Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. desember 1994 13 t ANPLAT Bjarni Magnússon andaðist að kvöldi 27. des- ember. Björn Kristmundsson, Álftamýri 54, Reykjavík, lést á Reykjalundi 25. desember. Elín Daníelsdóttir frá Björnshóli, Miðfirði, lést á elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund 26. desember. Georg Sigurðsson cand. mag. lést í Landakots- spítalanum 24. desember. Guðmunda J. Bæringsdóttir, Austurgötu 36, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimil- inu Splvangi 26. desember. Guðný Ólafsdóttir, Skólagerði 37, Kópavogi, lést 26. desember. Haukur Sigurðsson verkstjóri, Sléttahrauni 17, Hafnarfirði, lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 25. des- ember. Hörður Haraldur Karlsson bókbindari lést í Borgarspít- alanum að kvöldi 21. des- ember. Jón Guðmundsson frá Málmey, Vestmannaeyj- um, bifreiðastjóri, Engjavegi 9, Selfossi, lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 26. des- ember. Jón Jóhannesson, Ásgarðsvegi 14, Húsavík, lést á gjörgæsludeild Land- spítalans 22. desember. Karl Jakobsson, Hæðargarði 33, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðju- daginn 27. desember. Lárus Hermannsson (Lorenz Lorenzen) lést í Svíþjóð 27. desember. Oddgeir Daníel Guðmunds- son járnsmiður lést í Landspítal- anum 22. desember. Ottó J. Ólafsson, Sörlaskjóli 12, andaðist á heimili sínu 25. desember. Rannveig Guðmundsdóttir frá Skörðum lést í hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð 24. desember. Rósa Jóhanna Tómasdóttir, Hjallabraut 35, Hafnarfirði, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigfús Jónsson frá Einarsstöðum í Reykja- dal lést í Sjúkrahúsi Húsa- víkur 24. desember. Sigurður Pétursson andaðist í Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði að morgni 24. desember. Sigurjón Egilsson, Nökkvavogi 6, Reykjavík, lést 21. desember. Sigurjón Oddgeir Guðjónsson andaðist á elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund að morgni aðfangadags. Stefán Trausti Alexandersson, Faxabraut 38b, Keflavík, andaðist á Landspítalanum 21. desember. Vigfúsína Guðlaugsdóttir (Lilla), Vesturbergi 70, lést í Land- spítalanum að morgni 26. desember. Þorgrímur Brynjólfsson kaupmaður, Óðinsgötu 1, Reykjavík, lést á Vífilsstöð- um 27. desember. Þórdís Sigurðardóttir, Nesjaskóla, Hornafirði, frá Stakkagerði, Vestmannaeyj- um, andaðist í Landspítal- anum 24. desember. M FRAMSÓKNARFLOKKURINN Jólaalmanak SUF Eftirfarandi númer hafa hlotib vinning í jólaalmanaki SUF: 1. des 99 og 1959 13. des. 3563 og 1841 2. des. 5031 og 3471 14. des. 1856 og 3936 3. des. 1633 og 1580 15. des. 567 og 2634 4. des. 5814 og 1305 16. des. 4703 og 102 5. des. 1749 og 1948 17. des. 5590 og 43 6. des. 1899 og 2061 18. des. 1270 og 1282 7. des. 5480 og 4009 19. des. 2993 og 1500 8. des. 4200 og 2633 20. des. 3149 og 1813 9. des. 4183 og 3538 21. des. 659 og 5979 10. des. 846 og 5446 22. des. 1919 og 947 11. des. 2965 og 1464 23. des. 847 og 1445 12. des. 4032 og 5956 24. des. 1383 og 1137 Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 91-624480. BELTIN BJfl FAXNUMERIÐ ER 16270 Öðravísi jólakort Þau eru af ýmsum toga, jólakortin sem landsmenn senda sín á milli um þessi jól. Hitt er víst að fæstir geta státað sig af því að senda jólakort með mynd af Arnold Schwarzenegger, eins og starfs- fólk, KOM, Kynningar og markaðar hf., gerði nú um jólin. Reyndar er myndin tekin á vaxmynda- safninu í London, en hugmyndin er jafn skondin þrátt fyrir þab. ■ Brigitte Bardot: 60 ára. Jafngamlar ... og þó Hvað eiga þær sameiginlegt, Sophia Loren og Brigitte Bard- ot? Jú, þær eru báðar 60 ára gamlar, þekktar fegurðardísir og kvikmyndastjörnur. En aldurinn hefur sett sín spor á Brigitte, sem hefur lifað óreglusömu lífi og misnotað sólarljósið heldur betur. Sop- hia hefur á hinn bóginn gætt þess að fá nægan svefn, drekka mikið vatn og borða sinn ítalska mat, spagettí og pasta. Gott til eftirbreytni. ■ Sophia Loren: 60 ára. Upp meb hendur — niður með brækur Þessi skondna mynd var tekin af þungvopnuðum laganna verbi eftir bankarán, sem framið var í New York fyrir skömmu. Grunur lék á að öðr- um bankaræningjanna hefbi orðib brátt í brók og leitaö ásjár kamars nokkurs skammt frá bankanum sem rændur var. Það reyndist hins vegar vörður laganna sem var með allt niður um sig, því ræningj- arnir voru á bak og burt og kamarinn rilannlaus. ■ Fróðleikspunktar um drottningarmóðurina Elísabet, fyrrverandi drottning Breta, gengur nú undir nafninu „drottningarmóðir". Hún er orðin 94 ára, en eldhress að því er sögur herma. í rósóttu kjól- unum sínum og meb fínu hatt- ana, gráa hárið og blíða brosið er hún sem „amma" allra lands- manna. En vissir þú að ... 1. Hún er mikill tónlistarunn- andi og hefur meðal annars lært að spila á bongótrommur. 2. Hún hefur minnstu fætur í í SPEGLI TÍMANS fjölskyldunni og notar skó nr. 35. 3. Hún fylgist alltaf með fram- haldsþáttunum í sjónvarpinu — því þannig kemst hún að því hvernig venjulegt fólk lifir! 4. Hún og Margrét dóttir henn- ar eru abeins 157,5 sm á hæð og því minnstar í fjölskyldunni. 5. Hún hefur aldrei sést í síð- buxum. 6. Hún hefur alltaf kjólaskipti fyrir kvöldverb, jafnvel þó hún borði ein. 7. Albert prins bab hennar tvisvár sinnum ábur en hún ját- aðist honum. Það er sagt að hún hefbi áreibanlega hafnað hon- um, ef hana hefði gmnab að hann yrði Georg VI, konungur Breta. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.