Tíminn - 18.01.1995, Síða 4

Tíminn - 18.01.1995, Síða 4
4 WÍMÍUU Mibvikudagur 18. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Auðmýkt en þrautseigja Þjóbin hefur aö vonum fylgst höggdofa meö þeim harmleik sem gerst hefur í Súðavík. Þegar slíkir atburöir gerast, þagnar dægurþras og rígur. Þaö liggur í hlutarins eöli aö snjóflóö veröa ætíö þegar veöurfarslegar aöstæöur eru verstar og óhægast um vik aö bjarga. Svo var aö þessu sinni. Þegar þannig háttar til, kemur einkar vel í ljós mikilvægt hlutverk björgunarsveita í öllum byggöarlögum og nauösyn á því aö hafa skipu- lag og mannafla til björgunar. Þaö er kraftaverki líkast aö hægt skuli á skömmum tíma aö kalla til á heimaslóöum þjálfaö björgunarlið, sem heldur út í leit án utanaökomandi aðstoðar í sólarhring viö þær aöstæður sem eru fyrir vestan. Um allt land er fólk reiöubúiö aö leggja sig í lífshættu til þess aö bjarga ööru fólki; slíkt hættuástand er á Vestfjörðum í þeim veöraham sem þar geisar. Þetta á ekki síst viö um sjómennina og björgun- arsveitarmennina, sem komu á vettvang sjóleið- ina. Annar þáttur, sem ekki er veigalítill, er þáttur útvarps og fjarskipta. Þegar slíkir atburðir gerast, reynir á Ríkisútvarpiö, einkum fréttastofuna, sem flutti stöðugt fréttir eftir því sem tök voru á. Þessir atburðir ættu aö minna á hve mikil nauðsyn ber til aö Landhelgisgæslan hafi yfir að ráöa traustum skipakosti í viöbragösstöðu. Hlut- ur fiskiskipaflotans, Fagranessins og þeirra manna, sem þar stóðu í eldlínunni, er eftir- minnilegur. Því miður eru það oft stórslys og hörmulegir atburöir sem minna þjóöina á gildi ýmissa grundvallarþátta í öryggismálum. Þeir eru í fyrsta lagi aö hafa tiltækt björgunarliö og al- mannavarnaskipulag, í öðru lagi að hafa öfluga Landhelgisgæslu, meö skipakost í viðbragös- stööu, og í þriöja lagi aö hafa útvarp sem nær til allra landsmanna og gott kerfi til fjarskipta. Gildi þessa hefur sýnt sig svo ekki verður um villst síöustu dagana. Atburöir sem þessir leiöa hugann aö skipulagi snjóflóöavarna og mati á hættusvæðum, jafnvel umræöu um réttmæti byggðar á sömu svæöum. Sú umræöa verður ofarlega á baugi á komandi tíö. Nú skiptir hins vegar mestu máli að einbeita kröftunum að því aö koma í veg fyrir frekari hörmungar, ef þaö er í mannlegu valdi. Viö er- um minnt á það hve smár maðurinn er í raun í viðureigninni viö náttúruöflin. Frammi fyrir þeim þarf að sýna auðmýkt, en jafnframt þraut- seigju. Mestu máli skiptir aö gefast ekki upp. Þessu landi og náttúrufarinu fylgir hætta, sem þarf að lifa meö. Skilningur á þessu þarf ætíð aö ríkja, einnig hjá þeim sem eru fjarri vettvangi at- burða að þessu sinni. Það er hryggö í huga fólks þessa dagana. Sam- hugur er dýrmætur, þegar á bjátar. Allir skynja þann harmleik, sem hefur átt sér stað, og sú mynd kemur enn betur í ljós eftir því sem at- burðarásin skýrist. Allra hugur leitar til þeirra sem berjast hinni höröu baráttu. Hætt a ö eigin ósk Sættir hafa tekist í Sjálfstæöis- flokknum í Hafnarfirði, þannig að meirihlutinn, sem féll á bæjar- stjórnarfundi á dögunum, er nú kominn aftur til valda. Davíð Oddsson mun hafa boðað deilu- aðila til sín í fyrrakvöld og þar ræddu menn málin og komust að þessari niðurstöðu. Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna, sem verib hefur í hlutverki þorparans í huga guö- hræddra sjálfstæðismanna, sá að sér á fundinum með Davíð og sneri iðrandi heim til sinna flokksmanna og vildi gera gott úr öllu. Annað var í það minnsta ekki hægt að skilja á Davíð Odds- syni í viðræðum við ljósvaka- miðla í gær. Jóhann G. Bergþórs- son, sem Davíð var nánast búinn ab afgreiöa sem stórkrimma sem ætlaði að hylma yfir sameiginleg lögbrot sín og Hafnarfjarðarkrata með því að mynda nýjan bæjar- stjórnarmeirihluta með krötum, verður þó ekki tekinn aftur inn í gamla bæjarstjórnarmeirihlutann eins og ekkert hafi í skorist. Þab væri nú líka dálítið mikið, því meirihlutinn var búinn ab gefa út opinbert veiðileyfi á Jóhann G. fyrir spillingu og sérhagsmunapot og er auk þess búinn að kæra hann og kratana fyrir félagsmála- ráöherra. Ósannfærandi iörun Þær gagnlegu upplýsingar hafa líka komib fram að Jóhann G. Bergþórsson hafi óskab eftir því að víkja úr bæjarstjórn- inni á meðan rannsókn stæði yfir á m á 1 e f n u m hans og fyrr- um meirihluta krata. Hann hættir að eigin ósk, sagði forsætis- ráðherrann í gær og fullyrðir við þjóð sína að engin hrossakaup hafi farið fram, hvorki undir borði né uppi á því. Þótt ótrúlegt megi teljast, hefur Garri haft spurnir af ýmsum aðilum sem, þrátt fyrir yfirlýsingar Davíðs, ef- ast enn um að Jóhann hafi hætt af iðrun einni saman og að eigin ósk. Þetta sýnir e.t.v. betur en margt annað hversu fáir í þessu þjóðfélagi trúa orðið á ibrunina sem lausn mála. GARRI En týndi sonurinn hefur semsé snúið heim aftur til félaga sinna, þeirra sem kærbu hann fyrir spill- ingu til félagsmálaráöuneytisins. Næsta mál á dagskrá er því að fást við kæruna, sem nú liggur hjá fé- lagsmálaráöherra. Rannveig Guö- mundsdóttir er hins vegar ab margra mati vanhæf til að taka á þessu tiltekna kærumáli, og hefur Garri fyrir satt að þaö sé raunar skoðun þeirra meirihlutamanna í Hafnarfirði, þar á mebal sjálfstæb- ismanna og forustu flokksins á landsvísu. Það kæmi því ekki á óvart þó Rannveig félagsmálaráö- herra viki sæti í þessu máli gegn flokksmönnum sínum og próf- kjörsandstæbingum, enda væri það að mörgu leyti þægilegasta lausnin fyrir hana. Aðrir Alþýðu- flokksráðherrar yröu með svipuð- um hætti vanhæfir til að taka á málinu, því það snerti varafor- mann flokksins. Það kæmi því óhjákvæmilega í hlut Davíðs eða annars sjálfstæðisráöherra að úr- skurða í kærunni. Hætt ab eigin ósk í því tilfelli yröu örlög kratavin- arins Jóa Begg í höndum sjálf- stæðisforustunnar, sem hann var aö ögra með hliðarspori sínu í bæjarmálapólitíkinni. Slíkt gæti haft ýmislegt í för með sér fyrir Jóhann G., bæöi gott og slæmt. Eitt af því væri að kærumálið yrði rannsakað mjög gaumgæfilega og drægist jafnvel fram á sumar og fram yfir kosningar. Þá myndi kannski koma í ljós að ekkert at- hugavert væri við hin kærðu við- skipti, sem veriö var að rannsaka, og þá gætu allir orðið vinir aftur í Hafnarfiröi. Nýsköpunarmeirihluti íhalds og komma væri öruggur í sínu sæti og þyrfti ekki að óttast Jóa Begg, sem myndi þá hætta að vera vondi kallinn og gæti tekið sæti sitt í bæjarstjórninni aftur. Þá yrði nú allt gott og ef framvindan verður svona, er eðlilegt ab menn vilji gjarnan hætta að eigin ósk. Garri Ófrjó hermilist Það er alkunna að miklir lista- menn skapa smekk, sem oft er við lýði um lengri og skemmri tímabil. Þegar saman fer frumleiki og list- gáfa, verða snillingarnir iðulega leiðandi í listheiminum og minni spámenn apa eftir þeim og em merkilegir með sig. í heimi sjónrænna lista svo sem myndlistar er áberandi hve örfáir einstaklingar eru oft fyrirmyndir heilla kynslóöa listamanna. Á of- anverðri öldinni sem leið og þeirri, sem nú er brátt á enda, em miklir brautryöjendur áberandi. Þeir bmtu niður hefðbundin viðhorf til listarinnar og sköpuðu ný. í kjölfariö fylgir sægur hermi- listafólks, sem skreytir sig með lán- uðum fjöðmm og stofnar félög og samtök til að treysta stöbu sína í listheiminum og komast á opin- bera launaskrá. Er þab allt gott og blessað og Guði sé þökk fyrir það að snilling- ar em tiltölulega sjaldséðir. Uppfinningamenn Hermilistin lifir góðu lífi. Dada- isminn frá fyrstu áratugum aldar- innar gengur aftur undir nýjum nöfnum; ungir og vaskir listamenn keppast við að finna upp hjólið og súrrealismann, og verður misjafn- lega ágengt. Þótt skreytilist hafi verið bann- færb um áratuga skeið eftir óskap- lega frjóan fjörkipp í gömlu Evr- ópu kringum aldamótin, gengur hún nú í endurnýjun lífdaganna og er kóperuð og stæld af mikilli hind. Takið t.d. eftir gömlu auglýs- ingaskiltunum, sem listverslanir em uppfullar af. Það er ab segja vönduðum eftirprentunum. Ný skreytilist og hönnun er mikill at- vinnuvegur í nútímanum. Margt er þar vel gert, sumt frumlegt og annað ágætar eftirhermur. En undarlega kemur þab stund- um fyrir sjónir hve hönnuðir draga grimmt dám hver af öbrum. Ný hugmynd, sem kviknar í Róm eba New York, er óðfluga komin til íslands og flaggað óspart þar. Þegar Alþýðubandalagiö fékk sér nýtt merki, rauða hringinn í grænu klessunum, blasti sama hugmynd og náskyld útfærsla viö í fjölda tímarita úti í heimi. Á vfóavangi íslandsbanki lét gera sér nýtt merki sem kvað tákna sól, land og sæ, og Gísli J. Ástþórsson hélt að væri arabíska og þýddi hóruhús; var þessi hringur og bylgjur í ótal auglýsingum og vörumerkjum vítt um heim. Dæmin eru fín hermilist, en lýsa lélegu hugmyndaflugi. Jól og líksko&un Jólafrímerkin í fyrra em skreytt útlínum fólks meb ógnarstóra út- limi. Þessar fígúrur bar fyrir augu í fjölda vörutegunda og auglýsinga á síbasta ári. Mjög svipaðar myndir em til að mynda á úrskífu, sem merkt er líkskoðara Los Angeles- umdæmis, og á amerískum nær- buxum og skyrtubol. Hér er ekki til umræðu hvort þessar fígúrur eru ljótar eða falleg- ar, list eða ólist. Hitt er víst ab hér er um ab ræða ófrjóa hermilist þeg- ar hún er komin á íslensk frímerki. Það er íslenskum námsmönnum höfuðnauðsyn að fara vítt um heim og nema sem best og víðast. Á ekkert að spara til að gera þeim þetta kleift. Listamönnum er ekki síður nauðsynlegt en öðrum að skoða sig um bekki heimsmenn- ingarinnar. Það gerbu aldamóta- mennirnir með frábærum árangri. En óþarfi ætti að vera að flytja erlenda menningu kolhráa inn í landið. Ef íslensk list og menning á ekki að vera annað en léleg eftiröp- un á útlenskum tískubylgjum og sérviskum misjafnra frumkvöðla, mun hún veslast upp og hverfa, sem betur fer. Hermilist og tískutildur í straumum og stefnum sér mjög víða stað í sjónlist og hönnun, svo sem á húsum og skreytingum þeirra. Það bendir til ósjálfstæðis og úrkynjunar og fávisku þeirra, sem asnast til að láta prakka svona verkum upp á sig. En þab er líka gróska í listinni og að henni ber að hlúa, en leyfa hisminu ab fjúka burt með vindin- um. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.