Tíminn - 28.02.1995, Blaðsíða 3
Þribjudagur 28. febrúar 1995
3
Hjúkrunorfrceöingar greina frá alvarlegum afleiöingum sjúkraliöaverkfallsins:
Undanþágu neitað fyrir
hjúkrun deyjandi manns!
Þab andar ekki beint hlýju í
garb sjúkraliba í blabi hjúkr-
unarfræbinga sem er ný-
komib út. Þar segir ab dæmi
séu um ab undanþágu hafi
verib hafnab í sjúkraliba-
verkfallinu vegna hjúkrun-
arþjónustu vib deyjandi
sjúkling.
Um sjúkralibaverkfallib seg-
ir ab þab sé samdóma álit all-
flestra hjúkrunarforstjóra ab
undanþágur hafi ekki verib
teknar á faglegum forsendum.
Þvert á móti hafi þær verib
„torsóttar og ákvarbanir hafi
verib handahófskenndar, óá-
byrgar og teknar af gebþótta."
Sjúkralibar eru til umræbu á
allmörgum síbum blabsins,
bæbi vegna verkfallsabgerb-
anna, og eins vegna sjúkra-
libafrumvarpsins. Virbist hlut-
ur sjúkraliba fremur rýr, þegar
stéttirnar eru bornar saman.
Tvær konur, sem lært hafa
bæbi til sjúkraliba og hjúkrun-
ar, segja frá reynslu sinni.
Kemur þar í ljós ab sem sjúkra-
libar hafi þær afar lítib vitab
um hjúkrun eftir áralanga
vinnu. Hvernig á almenning-
ur ab vita nokkub um hjúkr-
un? spyr önnur konan.
í annarri grein, sem nefnist
Tilfinningasinfónía, segir ab
hjúkrunarfræbingar hafi orbib
ánægbir í verkfallinu meb ab
fá tækifæri til ab vinna meb
öbrum hjúkrunarfræbingum,
„þannig ab tíminn nýttist í
hjúkrun en fór ekki í fyrirmæli
og leibbeiningar til abstobar-
fólks," eins og segir í grein-
inni. í framhaldi af því segir
ab sjúklingar hafi lýst ánægju
yfir því ab njóta hjúkrunar frá
hjúkrunarfræbingum ein-
göngu og talib sig fá betri
hjúkrun. Víbar í blabinu er
vegib í garb stéttar sjúkraliba.
Ásta Möller, formabur Fé-
lags hjúkrunarfræbinga, sagbi
ab greinin sem vitnab var í hér
á undan væri undir nafni og
túlkabi abeins skobanir höf-
undar og væru á hennar
ábyrgb. Asta kannabist ekki
vib illdeilur milli hjúkrunar-
fræbinga og sjúkraliba — ekki
á vinnustöbunum.
Ásta sagbi líka ab blabinu
hefbi verib ætlab ab vinna
gegn togstreitunni, sem á sér
stab milli félaga hjúkrunar-
fræbinga og sjúkraliba.
„Þab þarf stundum ab tala
tæpitungulaust um hlutina.
Þab verbur enginn bættari ab
leyna einhverju sem athuga-
vert er. Vib gerbum þessa
könnun á verkfallsabgerbun-
um og þarna eru niburstöb-
urnar," sagbi Ásta Möller í
samtalinu vib Tímann.
Ólafur Ólafsson landlæknir
sagbi um þær ásakanir aö
sjúkraliöar hefbu hafnaö þjón-
ustu vib deyjandi mann, ab
ekkert slíkt mál heföi borist til
embættisins. „Viö fylgdumst
afar vel meö því sem var ab
gerast í verkfallinu, en ég
kannast ekki viö neitt mál af
þessu tagi," sagbi Ólafur Ólafs-
son. Ólafur vildi ekki ræöa
starfsanda milli stétta á sjúkra-
húsunum.
„Þetta eru gífuryröi," sagöi
Kristín Á. Guömundsdóttir,
formabur Sjúkraliöafélags ís-
lands í gær. Hún sagöist ekki
vilja munnhöggvast út af
skrifum hjúkrunarfræöinga.
„Þetta mál sem vikiö er ab í
blaöinu mun hafa verib á
hjúkrunarheimilinu Eir. For-
maöur undanþágunefndar-
innar fullyröir aö þar hafi allar
undanþágur fengist. Þetta eru
því alrangar upplýsingar og
furöulegar," sagbi Krsitín Guö-
mundsdóttir. ■
Slökkviliöiö í Reykjavík:
Mikið tjón í
bruna vib Suð-
urlandsbraut
Milljóna, eða tugmilljóna króna
tjón varð í stórbmna í húsi við
Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík í
fyrrinótt, en húsið hefur gjarnan
verið kennt við Gunnar Ásgeirs-
son hf. Eldurinn kom upp í stál-
grindarhúsi, sem í raun stendur
aö baki húss númer 16, en miklar
skemmdir urðu í báðum húsun-
um. Þarna er fjöldi fyrirtækja
með aðsetur sitt, m.a. raftækja-
verslunin Rafha hf. Ingvi I. Inga-
son, framkvæmdastjóri og einn
eigenda Rafha, segir tjón í versl-
uninni vera mikib vegna elds og
reyks og þegar hann hafi komið á
staöinn í nótt hafi veriö á bilinu
10-18 sentimetra djúpt vatn yfir
öllu gólfi.
Tilkynnt var um eldinn kl.
00.19 aðfaranótt mánudags og
var þegar allt slökkvilið sent á
staðinn. Ab auki var kallað út allt
tiltækt aukalið og vom á bilinu
50-60 slökkvilibsmenn sem börö-
ust við eldinn, allt þar til slökkvi-
starfi lauk um klukkan 05.00.
Mjög mikill eldur var í húsinu,
þegar slökkvilið kom á staðinn
og stóbu eldtungur langt upp úr
þaki þess. Talið er að eldurinn
hafi náð að krauma þar í nokk-
urn tíma, áður en hann braust af
alvöru út.
Eldurinn kom upp í mibhluta
hússins og nábu slökkviliðsmenn
með harðfylgi að einangra eldinn
við þann hluta hússins sem eld-
urinn kom upp í, meö hjálp eld-
varnarveggja og hurba. Að sögn
þeirra sem á staðnum voru, var
eldvarnarhurð raubglóandi og
bognaði undan krafti eldsins og
bæði eldvarnarveggir og hurðir
em ónýtar.
Ingvi Ingason treysti sér ekki til
að meta tjónib sem hann varð
fyrir í fyrrinótt, en sagði þó aug-
ljóst að þær væru miklar. Hann
sagbi sömu sögu um húsnæði og
búnað annarra fyrirtækja í hús-
inu, en þau eru fjölmörg. Sá
hluti hússins sem eldurinn kom
upp í var í eigu íslandsbanka, en
ekki var neinn rekstur í húsnæð-
inu. Þaö hafði þó veriö leigt út,
en fyrirhuguð starfsemi ekki haf-
in. Eldsupptök vom ókunn þegar
Tíminn fór í prentun. ■
Eldurinn læsti sig í hjólbaröaverkstæöi sem var í húsinu og eins og sjá má gjöreyöilögöust bílar sem þar voru
inni. Tímamynd CS
Leit aö 16 ára vélsleöamanni í Bláfjöllum á sunnudag:
Kom fram eftir 10 tíma
Á þriðja hundraö björgunar-
sveitarmanna leituðu 16 ára
pilts, sem var á ferb í aftaka
veðri á vélsleba, í Bláfjöllum á
sunnudag. Pilturinn hélt frá
skíðaskála Breiðabliks í Bláfjöll-
um á sunnudagsmorgun og var
ferðinni heitið að Litlu kaffistof-
unni á Hellisheibi. Þegar hann
hafði ekki skilað sér þangað á
tilsettum tíma, eba kl. 14.00
vom leitarflokkar kallaðir út.
Pilturinn haföi breytt út af upp-
haflegri feröaáætlun og festi vél-
sleöann. Hann tók þá á þaö ráö að
grafa sig í fönn og bíða af sér
óvebrið. Þegar veðrinu slotabi
hélt hann til baka í skíðaskála
Breiðabliks undir kvöld. Eins og
áöur sagbi var veður mjög slæmt
á þessum slóðum á sunnudag og
alls tóku rúmlega tvö hundrub
manns þátt í leitinni. Flestir leit-
armanna vom á gönguskíðum,
auk þess sem fjöldi snjóbíla og
vélsleða var notaður. ■
Lögreglan á Akureyri:
„Hefðbundin helgi"
„Hefðbundin helgi", voru orð lög-
reglumanns hjá lögreglunni á Akur-
eyri, þegar hann varð spurður út í
atburði helgarinnar. Það var þó eitt
og annað sem lögreglumenn á Ak-
ureyri höfðu fyrir stafni um þessa
helgi. Sérstakt átak var í gangi varð-
andi ljósanotkun og notkun á ör-
yggisbeltum. Tólf voru kærðir fyrir
aö spenna ekki beltin og 22 voru
stöðvaðir með ljósabúnað í ólagi.
Fjórir einstaklingar gistu fanga-
geymslur um helgina vegna ölvun-
ar og óspekta og aðrir fjórir voru
fluttir á slysadeild, eftir átök og
fleira. Þá fylgdust lögreglumenn
grannt með útivistartíma unglinga
og voru 18 unglingar, undir aldri,
fluttir til sinna heimkynna, úr mið-
bæ Akureyrar. í gærmorgun voru
síðan tveir ökumenn færbir á lög-
reglustöð og tekið úr þeim blóð-
sýni, þar sem þeir voru grunaðir um
ölvun við akstur. ■
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. mars 1995 er nítjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og meðlO. mars n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.530,50
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1994 til 10. mars 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 19 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1995.
Reykjavík, 28. febrúar 1995.
SEÐLABANKIÍSLANDS