Tíminn - 12.01.1995, Síða 5

Tíminn - 12.01.1995, Síða 5
Fimmtudagur 12. janúar 1995 iR*ti¥l?om-Oiini 5 Ingi Bogi Bogason: Ibnnám er vænlegur kostur INN-átakið er tilraunaverkefni sem rekið er af fræðsluyfirvöld- um í Reykjavík, samtökum í at- vinnulífi og fræðslustofnunum í iðnaði í samstarfi við fjóra grunnskóla í Reykjavík. Verk- efninu er ætlað að vekja athygli 9. bekkjar nemenda á löggiltum iðngreinum sem ákjósanlegum valkosti í starfsvali. Menntunarþarfir at- vinnulífsins Bæði stjórnvöld og forsvars- aðilar atvinnulífsins eru sam- mála um að efla þurfi íslenskt atvinnulíf á næstu árum, bæði til þess að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi og eins til þess að efla samkeppnishæfni íslensks vinnumarkaðar. Þetta þýöir að menntunarþarfir atvinnulífsins hljóta að aukast og breytast. En hverjar eru menntunarþarfir at- vinnulífsins? Ekki skal ritað langt mál um þetta atriöi, því nógu lengi hafa atvinnulífið, skólar og yfirvöld talað hér í kross. Þekkt er hvernig atvinnu- lífið hefur sakað skólana um að skila ekki menntuðu fólki sem hæfir þörfum atvinnulífsins, og skólarnir hafa sakað atvinnulíf- ið um að skilgreina ekki sömu þarfir. Jafnvel er fullyrt að at- vinnulífið telji sig ekki hafa neinar þarfir um aukna mennt- un starfsfólks! Án þess að gera þetta að meginmáli þessa grein- arkorns, skal fullyrt að forsvars- menn fyrirtækja gera sér góða grein fyrir því að vel og rétt menntað starfsfólk er dýrmætt. Vandinn er hins vegar sá að skilgreina viðkomandi þarfir og uppfylla þær með tilheyrandi námsframboði. Spyrja má hvort atvinnulífið sé í öllum tilvikum í þeirri aðstöðu að geta skil- greint eigin þarfir. Hérna gætu skólar komið atvinnulífinu til hjálpar með því að hætta aö líta á sig sem pöntunarfélag, sem sinnir stökum óskum viðskipta- vinarins, en byrja í staðinn að tileinka sér breiðari yfirsýn og markaðssetja sig sem stofnanir sem finna menntunarþörf at- vinnulífsins og leysa hana. Sem betur fer eru nú þegar margar skólastofnanir farnar að vinna samkvæmt þessum hugmynd- um, en þær mættu vera fleiri. Menntunarþörfum atvinnu- ,, Rétt er aö árétta oð sjaldnast er hœgt oð œtlast til fullkominnar samsvörunar starfs- menntunar og þeirra starfa sem hún leiöir til. Frambob á tiltekinni starfsmenntun þarf ekki endilega oð nýtast til oð uppfylla þörf éöa ósk atvinnulífsins, sem er til staöar hverju sinni, heldur er þaö um leiö ávísun á vaxtar- möguleika atvinnulífs- ins. Góö menntun er grunnurinn aö virku ný- sköpunarstarfi." lífsins má í grófum dráttum skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða þörf til að styrkja menntun starfsfólks í almenn- um undirstöðugreinum, eins og móðurmáli, stærðfræði og er- lendum málum. Aukin alþjóð- leg samskipti gera kröfur um slíkt. Hins vegar er brýn þörf á því aö auka fjölbreytni stuttra starfsmenntabrauta á öllum sviðum. Með því ætti íslenska aöferðin „vanur-maður-óskast" að vera óþörf og einnig ætti að draga úr misskilningi milli vinnuveitanda og launþega um hæfileika starfsmanns og inntak þeirra starfa sem af honum er krafist. Rétt er að árétta að sjaldnast er hægt að ætlast til fullkom- innar samsvörunar starfs- menntunar og þeirra starfa sem hún leiðir til. Framboð á tiltek- inni starfsmenntun þarf ekki endilega að nýtast til að upp- fylla þörf eða ósk atvinnulífsins, sem er til staðar hverju sinni, heldur er það um leið ávísun á vaxtarmöguleika atvinnulífsins. Góð menntun er grunnurinn að virku nýsköpunarstarfi. Hlutfall starfs- menntabra hér á landi og annars stabar Islenskir nemendur velja sér ---.'m&w Ibnskólinn í Reykjavík. VETTVANGUR nám eftir gmnnskóla með allt öðrum hætti en nemendur í ná- grannalöndum okkar. í Þýska- landi, Noregi og Danmörku sækja yfir 2/3 nemenda starfs- og iðnnám, en hér á landi er þessu þveröfugt farið. T.d. valdi tæplega fjórðungur nemenda, sem hófu framhaldsskólanám 1992, iðnbrautir. í umræðunni um þessa einkennilegu stöðu eru menn sammála um ýmsar skýringar. T.d. veldur hér ef- laust einhverju sú staðreynd að lítið úrval er á stuttum starfs- menntabrautum hér á landi. Sömuleiðis hefur ekki tekist að byggja upp sambærilega já- kvæða ímynd iðn- og starfs- náms sem er inngróin á megin- landi Evrópu. Þörf fyrir fámennar iðngreinar Löggiltar iðngreinar hér á landi eru yfir 70 talsins og margar þeirra býsna fámennar. Byggingagreinar, málmiðn- greinar og rafiðngreinar eru fjölmennar, hins vegar eru fáir í hattasmíði og söðlasmíði svo eitthvað sé nefnt. En menn skyldu varast að vanmeta fá- mennar iðngreinar, því þar má m.a. vænta að felist vaxtar- broddar atvinnulífsins. Meðal erlendra iðnaðarþjóða eru stjórnendur fyrirtækja sér með- vitaðir um á hvaða grunni stór- iðnaður byggir, enda leggja t.d. þýsk hátæknifyrirtæki alúð viö hefðbundnar iðngreinar. Enn fremur er viðurkennt aö fram- þróun í iðnaði verður í sífelld- um víxlverkunum handverks og hátækni. Abgerða er þörf Aðstandendur INN-átaksins eru sammála um að hér sé gagn- gerðra breytinga þörf. Ungt fólk á rétt á því að vita um þá val- kosti sem því bjóðast í því starfsnámi sem er blómlegast hér á landi, nefni- lega í löggiltum iðngreinum. Hvað græðir unjgt fólk á því að velja iðnnám? I flestum tilvik- um leiðir iðnnám til fjölbreyti- legra, skemmtilegra og vel laun- aðra starfa. Einnig er iðnnám góð undirstaða fyrir þá sem hyggjast starfa sjálfstætt á ein- hverju sviði. Og hvað græðir þjóðfélagið á þvi að fleira ungt, hæfileikaríkt fólk sé hvatt til að velja iðnnám? Með því er skotið stoðum undir fjölbreytileika at- vinnulífsins, frekari líkur em á fjölskrúðugri nýsköpun og los- að er um þá spennitreyju sem umlykur bóknámsskóla og ýms- ar háskólagreinar. Af þessum á- stæöum þurfa foreldrar og skól- ar að gefa ungu fólki kost á því að skoða fordómalaust þau tækifæri sem iðngreinarnar bjóða til náms og starfa. Höfundur er upplýsinga- og fræ&slufull- trúi hjá Samtökum ibnabarins. Vitlaus óskalisti vitlaus jólagjöf Um jólin færði Alþingi verka- lýðshreyfingunni umbeðna jólagjöf, en þá var leitt í lög að ekki skyldi allt það fé skattlagt, sem lífeyrisþegar fá útborgað þegar þeir komast á eftirlauna- aldur. Þessi jólagjöf var færð verka- lýöshreyfingunni eftir að margoft hafði verið nauðað um að „afnumin yrði tvískött- un á lífeyri". Það vita þeir, sem vilja vita, aö almennar lífeyrisgreiðslur til láglaunafólks voru ekki tví- skattaðar, ekki heldur einskatt- aðar og færa má fyrir því rök að almennir lífeyrisþegar, um- bjóðendur verkalýðsforystunn- ar, hafi sloppið betur en verið hefði í skattakerfinu sem gilti fyrir tíma staðgreiðslunnar. Þrátt fyrir þetta skattleysi lét verkalýðshreyfingin öllum ill- um látum út af „tvísköttun- inni", sem leiddi til þess að skattalögunum var breytt um jólin. En nú, þegar ætla mætti að áfangasigur væri unninn með skattalækkuninni, er allt í einu komið annað hljóð í strok- kinn. „Það var ekki þetta sem við vildum," kvarta nú verkalýðs- rekendurnir. „Við vildum að iðgjöldin, sem greidd eru til líf- eyrissjóðanna, væru frádráttar- bær sérstaklega við útreikning staðgreiðsluskattsins, en ekki að gefinn yrði skattafsláttur þegar lífeyrir er greiddur út." En af hverju báðu þeir þá ekki um það sem þeir vildu? Af hverju nauðuðu þeir um af- nám einhverrar ímyndaðrar tvísköttunar, þegar þeir vildu annað? Þeir fengu skattaívilnun í samræmi við þessa ímyndun Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE sína, en einmitt vegna þess að krafan var vitlaus frá upphafi, var ekki von á öbru en úrlausn- in yrbi líka vitleysa. Og nú situr verkalýðshreyf- ingin uppi meb afrekið, eina sýnilega árangur sinn í skatta- málum síðustu mánaða: Há- launamennirnir í hópi eftir- launaþega fá nú ennþá meira, en hinn almenni launþegi, lág- launamaðúrinn, fær enga kjarabót. Ég er alveg viss um, að í Stjórnarráðinu hefur verið hlegið hinum landsþekkta stríðnishlátri, þegar ákveðið var að minnka skattlagningu lífeyris, vegna þess að þar var verið ab fara eftir kröfu verka- lýðsrekendanna, en afrakstur- inn fá hálaunamennirnir. Til dæmis þeir sem hafa verið í rík- isstjórn til viðbótar við þing- setu og opinber embættisstörf. Hingað til hafa þeir ekki verib á flæðiskeri staddir með lífeyris- greiðslur sínar og nú fá þeir yf- ir 6% hækkun ráðstöfunar- tekna í formi skattalækkunar! Láglaunafólkib situr enn eftir með lága lífeyrinn sinn, sem er eftir sem ábur innan svokall- aðra skattleysismarka, enda haföi láglaunafólkið engar áhyggjur af hinni ímynduðu tvísköttun, svo sem ég greindi frá hér í upphafi. Ég veit að sumir þeir, sem ég kalla „verkalýðsrekendur", eru alls ekki heimskir menn, en greinilegt er að þeir muna ekki forsendur staðgreiðslukerfis- ins, þótt það sé ekki nema nokkurra ára. Þá er líka ljóst að þeir hafa sett fram kröfur á röngum forsendum, eða krafist annars en þeir vildu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því þegar verka- lýðshreyfingin krefst „afnáms ívilnana vegna skatta á lífeyris- greiðslur", vegna þess ab þeirra ívilnana njóti aðeins hátekju- fólkið. Þá held ég að þjóðin trúi ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þegar þeir draga í efa ab kröfu- gerðarmennirnir séu með öll- um mjalla eða að önnur kröfu- gerð þeirra sé raunhæf. Það verða niðurlútir menn, sem þá vilja skila jólagjöf- inni. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.