Tíminn - 28.02.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.02.1995, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 28. febrúar 1995 Mw 7 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Barings-banki er gjaldþrota Langt á milli Kaíró - Reuter Mannshöfuö hélt innreið sína á járnbrautarstöb í Kaíró, I hundrað kílómetra fjarlægð frá brú þeirri í óshólmum Níl- ar sem hafði skiliö þab frá búknum. Starfsmenn járnbrautanna ráku upp stór augu er þeir komu auga á blóðtaum er lak niður með hlið eins lestar- vagnsins sem var ab koma á áfangastaö. Lögregla var köll- uð til og er hún kom upp á þak vagnsins varð téð höfuð fyrir henni. Hinn látni var 22ja ára gamall og hafði tekiö sér far á þaki lestarinnar, að sögn lög- reglunnar í Kaíró. Lundúnum - Reuter Víðtæk lögregluleit er nú gerð að Nick Leeson, 28 ára gömlum bankastarfs- manni sem setti elsta fjárfestingabanka Bretlands sem stofnaður var fyrir 233 árum, á hausinn. Ljóst var fyrir helgi að manninum, sem hingað til hefur verið talinn snill- ingur á fjármálasviðinu og veitti for- stöðu útibúi Barings- banka í Singapore, hafbi mistekist með öllu flókin en djörf áætlun sem átti ab gefa gífurlega ávöxt- un þeirra fjármuna sem hann hafði um- ráð yfir. Virðist svo sem maðurinn hafi kært sig kollóttan um það heillaráð sem nær allir fjármálaspekingar gefa skjól- stæðingum sínum og haft „öll eggin í sömu körfunni." í fjármálaheiminum spyrja ráðþrota menn nú hvernig þetta hafi getað gerst. Enginn hefur enn getað svarað þeirri spurningu en meb ólíkindum þykir að fjárhagslegt vald eins manns skuli hafa verið svo mikið sem raun ber vitni. Stjórnmálamenn jafnt sem áhrifa- menn á fjármálasviðinu vita ekki sitt rjúkandi ráð, en George Brown, tals- maður breska Verkamannaflokksins, sagbi þó í Neðri málstofunni í gær að at- huga þurfi hvort gamlar og viðteknar venjur sem dugað hafi Bretum hingað til eigi við á alþjóðavettvangi. Margir stjórnmálamenn taka í sama streng og beðið er með eftirvæntingu eftir tillögum frá Kenneth Clark fjár- málarábherra um strangari reglur um starfsemi bankastofnana. „Áður en þetta gerðist fannst okkur hann vera óhemjusnjall og bera af öll- um öðrum á fjármálamarkaði hér í borginni," segir einn keppinauta Lee- sons í Singapore. „Þab var engu líkara en hann væri þess umkominn að koma markaðnum á hreyfingu. Við fylgdumst með því daglega sem hann var ab gera." í Lundúnum má heita að allt hafi ver- ið á öðrum endanum vegna þessa máls í gær og þegar fréttin barst út lækkaði gengi pundsins. Eftir að Eddie George, aðalstjóri Englandsbanka, lýsti því yfir að málið varðaði ekki aðrar peninga- stofnanir en Barings-banka þannig að ekki væri ástæba til að óttast áhrif þessa máls á peningamarkaðinn í heild hætti pundið ab lækka og var gengi þess orð- ið stöðugt um það leyti sem bankar lok- uðu í gær. Þá stób það í 2.3085 þýskum mörkum en hafði lægst farið í 2.2950. Bankinn hefur fram að þessu verið talinn ein traustasta peningastofnun í heimi og meðal frægustu viðskiptavina hans voru Elísabet Englandsdrottning og norska konungsfjölskyldan. Talið er að tjón það sem hinn ungi spákaupmaður Nick Leeson hefur vald- ið bankanum nemi a.m.k. milljarði sterlingspunda, þ.e. hátt í 105 milljörð- um ísl. króna. í Englandsbanka gekk maður undir manns hönd alla helgina að bjarga Bar- ingsbanka frá þroti, en aðalbankastjór- inn þar, Eddie George, segir að það hafi ekki verib hægt þar sem enginn hafi getað upplýst hversu miklir fjármunir hafi verið í húfi. Hin afdrifaríku viöskipti áttu sér stað í Singapore þar sem Nick Leeson var for- stöðumaður bankaútibús Barings. Grunur leikur á að hann hafi farið til Malasíu, en lögreglan þar hefur efa- semdir um að svo sé. Ekki er ástæða til að ætla að Elísabet drottning, sem er einn mesti aubkýfing- ur veraldar, þurfi að herða sultarólina þótt Barings-banki sé búinn ab vera. Talið er að drottningin hafi átt um 60 milljónir sterlingspunda í bankanum en sú innistæða og ýmsar aörar eru tryggðar með sérstökum skilmálum. Kjötkveöjuhátíöin frœga í Rio de Janeiro stendur nú sem hæstog er taliö oð alls hafi 70 þúsuncíclansarar og bumbusláttar- menn tekit) þátt í fjörinu þegar hœst lét nú um helgina. Sagan dæmd fyrir að neyta kókains París - Reuter Francoise Sagan hefur hlotið 12 mánaða skilorösbundinn fangels- isdóm fyrir neyslu kókaíns og fyrir aö láta öörum efnið í té. Hún var líka dæmd til aö greiöa sem svarar rúmlega hálfri milljón ísl. króna í sekt. Sagan var ekki viöstödd þegar dómurinn var kveðinn upp, en er hún kom fyrir réttinn nýlega bar hún að hún hefði gripiö til kóka- íns til ab geta unnib er hún var þunglynd eftir vinamissi. Hún kvabst þeirrar skoðunar ab hún hefði rétt til aö skaöa sjálfa sig, ef henni byði svo við ab horfa, svo framarlega sem hún skaöaöi ekki annab fólk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Francoise Sagan fær dóm fyrir að neyta vímugjafa sem varða við lög í Frakklandi. Hún er nú 59 ára ab aldri en varð heimsfræg á svip- stundu þegar fyrsta bók hennar, „Bonjour Tristesse" kom út. Þá var hún abeins 18 ára aö aldri. Nýjasta skáldsaga hennar er „Un Chagrin de Passage" og segir frá einum degi í lífi manns sem kemst ab því aö hann er með krabbamein og á ab- eins sex mánubi eftir ólifaöa. ■ Utankjörfundar- atkvæöagreiösla í Reykjavík vegpa kosninga til Alþingis, sem bobab hefur verib til þann 8. apríl næstkomandi, verbur fyrst um sinn á skrifstofu embættisins ab Skógarhlíb 6, Reykjavík, á skrif- stofutíma kl. 9.30-15.30. Væntanlegum kjósendum er bent á ab hafa meb sér full- nægjandi skilríki. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríldssjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1982-l.fl. 01.03.95 -01.03.96 kr. 165.273,00 1983-1.fl. 01.03.95 - 01.03.96 kr. 96.023,50 1984-2.fi 10.03.95 - 10.09.95 kr. 82.965,20 1985-2.fl.A 10.03.95 - 10.09.95 kr. 52.216,60 1985-2.fl.B 10.03.95 - 10.09.95 kr. 27.457,60 ** *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. febrúar 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.