Tíminn - 28.02.1995, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 28. febrúar 1995
5
Cuöbjörn Jónsson:
Hvab er í pakka
rí kisst j órnarinnar?
Þaö er nánast oröin regla við
gerö kjarasamninga aö fá pakka
frá ríkisstjórninni, er hafi aö
innihaldi þaö sem kallaö hefur
veriö innlegg ríkisstjórnar til
lausnar samningum. Innihald
þessara pakka hefur oft veriö afar
rýrt, en ég held þaö hafi aldrei
veriö jafn rýrt sem nú. Núver-
andi pakki ríkisstjórnarinnar er í
17 liðum, sem hér á eftir verba
skoöaðir og innihaldiö heimfært
við kjaraþátt samninga.
1„ Verðtrygging fjárskuldbind-
inga, sem nú miðast við láns-
kjaravísitölu, verður framvegis
miðuð við vísitölu framfcerslu-
kostnaðar." í grein minni í Tím-
anum 21. þ.m. er gerð grein fyrir
því hversu stórhættulegur
flumbrugangur þetta er. Þaö er
með ólíkindum að ríkisstjórn
landsins skuli framkvæma slíka
vitleysu. Þetta mun hafa í för
með sér verulegan útgjaldaauka
fyrir alla lánsfjárnotendur í land-
inu, bæöi heimili og atvinnulíf.
Ef atvinnurekendur geta greitt
þann aukna fjármagnskostnaö,
sem fylgja mun þessari breyt-
ingu, heföu þeir eins getaö greitt
meiri fjármuni í launahækkanir.
2„Iðgjöld til lífeyrissjóða skulu
undanþegin skattlagningu í á-
fóngum, þannig að eftir 1. júlí
1997 verði 4% iðgjöld launafólks
undanþegin skattlagningu." Hér
kveður við nokkuð nýjan tón í
samningamálum, þegar hægt er
orðiö aö semja sér aðlögun að
því aö hætta aö brjóta lög. Tví-
sköttun iðgjalda til lífeyrissjóða
er ekki samningamál, heldur
hreint réttlætismál. Ríkisvaldiö
sjálft á aö virða sín eigin lög, en
brjóta þau ekki. Þaö er stjórn-
völdum til háðungar aö bjóða
uppá samninga um að hætta
lögbrotum á sínum eigin lögum.
3„Eingreiðslur í almanna- og
atvinnul eys is tryggi ngum
verða greiddar í samrœmi við á-
kvœði um eingreiðslur í kjara-
samningum." Þetta er ekki kjara-
samningamál. í stjórnarskrá er á-
kvæöi um aö stjórnvöld skuli sjá
þeim fyrir framfærslu sem ekki
geta þaö, af óviðráðanlegum or-
sökum, sjálfir. Núverandi
greiöslur í báöum þessum trygg-
ingakerfum eru fyrir neðan
mörk framfærslukostnaöar. Auk
þess er komin regla á aö ríkis-
sjóöur greiði þessar uppbætur í
takt vib kjarasamninga og ég tel
ólíklegt aö nokkur ríkisstjórn
telji sér fært ab breyta því, án
þess aö núverandi bætur þessara
trygginga hækki verulega. Þetta
á því ekkert erindi á samninga-
borð um kjaramál.
„í framhaldi af viðamiklum
aðgerðum til að draga úr
skattsvikum verður enn gert átak
til að fylgja eftir þeim árangri sem
náðst hefur og efla skattrannsókn-
ir. Þrjú frumvörp, sem styrkja þetta
átak, eru nú til afgreiðslu á Alþingi
og stefnt verður að afgreiðslu
þeirra." Þetta er ekki kjarasamn-
ingamál. Hér er verið að tala um
ab uppræta lögbrot í þjóðfélag-
inu. Menn semja ekki um þau at-
riöi sem he'yra jafnvel undir
hegningarlagabrot. Auk þess er
þetta mál nú þegar til afgreiðslu
á Alþingi, eins og fram kemur í
texta ríkisstjórnarinnar.
5„Ríkisstjómin mun beita sér
fyrir afgreiðslu frumvarps til
breytinga á skattalögum þar sem
m.a. verði kveðið á utn að reki
vinnuveitandi hópferðabifreið til
að flytja starfsmenn sína til og frá
vinnu, teljist hlunnindi starfs-
manna af slíku ekki til skatt-
skyldra tekna." í þessari klausu tel
ég aö felist ein mesta lágkúra
sem skattheimta getur tekiö á
sig. Á henni má skilja aö það sé
skattlagt sem fríðindi, ef hægt er
aö fara til og frá vinnu án þess að
gjalda fyrir það í rekstri bifreiðar
eða meö strætisvagnagjaldi. Á
sama tíma og verið er aö eltast
við slíka smámuni, er horft opn-
um augum framan í -fjölmörg
önnur atriði sem talist geta fríð-
indi, en em ekki skattlögð. Þá
spyr ég einnig: Hvað með þá sem
ganga eöa hjóla til vinnu sinnar?
Eru það skattskyld fríðindi að
komast til vinnu án útgjalda?
6„í þessum lið er talað um að
breyta skattmati á kostnaði
vegna ferða á vegurn atvinnurek-
anda, sama hve þœr em margar á
ári, ef þœr em ekki lengri en 30
dagar hver ferð." Ef atvinnurek-
andi sendir starfsmann sinn í
feröalag, greiðir hann ab sjálf-
sögðu allan kostnaö sem af því
hlýst. Sá kostnaður er bókfærbur
sem gjöld hjá atvinnurekstrin^
um, en hefur ekkert með skatt-
mat eða skattlagningu tekna
starfsmannsins ab gera. Hér er
því vafalaust svolítib mgl á ferð-
inni, sem ég tel ab menn hafi
ekki áttað sig á. Þetta á ekkert er-
indi vib kjarasamninga.
7„í þessum lið er fjallað um að
heimild sé í fjárlögum til þess
að hcekka framlag til jöfhunar hús-
hitunarkostnaðar um 50 milljónir
króna gegn jafnháu framlagi orku-
fyrirtcekja. Á öðmtn stað í þessum
texta segir, að reiknað verður
með framlagi orkufyrirtœkja.
Efþað fáist, verði heimild í fjárlög-
um nýtt." Þetta er afar uppbyggi-
legt. Á síbasta ári hefur verib
búið aö ákveða að hækka fram-
lög til jöfnunar húshitunar-
kostnaðar og ákvæði þar ab lút-
andi því sett inn í heimildir fjár-
laga, sem afgreidd em frá Alþingi
fyrir áramót, hvert ár. Þá segir í
textanum að reiknað sé með fram-
lagi orkufyrirtækja, en það er
ekki stafur um að orkufyrirtækin
hafi samþykkt getu sína til þess
að leggja fram þetta fjármagn.
Hins vegar er ákvæði um það í
textanum, að geti orkufyrirtækin
ekki lagt fram þetta framlag,
verði heimild fjárlaganna ekki
nýtt og þá ekkert viðbótarfram-
lag lagt fram til jöfnunar húshit-
unarkostnaðar. Hér er því engin
skuldbinding á ferðinni, aðeins
innihaldslaust orðagjálfur.
8„Reglugerð um endurgreiðslur
á kostnaði vegna ferða- og
dvalarkostnaðar vegna sérfrœði-
heimsóknar og innlagna á sjúkra-
hús verður endurskoðuð." Ekki er
orð um það, hverju þessi endur-
VETTVANGUR
skoðun á aö skila. Þessi endur-
skoðun gæti því allt eins skilab
auknu óhagræði, frá því fyrir-
komulagi sem nú er. Textinn
segir ekkert um það.
9*| -t íþessum liðum er ver
p X X ið að tala um end-
urtnat á rekstrarkostnaði heimila,
þ.e. framfœrslukostnaði og
greiðslustöðu fjárskuldbindinga, á-
samt eflingu á ráðgjafaþjónustu
Húsnceðisstofhunar vegna þessara
mála. — Samkvæmt fréttaflutn-
ingi undanfarinna mánaba eru
þéssir liðir þegar í vinnslu hjá Fé-
lagsmálaráðuneytinu og hafa því
ekkert með samningana að gera.
Hér er því ekkert framtak á ferð-
inni sem tengist kjarasamning-
um á nokkurn hátt. Þetta er al-
mennt réttlætismál, þegar í
vinnslu, þó seint sé, sem snertir
fjölmarga aðra aðila en þá sem
að þessum kjarasamningum
standa.
í þessum lið segir: „Ríkis-
stjómin mun beita sér
fyrir því að frumvarp um fram-
haldsskóla verði afgreitt frá Al-
þingi." Þvílík rausn. Þeir ætla ab
beita sér fyrir því að þeirra eigin
stjómarfrumvarp verði sam-
þykkt á Alþingi. Skyldi það vera
nýlunda hér að ríkisstjórnir
reyni að tryggja afgreiöslu sinna
eigin þingmála? Ætli þeir hefðu
hætt vib þab, ef samningarnir
hefðu ekki verið geröir?
„Unnið verði að úrbótum í
málum fólks í atvinnuleit
með virkum aðgerðum á sviði verk-
menntunar og starfsþjálfunar. Á
þessu ári verður 15 milljóna króna
viðbótarframlagi ráðstafað sér-
staklega til þessara mála." Hér er
loksins punktur sem hægt heföi
verið að skoba af áhuga, ef fram-
lag til hans hefði ekki veriö
svona skammarlega lítið. Þab
framlag, sem þarna er tilgreint,
er rétt um það bil 2 til 3 þúsund
krónur á hvern skráðan einstak-
ling í atvinnuleit. Það sér á upp-
hæðinni að hér er um réttlætis-
og hvatningarmál að ræða fyrir
þá atvinnulausu.
„Ríkisstjómin mun í satn-
ráði við aðila vinnumark-
aðarins undirbúa aðgerðir sem tak-
marki svonefhda gerviverktöku og
tryggi réttindi launþega." Enn er
verib ab reyna að nota sem
skiptimynt í samningum, skyldu
stjórnvalda til þess að gera allt
sem mögulegt er til þess að upp-
ræta lögbrot. Hvaö varðar trygg-
ingu launþega á þessu sviði, er
Hæstiréttur þegar búinn ab skýra
réttarstöbu launafólks í viðskipt-
um við þessa aðila, svo ríkis-
stjórnin getur ekki bætt miklu
þar vib. Auk þess er þessi ríkis-
stjórn að fara frá eftir fáeinar vik-
ur, svo hér eru innantóm orð á
feröinni.
„Til þess að tryggja fram-
hald verkefha, sem miða
að því að gera tillögur um aðgerðir
til að draga úr launamun karla og
kvenna, mun ríkisstjómin leggja
fram viðbðtarfé á þessu ári, allt að
3 milljónir króna." Hér er verð-
ugur punktur fyrir launþega-
hreyfinguna að fá, en þá er upp-
hæðin líka afar rausnarleg. Ætli
stjórnvöld haldi kokkteilboð fyr-
ir svona litla upphæð?
„Ríkisstjómin tnun beita
sér fyrir afgrjeiðslu frutn-
varps til laga um breytingu á
skattalögum þar sem m.a. er kveð-
ið á um að sannánlega tapað
hlutafé í félögum, sem orðið hafa
gjaldþrota, skuli teljast til
rekstrargjalda. Sama mun gilda
um hlutafé, sem tapast hefur vegna
þess að það hefur verið fcert niður í
kjölfar nauðasamninga."
Hér er verið að lauma inn, í
skjóli kjarasamninga, bókhalds-
legu atriöi er varðar rekstur fyrir-
tækja, sem til þess er fallið að
auka rekstrargjöld og þar með
draga úr eðlilegum greiðslum
skatta. Stórfyrirtæki með mikinn
hagnað getur keypt fyrir Iítinn
pening, hlutafélag með miklu
tapi en þokkalegu skráðu hluta-
fé. Þetta stórfyrirtæki getur nú
þegar notab tapið til frádráttar
hagnaði, en á nú að geta minnk-
að hagnaðinn hjá sér með því að
færa niður hlutafé fyrirtækisins
eða setja það í gjaldþrot, og skrá
tapað hlutafé í þessu gjaldþrota
fyrirtæki sem aukinn rekstrar-
kostnað hjá sér. Þetta á ekkert
skylt vib hagsmuni launafólks
og á því ekkert erindi ab kjara-
samningum þess. Það er ekki rétt
að lauma svona mikilvægu máli
í gegnum þingið á svona fölsk-
um forsendum.
-| /'„Athugað verði að skipta á-
A. O byrgðarsjóði launa þannig
að fyrirtœki innan VSÍ og VMS
myndi sérdeild og aðrir atvinnurek-
endur sérstaka deild." Þarna er á
ferðinni mál er varða eingöngu
VSÍ og VMS annars vegar, en rík-
isvaldið hins vegar. Ábyrgðar-
sjóður launa er meb ríkisábyrgð,
þannig að hér er um ríkisfjármál
að ræða. Það, sem álíta má að
þessir aðilar vilji fá að vita, er
hve mikill hluti greiðslna sjóðs-
ins sé vegna atvinnugreina
þeirra. Þær upplýsingar er hægt
að fá með einfaldri bókhalds-
breytingu hjá sjóðnum, og halda
um leib utanum greiðslur þess-
ara aðila í sjóbinn. Þab þarf ekki
að stofna nein appajöt til að
þessar upplýsingar séu skýrar.
-| „Lögum um atvinnuleysis-
-L / tryggingar verði breytt í því
skyni að gera fastráðningu fisk-
verkafólks mögulega." Hvað í ó-
sköpunum er þetta? Eru þessar
tryggingar farnar að þvælast fyr-
ir að fólk geti ráðiö sig í vinnu?
Þarf það þá að vera skiptimynt í
kjarasamningum? Er ekki hreinn
sparnaður fyrir ríkib að útrýma
slíku, til að spara sér greiðslur at-
vinnuleysisbóta?
Eins og sjá má af þessu, er frek-
ar lítið af þessum pakka jákvæð
skiptimynt við gerð kjarasamn-
inga. Kostnaðaraukinn af breyt-
ingunni samkvæmt 1. lið mun
taka upp miklu meira fjármagn
hjá launafólki en sem nemur
launahækkuninni. Kostnabar-
auki fyrirtækjanna, vegna aukins
fjármagnskostnaðar, mun verða
mikið meiri en hefðu þau gert
raunverulegan kjarasamning vib
launafólk, þar sem farið hefði
verib í raunverulega endurskipt-
ingu kökunnar. Slíkt var ekki
gert, því miður.
Höfundur er skrrfstofumaöur.