Tíminn - 12.01.1995, Page 11

Tíminn - 12.01.1995, Page 11
Fimmtudagur 12. janúar 1995 11 Er eitthvaö eftir? Kjartan Flögstad. Fimbul, 297 bls. Ósló 1994. Cyldendal Norsk Forlag a/s. ISBN 82-05-22480-3. Kjartan Flögstad tekur hér fyr- ir neindina í sinni ýtrustu mynd, það sem ekkert er. Tóma- rúm tímans er algert í dag, að- eins að vera uppi og klifra yfir allt og alla er einhvers virði, for- eldrar og vinir, hvað er það? Hvaða máli skipta foreldrar og arfur? Rekstur til hvers? Þegar ölstofan PUB LÍK fer á hausinn þá er bara að stofna nýja á rúst- unum, BÖÐULINN, eða ætti ef til vill heldur að kalla hana HÖGGSTOKKINN? Hvar eru eiginlega takmörkin milli vits og brjálæðis? En það er líka til fólk sem hef- ir þörf fyrir að koma á vitrænu skipulagi í heiminum. Sagan gerist árið 1978. í lýsingu segir frá manni, sem er í lyftingum í kjallara framhaldsskólans á Gunneng. Kennararnir eru hinsvegar með hátíð uppi á efri hæðunum, með rauðvíni og nýjum útgáfum af plötum ABBA. Eftir þetta fara svo hlut- irnir að gerast. Sprengjukastari hverfur úr herbúðunum viö Soma, þar með fer upplýsinga- þjónusta hersins í gang. Þetta gera líka kennararnir í Gunn- eng. Tveir þeirra fara ásamt manninum í kjallaranum í aust- urátt, akandi á líkbílnum, en kistan afturí er sérstaklega þung. I Ósló eiga Sadat og Begin aö fara að taka á móti friðarverð- launum Nóbels. Það er mikið sagt í bók Kjart- ans, á meistaralegan hátt eins og hans er von og vísa. Hann getur lýst því hvernig við eigum að skrifa niður frásagnirnar af því sem var og gerðist, svo þær hverfi í skriftina. Síðan vöðlum við saman pappírnum og köst- um honum á bálið í skóginum, eða notum hann sem íkveikju. Þá er líka allt horfið. Bók þessi er enn eitt meistara- stykkið frá hendi Kjartans Flögstad. Hún er sjöunda skáld- sagan hans, ef krimmarnir tveir eru teknir með. Launhelgar Sissel Lie. Röd Svane, 165 bls. Ósló 1994. Cyldendal Norsk Forlag a/s. ISBN 82-05- 22583-4. Styrkur Sissel Lie liggur ekki aðeins í frásögninni, heldur ekki síður í þekkingu hennar á sögum og sögnum, allt aftan úr biblíutíma og fram á þennan dag. Ævintýri og þjóðsögur eru vafin inn í samband móður og dóttur, þar sem þær fást við vandamálin. Þessi vandamál, sem um er að ræða, eru heldur ekki neitt hversdagsleg. Þær eru fangar Irkosa-indíánanna í Norður-Ameríku á 18. öld. Hið framandi, sem þær veröa fyrir, áhrif og táknmál, leyndardómar og launhelgar, verka óttavekj- andi á móöurina, en dóttirin hrífst af þeim. Þegar þær svo loks fá frelsi sitt aftur, eru bönd dótturinnar ef til vill orðin sterkari til indíánanna en til móðurinnar. Svona getur hiö dulda verkað misjafnt á fólk. Stundum verkar það sem afl- gjafi fyrir ástríður og tilfinning- ar, en einnig sem afl það sem vekur ótta og jafnvel hrylling við tilhugsunina um að missa það sem maður hefir átt. Myndmálið og frásagnar- leiknin í bókinni er sérstök og hrífur lesandann með sér á vit Norskar bækur SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON hins dulmagnaða, en þó skýran- lega, sem þekkt er úr myndmáli fornra tíma og á vissan hátt allt fram á þennan dag. Góð og trygg þekking liggur að baki því sem slaifab er. Milli hafs og strandar Erik Bystad: Speil og skygge, Ijóö, 51 bls. Ósló 1994. Cyldendal Norsk Forlag a/s. ISBN 82-05-22587-7. Hér er á feröinni fimmta ljóðabók Eriks Bystad. Hann hefir þegar skapað sér öruggan sess meðal norskra ljóðskálda og í þessari bók tekur hann að tjá okkur sem lesum, hvernig þetta ég, sem við upplifum, staðsetur sig í rýminu, þar sem háspeki- legar og persónulegar spurning- ar þrýsta á okkur. Þarna er inn- sýn hans mikil og lífleg. Rými hugleiðingarinnar milli strandar og hafs, milli öruggrar verundar og óþekktrar kyrrðar, kemur fyrir aftur og aftur í þess- ari bók. Það er sífelld endur- tekning. Ég vil aðeins vera til staðar í Ijósinu sem þú kveikir þegar dimmir Ég vil aðeins vera orð sem þú leitar að og finnur þegar samtalið stöðvast Ég vil aðeins vera hjá þér sem eitthvað er þú aldrei hugsar utn Ljóð eða orð Dagur í lífi Marianne Fastvold: Död som en dronte. Skáldsaga, 175 bls. Ósló 1994. Cyldendal Norsk Forlag a/s. ISBN 82-05-22581-8. Eftir lestur bókar Marianne Fastvold um nútímann datt mér helst í hug: Er hún að lýsa ís- lenskum eða norskum veru- leika? „í sturtunni á mánudags- morgun, meðan vatnið fossaði um mig, ruddust spurningarnar fram með krafti flóðbylgjunnar. Af hverju ætti ég að fara út? Úr þessum þægilega hlýja glerbæ sem ég var í, þar sem ég gat öðl- ast allt sem ég þráði, í fyrsta sinn á minni fullorðnu ævi. Til hver's átti ég að fara heim? í íbúðina með storknuðu deigi, bölvuðu rusli og reikningum, sem ég aldrei gæti greitt. Hví skyldi ég fara út í ískuldann? Á væntanlegt nauðungaruppboð, hina auðmýkjandi uppljóstrun um eiginlegt líf Elísu. Áf hverju heim fyrir jól? Til að veröa hent út af uppboðsréttinum ásamt jólatrénu." Þetta eru ef til vill nokkrar setningar úr íslenskum raun- veruleika fyrir þessi jól. Þessi El- ísa situr í heimabakaríinu, sem hún er að reyna að lifa af, með púrtvínsflösku. Hún er í raun al- gerlega uppgefin á sál og lík- ama. Maðurinn er farinn frá henni og börnin koma ekki heim um jólin. Allir notfæra sér hjálpsemi hennar. Nú snýst dæmið við. Með þúsund krónur í vasanum fer hún út í nýju kringluna, sem ekki verður henni nein bana- kringla. Líf hennar tekur hins vegar alveg nýja stefnu. DAGBÓK janúar 12. daqur ársins - 353 daqar eftir. 2. vlka Sólriskl. 11.02 sólarlag kl. 16.11 Dagurinn lengist um 5 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni í Risinu kl. 13 í dag. Þorrablótið verður laugardag- inn 21. jan. Upplýsingar á skrif- stofu félagsins, s. 5528812. Gjábakki, Fannborg 8 Innritað verður á námskeiö á vegum Gjábakka eftir hádegi í dag. Meðal nýjunga í nám- skeiðahaldi er leðurvinna. Rússneskir dagar í Hafnarfirbi 14.-30. jan. í Hafnarborg verður opnuð kl. 17, laugardaginn 14. janúar, sýning á vatnslitaverkum eftir ýmsa þekkta rússneska málara. Hér er um að ræða safn verka, sem sett hefur verið saman til sýningar í Hafnarborg í sam- starfi við aðila í Rússlandi og er úrval úr reglulegum yfirlitssýn- ingum, sem haldnar hafa verið af Listamannafélagi Rússa með reglulegu millibili undanfarin fimmtán ár. Verk Rússanna eru fjölbreytt og sýna vel hve mikilli breidd má ná í málverki með notkun vatnslita. Listamennirnir eru á ýmsum aldri og verkin endur- spegla þau umbrot sem orðið hafa í rússnesku samfélagi und- anfarna áratugi; sumir eru af þeirri kynslóð sem man hörm- ungar heimsstyrjaldarinnar, en aðrir hófu listferil sinn um það leyti sem fyrra stjórnskipulag var að leysast upp. Þannig mæt- ast á sýningunni ólíkar liststefn- ur, en í heildinni má greina hvaöa straumar hafa verið ríkj- andi í rússneskri vatnslitamálun síðustu fjóra áratugi. Tveir listamannanna verða á ís- landi í tilefni sýningarinnar, þeir Anatolíj Bugakov og Vlad- imir Galatenko. Með þeim koma tveir tónlistarmenn frá lýðveldinu Tatarstan, Rem Ur- asin píanóleikari og Vladimir Efimov óperusöngvari, en þeir munu flytja tónlist við opnun sýningarinnar, og halda tón- leika í Hafnarborg kl. 17 sunnu- daginn 15. janúar. Að sendi- herra Rússa á íslandi, hr. Júríj Reshetov, fjarstöddum mun Gennadíj Pavlov sendiráösfull- trúi opna sýninguna að við- stöddum fulltrúum stjórnvalda í lýðveldinu Tatarstan. Meðan á sýningunni stendur verða rússneskir dagar í veit- ingahúsinu Fjörunni í Hafnar- firði. Þar verður matreiðslu- meistari frá Tatarstan, boðið veröur upp á rússneskan mat- seðil og tónlistarmenn frá Tat- arstan munu leika undir borð- haldinu. Sýningin í Hafnarborg verður opin frá kl. 12 til 18 alla daga nema þriðjudaga, en hún stend- ur til 30. janúar. TIL HAMINGJU Þann 6. ágúst 1994 voru gefin saman í hjónaband í Áskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni, Birna S. Pálsdóttir og Þorsteinn Hrafn Gubjónsson. Heimili þeirra er að Laufengi 27, Reykja- vík. Ljósm. Sigr. Bachmann Þann 10. september 1994 voru gefin saman í hjónaband í Há- teigskirkju af séra Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur, Soysuda Soodchit og Bóas Eiríksson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósm. Sigr. Bachmann ARNAÐ HEILLA Gubjón ingimundarson áttræbur Guðjón Ingimundarson, fyrrver- andi kennari og forstjóri á Sauðár- króki, er áttræður í dag. Auk starfa sinna að kennslu- og íþróttamálum gegndi Guðjón fjöl- breyttum trúnaðarstörfum. Hann sat lengi í bæjarstjórn Sauðárkróks, sinnti fjölbreyttum nefndarstörfum og var um skeib forseti bæjarstjórn- ar. Hann sat í stjórn Framsóknarfé- lags Saubárkróks og í stjórnum fyrir- tækja. Hann var um skeiö sam- bandsstjóri Ungmennasambands Skagafjarbar, svo eitthvab sé nefnt af þeim félagsmálastörfum sem hann tók þátt í. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apöteka I Reykjavlk frá 6. janúar tll 12. Janúar er I Apótekl Austurbæjar og Brelðholts apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðai vakt Tannlæknafélags islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apólekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00 21.00. Á öðrum timum er Mjafræðingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna Irídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga trá kl. 8.00- 18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 11.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rumhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. janúar 1995. Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)........ 12.329 1/2 hjónalífeyrir.............................11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrísþega...........22,684 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega.........23.320 Heimilisuppbót............................... 7,711 Sérstök heimilisuppbót.........................5,304 Barnalífeyrir v/1 barns......................10.300 Meðlagv/1 barns...............................10.300 Maeðralaun/feðralaun v/1 barns.................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2jabarna ................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða ..............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða..............11.583 Fullur ekkjulífeyrir..........................12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)...................15.448 Fæðingarstyrkur............................. 25.090 Vasapeningar vistmanna .......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga................10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar............;....1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings................526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...1«2.80 Slysadagpeningar einstaklings...............665 70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 11. janúar 1995 kl. 10,50 Oplnb. Kaup viðm.gengl Sala Gent skr.fundar Bandaríkjadollar 68,01 68,19 68,10 Sterlingspund ....106,23 106,51 106,37 Kanadadollar 48,15 48,31 48,23 Dönsk króna ....11,225 11,259 11,242 Norsk króna ....10,099 10,129 10,114 Sænsk króna 9,057 9,085 9,071 Finnskl mark ....14,254 14,298 14,276 Franskur franki ....12,816 12,854 12,835 Belgfskur franki ....2,1478 2,1546 2,1512 Svissneskur franki. 52,80 52,96 52,88 Hollenskt gyllini 39,45 39,57 39,51 Þýskt mark 44,24 44,36 44,30 Ítðlsklíra ..0,04175 0,04189 0,04182 Austurrlskur sch 6,286 6,306 6,296 Portúg. escudo ....0,4289 0,4305 0,4297 Spánskur peseti ....0,5084 0,5102 0,5093 Japanskt yen ....0,6806 0,6824 0,6815 írsktpund ....105,15 105,49 99,75 105,32 99,60 Sérst. dráttarr 99,45 ECU-Evrópumynt.... 83,79 84,05 83,92 Grlsk drakma ....0,2846 0,2856 0,2851 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.