Tíminn - 18.01.1995, Page 5

Tíminn - 18.01.1995, Page 5
Miövikudagur 18. janúar 1995 5 Wmúnn Polkar '95 Árlegir Vínartónleikar Sinfón- íuhljómsveitarinnar voru haldnir meö pompi og pragt í Háskólabíói 12. janúar, fyrir troöfullu húsi og endurteknir laugardaginn eftir, 14. janúar. Stjórnandi var Páll P. Pálsson, fæddur og uppalinn í fööur- landi Vínartóniistarinnar Austurríki, og söngkona Þóra Einarsdóttir. Vínartónlistin er auövitað aö stofni tii dans- og dægurmúsík yfirstéttar Austurrísk-ung- verska keisaradæmisins á síö- ari hluta 19. aldar, glaðvær og saklaus, a.m.k. á yfirborðinu, og til þess einkum aö skapa stemmningu og koma mönn- um í gott skap. Þetta hefur tek- ist misvel hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni á liðnum árum, en núna var á tónleikunum góð stígandi sem endaði með miklu fjöri í aúkalögunum, eft- ir aö hinum eiginlegu tónleik- um var í rauninni lokiö. Aö vísu voru söngkonan og stjórnandinn þá orðin svo for- lyft af viðtökum tónleikagesta aö þau áttu erfitt með að stöðva sig, líkt og börn í fjöl- skylduboði sem hafa fengið TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON góðar undirtektir við kollhnís og vilja endurtaka sýningu sína aftur og aftur. En allt lukkaðist þetta prýðisvel, þeg- ar upp var staðið, og fengu all- ir af hinn mesta sóma. Á efnisskrá voru 13 lög, þar af fjórir óperettuforleikir, en hin lögin misvel þekkt. I>ar voru innanum alþekkt stemmningslög, t.d. úr Kátu ekkjunni, en einnig fáheyrð lög eftir gleymd tónskáld. Þóra Einarsdóttir söng fimm söngva, tvo eftir Jóhann StrauE yngri og þrjá eftir Franz Lehár, og nokkur aukalög í lokin. Þetta mun hafa verið frumraun Þóru á sviði með Sinfóníuhljómsveit íslands, en hún er langt komin í söng- námi í London. En þarna var enginn byrjandabragur á, því tónleikarnir voru mikill sigur fyrir hina ungu söngkonu, sem hefur fallega og létta sópran- rödd en þó allmikla, er tónvís í besta lagi og með glaðlega og örugga sviðsframkomu. Vafa- lítið á Þóra eftir að gera það gott í söngnum bæði innan- lands og utan, ef hún kýs þá leið. Páll Pálsson gerði hvað hann gat til ab auka fjörið, og að vanda voru þarna ágætar uppákomur til að gleöja menn: hljómsveitarsöngur og smá-leikatriði. Þetta lukkaðist prýðilega, og varla þarf að taka fram að hljómsveitin spilaði fagurlega aö vanda, með fín- um einleiksstrófum hennar sterkustu manna. Einar heitinn Markússon pí- anóleikari, sem kunni manna best að skemmta fólki meb spilverki, hafði það svo á seinni árum sínum að tónleik- ar hans voru eintóm aukalög - þannig ættu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar einmitt að vera, eða eins og sagði í bandarískri auglýsingu um veröld klassískrar tónlistar á fáeinum hljómplötum: „All the unfamiliar material has be- en eliminated" — hér er ekkert á bobstólum annað en það sem er velþekkt og vinsælt. ■ Markabs-óbur fyrrum prófessors í síðasta hefti Fjármálatíðinda (júlí-des./94) er grein eftir Ólaf Björnsson, fv. prófessor í Við- skiptadeild H.I. Hún nefnist „Hagstjórn, velferð og jöfnuð- ur" og má teljast nær samfelldur lofgerðaróöur um markaðskerf- ið. Ritsmíðin er vissulega merki- legt framtak af hálfu manns, sem kominn er drjúgan spöl á níunda áratuginn. Hins vegar virðast hagfræðihugtökin vefj- ast ögn fyrir honum. Leitar hann þá fanga í íslenskri orða- bók Menningarsjóbs. Hagstjórn er þar ekki að finna, aftur á móti orðið hagstjórnartæki, sem er skilgreint þannig: „tæki sem stjórnvöld ráða yfir til að koma fram markmiöum sínum í efna- hagsmálum." Telur höfundur slík markmiö margvísleg og einnig leiöirnar til að ná þeim. Þó megi greina tvær megin- stefnur. Önnur byggi á mark- aösbúskap, hin á miðstýringu. LESENDUR Sannleikurinn er nú sá að skörp skil þarna á milli eru afar hæpin, því aö hvorugt kerfib er einhlítt. Algjör miöstýring, eins og í sameignarbúskap Ráö- stjórnarríkjanna, stóðst ekki af því að lýðræbi og frelsi skorti. Óheftur markaðsbúskapur án miöstýringar hefir ekki heldur staðist dóm reynslunnar. í hömlulausri samkeppni breytast markaðslögmálin í lög- mál frumskógarins. Hver hrifsar til sín það sem hann getur, og leiðir slíkt til óstjórnar, ójafnað- ar og atvinnuleysis. Þess vegna höfum við í nálega öllum vest- rænum löndum blandað hag- kerfi, sem Ólafur nefnir ekki, þ.e. markaðsbúskap með meiri eða minni miðstýringu. Gagnvart orbinu velferð verð- ur íslensk orðabók höfundi enn að liði. Það er skilgreint „sem velfarnaður, velmegun, hag- sæld", sem höfundur samþykk- ir. Hins vegar agnúast hann vib orðinu velferöarríki, enda þótt það merki augljóslega ríki, sem tryggi öllum þegnum sínum velferð í framangreindri merk- ingu, þar með fátækum, sjúkum og atvinnulausum. Þessi kyn- lega afstaða höfundar stafar af óbeit hans á almannatrygging- um hins opinbera. Höfundur leitar ekki að jöfn- uði í orðabók sinni. Velflestum er ljóst að meö því orði er átt við þolanlega tekjuskiptingu í þjóð- félaginu. Hún á ekki upp á pall- borðib hjá höfundi og hann fer að malda í móinn. Hann tekur fram að tekjujöfnun megi ekki draga úr gróbahvötinni. Mið- stýring, segir hann, tryggir síður en svo jöfnub og réttlæti. Þó viðurkennir fyrrum starfsbróðir hans í Viðskiptadeildinni, próf. Þorvaldur Gylfason, í bókinni Ólafur Björnsson. „Markaösbúskapur" aö áætlun- arbúskapur hafi náb betri ár- angri í nýtingu vinnuafls, enda atvinnuleysi lítt eða ekki þekkt í löndum þess kerfis. Og ekki má gleyma því að Maó útrýmdi hungurdauða í Kína, sem verið hafði geigvænlegur í ár og aldir. „Félagshyggja" fer í taugarnar á höfundi. Þó segir oröabókin hans að hún tákni „jákvæða af- stöðu til samvinnu við aðra", sem er vissulega rétt. Hún er andstaða tillitslausrar sam- keppni, en á þeim vettvangi rík- ir „handaflið", sem höfundur vitnar í. Það er hins vegar ekki að finna, eins og höfundur heldur fram, í stjórnsýslunni. Hennar hlutverk er að hemja ó- heilbrigða viöskiptahætti, okur og verbbólgu. Höfundur klykkir út meö „hagvextinum", sem allan vanda á að leysa hjá þeim frjáls- hyggjumönnum. Staðreyndin er að tekjujöfnun mun auka vel- ferð þegnanna miklum mun meira en hagvöxtur, sem skilar sér til fárra. Félagshyggjutnaður Reykvísk flugeldasýning árið 2000? Drykkjusjúklingum er oft borið það á brýn, að þeir séu manna óraunsæjastir, einkum og sér í lagi á eigin persónur. Og víst er um það, að margir þeirra þjást af minnimáttarkennd eba þá stór- mennskubrjálsemi. Oft tekst þeim jafnvel ab blanda þessu saman. Þarf vart ab taka fram, aö úr slíku rugli getur orðið hib lit- skrúðugasta hanastél. En þab eru fleiri en áfengissjúk- lingar sem eiga í basli meb að lesa rétt úr spegilmynd sinni. Stjórnmálamönnum, sem lengi hafa arkab um naprar auðn- ir valdaleysis, hættir t.d. til að fyllast slíkum stórmennsku- draumum, þá loksins þeir komast til valda, að minnir einna helst á drykkfellda hagyrðinga, sem á þriðja glasi breytast í Einar Ben. Um þetta mætti nefna mörg dæmi. Til allrar hamingju virðist svo sem fulltrúar R-listans í borg- arstjórn Reykjavíkur hafi a.m.k. enn sem komið er sloppið undan þessum nöturlegu örlögum. Þó bendir ein hugmynd, sem nýlega er komin fram í þeirra rööum, sterklega til þess aö einhverjir í þeirra hópi hafi þegar stungið út úr öbru glasinu og séu í þann veginn ab bergja á því þriðja. Hér á ég við þá hugmynd, að falast eftir því að Reykjavík verbi menningarhöfuðborg Evrópu ár- ið 2000. Ef svo illa færi, að slík umsókn yrði send og hún samþykkt að auki, þá yrði borgin að punga út einhverjum milljörðum króna. Er ekki laust við, ab ýmsum þætti slíkri fúlgu betur varið, t.d. til að tryggja snauðum borgarbúum húsnæði á mannsæmandi kjör- um og til að berjast gegn at- vinnuleysi, heldur en aö henda henni í kjaftinn á einhverju snobbpakki, sem hefur það sér helst til dundurs að halda sýn- ingar á sjálfu sér, undir því yfir- skini ab það sé ab skoða málverk eöa hlusta á tónverk. Aldrei verbur um of hamrað á þeirri stabreynd, ab menning spannar víðtækara svið mann- legs lífs en listir einar. Þær eru að sönnu veigamikill þáttur hennar, en aðeins einn af mörgum. Listir eru fyrst og fremst yfirborð menningarinnar. Ræturnar liggja í daglegu lífi fólks, kjörum þess, sögu, háttum og umhverfi, svo eitthvað sé nefnt. Úr þessum rót- arkvíslum leitar listin upp á yfir- borðið uns úr verður ljóð, mynd eba tónverk, eba hver önnur sú list sem andinn blæs mönnum í brjóst. Vissulega geta stjómmála- menn lagt sitt af mörkum til að skapa listum lífvænlegt um- hverfi. En það gera þeir best meb því ab hlúa að þeim menningar- forsendum, sem fyrir hendi eru, og leggjast ekki gegn nýjum straumum, sem til heilla horfa. Ab ætla að gera Reykjavík að menningarhöfuðborg Evrópu er flugeldasýning. Við kveðjum lið- ib ár og heilsum um leið nýju meb því að skjóta upp litskrúðug- um flugeldum. Vissulega gleður þetta augað. En engum heilvita manni dettur í hug að flugelda- skothríðin hafi minnstu áhrif á gang tímans. Eins er þaö meb hugmyndina um Reykjavík sem menningarhöfuðborg Evrópu ár- ið 2000. Ef af yrði, mætti vænta nokkurra greina um borgina í er- lendum blöðum, sömuleiðis ein- hverra ferðamanna. Og stöku kúltúrlús gæti skálað við erlenda listamenn í fínum veislum. Og gæti jafnvel skotið smáfréttaskoti um þá athöfn í sjónvarp. En á reykvískri menningu eða listum yrði ekki minnsta breyting, nema þá í átt til aukinnar yfir- borðsmennsku. Og af henni höfum viö nóg, þökk fyrir. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.