Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 78. árgangur Föstudagur 30. desember 1994 245. tölublaö 1994 Fjölmargir kaupa loönuflokkara til fiskvinnsluhúsa sinna á sama tíma og varaö er viö aö japanski markaöurinn sé tiltölulega lítil: Talab um gullæði sem gæti valdið verðhruni Fjölmargir abilar í fiskvinnslu vítt og breytt um landiö kaupa nú lobnuflokkara til fyrirtækja sinna og eru til- búnir ab frysta lobnu, þegar hún fer ab veibast. Talab er um lobnufrystingu fyrir Jap- ansmarkab sem nýtt „gull- æbi" innan fiskvinnsiunnar, svo glatt gekk frysting og sala á síbasta ári. Tækin koma ab- allega frá Noregi, en einnig eru þau framleidd hjá vél- smibju í Reykjavík. Heimildir blabsins segja ab hér sé um ab ræba fjárfestingu upp á vel á annab hundrab milljónir ab ræba. „Það er engin spurning ab menn eru um of bjartsýnir og ab þarna getur verib um hættu- lega þróun að ræba," sagbi Hall- dór Eyjólfsson, markabsstjóri hjá Sölumibstöb hrabfrystihús- anna, í samtali vib Tímann í gær. Hann sagbi ab nánast allt hefbi gengib upp í fyrra. Fryst hefbi verib stór og gób loðna og hún selst á ágætu verbi til Jap- ans, alls 18 þúsund tonn. „Þab er tómt mál ab tala um ab stækka markabinn í þeim mæli ab nýjar fjárfestingar í lobnuflokkurum nýtist. Ég gæti ímyndab mér ab hægt væri ab selja í mesta lagi 22 þúsund tonn af stórri og góbri frystri lobnu til Japans, alls ekki meira. Verbi lobnan minni, þá er hætt vib ab markaðurinn minnki mjög, gæti farið í 7-8 þúsund tonn," sagbi Halldór. Aðilar sem rætt var vib í gær fullyrtu ab eftir áramótin yrbi mögulegt ab frysta allt ab 50 þúsund tonn. Þab gæfi auga leib ab ef slíkt magn yrbi fryst og í frambobi, þá ættu Japanir góba möguleika á að fá þab magn sem þeir óskubu eftir á mun lægra verbi en I fyrra. Framleibendur færu ab undir- bjóba hver annan. ■ Fjóröa minnsta barn- eignaár íslandssögunnar: Barnsfæð- ingar um 170 færri en í fyrra Hagstofan áætlarab um 4.450 börn fæbist á íslandi á árinu sem nú er ab ljúka. Þab er fækkun um rúmlega 170 börn frá árinu á undan. Verb- ur raunar ab fara aftur til árs- ins 1987 til þess ab finna færri barnsfæbingar. Þegar reiknab er út frá því hvab margar konur eru núna á barns- burbaraldri kemur í ljós ab fæb- ingartíbni árib 1994 er hin fjórba lægsta í íslandssögunni. Þab var abeins á ámnum 1984—1987 sem fæðingartíbnin var minni heldur en á árinu sem er ab kvebja. Ef fæbingartíbni kvenna á barnsburbaraldri hverju sinni verbur áfram jafn lág og á þessu ári verba ófæddar kynslóbir að- eins 3% fjölmennari en kynslóð foreldranna. Til nokkurs saman- burbar má rifja upp ab lands- mönnum hefur fjölgab um 30% frá 1970. Og einum áratug þar ábur, um 1960, áttu konur ab mebaltali tvöfalt fleiri börn held- ur en núna. ■ Aöilar vinnumarkaöarins: Útlit er fyrir átök á nyju ári Forustumenn á vinnumarkabi og í stjórnmálum virbast allt eins eiga von á miklum átökum í þjóbfélaginu á nýju ári. Bæði menn úr hópi vinnuveit- enda og launþega sem blabið ræddi vib í gær eru sammála um ab sú gerjun sem verib hefur í kjaramálum ab undanförnu muni brjótast fram fljótlega eftir áramót og hugsanlega komi fram víbtæk- ar kröfur og aðgerðir úr mörgum áttum samtímis. Talsmenn launþega eru venju fremur ákveðnir í yfirlýsingum sínum um ab ekki verbi lengur unab vib þau kjör sem alþýðunni em búin. SJá vlbbrögb á blabsíbu 2 og 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.