsustofnunar
NLFÍ í Hveragerði, skipaði efsta
sætið á lista krata í alþingiskosn-
ingunum 1991. Hann þvertekur
fyrir framboð aftur nú og segist
hafa að undanförnu neitað mörg-
um pólitískum biðlum.
-SBS, Selfossi
dteg'
utuY
- ERTU EKUl
kOAH/V/V IE/VGRA ?