Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 30. desember 1994 Hvað finnst þér eftirminnilegast á sviði stjórnmála hér heima á árinu sem er ab ljúka? Davíb Oddsson, forsœtisrábherra og formabur Sjálfstœbisflokksins: Sjö mögur ár að baki „Eftirminnilegast er kannski þetta umhverfi sem er að veröa í efna- hagsmálum. Ég sagöi þaö í ára- mótaræöu minni viö lok síðasta árs, aö kreppunni væri ef til vill ekki alveg lokiö en þaö væri bjart- ara framundan. Þessu var ekki vel tekið af öllum og sumum þótti þetta óraunsætt tal, en það sem ég sagði þá hefur alltsaman gengið eftir. Nú hafa orðið kaflaskil í efnahagsmálum og við erum byrj- uð að vinna okkur upp á nýjan leik. Umskiptin í efnahagsmálum er eitt það þýðingarmesta sem hefur gerst á þessu ári. Sjö ára stöðnunartímabili er að ljúka og ég vona að minnsta kosti sjö ára uppbyggingartímabil að hefjast." -Það hafa leikið vindar um stjórnarsamstarfið? „Jú, eins og gengur, en í öllum megin atriðum hefur það heppn- ast vel. Árangurinn sést á öllum sviðum. Við höfum stöðvað vöxt atvinnuleysis og gengið betur í þeim efnum heldur en öðrum þjóðum. Nú hefur atvinnuleysi verið minna á öllum mánuðum þessa árs heldur en á árinu í fyrra. Það er merki þess að atvinnuleys- isvofan sé að hverfa á braut hægt og örugglega. Það mun hún gera ef við náum að varðveita stööug- leikann. Auðvitað greinir flokk- ana á í ýmsum efnum og hefur stundum kastast í kekki. Þaö hefur alltaf gerst í samsteypustjórnum. Stundum hefur mönnum tekist betur að leyna því gagnvart fjöl- miðlamönnum, stundum verr. En þaö er ætíð svo þegar tveir ólíkir flokkar eða fleiri starfa saman, þá hlýtur að vera þar um að ræða átök á milli manna." -Viö horfum fram á breytta tíma með auknu samstarfi á milli þjóða og opnara hagkerfi með þátttöku í alþjóðlegum viðskipta- samningum eins og GATT. Hvernig metur þú stöðuna? „Með því að vera stofnaðilar að þessum Urugvæ-þætti GATT höf- um við tryggt efnahagsleg tengsl okkar við umheiminn meö já- kvæöum hætti, án þess að þurfa að borga fyrir það eins og sumir vildu með afsali fullveldis eöa yf- irráða yfir okkar helstu auðlind- um. Ég held að við höfum haldið mjög skynsamlaga á málum. Það er góðs viti í lok þessa árs, aö Al- þingi — sem er sundurleitur vinnustaður eðli sínu sartikvæmt — skuli sameinast eins og þaö ger- ir við afgreiðslu GATT- samkomu- lagsins. Það er þakkarvert." ■ Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisrábherra og formabur Al- þýbuflokksins: Besti dagurinn Jjegar samkomulag nabist „Þegar ég lít til baka er það svo enn í mínum huga að besti dagur- inn í stjónarsamstarfinu undir lokin var samkomulag stjórnar- flokkanna um ráðstafanir í efna- hagsmálum nú skömmu fyrir jól- in. Þessar efnahagsaðgerðir tóku á hvoru tveggja: örvun fjárfestinga, nýsköpun og atvinnusköpun til skamms tíma og tekjujöfnunar í gegn um skattakerfið og félagslega kerfið. Sögulegasta ákvörðunin er sennilega sú sem verið er að taka þessar stundirnar, að ísland gerist stofnaðili að GATT. Það mun valda þáttaskilum og áhrifin munu skila sér til hagsbóta, ekki aðeins fyrir okkar land, heldur fyrir heimsbyggðina á næstu ár- um og fram á næstu öld. Þegar menn líta til baka mun þetta þykja stórviðburður." -Stjórnarsamstarfið hefur verið krappur dans oft á tíðum á þessu ári? „Ójú. Eins og reyndar oft áður." ■ Ólafur Ragnar Grímsson, formabur Alþýbubandalagsins: Ljúfar kosninganætur, — og tilhugalíf Davibs ogjóhönnu „Það sem mér er langminnis- stæbast frá árinu er sá mikli ár- angur sem birtist á kosninga- nóttina í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Annars vegar sigur félagshyggjuaflanna í Reykja- vík og hins vegar sú stabreynd ab Alþýbubanda-lagib var sig- urvegari sveitarstjórnarkosn- inganna á landinu í heild. Og á mínum starfsvettvangi var þab ákaflega ánægjuleg vornótt ab taka vib slíkum úr- slitum. Þab sem ab öbru leyti hefur einkennt stjórnmálaþróunina er fyrst og fremst upplausn rík- isstjórnarinnar. Stabreynd er ab frá mibju ári hefur hún í reynd hvorki verib samstillt né INNtAUSNARVEF® VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Hinn 10. janúar 1995 er tuttugasti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 555,20 ii n 10.000 kr. skírteini = kr. 1.110,40 ii n 100.000 kr. skírteini = kr. 11.104,00 Hinn 10. janúar 1995 er átjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 18 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.963,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1994 til 10. janúar 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1995. Reykjavík, 30. desember 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS verkhæf stjórnunareining, enda viburkenndi forsætisráb- herrann þab meb því ab velta fyrir sér haustkosningum á mibju síbasta sumri. Allur seinni hluti ársins hefur verib einn samfelldur bibleikur vegna væntanlegra þingkosn- inga og því hefur veturinn því mibur farib fyrir lítib til þess ab styrkja atvinnulífib og bæta kjörin í landinu. Þab er erfitt ab sjá fram í framtíbina. Ég hef oft vitnab í Harold Wilson, fyrrum forsæt- isrábherra í Bretlandi, sem sagbi fyrir þrjátíu árum ab vika væri íangur tími í pólitík. Reynslan hefur nú kennt mér ab þab voru orb ab sönnu, hvab þá heldur heilt ár. Hvab framundan er er því óljóst. Litlar líkur eru þó á ab núverandi stjórnarflokkar nái meirihluta og geti unnib sam- an áfram. En áberandi var í þinghaldinu milli jóla og ný- árs hib nýja tilhugalíf Davíbs Oddssonar vib Jóhönnu Sig- urbardóttur. Ég er í reynd bjartsýnn á stjórnmálaárib sem er fram- undan. Ég held ab Alþýbu- bandalagib hafi aldrei verib eins vel búib stefnulega og verklega til kosninga og nú og hlakka til þeirra mánuba sem framundan eru. Þeir verba spennandi. Ég bý mig eigin- lega undir abra góba vornótt vorib 1995. Þab kemur í ljós ab þab var ekki bara 1994 sem verbur sigurár okkar. Slíkum tíbindum fagna ég aballega meb glebi í sálu minni yfir góbu verki". ■ Anna Ólafsdóttir Björnsson, Samtökum um Kvennalista: Konur lítilsvirtar í verkfallinu „Fyrst og fremst standa uppúr já- kvæðar og neikvæðar fréttir af stöðu kvenna. Neikvæðu fréttirn- ar eru fyrst og fremst þær, að at- vinnuleysi hefur verið miklu meira meöal kvenna heldur en karla. Sömuleiðis er þetta lang- vinna sjúkraliðaverkfall ein af slæmu fréttum ársins. Sjúkraliða- verkfallið er í hnotskurn staða láglaunastéttar kvenna. Mér finnst sorglegt hvernig tekið hef- ur verið á þessu og það sýnir lítils- virðingu í garð þessarar mikil- vægu stéttar. Því miður endur- speglar þetta raunverlega afstöðu ráðamanna til lágt launaðra kvenna. Af gleðifréttunum rís hæst sigur Kvennalistakonunnar, Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, í borgar- stjórnarkosningum í vor. I Kópa- vogi unnu Kvennalistakonur einnig sigur. Kvennalistakonur hafa komist að í sveitarstjórnum víða um land og við erum smátt og smátt að sækja í okkur veörið. Sigurinn í borgarstjórn var um leið sigur fyrir kvenfrelsishug- myndir almennt. Eg vona að þetta verði eitt skref í átt til þess að kvennasjónarmiðum verði gert hærra undir höfði í íslensk- um stjórnmálum." ■ Cubmundur J. Gubmundsson, formabur Dagsbrúnar: Hart og snúið á báða bóga „Það skýrist vonandi fljótlega hvað er framundan hjá okkur. En nýja árið verður bæði hart og snúið á báða bóga," segir Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann segist gera alveg fastlega ráð fyrir því að það verði erfitt að ná kjarasamningum og eins víst að það muni kosta einhver átök. „Það hafa sjaldan verið meiri líkur fyrir því heldur en núna," segir Guðmundur. Hann segir erfitt að segja til um það hvort komandi kosningabarátta til al- þingis muni hafa einhver áhrif á framvindu kjaramála, en útilok- ar þó ekkert í þeim efnum. Formaður Dagsbrúnar segist þó vera bjartsýnn á nýja árið. Hann segir að þaö sé mikill hug- ur í sínum mönnum og „geysileg harka í fólki," sem er orðið langþreytt á ástandinu í samfé- laginu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.